Þjóðviljinn - 11.04.1962, Qupperneq 9
400 hnefaleikarar hafa
verið drepnír í hringnum
NEW YORK — Eftir andlát
hnefaleikarans Benney Kid
Paret, sem veitt var banahögg-
ið á leikpallinum í Madison
Square Garden níu dögum áð-
ur, að leikdómurum, kcppn-
ísvottum og læknum áhorfandi,
án þess að nokkur þeirra teldi
ástæðu til að taka í taumana,
hefur enn vakið mcnn til um-
hugsunar uin hve hnefaleikar
eru hættuleg íþrótt: Annálar
hncfaleikanna bera með sér aA
á síðustu 56 árum hafa hvorki
meira né minna cn um 400 v
hnefaleikarar látizt af völdum
áverka sem þeir hlutu „í
hringnum“.
Benney Kid. Paret er fyrsti
heimsmeistarinn sem lætur líf-
ið við vörn titilsins) en tveir
áskorendur í heimsmeistara-
keppni biðu bana eftir að hafa
verið barðir í rot: Jimmy Dole
frá Cleveland hlaut slíkan á-
verka í keppni sinni við Sugar
Ray Robinson um heimsmeist-
aratitilinn í veltivigt árið 1947
að hann dó skömmu síðar.
Englendingurinn Walter Croot
dó árið 1897 eftir að hafa verið
„talinn út“ í keppninni við
Bandarík.iamanninn Jimmy
Barry um heimsmeistaratitilinn
í bantamvigt.
Meðal kunnra hnefaleikara
sem létust eftir að hafa beð-
ið ósigur í hringnum má
nefna Ernie Schaaf 1933,
Prankie Jerome 1924, Lavem
Roach og Sonny Boy West
1950, Sam Baroudi 1948 og
Eddie Sanders, olympíumeistar-
ann í þungavigt 1952, árið
1954.
Andlát Emie Schaaf vakti á
sínum tíma ekki minna umtal
en dauði Parets nú. Þegar
Schaaf féll meðvitundarlaus á
pallinn í keppni við Primo
Carnera, ætlaði allt vitlaust að
verða í Madison Square Gard-
en. Áhorfendur þóttust vissir
um að brö,gð hefðu verið í
tafli því að Schaaf féll við
laust vinstrihandarhögg og
voru menn sannfærðir um að
aðeins væri um uppgerð að
rreða: Schaaf hefði verið mútað
til að gefa Carnera sigurinn.
Þremur dögum síðar lézt
Schaaf og hafði ekki komizt
til meðvitu.ndar.
Lögreglunni í New York hef-
ur nú verið falið að rannsaka
málsatvik í sambandi við
dauða Parets. Hún á að ganga
úr skugga um hvort andstæð-
ingur hans og banamaður,
Emile Griffithi hafi „gengið til
drengilegrar keppni" eða hvort
hann hafi „haft morð í huga“.
Griffith sló Paret tuttugu
sinnum í höfuðið og barðist
höfuð hans við jámstólpa
girðingarinnar í hvert sinn.
Paret gat enga björg sér veitt
og samkvæmt leikreglum hefði
átt að stöðva barsmíðina löngu
áður en dómarinn skarst í leik-
inn. Það er vitað að Griffith
bar hatur í brjósti til Parets og
er ástæðan sögð sú að glæpa-
mennirnir sem stjórna hnefa-
leikum í Bandaríkjunum höfðu
neytt Griffith til að „bíða
ósigur" fyrir Paret síðast þeg-
ar þeir áttust við. Þess mun
hann nú hafa viljað hefna.
Benny Paret hafði stundað
hnefaleika frá því hann var
unglingur, en þó lætur hann
ekki mikið eftir sig: Hús sem
hann hafði nýlega keypt í Mi-
ami fyrir 20.000 dollara og
Cadillac, en reiðufé átti hann
ekkert fyrir utan það sem hann
átti að fá fyrir þennan leik
sem varð hans síðasti. Hlutur
hans var 48.000 dollarar, en
þá er eftir að draga frá hlut
umboðsmanns hans og skatta.
