Þjóðviljinn - 08.05.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.05.1962, Blaðsíða 5
Miklar fornminjar fynnast í landí dauðans - SAHARA ■Þetta lanðslag er sérkennilegt fyrir auðnina miklu — Sahara — sehi er stærsta eyðimörk I heimi: Naktir klettar og endalaus sandur. 'V ' ’ • Fyrir 5000 árum voru mannabyggðir á ýms- um stöðum í Sahara. Þá uxu furutré og sedrus- viður á þeim slóðum. Þessa vitneskju fékk leið- angur sem nýlega hefur kannað áður óþekktan liluta af Sahara — landi dauðans. I Sahara hafa niú verið reist- Ir olíuborturnar, byggðir flug- yellir og kjarnorkutilrauna- stöðvar. En eigi að síður hafa allt til lvessa verið þar víðáttu- mikil svæðí þar sem engínn hvítur maður hefur stigið fæti og enginn innfæddur fékkst til að nálgast. „Eyðimörkin í eyði- mörkinni“ hefur þetta ömur- lega svæði í Sahara verið kall- að. Fyrir 35 árum vogaði Evr- ópumaður sér i fyrsta s:nn S00 kílómetra inn í þetta dauðraland. Það var ungur j arð.fræðingur. Hann komst jiær dauða en Ufi til baka, en engum hefur tekizt að komast Deyja fuglar út vegna geislunar? alla leið yfir svæðið fyrr en nú. Það var 60 manna leiðangur, „Mission Berliet“, sem nú brauzt í gegn. Leiðangursmenn höfðu góðan útbúnað, m.a. fjölda vörubíla. Þe:r lögðu af stað í nóvember 1959 frá Alsír og fyrir skömmu luku þeir ferðinni eftir að hafa aðallega fengizt við fornminjarannsókn- ir á svæðinu. Árangurinn var geysilega mikjll. Þeir komu með mikið ■af fomminjum til baka: verk- færi frá steinöld, jarðvegssýn- ishorn, viðarkol og steinrunnar skeljar — samtals um fjórar lestir að þyngd. Áuðugustu minjarnar frá yngri steinöld fundu leiðang- ursmenn í Adrar-Bous-fjöllum í jaðri sandauðnarinnar. Þar fundust leifar mannabyggða. Með nýjustu tímaákvörðunar- aðferðum tókst að komast að því að þarna hafi verið byggð um 3000 árum fyrir upphaf tímatals okkar. Þarna fundust m.a. tennur úr flóðhestum, fiskbein og krókódílsleifar. sem vitna um rakt loftslag í Sahara fyrir árþúsundum. Á móti viðræðum AÞENU 5/5 — Á ráðherrafundi Atlanzhafsbandalagsins í gær létu utanrikisráðherrar Frakkr lands, Tyrklands og Portúgal sér fátt um finnast samningaumræð- ur Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um Berlínarmálið. Franski utanríkisráðherrann de Murville varaði við því að umræðurnar gætu leitt til einhliða eft- ingjafar vesturvéldanna. lSK!PAÚTG€R» RIKISINS j KAUPMANNAHÖFN — Geisl- unáráhrif verka mjög truflandi a líf fuglanna. I Bretlandi hafa tnénn fundið sannanir fyrir því að vaðfuglar, er dvelja þar á vetrum en í norðlægari löndum á sumrum, hafa ruglazt í ríminu, þannig að þcir klæðast sumar- húningi nú um miðjan vetur. Er þetta vcgna geislunaráhrifa, sem fuglarnir hafa orðið fyrir mcð að rteyta geislavirkrar fæðu, seg- ir í tímaritinu „Dansk Jagttid- *nde“. Tveir brezkir fuglafræðingar, J.M. Harrison og J.G. Harrison, álíta að geislun hafi eyðilagt þá frumustarfsemi sem gerir fugl- tinum kleift að unga út eggjum sínum. Fjaðraskipti fuglanna standa í beinu sambandi við varptímann, en nú hefur iþetta »llt ruglazt vegna geislunaráhrif- anna. Geislunaráhrifin virðast íiafa dofnað nú um miðjan s.l. vetur. Frumulömuninni var lok- ið, a.m.k. í bili, en þá tóku fugl- arnir að búa sig undir varpið á mjög svo óheppilegum árstíma. Brezku fuglafræðingamir segja að þessar staðreyndir hafi mjög inikla þýðingu fyrir allar lífver- tir. Samróma álit Fullyrðingamar um áhrif geisl- imar á fugla eru studdar af könnunum í öllum löndum. í grennd við kjarnorkutilrauna- stöðina Oak Ridge í Bandaríkj- unum hafa menn tekið eftir því að geislunin virkar mjög á líf villtu fuglanna. Þrestir og aðr- ir spörfuglar nálægt stöðinni hafa með því að éta geislavirk skordýr fengið svo mikið magn af strontíum 90 að það myndi verða hættulegt mönnum. Dansk Jattidende hefur það eftir Asker Arkrog við geislun- arstofnunina í Risö, að það þurfi fremur mikið magn af geisla- virku efni til þess að hafa áhrif á kynferðislíf fuglanna. Fækkun yfirvofandi Fuglafræðingar óttast að fugla- stofnar kunni að hrynja niður vegna geislunar. Ýmsar náttúru- fræðistofnanir og félög í Evrópu hafa krafizt þess að sumar fugla- tegundir verði verndaðar með lögum. Er þar einkurh átt við gæsir, sem dveljá í Evrópu á vetrum en í heimskautahéruðunr á sumrum. I Danmörku er í ráði að éfla samvinnu í Norður-Evrópu í því skyni að fá talið hversu margir farfuglar hafasf þar við tíma- bundið. Aðeins með þessu móti er hægt að fá örugga vitneskju um það hvort farfuglum fækkár mikið vegna geislunaráhrifa frá lcj arnörkusprengingum. SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar hinn 10. þ.m. Vörumóttaka í dag til Tálkna- fjarðarr áætlunarhafna á Húna- flóa og Skagafirði og Ölafsfjarð- ar. Farseðlar seldir á miðvikudag. Nýkomið Knattspyrnuskyrtur Knattspyrnubuxur Knattspyrnusokkar Knattspyrnuskór Fótknettir AUt til íþróttaiðkana. HELLAS SkóLavörðustíg 17. Sími 15196. BlLASfNING IIEKLU að Laugavegi 170 — .172 verður opin írá klukkan 5 til 9 í kvöld BILASÍNING HEKLU - >4 (#» ti» » Gjörið svo vel að líta inn . Höfum til sölu 4”, 8” og 10” vatnsveiturör. Uppl. í sfma Í4944, kl. 10—il2 árdegis. Sölunefnd varnarliðseigna. 1 V ...... I - i..'m *i i.mi. i i ii mj.iniii Þriðjudagur 8. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.