Þjóðviljinn - 22.05.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.05.1962, Blaðsíða 9
Eftir Francesco Fistolese byrjun 1939 aí Þjóðverjunum Hahn og Strassmann, sem byggðu á rannsóknum sem Juliot-Curie haíði gert skömmu áðu.r. En það var ekki fyrr en síðar að sönnun fékkst fyrir þvi að með slíkri aðíerð mætti íramkallá ',,keðjuverkun“ og þannig leysa úr læðingi gífur- lega orku. Sú sönnun fékkst ekki fyrr en hægt var að sýna fram á að úr hverjum klofnum kjarna iosnuðu frjálsar nev- trónur sem væru nægilega margar til að valda klofningu nýrra kjarna. Þeir Fermi og Szilard (sá fyrrnefndi ítalskur, en hinn ungverskur) sýndu fram á þetta í iNew York, en um sama leyti, það er í apríl 1939, gerðu sovézku vísinda- var ekki aðeins nauðsylegt að hinn klofni úrankjarni gæfi frá sér nevtrónur, heldur einn- ig að nokkrar þeirra „færu 'sér hægar“ en hinar. 1 Bandaríkjunum hafði ekki tekizt að færa sönnur á þetta, þegar til New York barst skýrsla um tiiraunir sovézkra vísindamanna sem höfðu stað- fest þetta fyrirbæri. Vegna þessarar skýrslu taldi Fermi sér óhætt að byrja á fyrsta kjarnahlaða sínum áður en und.'rstöðutiiraunum væri lokið í Bandaríkjunum sjiálfúm, en þær voru síðari gerðar af þeim Roberts, Meyer og Wang. Petrsjak og Fieroff rannsök- uðu í áframhaidi af þessum mennirnir Rúsinbff og Fleroff, samstarfsmenn ' Kúrtsjatoffs í Leníngrad, það einnig. Rétt á eftir - birtu þeir Seldovitsj og Ivariton, sem líka störfuðu í Leníngrad, skýrslu um keðju- verkunina. Þeir Petrsjak og Fleroff, lærisveinar Kúrtsja- toffs, urðu fyrstir til að gera uppgötvun sem miklu máli skipti við hina. „sjálfkrafa” kiofningu sem stundum gerir vart við sig í kjörnum úrans og þóríums. Bandaríkjamaðurinn Libby við Kaliforníuháskóla hafði ár- angurslaust reynt að sannprófa þetta fyrirbæri. Frásögn Kram- ish af þessu virðist staðfesta það sem um getur í öðrum heimildum: Þegar staðfestur. hafði verið fræðilegur mögu- :trí) ásamt5 öOrum fulltrúum á al- stefnunni í Genf 1955. leiki á keðjuverkun, gerði En- rico Fermi sér ljóst að til þess að hægt væri að framkalla slíka keðjuverkun en jafn- framt: halda henni i skefjum, tilraunum „innlimun" nevtróna í kjarna úrans-238, en þannig myndast efnið plútóníum, sem notað var í fyrstu kjarna- sprengjuna og á vesturlönd- um var fyrst fundið af Sergé með aðstoð hins mikla cycio- tróns í Berkeley árið 1941, eða um svipað leyti. Kramish hefur fyrstur orð- ið til að skýra frá þessu öllu saman með nákvæmum og ó- yggjandi heimildum. Höfundur- inn, sem starfar á vegum rannsóknastofnunar bandaríska flughersins, Rand Corporation, er fjarri því að vera aðdáandi Sovétríkjanna og stjómarfars þeirra, en hann hefur gert sér far um að afla sér stað- góðrar vitneskju og heimilda um rannsóknarefnið. Hann veltir fyrir sér hvers vegna Sovétríkin miðuðu ekki beint að smíði kjamcrkusprengjunn- ar,' en komst að þeirri niður- stöðu, sem reyndar virðist liggja í augum uppi, að með- an hinn erlendi innrásarher var í landi og eggja varð fram alla 'krafta til að reka hann burt, 'hafi ekki verið fyrir hendi á- kjósanleg skilyrði fyrir það mikla vísindalega og tæknilega átak sem smíði kjamorku- sprengjunnar krafðist. Sovézkir vísindamenn urðu því eftir su.marið 1941 að leggja að miklu leyti niður kjarneðlis- rannsóknir sínar, meöan starfs- bræður þeirra í