Þjóðviljinn - 26.06.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.06.1962, Blaðsíða 1
| bráðabirgðalög- i í atiura — sjá 3. s.| IAM métmællri ® í fyrradag lét Emil Jónsson sjávarút- vegsmálaráðherra forseta íslands gefa út bráðabirgðalög sem svipta síldveiðisjómenn samningsrétti á vertíðinni í sumar.Er sjómönn- um þegar gert að ráða sig upp á „væntanlega kjarasamninga“, en þeir kjarasamningar verða ákveðnir af gerðardómi sem atvinnurekendur hafa algeran meirihluta í. 9 Þessi kúgunaríög voru sett þegar ljóst var að útgerðar- menn voru að gefast upp í síltlveiðideilunni. Um 20 íslenzk- ir síldveiðibátar voru komnir á miðin, þrátt fyrir fjárkúgun- arvíxla LÍÚ, og vitað var að allur þorri báta myncli hefja veiðar næstu daga í samræmi við ákvæði gömlu samning- anna. 9 Bráðabirgðalögin ná aðeins t:l iþeirra staða, bar sem samningum var sagt upp. Gömlu smningarnir eru hins vegar í fullu gildi á 13 stöðum á landinu, en þaðan eru gerðir út um 65 bátar — nærr: þriðjungur flotans. Á þau skip er að- eins heimilt að skrá menn samkvæmt gömlu samningunum. Samkvæmt lagasetningu ríkisstjórnarinnar virðast sjómenn þannig eiga að búa við mlsmunndi kjör eftir því hvaðan bátar þeirra eru gerðir út! Stöðvun síldveiðiflotans undanfarnar vikur var sem kunnugt er ekki kjaradeila í venjulegum skilningi. Það var ekki um verkfall að ræða. Ekki höfðu útgerðarmenn heldur boðað neitt formlegt verkbann. Aðferð þeirra var sú að beita fjárkúgun, neyða hvern útgerðarmann með 300.000 kr. víxli til þess að senda báta sína ekki á veið- ar nema sjómenn féllust á að SAMNIN6SRETTI Gömiu samningarnir effir sem áSur i giídi á þriSjungi sildveiSiflotans skerða gildandi kjarasamn- inga. Fjárkúgun er harðlega bönnuð samkvæmt ís- lcnzkum Iögum og varðar allt að sex ára fangelsi. Ríkisstjórnin gat því Ieyst deiluna án tafar með því aö ákveða að beita ákvæð- um íslcnzkra Iaga og sýna stjórn LltJ inn í tukthúsið. I staöinn verðlaunar rík- isstjórnin fjárkúgarana með því að setja lög í þeiPra þágu. Gömlu samningarnir á 65 báíum Afstaða ráðamanna LÍÚ var þeim mun vonlausari sem þeir höfðu vanrækt að segja samningum upp á 13 stöðum á landinu af þeim 37 sem gera út síldveiðibáta. Gekk prófmál fyrir félagsdómi um einn þessara staða, Neskaup- stað, og var dómur hans sá að gömlu samningarnir væru í fullu gildi til næsta árs. Þeir staðir, þar sem gömlu samningarnir gilda ennþá, eru þessir: Seyðisfjörður (2 bátar); Norðfjöröur (10 bátar); Eski- fjörður (7 bátar); Reyðar- fjörður (2 bátar); Fáskrúðs- fjörður (5 bátar); Stöðvar- fjörður (2 bátar); Breiðdals- vík (2 bátar); Djúpivogur (2 bátar); Ilornaf jöröur (5 bát- ar); Sandgerði (11 bátar); Siglufjörður (3 bátar); Dal- vík (7 bátar); Húsavík (7 bát- ar). Alls eru þetta 65 bátar af um 220 sem búist er við að gerðir verði út í sumar. Bráðabirgðalögin ná ells ekki til þessara staða. Um það bil þriðjungur síldveiðiflotans verður eftir sem áður gerður út upp á gömlu samningana. Gömlu samningarnir hjá yliiMÖnnum Sama máli skiptir um skip- stjóra og stýrimenn yfirleitt og mikinn hluta af vélstjór- um. Hjá þeim eru gömlu samningarnir enn sem fyrr í fullu gildi, og bráðabirgða- lögin nýju geta ekki haggað þeim. Emil bjargar fjárkúgurunum Af þessum ástæðum öllum var aðstaða fjárkúgaranna í LlÚ vonlaus þegar frá upp- Framhald á 2. síðu. I LOK CONCUNNAR Á myndinni að neðan sést hluti af mannfjöldanum á útifundi Samtaka hernámsandstæðinga við Miðbæjar- skólann á sunnudagfskvöldið að lokinni Hvalfjarðar- göngu. Myndin nær hvergi nærri yfir allt fundarsvæð- ið, einkum vantar stóranhluta fundarmanna sem stóðiE í Lækjargötu næst Tjörninni vinstra megin við það sem myndin sýnir. Fundarfólk tók með dynjandi lófa- taki undir kröfur ræðumanna um afnám herstöðva á íslandi og mótmæli þeirra við fyrirætlunum um að gera Hvalfjörð að herskipalagi og kafbátahöfn. (Ljósm. Þjóðv.) *'■ mm fimmm mmMSsií ''wm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.