Þjóðviljinn - 17.07.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.07.1962, Blaðsíða 5
Herrar í eigin landi Ekki oru nema nckkrar vikur síðan ódæðisverkamenn OAS réðu lögum og lofum í Oran, stærstu borginni í vestur- Blaðið „We’.t ain Sonntag,“ sem geíið er -út í Hamborg, birti eftirfarandi frétt 1. þ.m.: — í Waa'kirdhen í aðeins ktukkustundar biílerð frá Miinc. hen, er að finna einu hjörð ís- ienzkra smá.hesta, sem til er á meginiandi Evrópu. Eigendur hestanna efna til út- reiðar á hverjum degi, hvernig sem viðrar. Með þessum ágætu víðavangshestum er síðan ferð- azt um neðanverða Alpana í Bæiaralandi.- Þar er fólk laust við umferðanþvargið. leiðin ligg- ur um víðáttumikia .skóga, fjöU og vatnasvæði, þar sem hægt er að njóta veruiegrar hvíldar og endurnæringar. ■Smáhestarnir frá íslandj hafa sérstak’.ega verið aidir upp til j suí'kra ferða. Sérstakiega munu þeir falla bvrjendum í reið- mennsku vel, því þeir eru mjog öruggir og trúverðugir og verða hændir að öllum gestum. Eigendur íslandshestastöðvar- innar í Waakirchen hafa að vísu ekkert hótel til umráða, en áhugamenn um hestamennsku geta þó fengið gistingu í gisti- húsum og einkaherbergjum á staðnrum. Þar sem aðeins tak- markaður fjöldi orlofsgesta get- ur dvalið í Waakirc'hen í einu, er þar aldrei þröng á þing-i. í sérhverri útreiðarferð taka þátt ekki ff.eiri en fimm manns. Hins vegar má fara slíkar ferðir á hvaða árstíma sem er. Fólk get- ur einnig þeyst á he.stbaki á haustin og veturna, Smáhest- arnir hafa sérstak’.ega mikið yndi af þvií að brölta í snjó. bluta Alsír Nú gcgnir öðru máli, Serkir eru þar crðnir herrar í eigin landi, og á myndinni sjást bermenn úr þjóðfrelsisher þeirra rífa burt gadd avísgírðingu sem áður lokaði miðhluta borg- arinnar, þar sem serkneska hverfið var. í síðasta hefti bandaríska vikuritsins Time er frá því skýrt aö gizkað sé á að í Bandaríkjunum séu árlega framkvæmdar a.m.k. milljón fóstureyðingar (sumir gizka þó á allt að þremur milljónum), enda þótt banda- rísk lög heimili slíka aðgerð aðeins ef líf móöurinnar er á hættu. Blaðið segir að þrátt fyrir þennan fjölda fóstureyðinga í Bandaríkjunum (miðað við fólks- fjölda samsvara milljón fóstur- eyðingar þar þúsund fóstureyðing- um á Islandi) færist það í vöxt, að bandarískar konur leiti til annarra landa til að fá eytt lóstrum sínum. Þannig sé gizkað á að á hverju ári komi þúsund konur frá Bandaríkjunum til Japans til að fá eytt fóstrum sínum, enda þótt fiugfarið fram og til baka kosti um 30.000 kr. Sjálf aðgerðin kostar í Japan að- eins um 600 krónur. Færist stöðugt í vöxt Fjöldi fóstureyðinga vex stöð- ugt í Bandaríkjunum, enda þótt ekkert sé slakað á ströngum á- kvæðum laganna, en þau eru mun strangari en í flestum öðr- wjm löndum. Það er þannig ólög- legt í Bandaríkjunum að eyða fóstri úr konu sem gengur með ó- fæknandi sjúkdóm, ef ókki verða færðar líkur fyrir því að fæðing barnsins kunni að kosta hana í Önundarfirði ísafirði, 16/ 7. — Á laugar- daginn laust fyrir fel. 10 ók bif- leið'in R—1937 út af veginum í Önundarfirði stutt fyrir utan bæinn Kot. í bifreiðinní var Gunnar Biering læknir og kona