Bandarikjun- um gátu einbeitt sér að þeim. En rétt er að hafa í huga að það sem gerðist í Banda- ríkjunum eftir 1941, í Chicago, Hanford, Los Alamos, var fyrst og fremst hagnýts og tæknilegs eðlis. Allar frum- rannsóknir sem máli skiptu höfðu verið gerðar. Það var því augljóst öllum sem eitthvert skynbragð báru á þessa hiuti að eftir stríðið myndu Sovét- ríkin og innan skamms önn- ur ríki í Evrópu geta fært sér í nyt þá þekkingu sem þau höfðu þegar aflað sér og nægði að minnsta kosti í meginatrið- um, til hagnýtingar kjarn- orkunnar, hvort sem var í þágu lífs eða dauða, Það var líka augljóst að Sovétríkin, sem réðu yfir meiri þekkingu en önnur lönd í Evrópu — eins og áður hefur verið rakið —, fleiri vísindamcnnum, fullkominni tækni- og verkkunnáttu og einnig nauðsynlegu.m fjármun- um, myndu geta hagnýtt kjarn- orkuna a örfáum árum (og það því fremur sem sovézku vís- indamennirnir Alkasoíf ogMúr- in höfðu strax á árinu 1941, að sögn Kramish, fundið aðferö til að skilja úran-235 frá úrani eins og það kemur fyrir í nátt- úrunni). Hinn mikli danski eðlisfræð- ingur Niels Bohr sagði Roose- velt Bandaríkjaforseta þetta í ágúst 1944. Hann hélt því fram að ekki gæti verið um neitt „kjarnorkuleyndarmál" að ræða og þess vegna ekki um neina einokun kjarnavopna, sem byggja mætti á árangursríka pólitík. Bandaríkjunum bæri því að nota yfirbu.rðaaðstöðu þá sem þau hefðu um stund- arsakir yfir Scvétríkin ti.l að sanna þeim einlægni sína og friðarvilja með því að bjóða þeim. viðtæka samvinnu um hagnýtingu þessarar nýju ó- tæmandi orkulindar. Framhaldiþ, að Rocsevelt látn- um. er Öllu.m kunnugt: Nú eru 1-iðin 17 ár. og enn tala ráða- menn Bandaríkianna um að „viðhalda" eða „vinna aftur“ það ,,forskot“ sem þeir telja sig hafa haft á kjarrtorkusvið- inu., þó að það hafi aldrei ver- ið nema tímabundnir og til- viljunarkenndir yfirburðir í tæknilegri hagnýtingu. Það er góðs viti að bók ei.ns og sú sém hér um ræðir skuli einmitt vera gefin út í Bandaríkju.num: Hún ætti að geta læknað Banda- ríkjamenn af þeim hvimleiða kvilla að kenna ævinlega um ,.njósnum“ og „landráðum" þeg- ar sú pólitík hefur brugðizt sem frá upphafi var dæmd til ófarnaðar. (Þýtt úr rUnita). Eitt það allra nauðsynlegasta sem fyrir þarf að huga í nýj- um íbúðarhverfum, samtímis því að fólk flytur í þau, er að séð sé fyrir þeim verzlunum, sem hvert heimili þárf að sækja til daglega, svo sem mjólkurbúð, íiskverzlun og kjötverzlun. Á þessu hefur orðið mikill misbrestur í nýju íbúðahverf- unum í Reykjavík, vegna skipu- lagsleysis af hálfu bæjaryfir- valdanna um þau mál. Þannig er allt Háaleitishverfið enn verzluriarlaust, og ekki að sjá að bót verði á því ráðin í bráð. Nú hefur borgarstjórnin þó ný- lega afhent einum kaupmann- anna á lista Sjálfstæðisflokks- ins, Sigurði Magnússyni í Austurveri, veglega verzlunar- lóð í hverfinu, en sjálfsagt er ekki komið að því að íbúar Háaleitishverfis sleppi við að fara langan veg daglega frá hverju heimili til að afla brýn- ustu lífsnauðsynja. Kaupmaður- inn tilvonandi er farinn að senda bíl eftir fólki til að tryggja sér viðskiptin, en hús- mæður með ung toörn eiga eklri heldur alltaf heimangengt í slíkar verzlunarferðir. Það er óþolandi ástand að í- haldið skuli með skipulagsleysi og gæðingaúthlutunum tefja svo árum skiptir að upp rísi nauð- synlegustu verzlanir í nýjum og fjölmennum íbúðarhverfum. Og það vantar fleira, sem ó- missandi má teljast í hverju íbúðarhverfi. 