Ekkja hans fær þó einnig
10.000 dollara . í tryggingarfé
frá hnefaleikasambandinu í
New York og það greiðir einn-
ig spítalakostnað hans.
Reynir Karlsson þjálfar
á Akureyri í sumar
AKUREYRI 6. apríl — Eins
og kunnugt er, hafa knatt-
spyrnumenn Akureyrarfélag.
anna leikið sem eitt lið í lands-
mótum KSÍ undanfarin ár, og
svo mun einnig verða á þessu
keppnistímabili.
Undirbúningi hefur þá ver-
ið þannig hagað, að einn mað-
ur hefur annazt þjálfun knatt-
spymumannanna sameiginlega,
á vegum Knattspyrnuráðs Ak-
ureyrar. Af þessu fyrirkomu-
lagi hefur leitt, að tiltölulega
fáir menn hafa verið þjálfaðir,
líklega 16'—18, en öðrum lít-
ið eða ekkert sinnt. Leikir
milli félaganna hafa verið fá-
ir, og hefur það verið gert til
þess meðal annars, að koma í
veg fyrir sundrung milli félag-
anna.
Þrisvar sinnum hefur Knatt-
spyrnuráð Akureyrar ráðið til
sína crlenda þjálfara, og hef-
ur árangur þeirra verið nokk-
urt ágreiningsefni meðal
manna.
Miklu fé hefur verið eytt í
þessu skyni og hefur Knatt-
spyrnuráð orðið að afla þess
á eigin spýtur án verulegrar
aðstoðar annarra. Margir eru
þeirrar skoðunar, að fyrir-
komulag þetta sé rangt, þess
í stað eigi félögin að annast
þjálfun sinna manna, hvort um
sig. Kapple:'kir milli þeirra séu
margir, og heilbrigð samkeppni
um að komast í hið sameigin-
lega lið ÍBA.
Nú hafa málin skipazt þann-
ig, að félögin þjálfa lið sin,
hvort í sínu lagi. Einar Helga-
son hefur séð um undirbún-
ing knattspyrnumanna úr KA,
og heldur Þvi starfi áfram fil
vqrs, en þá er óvíst hvað við
tekur.
Leikmenn Þórs hafa æft
þjálfaralausir til þessa, en fá
núna á næstunni til sín Reyni
Karlsson úr Fram, Reykjavík,
sem mun annast þjálfun leik-
Framhald á 10. síðu
Tuttugu sinnum barði Emile Griffith andstæðing sinn Kid Parðí
í höfuðið þar sem hann lá bjargarlaus á reipunum og í hvert sinjg
slóst höfuð hans í girðingarstólpann úr stáli. Dómarinn, Goldsteiu^
fylgdist vel með öllu (það sést í hann til vinstri á myndinni), eO
skarst þó ekki í leikinn fyrr en um scinan.
Sveinameistaramót inn
á sunnui
Sveinameistaramót íslands
innanhúss var háð' Sl." sunnu-
dag. Þetta er fyrsta sveina-
mótið innanhúss og var fram-
kvæmd mótsins góð — tók
aðeins 70 mínútur.
ÚRSLIT:
Langstökk án atrennu:
1. Eínar Gíslason KR 2,78
2. Þór McDonald KR 2,77
3. Erl. Valdemarss. ÍR 2,70
4. Júlíus Hafstein ÍR 2,68
Þrístökk án atrcnnu:
'1. Einar Gíslason KR
2. Róbert Hreiðarsson KR 7,98
'3. Jöliti's' l'Tr.fStéih ÍR " 7,77
4. Ari Jóhannsson ÍR 7,76
Hástökk án atrennu:
1. Júlíus Hafstein ÍR 1,25
2. Bragí Guðmundsson ÍR 1,10
Hástökk:
1. Erl. Valdemarsson ÍR 1,55
2. Einar Gíslaso.n KR 1.50
■ 3. Július Hafstein ÍR 1.40
4. Ari Jóhannsson ÍR 1.40
Júiíus hlaut þriðja sæti er
stokkið var aftur.