ihans, hjú'krunarkona og 3 börn. Gunnar, hjúkrunarkonan og 11 ára telpa meiddust öil og vo.ru flutt í sjúkrahúsið á ísafirði, iþar sem gert var að meiðslum Iþeirra. Fór Gunnar strax af sjúkralhúsinu aftur en hjúkrun- •arikonan og telpan eru þar enn. Meiðsli þeirra eru þó ekki talin alvarieg. lífið. Það er heldur ekki leyfi- legt í Bandaríkjunum að eyða fóstri þó að miklar líkur séu á að barnið fæðist vanskapað af völdum sjúkdóms sem móðirin hefur fengið á meðgöngutíman- um. Og það er iíka bannað að eyða fóstri sem á upphaf sitt að þakka nauðgun eða öðrum kynferðisglæp. Aðallega giftar konur Enda þótt margar þeirra kvenna sem láta eyða fóstrum sínum séu ungar ógiftar stúlkur, eru. þó giftar konur í meirihluta. Þær grípa til þessa óyndisúrræðis af ýmsum ástæðum, því getur ráðið slæm afkoma heimilisins, slæm húsakynni eða mikil ómegð. 5.000 látast á hvcrju ári Margar konur leita til geð- lækna ti.l að fá yfirlýsingu um að andlegri heilsu þeirra stafi hætta af því að fæða börn sín og fá þannig heimild til fóstur- eyðingar að lögum. Aðrar leita til lækna sem fást við þessar að- gerðir gegn okurborgun, frá 20. 000 upp í 100.000 krónur. Enn aörar ieita til skottulækna sem að vísu er.u hóflegri í kröfum sínum, en kunna hins vegar ekki til verks. Og áætlað er að um 5.000 konur deyi áriega í Banda- ríkjunum af völdum aðgerða slíkra skottulækna. Andstaða gegn lagabreytingu Nær öll kirkjufélög í Banda- ríkjunum eru andvíg því að heimild laga til fóstureyðingar sé : vikkuð og er kaþólska kiikjan ! þar fremst í flokki. Bandaríska lagastofnu.nin (American Law j Institute) sem í áratug hefur unnið að samningu nýrra hegn- ' ingarlaga sem yrðu fyrirmynd fyrir refsilöggjöf hvers einstaks fylliis hefur lagt til að lagaheim- ild til fóstureyðingar yrði r-ýmk- uð mjög til samræmis við það sem nú tíðkast í flestum menn- ingarlöndum, þ.e. að fóstureyðing sé heimil, ef líf eða heilsa móð- urinnar sé í hættu, ef hætta sé á þvi að barnið fæðist vanskap- að á sálu eða líkama eða ef konan hefur þungazt af völdu.m nauðgunar eða blóðskammar. Harla litlar líkur eru taldar á að slík lagabreyting nái fram að ganga. LONDON 13/7 — Kolanáma- stjórn brezka ríkisins hefur á- k.veðið að fram fil ársins 1966 skuli hætt starfrækslu 27 kola- náma í Skotlamdi. Þar með munu um 20.000 kolanámumenn missa atvinnu sína. Verkaiýðs- samband kolanámamanna í Skotlandi hefur harðlega mót- mælt þessari ákvörðun. Verka'lýðssambandið hefur til- kynnt að það muni gera sínar ráðstafanir til að sýna fram á hiversu alvarlegar afleiðingar loikun kolanámanna muni hafa fyrir verkamenn. Fréttir frá Skotlandi herma, að þar sé mik- iill óhugur í almenningi vegna þessa éætlaða samdráttar í at- vinnulifinu. • Allmikill halli hefur verið á rekstri ríkiskolanám.anna undan- farið, og stafar ihann einkum af háum sköttum og af minnkandi kolaneyzilu. Hallinn á síðasta ári mun hafa numið 15 miiljón- uim sterllngspunda, en hafði þá minnkað um 6 milljón pund frá því árið áður. Þingmenn friá Skotlandi í brezka þinginu ha.fa bent á, að gera megi koianámurnar miklu arðvænlegri með því að beita nýrri tækni og vélaútbúnaði við