Þjóðviljinn - 24.03.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.03.1962, Blaðsíða 7
de Gaulle að hrökkva eða stökkva, skipa hernum að bæla OAS niður eða kalla hann heim og láta OAS og sjálfstæðishreyf- ingu Serkja berjast til þrautar. I rúmt ár hefur OAS feng- ið að starfa óáreitt af franska hernum, myrt menn þúsundum saman, þar á meðal franska hermenn, látið greipar sópa um vopnabúr og fjárhirzl- ur, þjálfað lið sitt, krafið skatta af einstaklingum í Alsír og fyr- irtækjum bæði þar og í Frakk- landi sjálfu. Svo illa treystir forseti Frakklands hernum að hann hefur ekki borið við að beita honum gegn uppreisnar- ‘ hreyfingunni, en í þess stað gert : út sínar eigin hermdarverka- sveitir til að vinna á OAS- mönnum með þeirra eigin að- ferðum. Hvað eftir annað hefur OAS efnt til stórárása á þessa „barbouzes“ eða gerviskeggiinga eins og þeir eru kaliaðir. Fas- istahreyfingin hefur haft betur í viðureigninni við erindreka de Gaulle, vegna þess að Salan á leynilega bandamenn meðal franskra embættismanna og herforingja og fær jafnóðum að vita allt sem ríki.sstjórnin ætlar sér. Hann og félagar hans eru eftirlýstir dauðamenn. en fara þó allra sinna ferða um Alsír og skreopa yfir til Spánar öðru hvoru til að hi.tta samherja sina frá Frakkland.i. Enginn vafi er á að þorri franskra hermanna sem gegna herskyldu í Alsír fagnar vopnahléinu og myndi berjast gegn OAS ef þeim væri skipað það, en öðru máli gegnir um herforingjana og aðra atvinnu- hermenn. Meðal þeirra á OAS leynilega stuðningsmenn, sem ibíða tækifæris að veita fasista- hreyfingunni lið. de GauUe vill í lengstu lög komast hjá að leiða klofninginn í hernum í ljós, og þess vegna hefur hann enga skipun viljað gefa um at- lögu gegn OAS. Afleiðing hiks forsetans er að nú ræður OAS lögum og lofum í hverfum Ev- rópumanna í stórborgum Alsír. Embættismenn Frakklands- stjórnar sem ekki eru undir niðri á bandi OAS mega búast við dauða sínum dag hvern, enda þótt þeir hafist við í víg- girtum byggingum sem valið lið gætir. Þeir sem eiga, að heita að stjórna Aisír í nafni de Gaulle eru einangraðir og á- hrifalausir, vegna þess að hann þorir ekki að heimila þeim að beita hernum gegn OAS. Upp- reisnarhreyfingin undirbýr því óáreitt borgarastyrjöld til að steypa de Gaulle af stóli og set.ia í stað hans „ríkisstjórn 'þjóðlegrar einingar", sem á að hafa það hlutverk að leggja Al- sír aftur undir Frakkland og banna Kommúnistaflokk Frakk- iaijds. Hermdarverk OAS eru framin undir kjörorðinu gamai- ■kunna um baráttu gegn kom.m- únismanum. Leigumorðingjar samtakanna eru einkum settir til höfuðs Serkjum sem eru virkir í sjálfstæðishreyfingunni, •félögum í Kommúnistaflokki Al- sír og öðrum EVrópumönnum sem hlynntir eru sjálfstæði landsins. Fréttamenn frá A- bandalagsríkjum sem -heimsækja Salan í fylgsnum hans eru fræddir á að OAS sé að verja vestræna siðmenningu fyrir kommúnismanum. Sjálfstæðis- .hreyfing Serkja er í raunjnni kommúnistisk, segja áróðurs- menn OAS, og benda á aðstoð- Ben Bella. . ina sem útlagastjórnin hefur fengið frá Sovétiikjunum ög öðrum löndum Austur-Evrópu og frá Kína. Yfirlýst stefna út- lagastjórnarinnar er að byggja upp sósíalistiskt þjóðfélag í Al- sír en fylgja hlutleysisstefnu í utanríkismálum. Þetta túlka OAS-menn á þá lund að útlaga- stjórnin sé staðráðin í að hafa að engu samningana við Frakk- landsstjóm jafnskjótt og hún hefur fengið völdin í Alsír í hendur. Stjórn de Gaulle getur sjálfri sér um kennt að þessi áróð- ur fær hljómgrunn meðal franskra herforingja og hjá hægrisinnum í Frakklandi og í Alsír. Forsetinn og ráðherrar hans hafa haldið iþví fram að iþeir ei.gi í höggi við tvennskon- ar „öfgamenn“, lagt að jöfnu hermdarverk fasistanna í OAS og löglega stjórnmálabaráttu franskra vinstri manna ge^n ríkisstjóminni. Þessi afstaða auðveldar fyilgismönnum OAS undirróðursstarið í her, lögreglu og embættiskerfi. Leigumorð- ingjar