Þjóðviljinn - 16.08.1962, Qupperneq 12
C!
Hver mófmœEir
í dag berum við saman há-
setahlut á Víði II GK eins og
ihann var fyrir útlhaldið frá
25/6-—28/7 eftir úrskurð gerð-
ardómsins samkvæmt út-
reikningum LÍÚ og eins og
Ihásetahluturinn hefði verið
eftir gömlu samningunum
frá 1959. Með úrsikurði gerð-
II. GK — samkvæmt úrskurði Igerðardómsins er rænt
1.681, 92 af hlut hvcirs háseta fyrir úthaldið )25/6—28/7.
ardómsins er rænt krónum
18.681,92 af hlut ihvers há-
seta aðeins þetta tímabil og
'stungið í vasa útgerðar-
mannsins. Sé gert ráð fyrir
11 Iháseta'hlutum á Viði nem-
ur þessi upphæð alls kr.
205.501,12.
Samanburðurinn lítur þann-
ig út;
Nafn skips Úthald Aflaverðm. í kr. Hásetahl. m. orl. samkv. úrsk. gerðard. kr. Hásetahl. m. orl. samkv. samn. f. 1959 kr. Mismunur (rænt af hv. háseta samkv. gerðard.)
Víðir II GK 25/6—28/7 2.530.240,00 84.109,23 102.791,15 18.681,92
Eigandi Víðis II heimtaði
gerðardóm á sjómenn í við-
tali við Vísi^ áður en síldar-
vertíðin hófst. Og Emil Jóns-
son varð við þeirri kröfu.
Það er lí'kast til i samræmi
við 'þetta, sem Visir segir i
leiðara sínum s.I. þriðjudag:
..Hugarfar sérihagsmuna-
mannsins, mannsins, sem lít-
ur aðeins á eigin pyngju, í
blóra við hagsmuni þjóðar-
innar, er orðið úrelt og á sér
vonandi aldrei aftur kvæmt‘“
;—• Hlutur útgerðarmannsins
af aflaverðmæti Víðis II mun
nema nær hálfri annarri
milljón króna. En vitanlega
'hefði hann læk'kað um rúm-
lega 200 þús. kr., ef sjávar-
útvegsmálaráðherra hefði
ekki hjálpað upp á sakirn- 1
ar, og sett gerðardóm til
þess að rýra hlut háseta.
þfÓÐVIBJINH
Fimmtudagur 15. ágúst 1962 — 27. árgangur — 182. tölublað.
Gerð greín fyrir
síldarstofnunum
Útlendur viðreisnarsér-
frœðingur kominn hingað
Undanfarna daga hef-
ur dvalizt hér í boði við-
skiptamálaráðuneytisins
H. K. von Mangoldt,
varaforseti Fram-
kvæmdabanka Evrópu
(European Investment
Bank).
H. K. von Mangaldt er Þjóð-
verji og var hann formaður
fyrstu sendinefndar Vestur-
Þýzkalands hjá Efnahagssam-
vinnustofnun Evrópu (OEEC) og
var um skeið forseti Greiðslu-
bandalags Evrópu (EPU), en er
nú varaforseti Framkvæmda-
banka Evrópu sem fyrr segir, og
á sæti í stjórn Alþjóðabankans
í Washington.
Blaðamönnum gafst kostur á
að ræða við Mangoldt í gær. Lét
hann í ljós ánægju með heim-
&óknina hingað, en hann kvaðst
•í fyrrinótt handtók lögreglan
ölvaðan mann, sem hafði brot-
ið rúðu í fornbókaverzluninni á
Frakkastig 16 og hnupplaði
nokkrum bókum þar úr glugg-
anum. Varð maður, sem þarna
var nærstaddur, var við ferðir
þjófsins og gerði lögreglunni að-
yart.
áður hafa haft kynni af málefn-f>
um íslands gegnum starf sitt.
Hefði hann átt viðræður við ís-
lenzka ráðamenn og sérfræðinga
á sviði efnahagsmála, en eins
og kunnugt er voru efnahags-
ráðstafanir núverandi ríkisstjórn-
ar, „viðreisnin", undirbúin í sam-
ráði við Framkvæmdabanka Ev-
rópu, sem veitti ríkisstjórninni
lán í þessu skyni ásamt Alþjóða-
bankanum í Washington.
Von Mangoldt kvaðst hafa
fylgzt með árangri „viðreisnar-
innar“ og væri hann eftir atvik-
um ánægður með þróun íslenzkra
efnahagsmála s.l. tvö ár!
