Þjóðviljinn - 13.03.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.03.1962, Blaðsíða 6
þjðÐVlUlNN 6t*«fandl: Bamelnlnsarfloklnsr alMðu — Bóslallstafloklcnrlnn. — RitatJóran &fasmúfi KJartansson (áb.), Magnús Torfl Olafsson, SlgurCur GuCmundsson. — FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjórl: GuCgeir Magnússon. — Rltstjórn, afgreiCsla, auglýsingar, prentsmiCja: SkólavörCust. 10. pimi 17-500 (5 Unur). ÁskriftarverC kr. 55.00 ó mán. — LausasöluverC kr. 3.00. PrtntsmlOJa ÞjóOvlljans hJL Viðreisnarloforðin ómerk orð átt er orðið eftir ósvikið af þeim loforðum og íullyrðingum sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins stráðu um sig þegar verið var að réttlæta gengislækkunina í febrúar 1960 og hinir ósvífnu árásir á kjör alþýðufólks sem þá voru lögfestar. í áróðurspésanum „Viðreisn“, sem gefmn var út fyrir almenningsfé í algjöru heimildarleysi og dreift um land allt, er t.d. fyrsta atriðið í „meginatriðum“ viðreisnarinn- ar talið: „Bótakerfið afnumið. Bótakerfi það sem útflutnmgs- framleiðslan hefur búið við síðan 1951 verði afnumið, en skrán- ingu krónunnar breytt þannig, að útflutningsframleiðslan verði rekin hallalaust, án bóta og styrkja." Og haldnar voru margar ræður til að fuUyrða, að með viðreisninni væri atvinnulíf landsins komið á heilbrigðan grundvöll, svo hér eftir væri engin þörf opinberra bóta og styrkja við atvinnureksturinn, í alsælu viðreisnarinnar áttu atvinnurekendur að „standa á eigin fótum“ eins og frægt er orðið. U'inkennilega sjaldan rísa nú ráðherrar og þingmenn upp og minna á þessi fyrirheit, þessar afsakanir fyrir gengis- lækkun, fyrir þvi að ráðizt var með ósvífnasta hætti á gerða samninga allra verkalýðsfélaga landsins og gerðar marghátt- aðar ráðstafanir aðrar til kjaraskerðingar alþýðu manna. Enda veit ríkisstjórnin og þingmannalið hennar fullvel, hvílík öfug- mæli og ómerk orð þessi fyrirheit eru orðin eftir tveggja ára reynslutíma. Enn ósvífnari árásir á lífskjör fólksins ihafa verið gerðar, svo sem með nýju gengislækkuninni í fyrrasumar. Og ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað orðið að éta ofan í sig stóru orðin um afnám styrkja og uppbóta. Nú síðast hefur þessi öfugmælaríkisstjórn lagt fyrir Alþingi frumvaiT) um 60 milljóna króna stuðning við togaraútgerðina. Emil Jónsson lýsti yfir í ræðu í gær á Alþingi, að rekstursafkoma togara- flotans árin 1960 og 1961 hefði verið með afburðum léleg. En það eru nákvæmlega viðreisnarárin tvö, sem þessi ummæli eru höfð um. ptjórnarflokkarnir reyna að afsaka nýjar stórfelldar „upp- bætur“ með aflaleysi togaranna eingöngu. Emil Jónsson nefndi í gær á Alþingi að aflamagn togaranna undanfarin fjögur ár hefði veríð sem hér segir: 1958: 199 þús. lestir; 1959: 156 þús.; 1960: 113 þús.; 1961: 70 þús. Lúðvík Jósepsson benti á að þessar tölur væru alls ekki þannig sambærilegar, enda þótt enginn bæri brigður á aflabrest togaranna þessi ár. En 1958—’59 hafi útgerð togaraflotans að langmestu leyti miðast við heimalöndun, og með því móti fáist mun meiri afli en þegar miklum dýrmætum tíma er eytt í siglingar. En síðari árin hafi verið siglt með mikinn hluta aflans, og hlaut heild- araflinn að minnka í tonnum einnig af þeim sökum, þó meira fengizt fyrir hvert tonn. Og einmitt viðreisnarárin, 1960 og 1961, hefur allverulegum hluta af togaraflota laadsmanna ekki verið