Þjóðviljinn - 23.08.1962, Side 5

Þjóðviljinn - 23.08.1962, Side 5
Thandomid Hefur verið selt undir 49 nöfnum Þúsundir barna hafa fæðzt á undanförnum mánuðum og enn fleiri munu fæðast á þeim næstu vansköpuð vegna þess að mæður þeirra neyttu svefnlyfsins thalidomids á meðgöngutímanum (í Vestur-Þýzkalandi einu er fjöldi þessara vansköp- uðu barna talinn munu verða allt að 6.000). Þetta hefur opnað augu manna fyrir nauðsyn strang- ara eftirlits með nýjum lyfjum, ekki sízt þeim, sem eins og thalidomid geta ekki talzt lífsnauð- synleg. Á -vesturlöndum. eru lyf fram- leidd í gróðaskyni og munu fáar iðngreinar skila jafn gífurlegum gróða og einmitt lyfjaframleiðsla, éins 'og glöggt kom á daginn í rannsókn bandarískrar þing- nefndar, sem Kefauver öldunga- Öeildarþingmaður var formaður íyrir, á stárfsemi lyfjáhringánna í Bandaríkjunum. í hvert sinn sem nýtt lyf er uppgötvað, keppast lyfjaframleið- endur um af fá framleiðsluleyfi og selja síðan lyfið undir sínu eigin vörumerki. Jafnvel læknar geta átt erfitt með að átta sig vanskapað STOKKHÓLMI 20/8 — Banda- ríska frúin Sherri Finkbine lá á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi um helgina og hvíldi sig eftir fóstureyðingu, sem fram- kvænul var á henni s.l. laugar- dag. Frúin hafði fcngið leyfi sænskra yfirval’.da til fóstureyð- ingarinnar vegna þess að hún hafði neytt tlialidomids á með- göngúiímanum, og óttaðist að barnið yröi vanskapað. Áður höfðu bandarísk yfirvöld ncitað beiðni Finkbine-'ijónanna. sjúklingar þeirra, og er gott dæmi þessa að lyf sem inni- héldu thalidomid hafa verið seld undir 49 mismunandi nöfnum. Listi yfir þessi nöfn er birtur í síðasta hefti bandaríska viku- blaðsins LIFE og er hann endur- prentaður hér, m.a. vegna þess að hugsanlegt er að íslenzkar konur hafi fengið eitthvert þess- ara lyfja t.d. á ferðum erlendis, en hafi ekki gert sér grein fyrir, hvað þau hafa að geyma. Listinn fer hér á eítir: Algosediv Noxodyn Asmadion Poly-giron Asmaval P: I ygripan Bonbrrin Predni-sediv Calmore Prcfarmil Contergan Psycholiquid Coronarobeltin Psychotablets Distaval Quetimid Ectiluran Quietoplex Enterosediv Sanadormin Gastrinide Sedalis Glutanon Sedimide Grippex Sedin Imidan Sediserpil Imidene Sedoval K17 Imidene Scftenil Ipnotico Softenon Isomin Talimol Kevadon Tensival Lulamin Thalin Neo Nibrol Thalinette Neosydyn Theophilcholíne Neurosedyn Ulcerfen Nevrodyn Valgis Noctosediv Vaf’graine Líka vansköpun 6 ínnýflunum? CHESTERFIELD, Englandi — Líkskurður sem gerður var á 5 mánaða gömlu barni sem fæðzt hafði hand- cg fóltleggjalaust vegna þcss að móðir þess hafði neytt svefnlyfsins thalidomids á mcðgöngutímanum lciddi í ljós, að innyfli barnsins voru einnig vansköpuð. Líkskurðurinn sýndi að vélinda og barki Wilfreds litla Show voru tengd saman, svo að nær- ing sú sem hann fékk fór niður í lungun. Þá kom einnig í ljós vansköpun á maga hans, þörm- um og öðru nýranu. Þetta bendir eindregið til þess að thalidomids valdi ekki einung- is, eins og áður var talið, van- sköpun útlima barna sem fæðast af mæðru.m sem neytt hafa lyfs- ins, heldur vanskapi það einn- ig innyflin. Börn, sem fæðzt hafa af siíkum mæðrum og virðast rétt sköpuð kunna því að vera með hætluleg innanmein sem dregið geta þau til dauða á skömmum tíma. Menn myndi þá oftast ekki gruna að hið ill- ræmda lyf væri dánarorsökin, heldur leita skýringanna annars staðar og engin krufning færi fram, sem myndi leiða hið sanna í ljós. Sú spurning vaknar hve mörg börn kunni að hafa fæðzt cg lát- i.zt af völdum lyfsins, án þess að nokkur hafi kennt því um. Það stóð nokkuð sérstaklega á því að lík Wilfreds litla var kruf- ið. Hann hafði fæðzt hand- og fótleggjalaus og það hafði verið mikið áfall fyrir 18 ára gamla móður hans, sem ekki hafði farið dult með að betra væri að hann hefði aldrei fæðzt. Lögreglan taldi því ekki útilokað að hún hefði stytt drengnum aldur og það því fremur sem allt benti til þess að köfnun væri dánarorsök- in. En krufningin leiddi hið sanna í ljós. Örkumlsmenn mótmæla Menn úr París og grennd sem hlotið hafa örkuml meðan þeir börðust í franska herhum söfnuðust saman fyrir skömmu í borginni til að mótmæia því að þeir hafa