Þjóðviljinn - 15.07.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.07.1962, Blaðsíða 3
„Ætlum ekki að bregða fœti fyrir að þessi náttúruauðœfi verði nýtt" Á ráðsteínunni. sem haldin var á Akure.vri um síðustu heigi, um virkjunarmál á Norður. og Austurlandi. og þá einkum virkjun Jökuilsár á Fjöllum og hugsan’.ega stór- iðju í framhaidi af virkjun- unum, var rætt nokkuð um kísilgúrvinnslu við Mývatn, en súk vinnsfa hefur þann kost að til hennar þarf til- tölulega litla raforku og jafnframt væri hægt að nýta jarðvarmann i Námaskarðj í sambandi við framleiðsiuna. í Alþýðublaðinu sl. mið- vikudag var á það bent. að bygging kísilgúrverksmiðju við Mývatn myndi hafa í för ■með sér. að þar risi upp 500 til 600 manna þorp i kringum verksmiðjuna. en búizt er við, að við hana muni starfa um 80 manns, ef af því verður að henni verði komið á fót. í sambandi við þessar um- ræður kom Þjóðviljanum til hugar, að hað væri fróðlegt að heyra álit Mývetninga á þessum ráðagerðum um bvgginigu kísilgúrverksmiðju þar í sveitinni. því að fáa mun það mál varða öllu meira heldur en einmitt þá. Sneri blaðið sér bvi til Pét- urs Jónssonar í Reynihlið nú fyrir he’gina og lagði fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann brást góðiúslega við að svara. en í landi Reykjahlíðar eða nágrenni yrði kisilgúrverksmiðjan væntanlega reist. — Hvernig lýzt ykkur Mý- vetningum á þá hugmynd, að við Mývatn verði reist kísil- g'Úrverksmiðj a? — Við höfum en«a afstöðu tekið til bessa máls ennþá, enda er það enn sem komið er aðeins á umræðustigi. Við erum hins vegar ekkert hræddir v:ð það og ætlum okkur ekki að bregða fæti fyrir það. að. þessi náttúru- auðæfi verði nýtt. — Yrði verksmíðjan ekki reist í Reykjahlíð eða þar í grennd? — í áætlunum, sem gerðar hafa verið. er gert ráð fyrir að verksmiðjurnar verði tvær. önnur niðri við vatnið, þar sem leirinn verður þurrk- aður. og yrði leiddur þangað jarðlhiti. en síðan yrðj unnið úr leirnum annars staðar. Nú í sumar er verið að byrja að leggja hingað raflínu frá Laxárvirkjuninni og er byrj- að að bora fyrir staurunum. Á bvi verki að vera lokið í haust. Hitt er svo annað mál, hvort þar verður hægt að fá næga orku fyrir kísilgúr- verksmiðju. um það er mér ekki kunnugt. — Ef verksmiðjan kemst á fót. skapast mikil vinna við hana og má búast við að kringum hana risi a.m.k. 500 til 600 manna þorp. í vatninu og hann þornað þar og fylgzt af áhuga með fréttum af ráðstefnunni. bæði í blöð- um og útvarpi. Að lokum segir Pétur okk- ur í almennum fréttum, að nú sé mikill ferðamanna- straumur í Mývatnssveit og fari útlendingum sífellt fjölgandi, sem þangað sækja. Eru hótelin i Mývatnssveit yfirfull af gestum, en þau gsta tekið á móti um 50 manns. Undanfarið hefur verið góð sprettutíð og er sláttur byrj- aður en nú stendur rúningur yfir o.g hefst slátturinn ekki af fullum krafti fyrr en hon- um lýkur. Kísilgúrleir við Mývatn. Leirnum hcfur verið dælt upp í vík sprungið. — (Ljósm. Þjóðv. A. KJ, — Já, þetta virðist vera farið að ‘hafa áhrif strax. Það eru ýmsir þegar farnir að byggja yfir sig hér, sjalfsagt í von um atvinnu i framtið- inni. í Vogum, sem er næsta jörð við Reykjaihlíð, er búið að reisa 8 íbúðarhús og ann- að eins hér í Reykjahlið. — Hefur aldrei verið reynt að vinna kísilgúr við Mý- vatn? — Nei. en það var reist hér brennisiíeinsverksmiðja 1939 en sú starfsemi fór út um þúfur. Svo köm Baldur Lín- dal á fót tilraunaverksmiðju 1956 ti’- þess að vinna brenni- stein úr gufunni úr borholun- um við Námaskarð og gekk sú vinnsla ágætlega. í vetur voru hins vegar teknar hér 160 tunnur af kisilgúr og var mest af því flutt út til Hol- lands til rannsókna, en Hol- lendingar 'hafa mikinn áhuga á kísilgúrvinnslu við Mývatn. — Áttuð þið Mývetningar einhvern fulltrúa á ráðstefn- unni á Akureyrí og hafið þið ekki mikinn áhuga á þessu máji? — Sýslunefndarmaðurinn okkar sat ráðstefnuna og það heíur talsvert verið rætt um þ'Stta manna á meðal en eng- ir fundir verið haldnir hér um