Þjóðviljinn - 13.03.1962, Blaðsíða 12
11 gagnfræðaskólaplltar hafa senn
réttindi til skipstjórnar á bátum
f #1 fyrradag luku 11 nemendur í Gagn-
í bæðaskóla verknáms prófi í siglingafræðum,
!iem veitir þeim réttindi til skipstjórnar á
feátum alit að 30 tonn, er þeir hafa lokið 18
• mánaða sjómennsku.
£ Eins og kunnugt er þá hafa nemendur
f f Gagnfræðaskóla verknáms valfög og ósk-
j uðu þessir 11 drengir eftir að fá að taka
! siglingafræði sem aukagrein. Piitstrnir höfðu
• allir 2ja til 8 mánaða siglingatíma, en skil-
yrði fyrir náminu er að hafa minnst 2ja
' mánaða siglingatíma.
Drengirnir urðu að leggja hart að sér
við námið. þar sem þetta vaV aukafag. Ing-
ólfur Þórðarson, kennari við Stýrimannaskói-
ann, kenndi piltunum og lét mjög vel af
f'rammistöðu þeirra og sagði að þeir hefðu
sýnt míkinn áhuga og dugnað.
Magnús Jónsson skólastjóri Gagnfræða- I
skóla verknáms, sagði við fréttamann blaðsins
að skólastjóri Stýrimannaskólans hefði sýnt
þessu máli mikinn áhuga og látið í té hús-
næði og kennsluáhöld.
^ Vinsælasa valfagið í Gagnfræðaskóla
verknáms er vélritun, en þetta er í fyirsta
sinn, sem nemendur hafa lagt fyrir sig sigl-
ingafræði.
Q A myndinni sjáum við kennarann
Ingólf Þórðarson, ásamt nemendum sínum,
scm eru á aldrinum 16 til 17 ára.
Forystumenn Serkja
brátt látnir lausir
QParIs 12/3. — Láta á lausa
Jífen Bella og aðra ráðherra Serkja
Vem í haldi eru í Frakklandi um
!«ið og lýst hefur verið yfir
yopnahléi og munu þeir þá
íara flugleiðis til Rabat í Mar-
•kko. AHt bendir nú til þess að
Jpelta verði bráðlega. Meðal ann-
íi-rs hefur öryggisviðbúnaður verið
itnkinn við Aunoy-höll þar sem
Jþcir eru í haldi.
Ful'ltrúar stjórnar Marokkó og
Ötanríkisþjónustumenn sem hafa
létið mál Ben Bella til sín taka
fiú ttust í sendiráði Marokkó í
línorgun, augsýnilega til að ræða
'J"* . .. ....... - - 1
Sósíalistar
Reykjavík
písialistafélag Reykjavíkur held-
siír félagsfund næstkomandi
‘^lmmtudagskvöld. Nánar getið í
ílilaðinu á morgun.
frekar um frelslun Ben Bella og
félaga hans.
Frá Rabat hafa borizt fregnir
um að undirbúningur sé hafinn
undir að bjóða Ben Bella og
fylgdarlið hans velkomið til borg-
arinnar ög frelsisins.
Franska stjórnin hefur bann-
að allt flug nema venjulegt á-
ætlunarflug í Alsír frá og með
deginum í dag. I París er talið
að bann þetta sé til þess að
hindra OAS í að gera loftárás
þegar Ben Bella og hinum ráð-
herrunum fjórum verður sleppt
úr haldi, en einnig til að tryggja
öryggi almennings í landinu og
koma í veg fyrir að forkólfar
OAS-samtakanna geti ferðast til
og frá Alsír.
Síðdegis í dag stöðvaði hálfr-
ar stundar verkfall neðanjarðar-
lestir og strætisvagna í París.
Vinna féll einnig niður í mörg
hundruð fyrirtækjum og skrif-
stofum. Var hér um að ræða
mótmælaverkfall gegn OAS sem
naut stuðnings allra verkalýðs-
félaga. Sprengingin í útborginni
Issy-les-Molineaux hefur orð-
ið til þess að æsa enn frekar upp
andúð almennings á OAS-sam-
tökunum.
EVIAN 12/3. — Umraéðum
Frakka og Serkja um frið í Alsír
var haldið áfram í dag en ekki
varð af næturfundi, eins og bú-
ist hafði verið við, vegna þess
að sendinefndirnar voru of
þreyttar til að halda umræðum
áfram.
Umræðurnar hófust í morgun
með fundi allra fulltrúanna sam-
eiginlega en síðan skiptust full-
trúarnir í tvær nefndir og ræddi
önnur um hernaðarleg atriði
samninganna en hin um þau
stjórnmálalegu.
Fregnir herma að samningar
Framhald á 3. síðu
|IIÓI)VILJINN
Þriðjudagur 13. marz 1962 — 27. árgangur — 59. tölublað.
