Þjóðviljinn - 13.03.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.03.1962, Blaðsíða 9
IR-ingar vígðu veglegan Byrjað að grafa fyrir húsinu 1955 — Kostnað- arverð 1 millj. 37Q þús. — 4% af byggingarverði í aðkeypta vinnu — ÍR-ingar eiga 20 þúsundir vinnustunda í skálanum. Á laugardaginn var merkis- dagur í sögu Iþróttafélags Reykjavíkur, eða skíðadeildar þess, er vígður var glæsilegur skíðaskáli, sem skíðadeild fé- lagsins hefur reist á undan- förnum árum. Var þar samankomið margt' fólk, sem tók þátt í fögnuði ÍR-inga yfir þessum merka á- fanga í skíðamálum félagsins. Skáli þessi stendur við svokall- aö Hamragil, nokkuð uppi í hlíðinni, svo víðsýni er þaðan í áttina til Reykjavíkur. Byrjað var að grafa fyrir húsinu árið 1955, en stærð þess er 250 fer- metrar. Er þetta timburhús, <?g hefur Hörður Björnsson, gamall skíða- kappi í ÍR, teiknað húsið og haft umsjón með byggingunni. Er húsið og gerð' þess sérkenni- leg og þó skemmtileg. Innrétt- ing er hagkvæm og er þar byggt. á reynslú um skíðaskálg. Ekki er um íburð að ræða, en efninu komið fyrir á einfaldan, en þó smekklegan hátt. Bjart er þar inni og hverfur sól þar ekki meðan hennar nýtur. Hátt er þar til loftsq en þess verð- ur naumast vart, því komið er fyrir opnu svefnlofti eftir endi- löngum skálanum með suðvest- urhlið. Sjálfur salurinn er glæsilegur, og inn af honum eru tvö herbergi fyrir 12 manns. Þama er og ágætt eldhús, hreinlætisherbergi karla og kvenna. Skíðageymsla er þar staðsett en er ekki að fullu lokið. Húsið er hitað upp með olíukyndingu og til ljósa er notuð dísilrafstöð,' sem á einnig að geta lýst upp brekkurnar í kring með fljóðljósum. Sigurjón Þórðarson, formað- ur IR upplýsti, að húsið eins og það væri stæði í 1 millj. 379 þúsundum. Húsið hefði að mestu verið byggt í sjálfboða- vinnu, og aðeins 4% af bygging- arverði þess hefði farið í að- keypta vinnu. Hér er því um mikið og fórn- fúst starf að ræða. Höfðu ÍR- ingar alls lagt í húsið um 20 þúsund vinnustundir. Sigurjón gat þess einnig, að til bygging- arinnar hefði félagið fengið 12 iþús. króna styrk úr íþróttasjóði, 42 þúsund frá ÍBR og auk þess 70 þús. króna lán frá ÍBR. Allt efni til hússins kostaði 766,900,00 kr. Albert Guðmundsson fyrrver- andi formaður, stjórnaði hófinu, bauð gesti velkomna og minnt- ist um leið hins nýlátna stofn- anda ÍR, A. J. Bertelsen, og bað menn að rísa úr sætum til heið- urs hinum látna,- Hann gat þess einnig að kveðjur hefðu borizt frá menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni og borgarstjóranum í Reykjavlík, Geir Hallgríms- syni, í tilefni dagsins. Ennfrem- ur vakti hann athygli á glæsi- legri blómakörfu frá hinum góðu nágrönnumj gestgjöfunum í Skíðaskálanum. Sigurjón Þórðarson, formaður IR, flutti vígsluræðuna, Hann þakkaði hinum á'huga- sömu og duglegu skíðamönnum IR fyrir það afrek að reisa þetta glæsilega hús af grunni. Hann kvaðst ekki vilja gera upp á milli manna, svo margir hefðu unnið gott verk,- en kvaðst þó vilja minnast Harðar Björnssonar sem teiknaði húsið og hans eldlega áhuga í blíðu og stríðu. Ennfremur Alberts Guðmundssonar, en í formanns- tíð hans hefði fyrst verulegur skriður komizt á byggingamál-- in. Að lokum bað hann skiðafólk lR að nota skálann, hann bauð allt skíðafólk velkomið í skál- ann, og þá ekki sízt æskufólk Reykjavíkur. Sigurjón bað svo formann skíðadeildar IR, Þóri Láusson, að koma og veita móttöku dyralykli skálans og gæta hans vel. Ávarpaði Þórir síðan gesti