Þjóðviljinn - 15.05.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.05.1962, Blaðsíða 7
na aö togarasjómenn |eiga heimt- grundvöll, veit engin úrræði ímœtt sig og af því ættum við að geta lært þrennt. Fyrsta: Að atvinnurekendur svííast ein-skis í viðureign sinni við verkalýðshreyfinguna. Annað: Að hin svokölluðu lýðræðissinnuðu alþjóðasam- tök virðast ekki vera þeim yanda vaxin að gegna hlutverki sínu þegar á herðir, og í þriðja lagi: Að verkalýðshreyf- ingin leggi á það áherzlu að ala upp og aga þannig með- limi sína að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Góðir fundarmenn! fslenzka þjóðin er allt of oft minnt á það, að sjósókn við strendur íslands og á fjarlæg- um fiskimiðum er starf sem krefst mikilla fórna. Árlega falla fleiri og færri sjómenn í valinn við skyldustörf sín á hafinu. Á slíkum stundum er oftlega á það minnzt að sjó- menn vinni erfið og áhættu- söm störf fyrir þjóðfélagið og það beri að launa þeten eftir því. En því miður fer það oftast svo að þegar sjómenn gera alvöru úr að krefjast við- unandi lífskjara, þá er þeim mætt með fullkominni hörku og tillitsleysi og í stað kjara- bóta er oftast veifað framaní þá þurrum tölum og fölskum skýrslum sálarlausra moðhausa, sem eiga áð sanna þeim það, að það sé útilokað að greiða þeim meira, atvinnureksturinn beri það ékki. fram, hafi þá nokkuð þar í sézt nema endileysa ein) hefur hagorður maður í Kópavogi kveðið eftirfarandi bögur: Ölafur fór illa á því, — auðtrúa og grunnhygginn að horfa svona hrifinn í hagfræðingaradarinn. En þann radar áttu tveir ekki finnast slíkir. Hagspekingar hétu þeir, * Habakúki líkir. * Habakúki: einn af spámönn- um biblíunnar — þeim minni. Iilrar stjórnar eru því uppáhald að vonum. Hafa líka hraðmct í að hagræða staðreyndonum. Alþýðubandalaginu einu er að treysta Og þannig hefir það farið nú, er íslenzkir togarasjómenn 'hyggjast sækja. rétt sinn til bættra lífskjara. Svarið sem þeir fá er þetta: Það verður ekki við ykkur talað nema þið afsalið ykkur mannréttindum, sem kostaði áratuga baráttu að ná fram. Þó hafa íslenzkir tog- arasjómenn nú um langt skeið búið við gjörsamlega óviðun- andi lífskjör. Meðaltekjur tog- arasjómanna síðast liðin þrjú ár munu vera nálægt 85 þús. krónum hvert árið um sig. Fyrir þetta kaup eiga þeir að skila 12 tíma vinnu á sólar- hring jafnt virka daga sem helga daga og þar að auki að vera fjarri heimilum sínum og fjölskyldu flesta daga árs- ins. Eg held að allir sanngjarn- ir menn hljóti að sjá það að hér þurfi lagfæringar við. Kröfur þær, sem -lagðar hafa verið fram um breytingar á togarasamningunum eru ákaf- lega hógværar og sjómenn eru einhuga um það að bera þær fram til sigurs. Það er þvi krafa togarasjó- manna á þessum baráttudegi verkatýðsins að forráðamenn togaraútgerðarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og gangi tafarlaust að sanngjörn- um og sjálfsögðum kröfum togarasjómanna um bætt lifs- kjör. Bæja- og sveitastjórnarkosn- jngarnar, sem fram eiga að fara 27. maí næstkomandi, eru óumdeilanlega mjög þýðingar- miklar. Úrslit þeirra verða tekin sem ábending um afstöðu þjóðar- innar til þeirra mála sem auð- kenna stefnu núverandi ríkis- stjórnar. Vinstrisinnað fólk bar ekki gæfu til að standa saman að framboðslistum sínum í þess- um kosningum, nema á fáein- um stöðum á landinu, og því getur íhaldið ennþá hlakkað yfir að mæta vinstri öflunum sundruðum, þó aldrei hafj ver- ið meiri þörf en einmitt nú að allir íhaldsandstæðingar tækju upp samstöðu um framboð sín, til þess að spyrna í móti hinni skefjalausu kjaraskerðingar- stefnu ríkisstjórnarinnar, sem gerir iaunþegum ókleift að lifa mannsæmandi lífi af launum sinum. Auk kjaraskerð.ngarstefnunn- ar er svo. þessi vesæla ríkis- stjórn á góðri leið með að teyma ísland inn í Efnahags- bandalag Evrópu, en slíkt mundi þýða afsal á stjórnar- farslegu og efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarjnnar. íslenzkri menningu, tungu og þjóðerni væri stefnt í beinan voða og ætti jafnvel fyrir sér að glat- ast algjöriega í