Þjóðviljinn - 26.06.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.06.1962, Blaðsíða 5
ORAN og ALGEIRSBORG 25/6 — OAS-' menn sprengdu í dag tíu stóra olíugeyma í Oran í loft upp. Mörg milljón lítrar af olíu og benzíni voru í geimunum, sem staðsettir voru í hafnarhverfinu. Búizt var við að sex í viðbót yrðu eldinum að bráð í kvöld. Slökkvi- lið borgarinnar fær ekki við neitt ráðið, og eru hafnarhverfin í björtu báli. Eltíhafið er ógurlegt og nser 400 metrar á hæð. Fyrst sprungu sjö geymar, en tveim stundum síðar náði eldurinn til briggja í viðbót. Þegar e'.durinn nær geymunum sex, er búizt við að eldurin berízt óðfluga í fjölda stórbygginga við höfnina, án þess að við neltt verði ráðið. Þegar hafa mörg mannvirki orð- ið eldinum að bráð. í slökkviliði Oranborgar eru aðeins 40 menn, og standa þeir gjörsamlega ráð- Handtökur í Bretlandj LONDON S4/6 — Um 130 manns sem aðfaranótt sunnu- dagsins settust á veginn til bandaríákrar flugstöðvar fyr'r- vetnissprengjuþotúr í Newbury í Berk'shire og stöðvuðu áUa um- ferð um hann voru handtekin. Mörg þeirra höfðu verið tekin höndum daginn áður, en látin laus eftir að hafá' verið dæmd til að grelða háar sektir. Dauðadómar í Minsk MINSK 24/6 — Hæstiréttur Hvíta-Rússlands hefur dæmt fjóra járnbrautarstarfsmenn til dauða fyrir ólöglegt gjaldeyris- brask. Fjórír aðrir voru dæmd- ir í 5—15 ára fangelsi. Maður Loreei sak- aður um tvíkvæné RÓM 25/6 —- Carlo Ponti, eig- inmaður Sophíu Loren, hefur verið ákærður fvrir tvíkvæni. Þau Loren gengu í hjónafoand 1957 eftir að Pontj hafði fengið skilnað frá fyrri konu sinni við dómstól í Mexíkó. Þegar þau komu heim til Ítalíu 1959, barst yfirvöidunum kæra á þau frá þremur borgurum. Fvrri kona Pontj heldur því fram að úr- skurður dómstólsins í Mexikó sé ógiidur. Ákæruvaldið hef- ur komizt að sömu niðurstöðu og því höfðað mál gegn Ponti. Málið er einnig höfðað gegn Sophíu fyrir hlutde.'ld. þrota gagnvart eldinum. 10 milljón lítrar í geymunum voru 10 millj- ón lítrar af benzíni og oliu. eign British Petroleum. Ekkj er vit- að um að þetta ódæðisverk haíi valdið manntjóni, enda aðvar- aði OAS evrópska starfsmenn á svæðinu áður en þeir snrengdu. Varð það til bess að allir héldu sig í fjarlægð. Svo heppilega vill fi’. að vind- ur stendur af landi. og leggur j reykmökkinn á haf út cg | með ströndlnni, allt til frönsku | flugstöðvarinnar Mers E1 Kebir. 1 sem er í 6 km fjar'ægð. Öl! sk:p sem voru í grennd við geym- ana, leystu festar eg lögðust við akkeri' lengra úti á höfninni. og sum brunuðú þegar til hafs án þess að skeyta um hafnsögu- báta. Ofsahræðsla M.'kill mannfjöldi safnaðist saman í grennd við brunann. Allmargir urðu eripnir ofsa- hræðslu og þutu burt með skelf- ingarópum, þar sem hið ógur- lega eldhaf ógnar stöðuet með nýjum sprengingum. OAS-forsprakkinn Paul Dufo- ur hélt ræðu í leyniútvarp morð- samtakanna í gærkvöld. Hann boðaði stóraukln hryðjuverk OAS-manna fram til 1. júlí, en þá fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla um framtíð Alsir. Síðasta sólarhringinn hafa OA S-menn framið mörg hr.vðjuverk og óhugnanleg í Oran. Á sunnu- dag voru sprengjur spreUgdar í fjölda af skólum og; opinberum byggingum. Snemma í dag var kveikt í ráðhúsínu í annað s.'nn á fáeinum dögum. Aðalsámastöð borgarinnar hefur rn.a. eyðilagst af sprengingum OAS. Slökkvilið- ið er kvatt á vettvang o.ftar en einu sinni á klukkustund að meðaltali. Fólk af frönskum uppruna heldur áfram að streyma frá Alsír til Frakklands. Frönskum íbúum í Oran hefur nú fækkað um nær helming, eða nær 100 þúsund, síðan í fyrra. Fangelsi í Portúgal LISSABON 24/6 — Pólitíski dórnstóllinn í Li'ssábon dæmdi á laugardag þrjá 1 verkamenn í fangelsi, frá 2 árum og 3 mán- uðum í 5 og hálft ár. Tveir aðr- ir verkamenn hlutu skilorðs- bundna dóma, 14 mánuði. Verkföll á Ítalíu RÓM 24/6 — Prentarar og verkamenn í itölskum blaða- prentsmiðjum löeðu niður vinnu á laugardag og komu engin blöð út á sunnudag. Þetta var annað verkfall þeirra í