og sagði m.a., að þetta væri stór dagur í lífi skálamanna. Hann færði þakkir þeim sem hófu þetta verk. Minntist brautryðjendanna, er keyptu Kolviðarhól. Hann kvað líka að hópur sá, er hér væri myndi örva til frekari dáða. Þórir gat þess, að deildinni hefði borizt frá lítilli stúlku vestan úr Bandaríkjunum 500 kr. að gjöf, en það var dóttir Úlfars Skæringssonar, hins gamla og góða skíðakappa IR. Þá flutti forseti ISÍ, Ben. G. Waage, ávarp og kveðjur til ÍR- inga, dáðist að dugnaði þeirra og sagði að laun áhugamanns- ins væru í starfinu sjáJfu. Hann gat þess líka að svona hús ætti að nota bæði vetur og sumur, sem bækistöð f.vrir fjallgöngu- menn sem vildu skoða og ganga um hin fögru f.icll sem hér væru allt um kring. Að lokum afhenti hann oddfá»a lSl með áletrun. Hann sæmdi einnig Al- bert Gnðmundsson og Sigurjón Þ^rðarson þjónustumerki ÍSÍ. Einar B. Pálsson, formaður SKl, flutti kveðjur Skíðasam- bandsins og árnaðaróskir. Kvaðst samgleðjast lR-ingum með þennan áfanga, byggingu skálans hér við eitt bezta skíða- land í nágrenni Reykjavíkur. Hér í fjöllunum í kring, sagði Einar, eru tilvaJdar skemmti- göngubrautir, og væri það ósk sírj að ÍR-ingar ykju verksvið sitt með auknum göngum úti í vetrarnáttúrunni. Þorsteinn Einarsson íþrótta- fu.lltrúi bar kveðjur íþrótta- nefndar. Kvað hann hús þetta byggt af reynslu og þekkingu, hér væru allir gestir sem einn stór hópur, ein heild. Dvöl á svona stað væri til að skapa meiri lífshamingju, sagði Þor- steinn að lokum. Ásgeir L. Jónsson, sem var einn í fyrstu stjórn skiðadeildar ÍR, þeirri er festi kaup á Kol- viðarhóli, kvað þetta merkileg tímamót í sögu IR. Hann minnt- ist liðins tíma og kvað það ekki alveg sársaukalaust að svo hefði Skipazt málum, að Kolviðar- hóll væri aftur úr eigu iR. En sagan hefur oft sýnt að höfuð- toólið liði undir lok og hyrfi, en kotið yrði höfuðból. Margir aðrir tóku til máls, þ.á.m. Ellen Sighvatsson fyrir hönd SKRR og afhenti vegleg- an, útskorinn sparibauk í ámu- lí'ki; ennfremur flögg frá I- þróttafélagi kvenna. Lárus Jónsson mælti fyrir hönd Skíðafélags Reykjavíkur.. og ’færði að gjóf mynd frá Skíðaskálanum. Ennfremur flutti hann persónulegar kveðj- ur frá Stefáni Björnssyni, for- manni SR, og Leiíi Múller. Einar Björnsson mælti fyrir skíðadeild Vals, og þakkaði gott samstarf um langan tíma, og gaf fyrirheit um gjöf í skálann, sem kæmi innan skamms. Gunnar Már mælti fyrir hönd Framhald á 11. síðu. KR-ingar luku keppni i M-fl. karla á sunnudagskvöldið í handknattleiksmótinu cr þeir mættu ÍR. iR-ingar sigruðu með 32:27 og standa KR-ingar því aftur tæpt mcð að falla niður í 2. dcild því þcir hafa aðcing hlotið 2 stig. Vinni' Vaiur Vík«s ing verða KR og Valur að leikg til úrslita um það hvort félag^ ið falli niður í 2. deild. Vinnð hinsvegar Víkingur Val, þá felM ur Valur, en KR verður áfranfi í 1. deild. ÍR-ingar höfðu forustuna altó an leikinn og var sigur þeirríl sanngjarn. Þeir settu fyrstil þrjú mörkin og höfðu yfir ýnad ist 2—9 mörk. I leikhléinu var staðan 17:1§ ÍR í vil. Nokkrum mín fyrir leikslolj var staðan 31:22 fyrir IR og tóku þá KR-ingar mikinn enda«i sprett, settu fimm rnörk geglfl einu til leiksloka. Gunnlaugúr setti flest mörfi fyrir IR, eða 13, þar af 5 ú* vítaköstum, • en Reynir 11 mörflj fyrir KR, þar af 3 úr vítakösfcí um. Dómari var' Valur Benediktsð son og tókst honum ekki séPð •lega vel upp. Nánar verður sagt frá öðrunj leikjum í biaðinu á morgun. Johan Ewandt í langstökkii. <s>- Norðmaðurinn