haldið til veiða allt árið, mánuðum saman hafa 10—12 skip af hinum 48 togurum íslendinga legið bundin, en árið 1958 sem borið er saman við mátti heita að allur togaraflot- inn væri að veiðum árið um kring. I þessum mismun koma á margan hátt fram áheillaáhrif viðreisnarinnar og væri fjar- stæða að kenna aflabrestinum einum um hinn stórminnkaða heildarafla togaranna þessi viðreisnarár. I^ítir undirtektum stjórnarandstöðuflokkanna að dærna virðast allir sammála um að bæta þurfi í bili fjárhagsörðugleika togaraútgerðarinnar. En Lúðvík Jósepsson lagði þunga áherzlu á að jafnframt yrði að gera ráðstafanir til að koma á varan- legum úrbótum á rekstri togaranna. En Alþýðubandalagið og Framsþkn mótmæltu eindregið þeirri leið, sem Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa valið ,að ætla að skatt- ileggja allan bátaflota landsmanna til að standa undir togara- útgerðinni. Það er leið sem ólíklegt er að eigi nokkra framtíð, þó stjórnarflokkamir láti verða af því að berja lagaákvæði um slíka skattlagningu gegnum Alþingi. — s. Söngvaleikur eftir ALAN JAY LERNER og FREDERICK LOEWE byggður á „Pygmalion“ eftir BERNARD SHAW Leikstjóri: Sven Áge Larsen s Dansar og hópsýningar: Erik Bidsted Hljómsveitarstjóri: Jindrich Rohan Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson. Vala Kristjánsson og Rúrik Haraldsson. Söngleikurinn frægi ,.My Fair Lady“ f jallar um sér- stætt og ærið áhættusamt veð- mál: afburðamaðurinn Henry Higgins prófessor í hljóðfræði einsetur sér að breyta lítil- sigldri, fávísri og daunillri blómasölustúlku úr einu fá- tækrahverfi Lundúna í glæsi- lega heldri konu á sex mánuð- um með því að kenna henni að tala ensku fallega o.g rétt, og tekst það með miklum á- gætum — þetta er ævintýrið um Öskubusku sagt á nýstár- legan, frumlegan og snilldar- legan hátt. Ég veit ekki hvort nokkur veðmál hafa átt sér stað vegna sýningar Þjóðleik- hússins íslenzka á þessum margrædda, heimsfræga og kostnaðarsama leik, en hitt er vitað og vist að margir hafa spáð lejkhúsinu lítilla happa. Fullyrða má að hrakspámenn- imir hafi beðið lægri hlut og glatað sínu fé. Sýningin heppn- aðist vonum framar og varð öllum sem ,á hlýddu til ó- blandinnar ánægju — þrátt fyrir allt. Hér er hvorki færi' né tóm til að ræða ejnstæðan feril þessa ástsæla ameríska söngva- leiks sem sumir nefna óper- ettu aldarinnar, né efni og einkenni ,,Pygmalions“, hins sigilda gamanleiks stórskálds- ins Bernards Shaw, sem færði umdeildum höfundi sínum fé og frama á sinni tíð og er eins ferskur og skemmtilegur enn í dag og fyrir fimmtíu árum. „Meyjan min væna“ er verk margra ágætra kunnáttu- manna, en um eitt virðast allir sammála: óslitin sigurför leiks- ins er öllum öðrum framar Bernard Shaw að þakka; hans er mátturinn og dýrðin. Það er til lítils að leita að djúpsærri speki eða máttugum félagslegum boðskap í þessu hugþekka bráðfyndna verki. ,,Pygmalion“ er í raun og veru TÓmantisk ástarsaga og undir- rót hennar aðdáun og ást skáldsins á frú Patrick Cam- bell, hinni svarteygu glæsilegu leikkonu sem lék hlutverk El- izu Doolittle fyrst kvenna: og þrátt fyrir alla sína galla ber Higgíns prófessor í mörgu svipmót höfundarins sjálfs. Al- an Jay Lerner ber mikla og auðsæja virðingu fyrir Shaw og verki hans, fer um mjög nærfærnum höndum og tekst með ágætum að varðveita meginefni „Pygmalions", halda öllu því verðmætasta