Þjóðviljinn - 12.08.1962, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.08.1962, Síða 6
þlÓÐVILJINN Utgefandi Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (á_b.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Skrif um verkalýðsmál ^iþýðublaðið er nú tekið að herða skrif sín um hina ágætu verkalýðsmálastefnu Alþýðuflokksins, og er líkast þv:í að einhver óljós uggiur hafi gripið um sig meðal krataforingjanna. Ekki er þó með öllu víst að þessi skrif blaðsins nægi til þess að sannfæra al- menning um ágæti þeirrar stefnu, sem flokíkurinn hefur fylgt til þessa. Það hafa fleiri en krataforingj- arnir „skrifað“ um þessa stefnu undanfarið og er m.a. skýrt frá því á öðrum stað í Þjóðviljanum í dag, að áhafnir 50 síldveiðibáta hafi séð sérstaka ástæðu til þess að láta álit sitt í ljós. JJvað skyldu nú þessir menn hafa að segja um stefnu Alþýðufloklksins og ríkisstjórnarinnar gagnvart vinnandi stéttum? Það vill reyndar svo til, að þeir hafa beint orðum sínum sérstaklega til sjálfs for- manns Alþýðuflokksins, Emils Jónssonar, sjávarút- vegsmálaráðherra. Við skulum líta á orðsendingu frá skipverjum á vs. Akraborg EA 50. Þeir sendu formanni Alþýðuflokksins eftirfarandi skeyti: „Herra sjávarút- vegsmálaráöherra, sjávarútvegsmálaráðuneytinu, Reykjavík. Þar sem þér hafið notað vald yðar og þar með stuðlað að stórkostlegri kjararýrnun sjómanna á síldveiðibátum á yfirstandandi vertíð, fyrst með bráða- birgðalögum og síðan gerðardómi, þá mótmælum við harðlega niðurstöðum gerðardómsins og aðgerðum þess- um í heild“. Qrðsending sem þessi er raunar engin nýlunda, því að allt frá því er „viðreisnarstjórnin“ settist í valdastólana hefur rignt yfir hana svipuðum mótmæl- um almennings. En eftir því sem liðið hefur á kjör- tímabil þingmanna hefur farið að draga af köppun- um. Alþýðuflokksforingjarnir sjá, að senn dregur að skuldadögum og þeir óttast þann dóm, sem þeir hafa kallað yfir sig með núverandi stjórnarstefnu. En það mun lítt duga Alþýðuflokknum til að stöðva fylgis- hrunið, þótt Alþýðublaðið rembist eins og rjúpan við staurinn að skrifa um verkalýðsmál. Það eru ekki orðin, sem skipta máli, heldur gerðir foringja Alþýðu- flokksins. Eftir þeim mun Alþýðuflokkurinn upp skera. Ánægður aSstoðarritstj óri ^ðstoðarritstjóri Alþýðublaðsins hefur verið mjög at- *■ hafnasamur í skrifum blaðs síns um verkalýðsmálin undanfarið. I gær treður hann enn fram á ritvöllinn og kemst m.a. að þeirri niðurstöðu í ritsmíð sinni, að kjarabarátta veúkalýðsins s.l. tvö ár hafi verið „póli- tísk verkföll, sem kommúnistar hafa efnt til“. Og síðan segir aðstoðarritstjórinn sigri hrósandi: „Kauvmáttur- inn hefur ekkert aukizt við verkföllin". Það er ekki furða þótt aðstoðarritstjórinn sé kampakátur yfir því, að kaupmáttur launanna hafi ekki aulkizt í tíð nú- verandi stjórnarvalda. Þetta er sú.stefna, sem öll „við- reisnin“ er byggð á og ríkisstjórnin hefur miðað allar sínar aðgerðir við með þeim árangri að kaupmáttur launanna hefur lœkkað um,33% gagnvart algengustu neyzluvörum álmennings frá því í tíð „Emilsstjórnar- innar“ fram á þennan dag. Kjarabarátta vinnandi stétta verður að sjálfsögðu erfið undir þannig stjórn- arvöldum. Þess vegna verður almenningur að veita stjórnarflokkunum duglega ráðningu í næstu kosn- ingum. — b. Tónskóli Siglufjarðar — Hvað hefur Tónskóli Siglu- fjarðar starfað lengi óg hverj- ir standa að baki honum? — Tónskóli Siglufjarðar hef- ur nú starfað í 4 ár — segir Sigursveinn. — Hann var stofn- aður 1958. Þeir sém stóðu að istafnun hans utan einstakiinga eru verka’.