fá óáreittir að stunda iðju sína bæði í Alsír og Frakk landi, en ,þegar alþýða Parísar efnir til mótmælagöngu gegn ihermdarverkunum er lögregl- unni att á fólkið af þvílíkri grimmd að átta manns eru drepnir. Eitthvað virðist ríkis- stjórnin hafa lært af mótmæla- öldunni sem reis um a.llt Frakk- land gegn þeim aðförum. Að ■minnsta kosti hefur Frey innan- ríkisráðherra í fyrsta skipti káltað OAS-menn þeirra rétta nafni, fasista. (^tyrjöldin ■ í Alsír hefur að sögn útlagastjórnar Serkja kostað milljón manna lífið, franska stjórnin telur fallna 400.000. Hatrið sem svo ægilegt iblóðbað hefur vakið verður ekki kveðið niður á svipstundu með nokkrum pennastrikum í Evian. ömurlegur er ferill þeirra frönsku stjórnmálamanna sem eiga sök á þessu blóðbaði. Ára- tugum saman reyndu Serkir að afla sér mannréttinda með frið- samlegu móti, en mættu ekki öðru en svikum, hroka og of- beldi. Ben Bella, Ben Khedda og aðrir forustumenn Serkja gistu frönsk fangelsi margsinn- is áður en þeir sannfærðust um að þjóð Alsír ætti ekki annan kost en baráttu með vopnum til að heimta frelsi sitt. Þegar Mendés-France gerði sig líkleg- an til að semja við Serki skömmu eftir að uppreisnin hófst, steypti íhaldið á franska þinginu honum af stóli. í árs- byrjun 1956, eftir tveggja ára. styrjöld., unnu vinstri flokkarn- ir sigur í kosningum og sósíal- demókrataforinginn Guy Mollet ■komst til valda með loforði um að semja frið í Alsír. Jafnskjótt og hann varð fyrir tómatakasti landnema í Algeirsborg gekk hann á bak orða sinna og sendi flokksbróður sinn Lacoste, sem nú er einn af stuðningsmönn- um OAS, til Alsír með þeim fyrirmælum kð herða baráttuna gegn Serkjum. Vorið 1958 gekk orðrómur um að franska s.tjórn- in hygðist taka upp samninga við Serki. Þá stjórnuðu herfor- ingjarnir Salan og Massu upp- reisn í Alsír, kollvörpuðu þing- ræðinu í Frakklandi með hót- u.num um árás fallhlífaliðs á París og hófu de Gaulle til valda. Hann lét sér vel líka hótunina um árás á París, segir Soustelle, þáverandi samstarfs- maður hans, í nýútkominni bók. Salan var yfirhershöfðingi í Alsír 1958, og hann studdi de Gaulle til valda í þeirri trú að þeir væru samherjar í bar- áttunni gegn sjálfstæðishreyf- ingu Serkja. Með þögninni ef ekki öðru samsinnti de Gaulle kröfu landnemanna og hers- höfðingjanna um innlimun Al- sír í Frakkland. Hann tók sér meira að segja í munn í ræðu í Alsír kjörorðið „Algérie Fran- caise“, franskt Alsír. Hefði de Gaulle stutt löglega stjórn Frakklands en ekki uppreisnar- mennina í maí 1958, hefði þess verið kostur að semja frið þá þegar. En hann kaus að blekkja aðila sem hann var í raun og veru ósammála til að lyfta sér í valdastól. Síðan hefur tvö- feldnin loðað við stjórnarathafn- ir hans, dregið styrjöldina á langinn og skapað skilyrði fyr- ir OAS að festa rætur bæði í Alsfr og Frakklandi. Lengi vel neitaði de Gaulle með öllu að eiga nokkur skipti við útlaga- stjórnina. Síðan lét hann hvað eftir annað samninga stranda á kröfu um að vopnahlé yrði að koma á undan nokkrum við- ræðum um pólitísk viðfangs- efni. Loks stóð það lengi fyrir samningum að de Gaulle mein- aði útlagastjórninni að hafa samráð við Ben Bella og aðra foringja sjálfstæðishrevfingar- innar, sem Frakkar sviku í grið- um á stjórnartíma Guy Mollet. í. öllu þessu lét. de Gaulle undan um síðir, en ekki fyrr en hann hafði með framkomu sinni vak- ið upp þann draug sem hann hefur ekki enn reynzt maður til að kveða niður. — M.T.Ó. Fyrsta ár eru mánaðarlaun barnakennara 3875 krónur Kennaiaz flýja unnvörpum laun sem ekki er unnt að lifa á Ég vil lítillega gera að um- talsefni launakjör kennara. Mikið hefur verið um þetta efni ritað og rætt undanfarið. En þrátt fyrir það hefur litið verið talað um hin frægu „byrjunarlaurí' kennara. Ég er í vetur kennari við 8 mán. skóla í nágrenni Reykjavíkur. Ég gerði þá regin skyssu að sækja um kennarastöðu án þess að kynna mér nægiiega launa- kjör byrjandans: Ríkið greiðir kennara á fyrsta starfsári kr. 3875.00 á mánuði. Fyrir auka- kennslu (yfirtíma) greiðir sveitarfélagið mér (auðvitað misjáfnt) kr. 750.00 á mán. Kaup mitt er því samtals 4625.00 kr. á mán. f húsaleigu fara kr. 1000.00 (2 herb.), kynd- ing kr. 450, ljós kr, 150, sjúkra- samlag 80 fyrir mig og konu mína. Börn okkar tvö þarf að klæða. Lásmark til þeirra hluta er kr. 500. Þá munu eftir,®. 