til skila. Hann fylgir að sjálfsögðu sér- stæðum lögmálum söngvaleiks- ins, skapar fjölmörg ný atriði og breytir öðrum í snjalla söngva, en. reynist jafnan trúr ætlan og anda meistarans. f „Pygmalion" er það látið liggja á milli hluta hvort prófessor- inn og Eliza, listamaðurinn og listaverkið, taki saman eða ekki, en Lemer sættír þau að lokum; leiklausnir hans eru ,allt í senn, lausar við tilfinn- ingasemi, gagnorðar og fyndn- ar. Shaw samdi raunar langan eftirmála v:ð Pygmalion og gaf þar EIizu kjánanum Freddy, en þau orð er óþarft að taka há- tíðlega; og á það má minna að hann leyfði þeim Higgins og Elizu að ná saman í kvík- myndum þeim sem kenna má við leikarana miklu, Lesley Howard o.g Gustaf Griindgens. Tónlist Fredericks Loewe á auðvltað mjkinn þátt í sigrin- um, enda þótt fróðir menn telji hana ekki ýkja tilkomu- mikla og frumlega enn síður; en svo ísmeygilega falleg eru mörg lögin að þau líða manni ekki skjótt úr minni. Eiv það eru fleiri hliðar á teningnum — segja má að ó- gerlegt sé að sýna „Pygmal:'on“ á íslenzku sviði, og um „My Fair Lady“ gegnir sama máli. Hér eru engar mállýzkur og ekkert skrílmál, og það sem skiptir mestu: enginn munur á máili yfirstéttar og undirstétt- ar, auðugra og fátækra. ,,Oft má á máli þekkja mann'nn hver helzt hann er“, segir séra Hallgrímur, en á ekki við hér á landi. í stað Cockneymállýzk- unnar er Eliza og flest hennar fólk látin beita hroðalegu flá- mæli og óeðlilegu latmæli, an- kannalegum og hvimleiðum framburði sem enginn fslend- ingur hefur nofað á þennan hátt iallt til þessa dags, og á- reiðanlega óskiljanlegum öðr- um en þeim sem nákunnugir eru textanum. Það þarf ekki heldur neinn snilling og enga Upphafsatriði söngleiksins; s viðsmynd úr Þjóðleikhúsinu. sex mánuði til að venja jafn- gáfaða stúlku og Elizu af flá- mæli, og dálítið skringilegt þegar prófessor.'nn reynir að útrýma hinni norðlenzku hljóð- villu kv fyrir hv; hversvegna vitnar hann ekki í kvæði Davíðs í Fagraskógi? Og stundum riíjar hann udd göm- ul þjóðkvæði íslenzk: Stebbi stóð á ströndu, Bokki sat í brunni. Öll þessi endileysa veldur að sjálfsögðu le'ðind- um; áhorfendur verða að gripa t’i ímyndunaraflsins, fleygja ■öllum sennileika fyrir borð. Þýðing Ragnars Jóhannesson- ar er yfirleitt rituð á lipru og mergjuðu máli, þó eitthvað megi að öllu finna; við tölum 'til dæmis um auðstétt eða kapítaljsta, ekki ,,millistétt“. Egill Bjarnason er maður mjög rímleikinn og söngvinn sem alkunnugt er af góðum þýðingum hans á þýzkum óperettum, en söngtextar og ljóð Lerners eru honum þó víðast ofviða; sumt í þeim verður líka ekki þýtt á ís- lenzku. Oftlega sko.rtir glæsi- leika, l.'stræna snerpu, fágað- an smekk og hnitmiðað tungu- tak; á suma textana er þó gaman að hlýða. Ég hef jafnan haldið því fram að Þjóðleikhúsið eigi að sýna ameríska söngvaleiki, en þrátt fyrir alla frægð „My Fair Lady“ er úr mörgum að velja, og tæpast hörgull á snjöllum og skemmtilegum verkum sem hægt er að flytja á íslenzku. Gestirnir erlendu Sven Age Larsen og Erik Bidsted hafa mestan veg og vanda af sýn- ingunni, báðir gagnkunnir leikn- um og leikflokki Þjóðleikhúss- ins; báðir hafa innt ágætt starf af höndum, náð furðugóðum árangri á skömmum tíma. „Kysstu mig Kata“ var fyrsta ameríska óperettan sem flutt var á landi hér og sú sýning ekki síður minnisverður at- burður en „My Fair Lady“; en