hringiðu þeirra erlendu áhrifa, sem flæða myndu um land okkar ef er- lendum auðfélögum tækist að ná hér fótfestu með aðild ís- lands að Efnahagsbandalaginu. Framsóknarflokkurinn hefur að undanförnu tvístigið mjög um 'stefnu sína og er líkast því að málgagn . hans, Tímínn, geti i hvorugan fótinn stigið. Það dylst engum að ráða- menn þess flokks hvorki þora eða vil.ia skipa sér af ein- iægni til varnar islenzkum mál- stað, nei, þeir spila bara eins konar pólitískt bingó við í- haldið. Þjóðvarnarflokkur'nn bregð- ur ekki vana sinum að koma fram sem sprengiflokkur. Hin-. ir seinheppnu fórsprakkar hans 'neituðu samstöðu um sameig- inlegt frambo.ð og stilla upp hér í Reykjavík, enda þótt vit- að sé að öll atkvæði sem sá listi kynni að fá fari til ónýt- is. Aðeins Alþýðubandalagið hefur skilið nauðsyn þess, að nú á þessum alvörutímum í lífi þjóðarinnar, þyrftu og ættu vinstri öflin að þjappa sér sam- an. Og aðeins Alþýðubandalagið hefur tekið upP skelegga bar- áttu gegn ógnar- og öngþveit- isstjórn íhaldsins og skósveina þess, flokksins sem kennir sig við alþýðuna. Bæja- og sveitastjórnarkosn- ingarnar eru því vissulega kærkomið tækifæri almennings til að láta hug sinn til stjórn- arflokkanna og hinnar sið- lausu stefnu þeirra í ljós, og þess vegna mun íslenzkt al- þýðufólk í byggð og borg fylkja sér um G-listann. Birna Lárusdóttir. FEGRUNARMÁL OG MINJASÖFN 1 Borgin verði prýdd listaverkum og skreytingu á torgum og stórbyggingum. Lögð sé áherzla á ræktun umhverfis hús og á opnum svæöum, skolun gatna og bætta hirðingu húsagarða, ' íy Skrúðgarði trjáa og blöma verði komið upp þar sem nú er Klambratún, í samræmi við úrslit verðlaunasam- keppni, er fram fór um skipu.lag svæðisins. í Heiðmörk og stuðningur efldur við Skógræktarfélag Reykja- víkur. \ Borgin kaupi Viðey. Viðeyjarstofunni sé vel við haldið og hún gerð að minningarsafni Skúla fógeta. 3 öskjuhlíð verði prýdd gróðri, að svo miklu leyti sem * ekki er byggr þar, Stuðlað verði að aukinni skógrækt 5 6 Komið verði upp viðeigandi minningarreit við Aðal- • stræti um landnám og búsetu Ingólfs Arnarsonar. Hlynnt sé að byggðasafni Reykjavíkur að Árbæ, svo * og að Skjala- og minjasafni borgarinnar. l'&j iK iíugoí ÝMIS HAGSMUNA- OG MENNINGARMÁL - 1 ..FéJagSr, íiúd borgarinnar,! sllkúW" félag‘s- nog: mennteig&rmiðsté.ðvum.ylð ^ipulainingu ,í .......' nyrra þorgarhverfa. 'u.iJo' nihniy/I 8 Cy Borgin taki að sér rekstur kvikmyndahúsa, bæði í því skyni að afla borgarsjóði tekna og tryggja að sýndar séu kvikmyndir, er hafi meruiingarJegt og lístrænt gildi. Q Borgin ráðist þegar í byggingu nýrrar aðalslökkvistöðv- **• ar. Æfingaskiiyrði slökkviliðsins séu bætt og því séð fyrir fullkomnustu tækjum. Brunavarnir í úthverfunum verði stórum efldar og undtebúin bygging hverfaslökkvistöðva. \ Heimilishjálpm sé efld og tryggt, m.a. með ráðningu naegra starfskrá-ta, að hún komi að tilætluðum notum. 5. 6. Borgarbúum sé jafnan séð fyrir nægum garðlöndum og komið upp nægum og öruggum kartöflugeymslum. Framfærslueyrir sé hækkaður svo að hann nægi til sómasamlegrar framfærslu til fatakaupa. Ráðstafanir tryggja óhlutdrægni, réttlæti og mannúð ii famföerslúmálanna. ‘^fihdrá&ar vérðí '^ÖÍitísk^r refsiaðgerðir gagnvart styrkþegum og öðmm sem áðstoðar þarfnast. fj Komið verði upp sleðabrautum og öðnim athafnasvæð- um bama á hentugum stöðum. Ferðir strætisvagnanna verði teknar til endurskipulagn- ingar og þeim komið í hagkvæmara horf. Ferðirnar séu • ■' .-éfn • - B' r í • • n ■> bættar þar sem þcrf krefur. Strætisvagnabiðskýlum verði fjólgað. A Útibúum frá Borgarbókasafni verði fjölgað og útibú- -'• unum séð fyrir nægum og góðum bókakosti. 1A Borgarstjórnin beiti sér fyrir því, í samstarfi við ■LV* við önnur bæjarfélög, að létt sé af bæjarfélögunum útgjöldum,' eins og t.d. löggæzlukostnaði, er ríkið taki eitt að sér, og að bæjarfélögunum verði fengnir auknir tekjustofnar og athafnasvið þeirra aukið, svo unnt sé að létta útsvars- byrðar á almenningi. Þriðjudagur 15. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.