kolavinnsluna, en mikið hefur verið vanrækt í þeim efnum á Bretlandi. §t- tryggingar SASKATOON, Saskatchewan— Allir starfandi læknar í fylkinu Saskatchewan í Kandada hafa verið i verkfalli síðan 1. júlí í mótmælaskyni viö lög sem þá gengu í gildi um almennar sjúkratryggingar. Mikil vandræði hafa hlotizt af verkíall.i. læknanna og nokkr- ir menn hafa þegar látið lífið vegna þess að þeir fengu ekki læknis'hjálp í tæka tíð. Tæplega þriðjungur læknanna, eða um 240, hafði þó gefið sig fram til að gegna læknisstörfum á 34 spítölum, ef mikið væri húfi, en loka hefur örðið 79 öðrum sjúkrahúsum í fylkinu og nær öllum læknisstofum hefur verið lokað. Tannlæknar fylkisins, 182 talsins, hafa þó fallizt á að vinna áfram, en taka ekki á móti sjúkl- ingum sem læknar heíðu orðið að skoða áður en aðgerð færi fram. Fimra látizt vegna lækna- skortsins Fyrsta íórnarlamb verkfallsins var níu mánaða gamalt svein- barn. Faðir hans, atvinnulaus verkamaður að nafni Pete Der- housoff, býr í sveitaþorpinu Us'h- erville, en þar er enginn læknir búsettur. Skemmst var til læknis í Preeceville, í um 30 km fjar- lægð. Þangað hringdi Derhousofí þegar sonur hans veiktist skyndi- lega, fókk ofsahita og útbrot um allan líkamann. En honum var sagt að enginn læknanna væri viðS'taddur. Honum var bent á að fara með drenginn til Yorkton þar sem væri læknavörður á sjúkrahúsinu, en áður en hann kæmist alla leiðina, um 140 km, var sonur hans látinn. Fyrstu viku verkfallsins var talið að fjórir aðrir sjúklingar hefðu látizt vegna þess að þeir komust ekki til læknis í tæka tíð. „Ég stóð við símann í hálfa klukkustund til að reyna að ná í lækni eða sjúkrabíl", sagði maður að nafni Walter Eftcda, en 62 ára gamall faðir 'hans lá fyrir dauðanium. ,,Ég endurtók í sífellu ,Faðir minn er að deyja', en enginn sinnti mér“. Óttast tekjumissi Hinn írjálslyndi Cooperative Commenwealt'h Federation flokk- ur fer með völd í Saskatchewan og samþykkti lögin um sjúkra- tryggingar á fylkisþinginu í vet- ur. Lögin gera ráð fyrir skyldu- tryggingu allra fuliorðinna manna með svipuðum skilmálum og nú gilda í frjálsum sjúkratrygging- um í fylkinu. Gert er ráð fyrir að tryggingarnar greiði 85 prós- ent af sjúkrakostnaði. Forsætis- ráðherra fylkisins, Lloyd, segir að eina ástæðan fyrir andstöðu lælcnanna sé sú að þeir óttist ao tryggingarnar muni hafa tekju- missi í för með sér, en meðal- tekjur þeirra nú eru áætlaðat’ 15J)00 dollarar, eða um 600.000 krónur á ári. Fylkisstjórnin hefur boðizt tif ' að breyta lögunum þannig að \ læknar fái eftir sem áður aö : hafa einkasjúkiinga, ef þeir hverfi aftur til vinnu sinnar, en. því boði hafa læknar hafnað. Margir þeirra, eða a.m.k. 60, hafa þegar gefizt upp í baráttunm gegn lögunum og fiutzt búferlum úr fylkinu, ýmist til annarra staða í Kanada eða til Bandá- ríkjanna, en þar hefur lækna- deilan í Saskatchewan va’kið- sérstaka athygli, vegna þess að hún er fyrirboði þess sem verða myndi í Bandaríkjunum, e£ frumvarp stjórnar Kennedys um almermar sjúkratryggingar skyldi verða að lögum. Þriðjudagur 17. júlí 1962 ÞJÓÐVILJINN — (J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.