vikunni. Nokkr- ir hópar opinberra starfsmanna höfðu einnig lagf niður vinnu. Umferðarkös af völdum verkfalls Hvert verkfallið hefur rekið annað í Frakklandi að undanförnu og í síðustu viku lögðu m.a. 110.000 verkamenn í gas- og rafstöðvum um allt land niður vinnu. Neðanjarðar- hrautin í París stöðvaðist og bílar voru einu farartækin í borginni. En þeir stöðvuðust líka marg- ir, vegna þess að umferðarljósin slokknuðu. Myndin cr af umferðarkösinni á Concordetorgi. Krústjoff ókaft hylltur 6 fjöldafundi í Búkorest BÚKAREST 24/6 — Fagnaðar- látum ætlaði aldrei að linna að lokinri ræðu sem Krústjoff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, flutti á fjöldafundi sem haldinn var á stærsta leikvangi Búka- rest. 80.000 manns hlýddu á ræðu lians. *? »«, , ’• * Krústjof.f sagði í ræðunni að í auðvaldsheiminum væru nú margir víðsýnir menn sem gerðu sér æ betrj grein fj'rir því að nauðsynlegt sé að setia niður deilur austurs og vesturs. Stríðs- hættan er þó ekki úr sögunni. Við verðum að vera á verði gagnvart heimsvaldasinnum. Samkomulagið í Laos gæti hins vegar ver.ð fyrirmynd að lausn- um annarra deilumála, svo sem d.eilunnar um framtíð Vestur- Berlínar. í þessu sambandi mótmælti hann rangtúlkun vestrænna blaðamanna á ummælum um Berlínarmálið sem þeir höfðu eftir honum úr ræðu sem hann hélt á fund; rúrpenskra verka- manna á briðiudaginn. Því var haldið fram að ummælln bæru með sér að Sovétrikin hefðu skipt um skqðpn í Berlíparmál- inu og myndu vera fús til að fallast á að núverandi ástand héldist óbreytt. Þetta er blekk- ing, sagði bann. Sovétríkin leggja að Bandaríkjunum Qg öðr. um vesturveldum að fallast á undirrtun friðarsamninga við bæði þýzku ríkin. Þótt Sovétrik- in sýni bolinmæði við lausn þessa máls, þýðir það ekki að þau muni sætta sjg við núver- andi ástand. Það er aðeins þeim í hag sem vília að vígbúnaðar- kapphlaupið haldi áfram. Fáist vesturveldin ekki til að ganga að samkomulagi um Berlínar-' málið munu Sovétríkin og bandamenn þeirra undirrita sér- friðarsamninga við Austur- þýzkaland. Krústjoff sagði að heimsvalda- sinnar gsetu ekkj hleypt af stað nýrri heimsstyrjöld, en stríðs- hættan væri þó enn ekki úr sög. unni. Þeir menn eru til í auð- valdslöndunum sem ekki vilja friðsamlega sambúð við sósíal- istísku rikin. Kjarnasprengingar Bandaríkjamanna eru vísbend- ing um það. Vorosjiloff tók á móti Krústjoff MQSKVU 25/6 — Margt manna fagnaði Krústjoff forsætisráð- herra þegar hann kom í dag heim úr fimm daga ferðalagi um Rúmeníu og voru margir helztu leiðtogar Sovétríkjanna mættir á flugvellinum. Það vakti nokkra athygli fréttamanna að Vorosjil- off, fyrrverandi forseti, varð fyrstur til að bióða Krústjoff velkominn heim. Dauðinn blasír við Salan ó ný PARÍS 25/6 — Aðalforingi OAS, Raoul Salan, hefur nú að nýju verið ákærður fyrir afbrot, sem varða dauðarefsingu. Salan var fyrir skiimmu dæmdur í lífstíð- arfangelsi, en flestir voru furðu Iostnir yfir því að hann skyldi ekki hljóta þyngstu refsingu. Nýja ákæran er þess efnis, að Salan hafi haft samband við vopnaðar sve'tir OAS eftir að hann var handtekinn á föstudag- inn langa. Ekki er enn ákveðið hvenær hin nýju réttarhöld hefj- ast. í ákærunni er tekið fram að Salan hafi gefið OAS-forsprökk- unum fyrlrskipan.r eftir að hann var settur í fangelsi. Rannsókn- ardómarinn Perez hefur við hýja málsrannsókn komizt yfir bréf, sem er dagsett 4. maí og undir- ritað af Sálan. Br.éf.Jpetta fannst á Andre Canal, sem var einn af aðstoðarforsprökkum OAS í sjálfu Frakklandi. Hann var handtekinn fyrir skömmu. f bréfinu gefur Salan fjár- málastjóra OAS fvrirmæli um að greiða eina milljón nýfranka (ca. 8,8 milljónir ísl. kr.) til eftirmanns síns, Georges Bidault. Sv paða upphæð átt; að greiða til annars OAS-foringja, og auk þess átti að greiða um 100.000 franka til að kosta málsvörn Salans sjálfs. Þriðjudagur 26. júní 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5 '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.