ýðsfé'lögin á Sigiufirði, Lúðrasveit Sigjufjarðar og Söngfélag Siglufjarðar. Þessi fé- lagasamtök kjósa skólaráð. — Hvað margir eru í skóla- 'fáði og hverjir eru þar nú? — I skólaráði eru 5 menn: Öskar Garibaldason, formaður, Benedikt Sigu.rðsson, Sigur- björg Hólm, Hafliði Guðmunds- son cg Kristján Sigtryggsson. — Hvað voru margir nem- endur í skólanum í vetur? — I íramhaldsdeild voru 54 nemendur og skiptust þannig milli námsgreina: 11 á fiðlu, 1 á celló, 7 á píanó, 6 á harmon- ium, 2 í hljómfræði, 1 á flautu, 3 á klarinettu, ö á trompet, 1 á horn, 2 á básúnu, 1 á tenór- Minningartónleikar Sigluf jarðarklrkju á sonar tónskálds, 30. eins og undanfarin ár. Um það bil helmingur barnanna lék í blokkflautusveit á ársskemmtun barnaskólans og líka á tónleik- um Lúðrasveitar Siglufjarðar á sumardaginn fyrsta. Auk þess héldum við nemendatónleika í Nýja bíó á S;glufirði 21. apríl. — Hvað starfaði skólinn iengi? — iHann starfaði í 7 mánuði, prófum var lokið 24. apríl og skólanum slitið fáum dögum síðar,. nnkkrum dögum fyrr en venjulega sökum.þess að hefja þurfti undirbúning að nám- skelði, sem halda átti í Ólafs- firði á vegum skólans. — Hvaða kennaralið starfaði við Tón"kólann í vetur? — Ásdís Ríkharðsdóttir, sem kenndi á píanó og harmoníum, Genhard Söhmidt, er kenndi á blásturshljóðfæri, auk þess kenndi ég á strokhljóðfæri, nótnaiestur og blokkf.lautulei.k i undiribúningsideild. Prófdcimari á vorprófinu var dr. Hallgrímur Helgason. Söngfélags Siglufjarðar haldnir í 100 ára afmæli Bjarna Þorsteins- apríl 1961. T ónlistarnámskeið í Ölafsfirði — Og námskeiðið í Ólaísfirði, hvernig tókst það? — Það stóð yfir í einn mán- uð og ég held, að mér sé óhætt að segja, að það hafi tekizt vel. Þátttakendu.r vor.u alls 103, þar af 18 á iúðra. Kennslustundir í hópkennslunni á blokkflautu og í nótnslestri, voru frá 22— 28 'cg námsárangur og á- hugi fannst mér mjög góður. Þann 26. maí voru 1 huldnir nemendatónleikar í Tjarnarborg með þátttöku allra nemenda, léku. þeir i blokkflautukór nokkur leg og sungu bæði í kór, án undirieiks og méð lúðrasveitinni, sem mynduð var með nemendu.m námskeiðsins. .Nokkrir nemendur lékú einleik á blástufshlióðfæri. ,sín og lúðraiveitin lék 7 lög sem heild. — Hvernig var þfefesari ný- bréytni' ykkar í tórtíbstármálum tekið í ÓÍafsfirði?.. cjj' horn, 1 á fagott, 2 á túbuy 1 á trommu, 6 á harmoníku. I und- irbúningsdeild voru 52 börn 9 ára. Var þeim kennt að lesa nótur og leika á blokkfiautu, Ekó'.inn hef'ur n'otið styrks fná • Sig’.ufiarðarkaupstað, riilkihu og venkalýðrisamtcikunuim svo og fjö’dá einistaik’.ingá á Sigiufirði. Vil ég í naifni skólans þaklka- þessum aðilum. stiuðninginn. ' — Okku.r ’var- ágætlaga tekið og ég -vil • nota tækifærið' til þess að þakka Ólafsfjarðar- kaupstað- og Lúðrasveit Ólafs- • Jjarðar fýrir • myndarlega styrki til - skóláhaldsins, ennfremur N.l, ^ I. I ■ .1 „|| I. 1^1.1 Sigursveinn D Kristinsson, tónskáld og skólastjóri Tónskóla Siglufjarðar er nýkominn til Reykjavíkur og mun dveljast hér um mánaðartíma, unz hann fer aftur norður til Siglufjarðar til þess að halda áfram starfi sínu við Tónskólann. Fréttamaður blaðsins skauzt einn morgun í fyrri viku til Sigursyeins til þess að spjalla um störf hans að tónlistarmálum Siglfirðinga og ann- ai’ra. 0) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.