Þjóðviljinn - 26.06.1962, Síða 4

Þjóðviljinn - 26.06.1962, Síða 4
Útgerðin og þjóðfélagið - Hvert stefnir? Hvað á að verða um togarana? Stórvirkustu veiðitæki þjóð- félagsins togaramir hafa nú legið bundnir í höfn í þrjá mánuði á kostnað þegnanna. Ríkissjóður greiðir og verður að greiða möglunarlaust, af iánum sem hvíla á skipunum, tryggðum með bakábyrgð ís- ienzka ríkisins. Á síðasta al- þingi létu stjórnarflokkarnir samþykkja lög sem heimiluðu ríkisstjórn að styrkja togara- útgerðina með 30 millj. króna framlagi. Og nú liggja tog- ararnir bundnir í höfn á kostnað íslenzkra þegna, sem ekki aðeins ereiða þennan 30 milljón króna styrk heldur margfaida iþá upphæð vegna .• ríkisábyrgðanna. En á sama tíma og þessi tíðindi eru að gerast í stór- útgerðinni á Islandi, þá örlar hvergi á minnstu viðleitni frá hendi ríkisstjórnar og hennar sérfræðinga að finna þessari lífsnauðsynlegu útgerð grund- völl til að starfa á. Ég hef margof' sýnt fram á það í þessum þáttum, að þessa út- gerð vantar starfsgrundvöll. Fiskverðið sem gréitt er fyrir vinnslufiskinn hér er of lágt. En hinsvegar eru vextir af rekstrarlánum hér of háir fyrir útgerðina. Þetta tvennt ásamt uppsprengdu verði á rekstrarvörum skipanna ger- ir það að verkum samanlagt, að rekstrargrundvöllinn vant- ar. Þetta sjá allir sem ekki eru gersamlega blindir, nema rík- isstjórnin og sérfræðingar hennar. Togaraútgerðina vantar ekki styrki af almannafé til að láta togarana liggja bundna við land, þó ihún fái þá nú. En hana vantar rekstrargrund- völl svo hægt sé að gera skipin út, og skapa þjóðar- búinu hundruð milljóna króna gjaldeyristekjur. Á þessu tvennu er reginmunur. Togaraútgerð er ekki hægt að reka á Islandi með því móti að gera skipin aðeins út í fáa mánuði á ári, og láta þau selja fiskinn erlendis þeg- ar mesta fiskþurrð er þar á mörkuðunum, en láta þau svo liggja bundin í höfnunum þess á milli. En það er ekki von á góðu svo lengi sem íslenzkir valdhafar trúa ekki á íslenzka möguleika lands- mönnum til bjargar, heldur fimbulfamba um væntanlega stóriðju á íslandi, rekna af erlendum auðfélögum, sem myndu flytja hvern eyri af gróða úr landi, þó hann væri skapaður af íslenzkum hönd- um, og innlendu fossaafli. Ég sem hélt, að sagan af Bakka- bræðrum mundi aldrei endur- taka sig á Islandi. Á síldveiðiflotinn að fara eins? Þegar þetta er skrifað þá liggur ekki aðeins togaraflot- inn bundinn í höfnum á Is- landi heldur líka síldveiði- flotinn, að undanskildum ör- fáum skipum sem hafa brot- izt norður fyrir land og haf- ið veiðar. Norsku síldveiðiskipin eru komin á miðin úti fyrir Norð- ur- og Austurlandi fyrirtæpri. viku, og hafa staðið í síld þar síðan, þegar veður hefur leyft veiðar. Þau heppnustu munu nú annaðhvort á heim- leið eða komin heim með farma, hafi þau ekki losað veiðina í flutningaskip á mið- unum. Á samá tíma er það látið viðgangast að íslenzk síldveiði- skip liggi í höfnum og hafist ekki að, sökum þess að verkbann hvílir á flotan- um frá hendi L.I.