2445 kr. en það fer þá í fæði fyrir okkur f.iögur í 30 daga mánaðarins, eða rúml. 80 kr. á dag. Þá er allt upp urið. Nú er auðvitað ekki svo vel.að þess ar 80 kr. fari óskiptar til mat- arkau.pa. Margt annað óvænt kemur til, sem óþarfi væri upp að telja. Þó má nefna læknis- hjálp, ef eitthvert okkar yrði svo óhepoið að verða lasið. Þá koma þar til meðalakauo. sem maður getur vart „veitt“ sér. Svo burfum við hiónin auðvit- að að halda fatalörfunum við. en hér hefi ég ekki reiknað með einum eyri til beirra hluta. Skemmtanir er óþarft að tala um. Ég segi aðeins frá þessu til að gera fólki ljóst hve sára- lág byrjunarlaun barnakennara eru, og að ómögulegt er að lifa mannsæmandi lífi af þeim. Skyldu menn|i eins og Gylfi Þ. ekki gera sér grein fyrir hve mikil áhrif þessi lágu laun hafa á kennarann, á starf hans og þá auðvitað á uppfræðslu barnanna? Kennarinn reynir að sleppa frá vinnunni sem auð- veldast, með sem minnstri vinnu. HONUM finnst ekki taka því að leggja á sig mikla vinnu af einu eða neinu tagi fyrir börnin eða skólann, sem hann starfar við. Allt þetta kemur því fram á starfinu. Hver eru laun menntamála- ráðherra? Hefur hann gert sér Ijóst hve mikið fer til heimilis hans á mánuði hverjum? Ekki veit ég hversu há laun hans eru. En ég veit, að hann hefur iþó efni á því að éta, jefni á að klæða sig, konu sína og börn — og reyndar kosta þau tii náms í dýrum háskólum utan lands. Auðvitað hlýtur mikill mun- ur að vera, á launum mennta- málaráðherra og venjulegs bamakennara, en hver þjóðfé- lagsþegn á þó heimdngu á að hafa ofan í sig og á fyrir störf sín, hver sem þau svo annars eru. Laun verkamanna eru mjög lág og vart hægt að lifa af þeim, en laun kennara á fyrsta starfsári eru mun lægri, og hefur sá þó lagt á sig að læra til starfsins. Skortur kennara var mikill sl. haust og vita allir hvað veldur. En hvernig verður ástandið næsta haust? Ég veit um fjölda kennara sem hugsa alvarlega um að hætta kennslustörfum og snúa sér að öðru. Á þetta bæði við um menn á fullum launum, og þó sérstaklega hina, sem em rétt að byrja. Ég trúi vart, að ráðherra vilji ekki stöðva flótta þennan úr kennarastétt. Við krefjumst að- eins launa,. sem við getum lif- að af. Barnakennari. MINNI IBÚÐABYGGINGAR STEFNA STJÓRNARINNAR í umræðum um húsnæðismál í efri deild Alþingis í gær hélt Eggert G. Þorsteinsson því fram, að ekkert væri óeðlilegt við það þó íbúðabyggingum hefði fækkað í Reykjavík á viðrei.snarápunum, því það væri í samræmi við stefnu ríkis- stjórnarinnar að draga úr fjár- festingu. Alfreð Gíslason benti á að Eggert væri hér að viðurkenna að ríkisstjórniri hefði með ráðn- um hug ráðizt á þá starfsemi fólks að byggja íbúðir og tor- veldað því þá lífsnauðsyn að eignast íbúð. Mótmælti Alfreð harðlega þeirri hugmynd að í- búðarbyggingar væru munaður, sem lofsvert væri að takmarka. Til umræðu var stjórnarfmm- varpið um breytingar á lögun- um um húsnæðismálastofnun Stjórnarflokkarnir felldu þar allar breytingartillögur Al- freðs, sem miðuðu að því að lækka byggingarkostnað íbúða og rýmka um lán til íbúða- bygginga. Reel Madrid vann Standard Liege MADRID 22/3 — Spánska knatt- spyrnuliðið Real Madrid vann belgíska liðið Standard Liege í fyrri -leik þeirra í undanúrslit- um Evrópubikarkeppninnar í gærtovöld með 2 mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram á Santiago Bernabou leikvangin- um í Madrid og voru áhorf- Laugardagur 24. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.