hér er greinilegt spor stigið fram á við. „My Fair Lady“ er jafnbetri sýning og fágaðri og nálgast meira hinn sérstæða stíl þessara vinsælu leika, en einkenni hans eru meðal ann- ars ferskur léttleiki, hraði og fjör, að ógleymdum glæsileika og miklum íburði. Dauð augna- blik og frem.ur þróttlítil atriði má að vísu finna, en þau eru vonum færri; Sven Age Larsen hefur reynzt leikendum sínum farsæll leiðbeinadi og glögg- sýnn leikstjóri. Dansar Eriks Bidsted eru ’honum til mikils sóma, og h afa' hvarvetna hlotið mikið lof; sex dansmenn frá Evrópu taka iþátt í leiknum og einn þeirra íslenzkur og okkur að góðu kunnur, Jón Valgeir Stefánsson, en allir stökkfimir og skemmtilegir, og framkom- an fjörug og glettin; dans- meyjarnar okkar láta ekki held- ur sitt eftir liggja, fríðar stúlk- ur og búnar ríkum þokka. Mik- ill og góður er hlutur hljóm- sveitarinnar og hins snjalla stjórnanda hennar, Jindrichs Rohan; og söngur og fram- koma kórsins til sóma. Sviðs- myndirnar eru ekki færri en ellefu talsins, en tjöld og bún- ingar fengnir að láni í Dan- mörku, og teikningarnar þær sömu og í New York og London. Allar eru sviðsmyndir Olivers Srnith falleg verk og stór í sniðum; fortjaldið kann ég ekki að meta. Enn meiri athygli mína og aðdáun vöktu búning- ar Cecils Beaton, þess fræga og fjölgáfaða listamanns; glæsi- legri og stórkostlegri kjólasýn- ing en sú sem haldin er á veð- híaupunum í Ascot hefur ekki sézt á landi hér. Umgerð leiksins er mikið augnayndi og mjög til fýrir- myndar, og fjölmennið og fjöl- breytinin ó sviðinu meiri en að vanda lætur, en með frammi- stöðu ileikendanna stendur sýn- ingin eða fellur; hér er framar öllu um það að ræða að skapa •hugtækar og heillandi mann- lýsingar, lýsa lifandi fólki. Leikhúsið hefur yfir of fá- mennum flokki að ráða og mjög lítt vönum. tækni og hugblæ slíkra verka: hér eru hlutverk- in réttilega fengin hæfum leik- urum, en ekki söngvurum, og fyrir túlkun þeirra þurfum við engan kinnroða að bera. Mesta eftirvæntingu, athygli og for- vitni vakti Vala Kristjánsson, kornung stúlka sem aldrei hef- ur leikið eða sungið fyrr á æv- inni nema í skólaleikum í Dan- mörku; það er reyndar ein- stakt og annálsvert að ókveðið var að sýna leikinn löngu áð- ur en nokkur vissa var fyrir því að hæf leikkona fengist í margslungið og kröfuhart hlut- verk Elizu, kvenhetjunnar í leiknum. Vala Kri-stjánsson vann skjótt hug og hjarta á- horfenda, þróttmikil, lagleg og geðþekk leikkona og framkoma og hreyfingar svo öruggar að furðu sætir af algerum byrj- anda. Hún hefur of litla söng- rödd, en fer annars vel með söngvana, gædd auðugu tón- næmi. Mest er um það vert að hún leikur hlutverk sitt af skilningi, innlifun og talsverð- um þrótti, breytist eðlilega úr frumstæðu náttúrubarni í fág- aða hefðarstúlku og síðast í þroskaða sjálfstæða konu. Eins annmarka verður að geta: eftir hamskiptin miklu á meðferð Elizu á móðurmálinu að vera til sannarar fyrirmyndar en Vala talar íslenzku með greini- legum erlendum hreimi, enda fædd og alin upq ytra og eykur enn á.