Þjóðviljinn - 09.03.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.03.1962, Blaðsíða 3
 BRETARNIR á Síglufírði Þessar myndir voru 'teknar í Lögreglustöðinni á Siglufirði á þriðju- dagskvöldið eftir að þrír skipverjar brezka togarans „Ross Archer“ voru færðir þangað, skipstjórinn ásamt tveim hásetum. Höfðu skipsmenn fyrst sært siglfirzkan pilt með flösku og siðan sýnt lögreglunni mótþróa und- ir stjórn skipstjórans. I ga?r lauk málaferlunum gegn brezku tcgaramönnunum með réttarsætt. Skipstjórinn, Alfred Hill- dreth fékk 10 þús. kr. sekt, hásetínn Goofrey Robert, er sló piltinn með flöskunni, hlaut 3 þús. kr. sekt og var gert að greiða 6 þús. kr. í skaðabaetur fyrir áverka, rúðubrot o.fl. Fjórir skipverjar sluppu með réttaráminningu. Málskostnaður in solidum féll á skipstjórann og Geofrey Robert. Trygg- ing var sett fyrir greiðslu sektanna og bjóst togarinn síðan á brott frá Sigluflrði. Skipstjórinn vildi ekki láta mynda sig. Bragi Magnússon lögregluþjónn horfir á. Skipstjórinn á Ieið í kjallarann. Björn Hafliðason horfir á. ■ einn piítanna sem Bretarnir réðust Njörður Jóhannsson. á, Sigmar Albertsson, annar brezku há- setanna og Stefán Friðriksson lögregluþjónn. Ruddaleg drás á Sistamenn Morgunblaðið ræöst í gær á ís- lenzka listamenn með ruddaleg- um svívirðingum. Það segir að menningarvika sú sem þeir haía gengizt fyrir á vegum hernáms- andstæðinga sé „skipulögð og framkvæmd af erindrekum heimskommúnismans“ og heldur áfram: „Þótt misjafnlega sé farið með peninga þá, sem kommúnistar fá frá húsbændum sínum í Kreml, skortir þá aldrei fé. Með þvi er- lenda fé, sem þeir hafa undir höndum til áróðursstarfsemi, hefur þeim stundum tekizt að fá góða menn til að ljá nöfn sín i áróðurstilgangi, þótt það sé auð- vitað til lítillar sæmdar, t.d. þeim Iistamönnum, sem selja þeim þjónustu sína.“ Sósíalistar ORÐSENDING FRÁ KVENFÉLAGI SÓSÍAL- ISTA OG CARÓLÍNU- SJÓÐSNEFND Vift bjóðum ykkur að faka þátt í skenuntikvöldi, er Carólínusjóðsnefnd efn- ir til fyrir félaga og gesti þeirra í Tjarnargötu 20 annað kvöld, laugardag. Skemmtikvöldið heíst með borðhaldi kl. 8. Skemmtiatriði; Upplestur, stuttur leikþáttur og ým- islegt fleira. — Dans. Upplýsingar og aðgöngu- miðapaiiíanir í símum 17808, 37586 og 15259. Að- göngumiðar sækist í Tjarn- argötu 20 milli kl. 5 og 9 síðdegis i dag, föstu- dag. Munið stundvíslega kl. 8. Þarna heldur Morgunblaðið þvi I iram að ýrnsir fremstu myndlist- armenn þjóðarinnar, skáld, rit- höfundar, tónskáld, hljómlistar- menn og fræðimenn séu mútu- þegar Rússa og kynni íslenzka menningu fyrir austrænt gull. Myndlist okkar og skáldskapur, tónlist okkar og meira að segja handritin eru að mati Morgun- blaðsins aðeins einn angi heims- kommúnismans og listamennirnir starfa aðeins fyrir „húsbændur sína í Kreml“. Auðvitað þarf ekki að taka það fram að listamennirnir hafa sjálf- Matthías Joliannessen ir haft forgöngu um menning- arvikuna og hafa margir þeirra unnið mikil sjálfboðaliðsstörf við framkvæmd hennar. Auðvitað vakir áróður fyrir þeim, sá áróð- ur að beita íslenzkri menningu gegn erlendum hroða. En það er vert að vekja athygli á því að sá sem skrifar svívirð- ingarnar um íslenzka listamenn heitir Matthías Johannessen. Hann mun vera félagsmaður í rithöfundasamtökunum og þar meö í Bandalagi íslenzkra lista- manna. I Fram- l tak einstaklingsins I Sjálfstæðisflokkurinn segist | sem kunnugt er hafa mikið I dálæti á framtaki einstak- lingsins. Það dálæti hefur að undanfcrnu birzt í einkenni- ' legri mynd í sambandi við | stöðuveitingar á vegum | Reykjavíkurborgar. Fyrir ■ nokkrum dögum var Jóhannes Zoéga, mágur formanns Sjálf- 1 stæðisflokksins, skipaður hita- I .veitustjóri án þess að auglýsa | mætti starfið og gefa öðrum | kost á að keppa um það. Ekki I er kunnugt að hann hafi meiri bæfileika til að stjórna hita- ‘ veituframkvæmdum en fjöl- | margir aðrir verkfræðingar; | hins vegar heíur hann nýlega i látið í Ijós þá skoðun að breyta beri fyrirtækjum ríkis og bæja í gróðafélög einstak- linga, og þá væntanlega einn- ig -hitaveitunni. Ekki er ýkja- langt siðan Gústaf E. Pálsson var skipaður borgarverkfræð- ingur, án þess að nokkur starísbróðir haiis ætti kost á að sækja um starfið. Skömmu I áður hafði Valgarð Thorodd- sen^ bróðir varaformanns Sjálfstæðisflokksins, verið skipaður yfirverkfræðingur rafveitunnar á sama hátt, í pukri og án þess að nokkur, fengi að keppa við hann. Innan Sjálfstæðisflokksins felst framtak einstaklingsins auðsjáanlega ekki í því að menn afli sér menntunar og rejmslu og keppi síðan á jafn- réttisgrundvelli um ábyrgðar- störf í þjóðfélaginu. Fram- takið er í því fólgið að kunna tímanlega að velja sér rétt sambönd. Leitið og þér munuð finna Leiðtogi Mýneshreyfingar- innar, Bergur Sigurbjörnsson, 'hefui' borið fram þá kenningu að það beri að sundra vinstri- mönnum í andstæða hópa út frá því hvort einhverjir hafi sótt kommúnistaþing úti í löndum eða „kunni“ að gera það á lifsleiðinni. Ef honum hefði ekki dottið þéssi fyrir- sláttur í hug, hefði hann trú- lega sundurgreint menn eftir því hvort þeir gengju með belti eða axlabönd. — Austri, Föstudagur 9. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.