Þjóðviljinn - 25.04.1962, Page 6

Þjóðviljinn - 25.04.1962, Page 6
pJÓÐVIUINN StnUnðl! BMUinlnnrfiokkvr nlMBn ■—- Mtfkiutaflokknrtnn. — KiutMrmn Kasnði KJartanuon (4b.)> Maanú* Tortl Olatsaon. BlsurBur OuBmunduon. — rréttarltatjónr: ívar H. Jónuon, Jón BJarn&aon. — Auglýslngaatjórl: OuBaatr Hasnúuon. - Rttatjórn. atgrelBala. auglýaingar, nrentamlBJa: BkólavSrBuat. 1B. ‘ 17-800 (8 Unur). AakrlttarverB kr. 88.00 A mAsi. — LauaasSluvarB kr. 3.00. VnntaulBJa kJÓBvUIana kJL Tækifæri vmstrimanna gundrung vinstrimanna hefur orðið Sjálfstæðisflokkn- um mikill ábati í stjómmálaátökum á íslandi, ekki sízt í bæjarstjórnarkosningum. Það hefur margsinn- is komið fyrir á undanfömum áratugum að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur hlotið meirihluta í bæjarstjórn Reykjavíkur með minnihluta kjösenda á bak við sig. Þúsundir atkvæða hafa farið forgörðum hjá vinstri- mönnum, og sameinaður Sjálfstæðisflokkur hefur get- að hlakkað yfir því að eiga í höggi við sundraða and- stæðinga. Oft hafa verið gerðar tilraunir til þess að tryggja samstöðu vinstrimanna í kosningum, en þær hafa strandað á þröngsýni og annarlegum sjónarmið- um fáeinna forustumanna. Þessi varð einnig raunin fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í ár; fyrst neituðu forsprakkar Framsóknar að eiga þátt í sam- starfi stjómarandstæðinga, og því næst neituðu leið- togar Þjóðvarnar. Ekki hafa ‘þeir fært neinar ástæður: fyrir neitun sinni, enda stafar hún af því einu að þessa menn skortir manndóm og víðsýni til að líta á ’ iþörf vinstrimanna í heild; þeir hafa hreiðrað um sig í notalegum flokksklíkum og . óttast að leggja á nýjar brautir. . , ■ . fjað hefur lengi verið ljóst að óbreyttir kjósendur í þessum flokkum þurfa að taka fram fyrir hendur leiðtoga sinna, ef tryggja á heilbrigða þróun, og ein- mift nú hafa margir gert sér þá staðreynd ljósa. Þetta birtist m.a. í því að um lista Alþýðubandalagsins í sinni fyrr. Auk reyndra baráttumanna Alþýðubanda- lagsinS skipa þar nú sæti menn utan flokksins, menn sem hafa 'beitt sér fvrir samvinnu allra vinstrimanna á kosningunum og draga nú þær rökréttu ályktanir af reynslunni að skipa sér um -þann eina flokk sem af heilum hug hefur viljað stuðla að. samvinnu vinstri- manna. Á lista Alþýðubandálagsins er nú að finna kunnan forustumann Þjóðvarnarflokksins, Ásgeir Höskuldsson, sem um langt skeið hefur átt sæti í æðstu stióm Þjóðvamar og margsinnis verið frambjóðandi þess flokks í alþingiskosningum. Á lista Alþýðubanda- lagsins er nú að finna Ragnar Arnalds, sem um langt skeið var ritstjóri Frjálsrar þjóðar, og hefur vakið athygli á sér víða um land fyrir einarðan málflutn- ing. Og víða úti um land hafa hliðstæðir atburðir gerzt, utanflokkamenn og menn sem áður fylgdu Fram- sóknarflokknum, Alþýðuflokknum og Þjóðvamar- flokknum að málum skipa sér nú um Alþýðubandalag- ið til þess að leggja áherzlu á nauðsyn þess að menn hrindi afturhaldsstefnu stjórnarvaldanna með sameig- inlegu átaki. 17'osningar þær sem nú eru framiundan eru mjög mik- '*'■ ilvægar. Hér í höfuðborginni verður Sjálfstæðis- flokkurinn dreginn til ábyrgðar fyrir stéfnu sína í at- vinnumálum, húsnæðismálum, skólamálum, menning- armálum og upp>eldismálum, fyrir þá heildarstefnu sína að taka gróðann fram yfir þarfir bæjarbúa. En kosningarnar munu jafnframt ’ hafa áhrif á alla þróun landsmála. Úrslit þeirra verða vísbending um afstöðu manna til stjórnarstefnunnar, til kiaramálanna, til Efnahagsbandalagsins, til hemámsins. í rauninni verða kosningarnar hólmganga milb Sjálfstæðisflokiksins og Alþýðúbandalagsihs, milli haegrimanna og vinstri- manna í landinu! Fylgi .Alþýðubandalagsins sker úr um það hver þróunin verður á íslandi næstu á.rin, einnig um þróun Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Þjóðvarnarflokksins. Því bjóðast íslenzkum vinstri- mönnum mikil tækifæri í þessum kosningum, og það sem þegar hefur gerzt er yísbending um það að tæki- færin verða vel notuð. — m. Hölldór Kiljan Laxn Ég hef einhversstaðar lesið að tíminn væri blekking. Vel getur það verið að slíkt mætti sanna eftir þrætubókarlist. En gagnvart tilveru manns er hann sú staðreynd, sem ekki víkur úr vegi. Spyrji hver sjálfan sig. Þag fjall, sem maður klé:'f án erfiðís fyrir tíu árum, það er kvíðvænlegt í ár, eftir önn- ur tíu ár er það orðin fjar- stæða. ar og bóndans í Gljúfrasteini og litiu stúlknanna tveggja. Guðmundur Böðvarsson. / Ég er sem sé að velta vöng- um yfir því að Halldór K. Laxness er áð verða sextíu ára og mér finnst svo undarlega stutt siðan ég fyrst sá hann uppi i Hvítársiðu, ungan mann, að ég nú ekki tali um hvað mér finnst stutt síðan við Svavar Guðnason vorum að svamla með honum í Norð- lingafljótj og fórum þar í Bakkabræðraleik okkur öllum til mikillar skemmtunar. En þann dag hafði Halldór ekið okkur á jeppanum sínum yfir Geitá og Hvítá, milli Húsa- fells og Kalmanstungu og yf- jr Norðlingafljót, milli Kal- maristungu og Fljótstungu, — síðan óðum við tvisvar það fljót þann sama dag, að því . ógleymdu að við byrjuðum clag- inn með þvj að sullast yfir Hvítá niðri í Miðsíðu, á svo bráðónýtu bátskrifli, að lífróð- ur skyldí til að komast m:lli landa, — ég sé núna að þetta hefur verið mikill vatnadagur. Og 'það var þennan dag sem Halldór fann eldstæðin tvö í Surtshelli, en þeim hafði ekki verið veitt athygli áður svo vitað væri. — Jú, ég stend mig að því að mér þykir vænt um þennan dag og dálítið varið í að iriínnast hans og þess að hafa þá verið á flakki með þessum galdraköllum, o,g ég bið engan afsökunar á því. En engum skal ég vorkenna þó hann reskist,. sjzt af öllum Halldóri Kiljan Laxness, því hann hefur svo um hnútana búið að hann mun lifa þótt hann deyi. — Og það er inn- tak þessa dags að líta yfir það. sem hann þegar hefur gert, og sjá, það er ekkj einasta harla mikið, heldur er það s.vo ótví- rætt meðal þess sem manns- and.'nn hefur bezt gert að all- ar upptalningar og rökfærsl- Ur eru þar óþarfar. Gleði íslands yfir því að hafa átt hann og alið er vissu- lega stoltari vegna þess að hinn stóri og harðsnúni heimur hef- . ur leitt hann til þess sætis, sem honum bar. En ef hún lang- amma okkar Úr Dölunum, sem var af mögnuðu skáldakyni. mætti mæla nú þá myndi hún taka hönd hans í báðar sínar: — og svo þakka ég þér, blessaður drengurinn, fyrir mig og fyrir húsfreyjuna gömlu í Brekku- koti, því það var ég, og fyrir móðurina sem gekk fyrir upp- tök árjnnar t.'l bjargar syni sínum: dæmdum, því það var Mka ég — — Og ég mundi vilja standa ná- lægt henni langömmu gömlu og koma á framfæri- hógværum þökkum frá mér og mínum fyrir kynnin ný og gömul og árnaðaróskum til húsfreyjunn- Ég var strákur í skóla þegar ég heyrði Halldór Laxness tala á mannfundi í fyrsta skipti. Það var í Nýja bió, salurinn troðfullur. Mönnum varð star- sýnt á þennan unga grann- vaxna mann í kjólíotum og lakkskóm, andlitsfallið minnti undarlega mikið á spánska Habsborgara 16. aldar. Ilan.i stóð þarna og var að verja kaþólska kirkjú fyrir grimmi- legum árásum Þórbergs Þórð- arsonar í Bréfi til Láru. Nokkrum árum síðar átti ég kost á að tala við Laxness. Ég var enn í skóla, hafði verið sendur á fund hans ásamt Jóni ég bar ekki kennsl á, og gekk um gólf og þuldi eitthvað fyr- ir munni sér. Við gátum ekki komizt ’ hjá því að hlusta á það sem hann þuldi, og var það inntak ræðu.hans, að bezt mundi vera úr því sem komið væri að gánga út og clrepa sig. Þegar á þessu hafði gengið drykklanga stund kallaði Lax- ness til hans: „Æ blessaður góði haltú kjafti-, gefðu heldur mannskapnum' í riefið!“ Þetta þóttu mér óskáldleg orð| en • þau gerðu sitt gagn, og svo tókum við allir í nefið. Siðar kom hánn á fund . til okkar í Framtíðinni pg las okk- ur kaflá .úr. Vefaranum mikla, hneykslunarhellu dagsins. Ég man enn hvað hann .las: hann ■ kaljaði. það . þrjár íslendinga- sögur, 'sögurnar . úm. bóndann á'Björgum, un) Beintéin á Fag- urhóli .og'Aðalbjörn 'frá Hrís- um, Ég hef aldrei gleymt þess- um sögum síðan. Þær .urðu mér Þessar vinnuleiðbeiningar um Ljós heimsins eru meðal handrita Halldórs á sýningunni í Snorrasal. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Sigurðssyni, núverandi slökkvi- liðsstjóra, þeirra - erinda að biðja hann að tala í Framtíð- inni, málfundafélagi lærdóms- deildar Menntaskólans. Vefar- inn mikli var þá að koma út í heftum. Á hverjum miðviku- degi skruppum við strákarnir til Eymundson og Jkeyptum nýtt hefti af þessari bók og lásum upphátt fyrir bekkjar- systrum okkar,.. einkum þá kafl- ana, er fjölluðu um konur. Fátt var þá um meira talað í Reykjavík en þessa bók, og ekki furða þótt okkur mennta- mannaspírunum léki forvitni á- að kynnast nánar þessum víð- reista manni, sem óprútnastur - var í munninum allra þáliíandi íslendinga. . •í Við hittum skáldið í . Unu- húsi. Hann tók ljúfmánnlega eriridi okkar og við ræddum - við hann nokkra stund. í her- •berginu var annar maður, sem - opinberun og fyrirfieit í senn. Ég held æg fari ækki með tíma- skekkju, er ég segi, að á þessu upplestrarkvöldi í : hátíðasal Menntaskólaris hafi mér skilizt, að ísland væri orðið skáldinu auðugra. Ég kynntist' Halldóri Laxness næst úti í Kaupmannahöfn. Raunar ekki persónulega. En snemma á háskólaárum mínum sendi móðir mín rriér Alþýðu- bókina. Hún varð okkur stúd- entum húslestráþók ■ í nokkur kvöld. Einstaka bækur hafa orkað á mig á sama hátt og þegar ég barn sá í' fyrsta skipti fortjaldiriu brugðið frá sviðinu í gámla lðnó: á bak-við tjald- ið rís. nýr himirin og ný jörð. Þetta æskuverk-Laxness í Kali- fomíu er í þeirrv hópi. Það er sérstaklega- vegna kaflans um -Jónas •HallgrimsSon, að Al- þýðubókin >er mér enn kærust bóka. Kannski er skömm að ■ÍJM ,€) — ÞIÓDVILJINN — Mi’vi'kudagur 25. apnl 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.