verið sviptir vísitöluuppbót á örorkustyrik sinn. Fóru þeir um borgina á hjólastólum sínum og er myndin tekin þegar þeir fóru I i 1 um Óperutorgið. NOKKUR Einn gamansamasti maður sem nú skrifar í bandarísk blöð heitir Art Buchwald. Hann er háðfugl, en að baki orða hans leynist ævinlega nokkur alvara. Þjóðviljinn tekur sér það bessaleyfi að birta grein, sem hann skrifaði vegna síðustu geimfluga Rússa. Vonandi gæti hún orðið sumum íslenzkum blaðamönnum til nokkurrar uppörvunar og liughreystingar. Það var í sjálfu sér nógu djöfullegt að Rússar skyldu senda mann út í geiminn. En það er alveg óþolandi að þeir skyldu senda tvo. Þegar svo 'er komið þarf 'hinn vestræni heimur á nokk- urri hu.ghreystingu að halda. Hér fara á eftir nokkur hugg- unarorð sem gætu kannski sætt menn við geimafrek Sov- étríkjanna: Þið getið valið milli þessara: — Þetta hefur alls ekki tek- izt hjá 'þeim. Við höfum að minnsta kosti enga áreiðan- lega vitneskju um að svo sé. Eina sönnunin sem við höfum er að þeir gorta af því. — Þeir gera geimtilraunir sínar á laun. Við gerum okk- ar frammi fyrir öllum heim- inum. — Við gætum gert eins vel, ef við hefðum líka þræla. — Það skiptir engu máli hver á öflugri eldflaugarnar. Það sem máli skiptir, er hvað er inni í þeim. — Þeir gera geimtilraunir sínar í hernáðarskyni; okkar. eru gerðar í þágu friðarins. — Eisenhower hefur sagt að við ættum ekki að vera að grufla út í það hver yrði fyrstur til tunglsins. Okkar ,híða mikilvægari störf. Hvers vegna (þá 'að sóiunda pening- tun okkar? — Já auðvitað er talað um afrek þeirra. En um mistökin? — Þeim stendur alveg á sama hve marga þeir drepa á þessu! — Rússarnir stæðu uppi berskjaldaðir, ef ekki hefði verið fyrir þýzku vísinda- mennina sem þeir rændu. — Okkur hefði tekizt þetta fyrir löngu ef ekki hefði ver- ið vegna: a) Demókrata; b) Repúblikana. (Vel’jið þann flokk sem þið eruð á móti). — Rússar gera áróðursbragð eins og þetta svo að almenn- ingur þar í landi gleymi hvað kjötið kostar. — Þeir geta að vísu látið geimfara sína fljúga lenguren vi.ð okkar, en þeir fundu ekki upp Telstar. — Ef þeir hefðu þing eins og okkar, þá væru þeir ekki 1 komnir svo langt á undan okkur. | — Ég er þeirrar skoðunar að leggja beri megináherzlu á rannsóknir í læknavísindum. — En þegar öilu er á botn- inn hvolft, þá höfum við sjón- varp í litum. — Við vissum alltaf að þeir mundu gera þetta. Það kom engum á óvart. — Ég mundi ekki vilja skipta á geimförum. eins og Glenn- og Popovitsj, — En jafnvel þótt þeir verði á undan til tunglsins, þá erúm við samt á undan þeim í smíði langdrægra flugskeyta og Polaris-kafbáta. — En eitt verður maður að viðurkenna: Þeir leggja sig alla fram cg horfa ekki í neitt sem gæti orðið þeim til fram- dráttar í áróðursstríðinu. — En fyrst þeir eru svona hreyknir af afrekum sínum, hvernig stendur þá á því að þeir skuli ekki segja allt um þau? Hvers vegna allt þetta leynimakk? — Þeir hafa kannski sterk- ustu eidflaugarnar, en það er- u.m við sem höfum heilana. — Æ, ég vildi að maður heyrði talað um eitthvað ann- að en þennan geim, geim, geim . . . fari þessi geimur þeirra fjandans til! Tólf legkrabbameinstilfelll komu i l|ó$ ¥ÍS fgöldaskoðun á konum í Kaupmannahöfn KAUPMANNAHÖFN — Undan- farid hefur farid fram ieit að legkrabbamcini í öllum konum á aldrinum 30—45 ára á Frið- riksbergi í Kaupmannaböfn og hafa þegar fundizt tólf tilfelli af sjúkdómnum á frumstigi og má telja víst að konurnar muni allar fá fullan bata. Fengizt liafa frumuprufur úr 1400 konum og hafa verið skoð- aðar 1100 þeirra og fundust þá krabbameinsfrumur í tólf af prufunum, en það er sama hlut- fail sem fengizt hefur við sams konar krabbameinsleit í öðrum londum. Til kvennanna eru sendar svo. nefndar „pípettur“ ásamt leið- arvísi og þær eiga síðan að senda þær aftur. Ilingað til liafa um 80% af „pípettunum“ komið aftur en það er hærra hlut- fali en úr samsvarandi rann- sóknum erlendis. 75 kvennanna liafa verið kall- aðar til skoðunar, en í langflest- um tilfellum reyndust afmyndað. ar frumur stafa af bólgu í leg- ifflu, en ekki af krabbameini. Fimmtudagur 23. ágúst 1962 —■ ÞJÖÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.