Þjóðviljinn - 13.03.1962, Blaðsíða 1
yiLIINN
Þriðjudagur 13. marz 1962 — 27. árgangur — 59. tölubiað.
stefnt fyrir tutt
ugasta hluta smyglsins!
Vilhjálmi þór ekki stefnt fyrir milljónasmygl sem skipulagt var í formannstíð hans
Rannsóknardómarnir í
olíumálinu skýrðu frá því á
sínum tíma að Olíufélagið
h.f. og Hið íslenzka stein-
olíuhlutafélag hefðu stund-
að stórfellt smygl alla tíð
frá 1952 og hefði megin-
hluti þessa ólöglega inn-
flutnings numið að verð-
mæti 130 þúsundum dollara
á innkaupsverði eða 5.6
milljónum króna eftir nú-
verandi gengi.
Saksóknari ríkisins stefn-
ir ráðamönnum Olíufélags-
ins hins vegar aðeins fyrir
að hafa „á tímabilinu frá
desember 1956 til desember
1958 flutt inn 23 vörusend-
ingar og tilgreint ranglega
á innflutningsskilríkjum að
viðtakandi vörunnar væri
varnarlið Bandaríkjanna á
íslandi (Iceland Air Defense
Force) til þess að komast
hjá greiðslu aðflutnings-
gjalda“. Samkvæmt því
krefst saksóknari aöeins
„upptöku á andvirði ólög-
lega innfluttrar vöru að
fjárhæð samtals kr. 280.826,
00“.
Það er þannig EKKI
stefnt fyrir ólöglegan inn-
flutning á tímabilinu 1952
—1956, en helming þess
tíma var Vilhjálmur Þór
formaður Olíufélagsins. Og
smygl sem nemur að verð-
Framhald á 11. síðu.
Bætti eigið
heimsmet
Norðmaðurinn Ewandt keppti *
hér um helgina sem gestlr á |
innanhússmóti ÍR. Hann setti 1
heimsmet í langstökki án ;
atrennu, í stað þess að setja S
það í -hástökki án atrennu, :
eins og búizt hafði verið við. *
A íþróttasíðu er skýrt ítar- S
fega frá gangi mótsins. — 5
(Ljósm. Bj. Bj.).
Öfœr leið að láta bátaflotann
standa undir togaraútgerðinni
Talsmenn beggja stjórnarandstöðuflokkanna á
Alþingi, Lúðvík Jósepsson og Eysteinn Jónsson,
lögðust báðir eindregið gegn þeirri fyrirætlun rík-
isstjórnarinnar að skattleggja stórlega allan báta-
flota landsmanna til þess að styrkja togaraútgerð-
ma.
Fyrsta umræða um stjórnar-
frumvarpið um aflatryggingar-
sjóð sjávarútvegsins fór fram í
neðri deild í gær, og var mál-
inu í fundarlok vísað til 2. um-
ræðu og sj.ávarútvegsmálanefnd-
ar. Framsögu hafði Emil Jóns-
son sjávarútvegsmálaráðherra og
auk hans töluðu Eysteinn Jóns-
son og Lúðvík Jósepsson.
Lúðvík kvað ekki mundi um
það deilt að aðalefni frum-
varpsins væri að veita togara-
útgerðinni fjárhagslegan stuðn-
VILHJÁLMUR ÞÓR í NEW YORK
ÞJÓDVILJINN TELUR sig nú hafa öruggar
heimildir fyrir því að Vilhjálmur Þór, seðla-
bankastjóri og sakborningur í olíumálinu,
hafi farið til New Yqrk. Vilhjálmur fór utan
fyrra Iaugardag, eftir að hann vissi að sak-
sóknari hafði ákveðið málshöfðun, og Seðla-
bankinn neitaði að gefa upp hvcrt hann liefði
farið og hverra erinda.
EINS OG RAKIÐ hefur verið hér í blaðinu hef-
ur saksóknari ríkisins ákært Vilhjálm Þór
fyrir að hafa ráðstafað 6,2 milljónum króna
ólöglcga árið 1954. Þau gjaldeyrissvik áttu
sér stað i New York. Er ef til vill ennþá
hægt að hagræða sönnunargögnunum?
ing. Þeim tilgangi væri héi
blandað við alls óskilt mál,
Hlutatryggingasjóð bátaútvegs-
ins.
Tillögur ríkisstjórnarinnar
væru byggðar á starfi nefndar,
sem á vegum ríkisstjórnarinnar
hefði athugað afkomu togara-
flotans og skilað áliti nokkru
fyrir áramótin. Átaldi Lúðvík
að málið skyldi lagt fyrir Al-
þingi án þess að niðurstöður
nefndarinnar fylgdu með, þing-
mönnum til leiðbeiningar, og
óskaði eftjr að skýrsla nefndar-
innar yfði lögð fram í meðferð
málsins.
★ Þarf að Ieita víðar fanga
Um það væri ekki deilt, að
togaraútgerðin ætti nú við fjár-
hagslega örðugleika að stríða.
En málið yrði ekki einfaldlega
skýrt eða afgreitt með því að
vitna í minnkandi afla, heldur
kæmi fleira til. Afli íslenzku
togaranna hefði dregizt saman,
en það væri að sáralitlu leyti
vegna stækkunar landhelginnar,
eins og mjög hefði verjð haft ái
orði. En hins vegar virtust ekki
fullreynd úrræði sem aðraB
þjóðir hefðu gripið tjl, svo seit9
að leita meira af heimamiðunv
íslenzku togurunum hefði þessl
siðustu ár að langmestu leytf
verið haldið á aflaleysissvæðun»
um kringum ísland, á samS
tíma og aðrar fiskveiðaþjóðij}
hefðu leitað víðar fanga.
Nauðsyn væri á að breyt#
skipunum nokkuð svo þau ættlj
hægra með að sækja til Græn*
lands eða á Nýfundnalandsmið^
t.d. með því að gera ráðstafan*
Framhald á 4. síðu.
Kvikmyndin sem j
um er talað er !
Aktion J.—Sýnd i
dag — Sjá 3. síðu
FJÖLSÓTTUR LOKAFUNDUR
Menningarviku hernáms-
andstæðinga lauk á sunnudag-
inn. Listsýningunni í Lista-
mannaskálanum var lokað þá
um kvöldið, en fyrr um dag-
inn hafði verið haldinn fjöl-
sóttur lokafundur í Austur-
bæjarbíói. Þar var m.a. flutt
samfelld dagskrá úr Islands-
sögunni 1944—62 er þeir höfðu
tekið saman Jón Ilelgason rit-
stjóri og Þorsteinn frá Hamri
skáld. Flytjendur dagskrár-
innar sjást hér á myndinni,
en þeir voru: Alþýðukórinn
undir stjórn dr. Hallgríms
Helgasonar (við hljóðfærið yzt
til vinstri), Jón Múli Árnason,
Þorsteinn Ö. Stephensen.l
Magnús Bjarnfreðsson, Ragnar^
Arnalds og Gísli Halldórsson
(sitjandi, frá vinstri til hægri).
Aðrir sem fram komu á fund-
inum voru Ilanna Bjarnadótt-
ir söngkona, sem söng lög eft-
ir Fjölni Stefánsson við undir-
leik Jórunnar Viðar, Sigurður
Örn Steingrímsson fiðluleikari
og Kristinn Gestsson píanó-
leikari sem léku sónötu eftir
Mozart og Þóroddur Gnð-
mundsson skáhl, sem flutti
lokaorð. Kynnir var Pétur
Pétursson.
: