Þjóðviljinn - 25.04.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.04.1962, Blaðsíða 7
n ess segja frá því, en ég hafði aldrei „skilið“ Jónas Hallgrímsson fyrr en ég las túlkun Halldórs á honum, töfráfegurstu bók- menntatúlkun á íslenzka tungu. II . Með Halldóri Laxness barst okkur til íslands gusturinn frá Evrópu vígvallanna, sem nú voru teknir að gerast vall- grónir. Unglingur hafði hann ekið um vígstöðvamar hjá Verdun: Þá varð mér hugsað: sér er nú hvað þessi heims- styrjöld hefur verið ómerki- Ipgur ‘VidburðuF,- segir hann í Heiman eg fór. Þó voru eft- irköst og afleiðingar þessarar þeimsstyrjaldar sá jarðvegur, er hann saug úr kostinn og þroskann. En önnur mold hafði einnig nært rætur hans: saga og örlög lslands. í þessari sömu bók, sem er frumdrög Vefarans mikla, segir hann frá þvíj að fóstra ömmu sinnar hafi lifað 1 Skaftáreldum og borið skóbætur á borð fyrir fólk sitt:», Kona sem hefur skammtað skóba?tur hlýtur að leggja bömum sínum allt aðr- ar lífsreglur en nú gerist. Amma mín fóstraði mig og kenndi mér ýmsar lífsreglur er hún haf ði hlptið að sinni fóstru. Hinn laxneski uppruni er af tveímur skaútum, innlendu og útlendu, og haia ‘bæði jafnan togazt»á, én það er happ vort og hamingja, að skóbótaupp- runinn úr Skaftáreldum varð . ríkari í hinu unga skáldi. | Hverri ■ tápmikilli kynslóð finnst þröngt um sig á þeirri jörðy sem énn erisetin af beim göm,lu. Halidó.ri- Laxness fannst Isiand vera land ellinnar. Með fullkomnu miskunnarleysi æsku- mannsins vísar, hann hinum ríkjandi gamalmennum íslands, fulltrúum éllinnar,. eignanna :og réttindanna niðun í kirkjugarð- ana: þar getið bér eignazt jörð, þar er föðurland yðar og heim- il öll réttindi! — gerið svo vel að stíga inn. Vér, hinir ungu, höfum lagt i'.ndir oss heiminn, segir hann í Héiman eg fór. . En á umbrotaárum æsku sinnar ieitaði hugur Laxness langt út fyrir íslenzka land- steina. Hann varð snemma langförull maður og var um skeið aðeí.ns gestur á ættlandi sínu. Undir lok 19. aldar höfðu fátæklingamir flúið búsundum saman frá íslandi til Vestur- heims. Á hinni 20. brast einn- ig flótti í lið íslenzkra skálda: þau fóru til Danmerku.r, flýðu í fáðm danskrar tungu, lærðu danskt skáldamál. Hví skyldi Laxness ekki fvlla bann flokk? Stundum flögrar bað að hon- um, að hann eigi ekkert ér- indi á Islandi. Þegar Steinn Ælliði • kveðu.r Diliá á Þingvöll- um trúir hann henni meðal annars fyrir bessu: Hvaða er- indi á ég meðal bessarar sveita- mannabióðar, innanum - rudda- lega búra og auðsiúka útveas- bænd.ur, í þessu landi atbýðu- spekinnar, þar sem fánasveit jnenningarinnar - er skipuð flökkurum, ömmumf spákell- ingum og uppgjafahreopstjór- um. ............. ‘ Kannski hentar honum heims- borgaraskapurinn bezt. Hann hverfur aítur út í hinn stóra heim, til Ameríku. En vestur í sólskini Kaliforníu kennir hann þeirra tauga, er tengdu hann við fóstru ömmu hans, sem hafði skammtað heimilis- - fólki sínu skóbætur. 1 návist við Jónas Hallgrímsson, sem hann kallar „skáld íslenzkrar vitundar", fær hann loks jörð til að standa á: Um það bil sem vér erum famir að ryðga í stórvirkjum snillinganna og komnar gloppur líkt og eftir möl ,í tilvitnanirnar sem vér höfðum áður á hraðbergi með hvað mestri prýði, en „skól- arnir“ er vér sórum hylli vora ákafastir eru breyttir í endur- minningar um áfangastaði, þar sem slegið var tjöldum nætur- lángt, — þá.. . . jó. þá getur vel farið svo einn góðan veðurdag, að vér uppgötvum eitthvað í líkingu við okkur sjálfa, segir hann í ritgerðinni um Jónas Hallgrímsson. Og þá hvarf Halldór Laxness heim til ís- ■lands fyrir fullt og allt. Hann hafði fundið lögheimili sitt í landi Skaítárelda, og -nú gerð- ist hann einnig og gat aldrei annað orðið en ,.,skáld íslenzkr- ar vitundar“. III Þegar Halldór Laxness .hafði lokið við Vefarann mikla hafði hann skrifáð sig út úr kristin- dóminum. Hann segir í ritgerð- inni Trú í Alþýðubókinni: Einhvemveginn er svo komið að ég. ann manninum og stríði tnannsins meira en guðinum og himni hans. Undir þva merki hefur Halldór Laxness unnið alla sína sigra á listamapna- brautinni. Það varð vígorð hans og herkumbl á víkingaför hans um heiminn. ■Hin íslenzka sveitamanna- þjóð, sem Steinn EUiði talaði um af svo mikilli fyrirlitningu, varð hráefnið í öllum skáld- skap Laxness, í þann leir blés hann ■ lífsanda listar sinnar. Sjálfur lifði hann þróun og umbreytingar þessarar sveita- mannaþjóðar, kénndi hverrar lifshræringar hennar og fékk tjáð tilveru hennar í öllum umbreytingum í fortíð og nú- tíð. Hann er ekki aðeins mesta sagnaskáld þessarar þjóðar, hann er einnig einhver mesti sagnfræðingur hennar. Hversu fáránlegar og ófrýnar sem per- sónur skáldskapar hans eru. þá eru þær alltaf ósviknar, alltaf raunsannar, i tónaflóði hans er aldrei fölsk nóta. Sérhver þersóna verka hans erfullsköp- uð. hvort sem hún gegnir hlut- verki leikhetjunnar eða statist- ans. f bókum sínum hefur hann stefnt saman öllum stéttum ís- lenzkrar sögu, hirðmanni og víking, presti og menntamanni og þeim manni. sem dæmdur er til höggs, bóndanum, vérka- manninum. verkalýðsforingjan- 1 um, skóldinu. borgaranum. Eng- in. stétt á íslandi þarf að kvarta yfir því| að Láxness hafi ekki tekið af henni mynd, en hitt er áð sumir múndu " kannski : kjósa sér annan „Ijósmyndara". í bókum sínum . hef ur hann spannað þúsundára sögu þjóð- arinnar, gullaldir hennar og aldir vesaldóms, og hina líð- andi stund. En hvert sem hann sækir sér efni í sögur sínar, þá verður það jafnan lifandi þáttur í tilveru lesandans, við- fangsefni líðandi dags. Það ei- lífa og afstæða í mennskri til- veru renna þar í einn farveg. Túttugu og tveggja ára gam- all spurði Laxness í Heiman eg fór: Er. ekki endirinn á öll- um •íslendingasögmn sá að Njáll er brenndur? Spumingin er eins og forboði þess er síð- ar varð, er hann tók sjálfur að skrifa sínar íslendingasög- ur. 1 þeim öllum brennur Njáll inni að lokum. Því að Halldór Laxness. er. að lýsa íslenzkum örlögum, og þau hafa jafnan orðið. á einn veg. fslenzk þjóð- arsaga kannast ekki við happy end í sínum annálum og við eygjum enn ekki þann endi, hversu langt sem við skyggn- umst fram. Og þó er Laxness ekki skáld bölsýninnar. Lífs- viljinn er svo ríkur í verkum hans, að í svartasta myrkri leikslokanna roðar fyrir rönd af nýjum degi, í hrundum rústunum mótar fyrir nýrri vegghleðslu. í siðasta verki skáldsins, Strompleiknum, sem Laxness kallar í háði gaman- leik og harmurinn er hulinn bak við gtímu fáránleikans og leikurinn leysist upp eins og misheppnað partí þar sem gest- imir stela að lokum öllum véizluföngunum og húsráðend- ur hverfa' í eldhöl kamínunnar, jafnvel þar slókknar ekki lífs- vonin: Ég hef ekkert að bjóða þér. En ef þú vilt verða sam- ferða í þann stað þar sem öll héimsins gæði samanstanda af ’ einum daufum lampá — og veninni um gimstein sem ’ kannski aldrei finnst; þá ertu velkominn, segir Fulltrúi And- ans. i '■ // ■ ,tVér, hinir ungu, höfum lagt undir oss heiminn1.1 sagði Lax- ness rúmlega tvjtugur að aldri. Fullyrðing hans hefur rætzt, , heimurinn fallið honúm til fóta. rHann valdi sér þó ekki hina léttari leið til beimsfrægðar. * Hann skrifaði á tungu fámenn- ‘T‘•'&é. ustu þjóðar veraldar, spann á gullsnældur íslenzkunnar unz ■ erlendar þjóðir tóku að forvitn- ast um hversu hann yar verki farinn. 1 rauninni veittist Lax- ness auðveldara að leggja und- ir sig heiminn en heimaland sitt. Árum saman reyndu út- breiddustu blöð landsins ýmist að þegja skáldið í hel eða siga á það hundum, því öðru vísi er ekki hægt að méta þá „rit- dóma“, sem stundum voru birt- ir um bækur hans. Menn. tæp- lega sendibréfsfærir höfðu það að tómstundaiðju aðnotaskáld- sögur hans til stílaleiðréttinga. Á svo sém tveggja ára fresti rétti' hanh þjóð sinni bikarinn barmafullan af fegurð, en fyr- irfólkið í landinu sagði, að hnyss væri af nektamum, slíkur drykkur væri ekki hæfur í hreinlátum húsum. Nokkru fyrir nóbelsverðlaunaveitinguna heyrði ég menntaðan og bók- elskan Sjálfstæðismann hrósa sér af þvi að hafa ekki lesið neina bók eftir Laxness síðan Vefarann leið. Góðir og ábyrgir íslenzkir borgarar keyptu ekki bækur hans. Menn sögðu, að þær væru slæm landkynning, kæmu öorði á söguþjóðina. Ágætur Framsóknarmaður, sem nú er látihn gat aldrei fyrirgef- ið Laxness það, að tfkin hans Bjarts í Sumarhúsum var lús- ug. Það var talinn rógur um Framsóknarflokkinn. Þegar yf- irstétt landsins leit í spegilinh og spurði hver væiá fegurst stétt á landi hér geðjaðist henni ekki að andlitsdráttum Péturs Þríhross. Og borgara- stéttin og blöð hennar brenni- merktu Laxness kommúnista fyrir þá sök, að hann unni „manninum cg stríði manns- ins“, En ,:t„kommúnismi“ Lax- ness er kvikan í list hansi á- stríða hans og aðalsmerki. Fyr- ir þennan „kommúnisma“ fékk skáldið Nóbélsverðlaun, og þá urðu margir íslendingar bæði forvirraðir og' hundslegir í : senn. Og íslenzkir borgarar ,i flýttu sér að fylla upp í eyð- una í bókaskápum sínum og nú skartar Laxness í gylltum sniðum á hverju borgaraheim- : ili á íslándi. Þetta er allra ■i þakka vert, þegar alls er gætt : Snobbið er þó alltaf menning- arvottur. Ungur skrifaði Halldór Lax- ness' þau orð, að hann ætti sér eina ósk: að á legsteininn minn yrði klappað þegar ég væri dáinn: Þessi maður hefur leyst af höndum andleg stór- virki fyrir heiminn. í lifanda lífi hefur honum orðið að ósk sinni. Heimurinn hefur þegar veitt honum þá viðurkenningu, og við, þjóð hans, verðum of- urlitið upplitsdjarfari en áður, tökum hann traustataki og telj- um skáldið fram okkur til af- bötunar á dómsdegi. Sverrir Kristjánsson. Það eru örlög mikiila skálda að verða rannsóknarefni þegar í lifanda Kfi, — auðvitað um fram allt verk þeirra en um leið höf- undarnir sjálfir beint og óbeint. Þetta hefur nú verið hlutskÍDti Halldórs Laxness hálfan aldur hans a. m. k. Margt hef ég heyrt og lesið skai-plega athugað og vel sagt ium verk hans og hann sjáKan síðan ég hlustaði á fyrstu háskólafyrirlestrana fyrir nær aldarfjórðungi, en ég man ekki eftir að neinn fræðimaður eða aðrir hafi vakið athygli á eða rætt sérstaMega þann eiginJei.ka sem mér hefur allitaf virzt auð- kenna manninn og verk hans, en það er hugrekki. ’ Eg hef nýilega séð þau um- mæli höfð eftir Goethe að lista- mannsgáfa sé óhugsanleg án dirfsku. Augljós er sá eiginleiki í öllum ritverkum Hálldórs af hvaða tagi sem þau eru. í sfattrí afmæliskveðju er ekki rúm til að rökstyðja þessa staðhæfingu, enda ætti þess ekki að gjörast þörf þótt skemmtilegt gæti verið að ræða nánar 'hvemig þessi eiginleiki birtist í hinum margvísJegu þáttum .ritverkanna. En áður greind ummæli hins þýzka skáidmærings urðu til þess að ég fór er þetta tækifæri bauðst að hugleiða nánar hina görrlu hugmynd mina um hugrekkið í ritum Halldórs og um leið mátt, þeirra* til að gæða menn hug- rekki. Frá upphafi kynna minna af skáldritum hans var það ein- mitt hugrekkið sem orkaði fast á tilfinningamar, vakti gleði og hrifningu og herti hugann. Síð- ar með auknum þroska og vand- legri Jestri varð listnautnin margþættari, en ekki dvrfnuðu i- hrif hugrekkisins. Danir sem ég kynntist skömmu ef tir stríðslök hafa kallað bækur HalJdórs upp- sprettú gleði og uppörfunar á hinum ömurlegu hemáms- árum, og nýlega rakst ég á ummæli ncrsks rithöfu.nd- ar er lýsti ritum Halldórs Lax- ness sem andlegum aílgjafa þeg- ar hugur og hjarta eru í nauð- um. Hvorugt kom á óvart þótt fróðlegt væri að fá staðfest að skáldskapur Halldórs hef ur einnig að þessu Jeyti sömu á- hrif á útlendinga, Við sem vorum að komast á fullorðinsár á kreppuárunum fyrir stríð, vitum hvað við eig- um Haildóri Laxness að þakka þótt við getum aJdrei lýst því til fulls. Forfeður okkar voru ekki annars hugar þegar þeir mótuðu orðið hugrakikur, — rakkur merkir uppréttur, — Ó- hæ^t er .að segja að margir af minni kynslóð Isiendinga hefðu aldrei lært að ganga uppréttir í andiegum skiJningi .ef HaJJdórs Laxness hefði- ekki notið við. Gögugir fomkonungar áttu giftu sem þeir gátu veitt öðmm hlutdeiJd í. Gifta Haiildórs Lax- i ness er mikil og hún er sama eðlis. Bjarni Einarssen. ÍVI’ðvikudagur 25. apríl 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.