VIÐ NOTKI
NAVOPN
MOSKVU 12 3 — Sovétríkin eru
reiðubúin til að skuldbinda sig
til að láta ekki öðrum lönduni
í té kjarnorkuvopn, ef Banda-
ríkin, Bretland og Frakkland
taka sér sömu skuldbindingar á
herða(r, segir í bréfi sem Gromy-
ko utanríkisráðherra hefur sent
U Thant framkvæmdastjóra SÞ.
Gromyko segir að Sovétríkin
telja það mjög mikilvægt að þau
lönd sem enn hafa ekki kjarn-
orkuvopn afli sér þeirra ekki hér
. eftir. Sovétríkin eru staðráðin í
að gera sitt til þess að Afríka
verði kjarnorkulaust belti svo og
að koma á svipuðum beltum í
Mið-Evrópu, Austurlöndum,
Kyrrahafssvæðinu, Balkanlönd-
unum og víðsvegar um heiminn.
Sovétríkin vilja gera allt sem
í mannlegu valdi stendur til að
skapa grundvöll undir hagstæða
lausn á mikilvægasta viðfarlgs-
efni okkar tíma — að koma í
kring algjörri afvopnun undir
ströngu alþjóðlegu eftirliti.
1 öðru bréfi til U Thants
framkvæmdastjóra segir Gromy-
ko að Sovétríkin leggi mikla. á-
herzlu á að kvatt verði saman
sérstakt þing sem ætlað sé að
undirrita samning sem ba'nni
notkun kjarnorkuvopna. Slíkur
samningur yrði verulegt spor í átt
til algjörs banns við kjarnorku-
vopnum, í þá átt að þessi vopn
verði fjarlægð úr vígbúnaði þjóð-
anna og í átt til þess að eyði-
lagðar verði allar birgðir slíkra
vopna.
OASverkfall
AIGEIRSBORG 12/3 — OAS-sam-
tökin hafa boðið til sólarhrings
verkfalls eftir að vopnahléi hef-
ur verið komið á í Alsír.
Frönsk yfirvöld reikna með að
verkfallið njóti stuðnings allra
Evrópumanna í Alsír, en þeim
hefur OAS fyrirskipað að halda
sig heima innan lokaðra dyra og
glugga.
I dag var opinberum starfs-
mönnum um gjörfallt Alsír fyr-
írskipað að gegna störfum sín-
um á meðan á verkfallinu stend-
ur, sömuleiðis var starfsmönnum
Algeirsborgarútvarpsins skipað
að annast, útsendingar þrátt fyr-
ir verkfallið og heimildir herma
að tæknimenntaðir menn hafi
verið fluttir frá Frakklandi tii
Alsír til þess að sjá um að gas-,
rafmagns- og vatnskerfið bregðist
ekki þegar verkfallið skellur á.
Aðalsendimaður Frakka í Alsír,
Jean Morin, hefur fengið sér-
stakt umboð til að handtaka
hvern þann sem ekki framfylgir
fyrirskipununum um að annast
starf sitt þrátt fyrir verkfalls-
boðun OAS.
Alls voru tólf menn drepnir í
Alsír í dag og tólf særðir. Tíu
manna OAS-flokkur stal sjón-
varpssendinum í Oran þegar ver-
ið var að flytja hann til her-
bækistöðvanna þar í borg í ör-
yggisskyni. Þrjú rán voru framin
í Alsír í dag og rænt sem svarar
tveim milljónum króna.
Maður bíður bana
í Ytri Njarðvík
Um kl. 3.30 á sunnudag varð
banaslys í Ytri Njarðvík. Varð
tæplcga 59 ára gamall maður,
Jónas Sigurösson Suðureyri við
Súgandafjörð, fyrir fólksbifreið-
inni G-174 og andaðist rétt á
eftir’ af afleiðingum slyssins.
Slysið varð á Reykjanesbraut á
milli húsanna nr. 42 og 44 við
þá götu. Bifreiðarstjórinn segir
að maðurinn hafi gengið þvert
fyrir bifreiðina og hafi hann ekki
getað afstýrt árekstri. Við árekst-
urinn kastaðist maðurinn út í
grjóturð utan við veginn. Hann
var fluttur í sjúkrasúsið í Kefla-
vík en andaðist rétt eftir að
þangað kom. Við rannsókn máls-
ins í gær kom í ljós, að hand-
hemill bifreiðarinnar var óvirk-
ur og einnig var hraðamælir bil-
aður. Rannsókninni var ekki lok-
ið og verður henni haldið ófram
í dag. Hinn látni var starfsmað-
ur á Keflavíkurflugvelli.
^RENTSMIÐJA ÞJÖÐVILJANS H.F. PRENTSMIE'JA ÞJÖÐVILJANS H.F. PRENTSMIEÍJA ÞJÖÐVILJANS H.F. PRENTSMIÐJA ÞJÖÐVILJANS H.F. PRENTSMI
(fjftENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS H.F. PRENTSMIBiIA ÞJÓÐVILJANS H.F. PRENTSMIEÍJA ÞJÓÐVILJANS H.F. PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS H.F. PRENTSMI