1 Háaleitishvern er t.d. enginn vottur að leikvelli eða róluvelli. Þarna er margt barna og þau veltast á götun- um og víðar þar sem börnum er sízt ætlaður staður. Einnig á þvi sviði fá íbúar íþessa nýja íbúðarh'verfis að kenna á skipu- lagsleysi íhaldsins og hirðuleysi, og væri sjálfsagt ekki vanþörf á að aðrir menn kæmu til áð fjalla um þessi mál, og önnur. er varða skipulagningu og framkvæmdir ört vaxandi borg- ar. b. éyir) f dag er Öskar Pálsson verkamaður, Brautarholti Sand- gerði, sextugur. Hann er Snæ- fellingur að ætt og upprunai fæddur í Ólafsvík. Hann byrj- aði. barnungúr sjómennsku eins og löngum var títt undir Jökli. Síðan 'lá leið hans til Reykja- víku.r, þar sem hann var lengi búsettur. Hann missti kcnu sína, Lovísu Kristjánsdóttur ár- ið 1945. Fyrir nokkrum árum fluttist hann til Sandgerðis og býr þar nú með seinni konu sinni, Guðnýju Vigfúsdóttur. Óskar var lengi einn af virk- ustu félögum í Verkamannafé- laginu Dagsbrún og1 mun því enn mörgum kunnur frá þeirri tíð. Hann var viðu.rkenndur dugnaðar- og drengskaparmaður af öllum sem hann þekkja. Þjóðviljinn vill hér með taka undir árnaðarkveðjur þær, sem honum berast nú hvaðanæva írá vinum hans og samherjum. <*>- Bindindísmálín borgarsljórnar Bindindismál og barátta gegn áfengisbölinu, eru meðal þeirra stórmála sem íslenzka þjóðin og þá sérstaklega borg- arbúar verða að taka föstum tökum. Ásókn manna í gróða af vínsölu eru eng'n takmörk sett. Þar er einskis svifizt, en leynt og Ijóst reynt að mala niður siðferðisþrek æskufólks og annarra þeirra sem blind.r eru fyrir voðanum. Hér í Reykiavík hefur út- sölustöðum farið hraðfjölgandi og það með samþykki þeirra manna í borgarstjórn sem gróðasjónanniðin eru tengd- ust. Svojcölluðum „sjoppum‘‘ er drejft um alla borg og þá sér- staklega í veg fyrir skóla- börnin. „Sjoppumar“ virðast eiga að vera þeirra annar skóli, svo auðveldari verði eftirle.'k- urinn fyrir brennivinsauðvald- ið. Á Alþingi hefur verið reynt að troða ,,ölfrumvarpi“ inn í sjólfa löggjöfina og má minna á að gegn því stóðu þingmenn Alþýðubandalagsins sem einn maður, elns og gegn hverri annarri slíkri afsiðunarher- ferð. Nú við borg.arstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík vil ég að gefnu tilefni taka fram, að listi Alþýðubandalagsins er skipaður mörgum bindindis- mönnum og konum, og þá sér- staklega efstu sætin, og að allt alþýðufólk og allir þeir sem bind.ndi unna, geta þess vegna fylkt sér um G-listann, og aldrei hefur þörfin á sam- heldni alls launafólks verið brýnni en nú. Aldrei hefur það vald sem bygg.'st á meirihluta atkvæða og íhaldsmenn hafa að undan- förnu haft í hendi sinni. verið no.tað af slíkri óskammfeilni gegn v.'nnandi .fólki, og því á allt verkafólk og launaíólk a1-- veg sérstakt crindi að kjör- borðinu. Þörf verkalýðssamtalcanna að hrinda ofurvaldi auðmanna sem -aldrei telja verkamann- inn verðan launanna, stendur nú ofar hverri annarri gerð. Fylkjum okkur því um iista Alþýðubandalagsins, G-listann, hver einasti maður sem skil- ur baráttu launafólks. Hver einasti maður sem virðir me:in- ingarsókn erfiðismanna. Tryggvi Emilsson. Þriðjudagurínn 22. maí 1962 — ÞJÓÐVLLJINN (9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.