þá ringulreið sem er ærin fyrir. Rúrik Haraldsson leikur Higgins prófessor og vinnur ó- tvíræðan sigur, það er sönn ánægja að dveljast í návist hans. Útlits Rúriks hæfir hin- um málsnjalla og napuryrta prófessor ágæta vel. hár mað- ur og spengilegur og sópar að honum; og skapgerðarlýsingin glögg og skýr: Higgins er mað- ur óheflaður í framkomu, sjálf- hverfur, tillitslaus og dramb- samur, o.g samt búinn þeim persónutöfrum sem heillað geta konur sem karla; og hann er lika mömmudrengur og dek- urbarn, eins og ljóst verður af túlkun Rúriks. Fjölmörg orðsvör prófessorsins urðu mjög hnittileg og mergjuð í munni hans og söngvarnir tók- ust yfirleitt vel; léikarinn sjmgur þá ekki í eiginlegum skilningi, enda ekki til þess ætlazt, heldur leikur þá •— talar og syngur i senn. Snögg- ar og mjúkar hreyfingar fylgja jafnan orðum og athöfnum, og öll er framkoma leikarans mjög í stíl söngleiksins. Við hlið prófessorsins stendur Pickering ofursti, mannasættir og he:ð- ursmaður, góðlegur og her- mannlegur í ágætum meðför- um Róberts Arnfinnssonar. Hlutverkið he.fur aldrei þótt sérstaklega skemmtilegt eða girnilegt viðfangs, en Róbert lætur ekkert færi ónotað og tekst oft að gera mikið úr litlu, og þarf ekki annað en minna á fund þe:rra frú Higg- ins eða samtalið við Scotland Yard — snjöll og fyndin túlk- un. Ævar R. Kvaran hefur unn- ið mörg og minnisverð afrek í óperettum. en nýtur sín mið- ur en skyldi í kátlegu og þakklátu hlutverki öskukarls- ins Doolittle og mun hinum ankannalega framburði öðru fremur að kenna; jafnvel víð- frægar orðræður hans um vafasama siðspeki hinna ó- maklegu þurf amanna skildust vart i munni hins þróttmikla og skýrmælta leíkara. Ferill Doolittle er hliðstæður Elísu dóttur hans, þótt hann breyti reyndar hvorki eðli né innræti, og þeim hamskiptum lýs;r Æv- ar ágæta vel, það er verulega gaman að honum þegar hann fer sárhryggur og skartbújnn til kirkjunnar í lokin til að kvænast í fyrsta sinn á æv- Inni. Bessi Bjarnason og Árni Tryggvason leika tvo af drykkjubræðrum og fólögum Doolittle af hnitmiðaðrj kímni og ósviknu fjöri, samvaldir o.g samtaka; það vekur söknuð að hlutverkin skuli ekki vera stærri. Regína Þórðardóttir er óað- fi'nnanleg frú Higgins, hvít- hærð, virðuleg og fríð kona, Framhald á 8. síðu. Þakkardvarp í greinarstúf, sem Hannes Pétursson skáld ritaði í Vísi nú í vikunni, gefur hann í skyn, að hann sé andvígur því, að amerísku hermannasjónvarpi sé opnuð leið inn á annað hvert heimili á landinu. Að vísu seg- ir hann þetta ekki berum orð- um, heldur undir rós, en varla getur þó orkað tvímæli-s, hvað hann á við. Hitt er svo annað mál, að í sömu greininni telur Hannes að islandi sé vörn í herstöðvum Bandaríkjamanna hér, herstöðv- um, sem eru eins og stórkost- iegar tímasprengjur í mesta þéttbýli landsins, stilltar á fyrstu mínútur þeirrar styrj- aldar sem stórveldin eru að æfa sig undir. Einnig upplýsir Hannes, að fimmtungur þjóð- arinnar, væntanlega kjósendur Alþýðubandal., óski þess, að málum okkar verði fjarstýrt austan frá Moskvu. Þennan málflutning má virða til vork- unnar, Jafn heilvita maður og Hannes Pétursson gerir sér að sjálfsögðu Ijóst, að ritsmíð til áróðurs fyrir herstöðvum og þátttöku í Nató er útilokað að semja án þess að fara með stórlygar. Undir það jarðarmen varð skáldið að ganga. „Pg samt snýst hún“, sagði Galilei. Hannes notaði tækifærið til þess að láta sannleikskorn fljóta með. Fyrir það á hann skilið margfaldan heiður og al- þjóðarlof, hvað sem kann að valdá þessu tiltæki hans. S Páll Bcrgþórsson. jfj) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. marz 1962 Þriðjudagur 13. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.