setti heimsmet ogvann fjórum sinnum á innanhússmóti iR Jón Þ. Ólafsson stökk 2,01 m í hástökki meðj atrennu og bætti metið um 1 cm. Helgina 10. og 11. marz fór fram afmælismót ÍR í frjáls- um íþróttum innanhúss. Reyn- ir Sigurðsson gjaldkeri ÍR setti mótið með stuttri ræðu, og minnt.ist Andreas J. Bert- elsen stofnanda ÍR, áhorfend- ur vottuðu virðingu sína með því að risa úr sætum. ÍR-ingar buðu til mótsins Norðmanriinum Johan Chr. Ewandt, sem á heimsmet bæði í langstökki án atrennu (3,57) og í hástökki án atrennu (1,76). Það heimsmet setti •hann fyrir nokkrum dögum og bætti þá heimsmet Vilhjálms Einarssonar um 1 cm. Heimsmet — íslands- met og unglingamet Á þessu móti kom sá ein- stæði atburður fyrir að eitt heimsmet var sett. John Ewandt bætti heimsmet sitt í langstökki án atrennu um 8 sm, hann stökk í fyrstu til- raun í langstökki 3,65. Ewandt keppti í fyrsta sk'pti í þrí- stökki og stökk 10.03 sem á- reiðanlega er nýtt no.rskt met í þessari grein. Jón Þ. Ólafs- son ÍR bætti íslandsmetið í háistökki með atrennu um 1 cm. Hann stökk 2,01. Óskar Alfreðsson UMSK setti nýtt unglingamet í langstökki án atrennu, stökk 3,27. Einnig setti hann nýtt drengjamet í þrístökki án atrennu 9.41. Laugardagur Fyrsta grein móts:ns var há stökk án atrennu, þar var það i Jón Þ. Ólafsson sem veitti \ Ewandt mesta keppni. Ewandt stökk 1,74, en Jón 1,71 sem er bezti árangur sem hann hefur náð í keppni. Vilhjálm- ur varð að láta sér nægja 3. sætið, hann stökk aðeins 1,65. Næsta greiri var langstökk án atrennu. Þar sigraði Ew- andt mjög örugglega. Hann setti heimsmetið í fyrsta stökki. stökk 3,65, gerði siðan tvö stökk ógild. og hin þrjú stökkin voru 3.55, 3,58 og 3,57. íslendingarnir komust hvergi nærri honum í þess- arj grein. Vilhjálmur hreppti annað sætið, stökk 3-,31, sem er aðeins einum cm frá ís- landsmeti hans. Yfirburðir Norðmannsins sáust greini- lega í þessari grein, hann stökk 34 cm lengra en bezti maður íslendinga. Síðasta grein dagsins var hástökk með atrennu, en þar sigraðj Jón Þ. Ólafsson ÍR, stökk 2,01 sem er nýtt ís- iandsmet, gamla metið átti Jón sjálfur og var bað 2 m sléttir. Valbjörn Þorláksson var anri- ar, stökk 1,80. Sunnudagur Keppnin hófst með stangar- stökkj og kúluvarpi. Tveir voru mættir til leiks í hvorrj grein. Valbjöm Þorlákssoal sigraði örugglega í stangar. stÖkki, stökk 4.00 m. Hanifl reyndl við 4,20, en tókst ekkl að komast yfir. Salurinn a8 Hálogalandi er lítt fallinn fyr« ir stangarstökk, b;tar eru þa® i loftinu og fannst sumum á» horfendum sem Valbjörn gætií vel orðið eftir á einhverjurH bitanum í loftinu. Hin gaml® kempa Huseby sigraði í kúltu varpi, varpaðí 15,32, GuS« mundur Hermannsson var?? annar með 15.10. Þrístökkskeppnin Síðasta grein mótsins va0 svo þrístökk án atrennu. Norð* maðurinn Ewandt ákvað a8 taka þátt í þeirri grein, áai þess þó að hafa gert það áð« ur. Hæfileikar hans komtl greinilega í Ijós, þvi hanfll sýndi nú að stökkkraftur og mýkt hans var mikið meiri eifl íslendinganna. Hann sigraði í þeirri grein, stökk lengsj 10,03. Vilhjálmur varð annar, stökk 10,02. Atrenna Vil» hjálms var mjög jöfn. Hifl stökk hans voru: 10,01; 10,00(3 10,00; 9,96 og 9,96. i u Úrslit báða dagana: Hástökk án atrennu: Johan Ewandt Noregi 1,'fflj Jón Þ. Ólafsson ÍR l,7t Vilhjálmur Einarsson ÍR 1,6S Iialldór Ingvarsson ÍR 1,61 Framhald á 10. síðut* Þriðjudagur 13. marz 1962 —■ ÞJÓÐVILJINN — (0|

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.