Siglfirðingar senda 25-30 manns á
landsmótið - keppa i öllum greinum
Jónas Asgeírsson, 41 árs., átti lengst stökk í
keppni á sunnudaginn og keppir á Akureyri
SIGLUFIRÐI 9/4 —- í gær
var mjög gott veður á Siglu-
firði, sólskin og blíða og all-
ur fjörðurinn er alhvítur af
snjó. Góða veðrið var notað
af skíðamönnum, sem eru að
undirbúa sig undir keppni á
Þórhallur Sveinsson
Birgir Guðlaugsson
landsmótinu á Akureyri um
páskana, og voru haldin tvö
skíðamót.
Fyrir hádegi var keppt í
göngu um það bil 9 km, í
þrem aldursflokkum og gengu
allir flokkarnir samtímis í
brautinni.
Keppni þessi var mjög
skemmtileg og munaði aðeins
örfáum sekúndum á þrem
fyrstu mönnum. Sigurvegari
varð Birgir Guðiaugsson,
gekk á 32 mínútum sléttum.
2. Þórhallur Sve'nsson 32
mínútur og 17 sek. o,g þriðji
Gunnar Guðmundsson 32.23,0.
Þeir Þórhallur og Gunnar
eru í 17—19 ára aldursfiokki.
Sigurvegari í yngsta ald-
ursflokki, 15—16 ára, varð
Haraldur Erlendsson á 37
mínútum. 2. Jóhann P. Hall-
dórsson 38,08 mín. 3. Björn
B,- Olsen -38,49 mín.- Er tími -
þessara drengja mjög góður
og má gera ráð fyr.'r að þeir
geti einhvern tíma sprett úr
spori.
Eftir -hádegi fór fram
stökkkeppni og var sú keppni
liður í Skíðamót; Siglufjarð-
ar árið 1962. Sjaldan eru e.ins
margir Siglfirðingar saman-
komnir og þegar keppt er í
stökki í góðu veðrj og dagur-
inn í gær var engin undan-
tekning. Kom m.kill fjöldi
bæjarbúa til að ho.rfa a
keppnina, sem fram fór í
Stóra Bola. Sigurvegari varð
Skarphéðinn Guðmundsson,
stökk 39,5 og 41,5 m og hlaut
148 stig. Annar varð hinn
kunni skíðagarpur Jónás Ás-
geirsson, hlaut Jónas 142,5
stig og átti lengsta stökkið
í brekkunni þennan daginn —
42,5 m. Þriðji varð Birgir
Guðlaugsson, hlaut 140,3 stig.
í flokki 17—19 ára sigr-
aði Þórhallur Sveinsson,
stökk 32,5 og 33 m og hlaut
125.2 slig. 2. Steingrímur
Garðarsson, stökk 36,5 m qg
36 m og hlaut 124,3 stig. 3.
Haukur Friðsteinsson, hlaut
121,9 stig.
I flokki 15—16 ára sigraði
Haukur Jónsson, hlaut 126,1
stig. 2. Örn Snorrason, hlaut
119.2 stig.
■Jónas ÁsgeirssöH* sem er-41
árs, átti lengsta stökkið sem
fyiT segir. Hann hefur
frá því hann var unglingur og
er nú einn af þeim sem Sigl-
firðingar senda til kcppni á
landsmótið.
Héðan frá Siglufirði
fara eitthvað á milli 25 og
30 skiðamenn á landsmótið,
sem lialdið verður á Akur-
eyri um páskana og
Siglfirðingar þátt í öllum
keppnigreinum mótsins.
Miðvikudagur 11. apríl 1962 — ÞJÖÐVILJINN
19