Ú., sem vill íá þau kjör lækkuð sem áð- ur hafa verið í gildi samn- ingsbundin milli útgerðar og sjómanna. Það er eftirtektarvert, þeg- ar L.I.Ú. reynir að laga hjá sér rekstrargrundvöll skip- anna, þá er strax ráðizt á hlut; skipverjanna, en það er ekki farið fram á, að vext- ir séu lækkaðir, eða að greitt sé hliðstætt hráefnisverð og aðrar þjóðir greiða, og því síður að þess sé krafizt að lækkaðir séu tollar af þeim tækjum sem nauðsynleg eru við veiðarnar, og virðist allt þetta þó hafa’ legið beinast við, áður en ráðizt var á kjör skipverja. En þegar svona er komið, þá vaknar sú spurning og knýr á, hvort ekki sé að verða tímabært á Islandi að afhenda íslenzkri sjómanna- stétt veiðiflotann, og láta hana um að finna heppilegt rekstrarform. En þá yrði líka sjómannastéttin að tryggja sér um leið þau völd í þjóð- félaginu, er tryggðu að af- •>........ ..,.. „.„'ÍjS • * , .— -aa Svona lítur K-björgunarbáturinn út. ERLENDAR FRÉTTIR raksturinn af erfiði stéttar- innar yrði ekki uppétinn af afætulýð. K-björgunarbátur- inn á ekki að geta sokkið Eitt af því sem vakti hvað mesta athygli á fiskiðnaðar- sýningunni í Forum í Kaup- mannahöfn nú á þessu vori, var hinn nýi björgunarbátur sem þar var til'sýnis í fyrsta sinn. Þetta er þýzk uppfinn- ing og er höfundur hennar verkfræðingur að menntun, og heitir Gustav Kuhr. Nú þegar er hafin fjöldafram- leiðsla á þessum bátum í Þýzkalandi og eru Rússar kaupendur að 16 fyrstu bátun- um sem verða smíðaðir. Björgunarbátar þessir eru ætlaöir fjórum stórum frysti- skipum sem Sovétríkin eru að láta smíða í skipasmíðastöð Burmeister & Wain í Kaup- mannahöfn. Hinn svonefndi K.-björgun- arbátur er gerður úr nýrri tegund af plastefni, sem sagt er svo sterk\, að það á að þola þung högg, ekki síður en gott stál. 1 bátnum er 16 hestafla M.W.M. diselvél og er reiknað með að báturinn geti gengið kringum sjö míl- ur með vélinni. En bili vél- in þá er hægt að róa bátnum með átta árum. Það er talið alveg útilokað að báturinn stöðvist á hvolfi, þótt hann kantri á sjónum, heldur á hann sjálfkrafa að komast strax á réttan kjöl. Sjálfvirkir .sjó- geymar sem taka 2,7 tonn sjá fyrir því að báturinn sé hæfi- lega hlaðinn á sjónum. Þá má geta þess að báturinn er búinn flotgeymum sem hafa burðarmagn 4,30 tonn, og eru geymar þessir fylltir með nýju gerfiefni sem ekki tek- ur í sig vatn. og halda geym- arnir fu.llu iMr'+"’agr,i þó gat komi á þá. Auðvelt er að loka þessum björgunarbát, og á hann þannig að geta veitt gott skjól gegn ágjöf og stormi. Einn merkilegur éig« inliki K-bátsIns er enn 6- talinn, en hann er sá, að Bát- urinn er sagður geta veitt mikla vörn gegn atómgeislum. FISKIMÁL - Eftir Jóhonn J. E. Kúld BRUNATRYGGING INNANSTOKKSMUNA TRYGGING GEGN VATNSTJÓNI ABYRGÐARTRYGGING SLYSATRYGGING HÚSMÓÐUR TRYGGING GEGN ÞJÓF- NAÐI OG INNBROTI HEIMILISTRYGGINGAR BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS LAUGAVEGl 105 SÍIVII 24425 4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. júní 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.