Aðspurður kvaðst hann per-
sónulega á þeirri skoðun að rétt
væri að halda áfram á sömu
braut.
Þá var von Mangoldt spurður,
hvert væri álit hans á því, hvort
smáþjóðum stafaði hætta af
frjálsum hreyfingu.m fjármagns
og vinnuafls milli landa eins og
gert er ráð fyrir í. Rómarsátt-
máianum. Þessari sPurningu vék
hann sér undan að svara beint,
en fór nokkrum almennum orð-
um u.m hag af fjáríestingu til
framkvæmda yfirleitt.
Að lokum kvaðst von Mang-
oldt vilja þakka íslenzku rikis-
stjórninni sérstaklega fyrir þaö
tækifæri, sem hann hefði fengð
til að kynnast landi og þjóð.
NIÐARÓSI 15/8 — Sjávarút-
vegsmálaráðherra Noregs, Nlls
Lysö, setti í dag fiskiráðstefnu
Norðurlanda í Niðarósi, en
formaður bæjarstjórnarinnar,
náttúrufræðingurinn prófessor
Olav Gjörevoll, bauð þátttak-
cndur velkomna. Siðan flutti
fiskifræðingurinn Finn Devold
erindi um síldarstofna og síld-
vciði við Norðurlönd.
Að loknu yfirliti um síld-
veiðarnar síðustu fimmtíu
árin, lýsti Devold því hvernig
síldarmið Norðmanna hefðu
færzt norður á bóginn á síð-
ustu árum, en vildi ekkert
um það spá hvort sú þróun
myndi halda áfram. Hann gaf
þá skýringu á því fyrirbæri
að gotstöðvar síldarinnar
hefðu flutzt frá Skagerak
norður á bóginn og væru nú
út af Norður-Mæri og Syðri-
Þrændalögu.m, að síldargöng-
urnar kæmu stöðugt síðar
upp að landi og rækjust á
svo kaldan sjó á leiðinni suð-
ureftir, að þær yrðu að hætta
ferð sinni og leita nýrra got-
stöðva norðar en áður. Þegar
síldin hafði fundið sér nýjar
gotstöðvar ,hvarf hún af -mið-
unum fyrir sunnan og kom
aftur á hinar nýju slóðir og
þegar iþar varð of kalt, varð
hún að færa sig enn norðar
og nú er hún sem sagt út
af Norður-Mæri og Syðri-
Þrændalögum, en þar er sjór-
inn við strendun Noregs hlýj-
astur á þeim tíma árs þegar
síldin kemur upp að landi
Jafnframt því sem miðin
hafa þannig flutzt til, hefur
gengið ískyggilega á síldar-
stofninn, og 1962 var- hann
aðeins fjórðungur þess sem
hann var 1956. Þetta stafar
af því að lítið hefur bætzt
við og síðan 1950 hefur ekki
komið neinn góður árgangur
vetrarsíldar.
Úr þessu virðist vera að
rakna núna. Árgangurinn 1959
var góður og árgangurinn 1960
var heldur ekki slæmur, en
sá 1961 virðist lakari. Tveir
góðir árgangar gefa þó vonir
um að ekki muni ganga meira
á stofninn á næstunni .
Mörg mál verða tekin fyrir
á ráðstefnunni. í dag var
þannig rætt ma.a. um mennt-
un fiskimanna og var Islend-
ingur þar meðal frummæl-
enda. Rætt verður um nýt-
ingu síldarinnar nú og í fram-
tíðmni, fiskumbúðir, stjórn
fisjídreifingarinnar á Norður-
löndum og verkefni fyrir
norræna samvinnu á sviði
fiskimála.
1 setningarræðu sinni hafði
Lysö ráðherra lagt áherzlu
á samvinnu Norðurlanda í
þessum málum, enda hafa þau
öll mikilla hag-smuna að gæta.
varðandi fiskveiðar. Enn víð-
tækari samvinna fleiri þjóða
væri líka nauðsynleg, enda
fiskveiðar alþjóðlegar í eðli
sfnu, og óhugsandi væri að
ákveðin væri einhver sam-
eiginleg stefna Evrópuþjóða í
Framhald á 10. síðu.
í NESKAUP-i
STAÐ
Þcssi mynd var tckin aust- (
i ur á Norðíirði, í skemmtigarð-
i inum í Neskaupstað. Hún er '
1 birt til þess að vekja athygli
iesenda á greinaflokki Jóns,
i Bjarnasonar frá þessum i
» stærsta bæ á Austurlandi, en *
1 ein greinin birtist á 4. síðu \
blaðsins í dag.
— (Ljósm. Þjóðv. A.K.).