málið. Menn hafa iíka Þjéðln krefst svars — Framhald af 1. síðu. lega. Sú ákvörðun á að koma fyrir fund forsætis- ráðherra EBE-landanna fyrir lok september, þ.e. áður en Alþingi íslands gefst kostur á að taka afstöðu til þess, hvort íaland skuli sækja um að- ild eða ekki. Alþingi á ekki að komast að nið- urstöðu í málinu, heldur er naumum þingmeiri- hluta stjórnarflokkanna ætlað að leggja blessun sína yfir ákvörðun stjórnarinnar. • Með þessu hefur ríkisstjórnin misboðið Al- þingi freklega, ekki sízt með tilliti til margend- urtekinna yfirlýsinga um, að engar ákvarðanir ýerði teknar í málinu, fyrr en Alþingi hafi mót- að afstöðu sína. • Þjóðin á heimtingu á því, að ríkisstjórnin geri hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli og lýsi ummæli Adenauers dauð og ómerk. Ella verð- ur litið svo. á, að allar yfirlýsingar hennar um að Alþingi skuli marka stefnuna gagnvart Efnahags- bandalaginu séu blekkingar einar til þess að breiða yfir makk ráðherranna erlendis. Likast til hefur Gylfa láðst að leggja nógu ríka áherzlu á það við Adenauer, að honum væri ekki ætlað að fleipra með þetta mál. • - Pjörupr umræiur á vís- índaráðstefnunni i H,!. f fyrradas: hélt vísiiudaráð- stefnan í Háskólanum áfram störfum og voru þá flutt sex erindi og spunnust allmiklar umræður út af þeim. Áskell Löve flutti inngangs- orð fyrir erindunum en síðan hófst flutningur þeirra. Trausti Einarsson prófessor talaði um jarðsögu íslands á tertiertímabil- inu' en það tímabil jarðsög- unnar stpð yfir fyrir nokkrum tugum mi’-Ijóna ára. Ræddi hann m.a. um bað, hvernig ísland hefði byggzt upp af eldgosum. Ennfremur ræddi hann um þá kenningu, að á þeSsu íimabili BRASILÍU 14/7 — Þjóðþingið í Brasiííu samiþykkti í gærkveldi hina nýju rikisstjórn da Rochas forsætisráðherra, og er þar með lokið stjórnarkreppunni i land- inu sem staðið he.fur í fvær vik- ur. 139 þingmenn greiddu atkvæði með stjórninni en 63 gegn henni. Tveir inenn hafa áður reynt að mynda st.iórn á iþessum tveim vikum, en báðum mis- tekizt. Annar féll í ónáð hjá þinginu en hinn hjá Goulart for- setá. ” hafi verið landbrú milli Evr- ópu og Ameríku um Færeyjar, ís'.and og Grænland, og hafnaði þeirr’í skoðun að svo hefði ver- ið, a.m.k. á síðari hluta tíma- bilsins. Urðu talsvert fjörugar umræður út af þessu erindi. Þá fluitti Martin Schwartzbach frá Köln yfirlitserindi um lofts- lag á ýmsum skeiðum jarðsög- unnar. Bandarískur vísindamað- ur talaði um hafsbqtninn í Atl- anzhafinu, Johannes Rasmussen frá Færeyjum flutti erindi um jarðfræðirannsóknir i Færeyj- um oig tveir Svíar hé’.du fyrir-. lestra um plöntugróður og sam- bandið mi’.li landanna við Atl- anzhaf. T. gær var ráðstefnunni haldið áfram og voru iþá á dagskrá 5 erindi og auk bess áttu að vera umræður um efni þeirra. í dag verður gert hlé á fundahöldum og fara þátttakendur í ráðstefn - unni í ferðalag að Gullfossi og' Geysi, en á morgun verður hald- ið áfram erindaflutningi og um- ræðum. Sovéfríkin telja sig hafa rélf á síðusfu tilraununum MOSKVA 13 7. — í tilkynn- ingu sem Tass-fréttastofan sendi út í dag segir að Sovétrikin hafi rétt til að verða síðust kjarn- orkuveldanna til að framkvæma tilraunir með kjarnavopn, þar sem Bandaríkin hafi hafið slík- ar tilraunir. ' ' Jafnframt er þvi haldið fram að vesturveldin, og þá fyrst og fremst Bandaríkin, hafi ekki ó- huga á því að hætta kjarn- orkutilraunum, og að þau hafi vísað á bug vísindalegum til- lögum um alþjóðlegt bann við þeim. 1 tilkynningunni segir meðal annars: Sovétríkin hafa ekki að- eins siðferðilegan og lagalegan rétt til að verða síðust til- að framkvæma kjarnorkutilraunir. Öskin um frið og öryggi rétt- lætir það einnig. Bandaríkin hófu ’slíkar tilraunir mörgum árum á undan Sovétríkjunum. Bret- land og Frakkland fullkomna einnig og reyna stöðugt nýjar gerðir kjarnavopna. Tilraunir Sovétríkjanna eru að- eins mótleikur við aðfarir vest- urveldanna, segir í tilkyijnjng- vnni. Sunnudagur 15. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.