Þjóðviljinn - 25.08.1962, Page 6

Þjóðviljinn - 25.08.1962, Page 6
gMófnnuiNN Otgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Hvalfj arðarliættan T frumvarpinu um „almannavarnir“, sem ríkisstjórn- 1 in flutti í þinglokin en guggnaði á, var prentuð álitsgerð Holtermanns hershöfðingja. í inngangsorð- um lýsir hershöfðingi þessi með þó nolkkru hispurs- leysi þeim ógnum sem líklegt sé að dynji yfir Is- lendinga sem þátttakendur í hernaðarbandalagi ef til styrjaldar kemur. Og huggun hershöfðingjans er fyrst og fremst herstjórnarleg: „Almannavarnir munu hvorki geta hindrað eyðileggingu né tortímingu mannslífa, en þær géta að verulegu leyti dregið úr tjóni og hindr- að að slíkt tjóna hafi úrslitaþýöingu.“ Og svo lcemur huggunin að reyna verði að bjarga forseta landsins og ráðherrunum og einhverjum útvöldum alþingismönn- um, undirbúa þurfi „allsherjarflutning fólks frá a.m.k. 5 km. svæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Flytja verð- ur allt fólk sem ekki hefur lafsnauðsynlegum störfum að gegna á þessu svæði til annarra staða, einnig ber að leitast við að flytja húsdýr á brott,“ segir hers- höfðingi ríkisstjórnarinnar. Og hann bætir við þessari áminningu: „Athuga þarf, hvort ekki sé rétt að undir- búa svipaðan brottflutning fólks frá svæðinu umhverf- is Hvalfjörð, sem e.t.v. yrði notaður af Atlanzhafs- bandalaginu sem flotahöfn.“ ■\Tæsta ólíklegt má telja að hershöfðingi Atlanzhafs- bandalagsríkis sé að fleipra með það út í bláinn, hvaða staðir yrðu ef til vill notaðir af Atlanzhafs- bandalaginu sem flotahöfn, og leggja á ráðin með skipulagningu almenns brottflutnings af Hvalfjarðar- svæðinu eins og landinu kringum Keflavíkurflugvöll, ef hann hefði ekkert haft fyrir sér í þessu. Hershöfð- ingjar strá varla slíkum upplýsingum í opinberar prentaðar skýrslur nema að þeir gangi að því sem gefnu að þarna eigi að verða flotahöfn, og meira að segja að það verði ekkert hernaðarleyndarmál, held- ur opinbert mál innan skamms. Þær fregnir sem nú hafa verið birtar um sérstakar sjómælingar á svæðinu milli Keflavíkur og Hvalfjarðar og um 140 km í vest- urátt eru sennilega beinn undirbúningur að fram- kvæmd fyrirætlunar bandarísku berstjórnarinnar uis að gera Hvalfjörð að flotahöfn, en sú áætlun hefur aldrei verið lögð til hliðar frá því í stríðinu. Það mun enn í minni að í stríðslok krafðist Bandarí'kjastjórn þess, þvert ofan í fyrri skuldbindingar, að íslendingar leigðu þeim íslenzkt land undir þrjár herstöðvar, þar á meðal Hvalfjörð, til 99 ára. Vegna þess að Sósíal- istafloikkurinn átti þá hlutdeild í ríkisstjórn tókst að afstýra því að látið væri undan þessari svívirðilegu kröfu Bandaríkjastjórnar. En hún fór þá hina leiðina, að reyna að ná því í áföngum sem ekki fékkst með öðru móti, og upphófst harmsagan um undanlátssemi Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflökksins við hinni bandarísku ásælni. lVFú er svo komið, með Bjarna Benediktsson og Guð- mund í. Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen og Gylfa Þ. Gíslason, sem ráðamenn ríkisstjórnar, að engin landsréttindi íslendinga geta talizt örugg ef er- lendir ,,bandamenn“ íslenzks afturhalds krefjast afsals þeirra. Stig af stigi hefur verið látið undan banda- rísku ásælninni, landhelgin svikin á vald brezku of- beldismannanna og opnuð fyrir vestur-býzku „vinun- um“ ljka, um leið og þessum erlendu ríkjum var gef- ið íhlutunarvald um alla frekari stækkun landhelgi Islands. Hœttan á því að ríkisstjórnin sé þegar búin að ofurselja Hvalfjörð sem stöð fyrir kjarnorkukafbáta og önnur lierskip Bandaríkjanna er mikil. Og sjálfir hershöfðingjar ríkisstjórnarinnar játa nú að slík her- stöð hljóti að verða skotmark þegar í upphafi styrj- aldar og leiða tortímingarhœttu yfir landsmenn. Rík- isstjórn sem vinnur slík verk af ásetningi eða aum- ingjaskap verður að falla, og það má ekki bíða leng- ur en til næstu kosninga. — s. HJÁ RUSSNESKUM Eftir ÁRNA BER6MANN Skyndimynd Hvað sér útlendingur í Moskvu af starfi hinnar rétt- trúuðu rússaeateu kirkju? Hann sér margar kirkjur með -býsönskum laukturnum, sumar einfaldar og tígulegar, aðrar hlaðnar seinni tíma skrauti. Hann getur gengið inn í þær kirkjur sem staría og séð blasa við sér íkonostas fyrir miðju — gylltan vegg þar sem helgir menn standa í gluggum sínum, en Kristur konungur horfir yfir . söfnuðinn ofan úr hvelfingu. En á miðju gólfi og til hliðanna eru sérstakar helgimyndir Maríu (sem bera máski nöfn eins og „Líkna þú mér í þraut“ og „Gleði allra sorgmæddra“, og geta þær gert kraftaverk sum- ar), einnig Nikulásar og annars tignarfólks og lýsa þessum myndum mörg löng kerti sem trúaðir hafa sett þar sér til farsældar. Hinsvegar eru kvalir fordæmdra kannske uppmál- aðar úti við dyr — eða svo er það í Valdimarskirkjunni í Kíef. Þarna getur þú séð skírn með smu.rningu og prósessíu eða venjulega messugerð: prestar og djáknar ganga um síðskeggjað- ir og síðhærðir með dimm- rödduðum söng og fyrirbænum: Herra miskunna þú oss‘ Það er mjög erfitt að skilja þessa guðs- þjónustu, en að lokum opnast hliðið á íkonostas og út eru bornir helgir dómar. Og roskn- ar konur standa og krossa sig og kyssa helgimyndirnar eða gólfið fyrir framan þær. Það gera trúaðir af því að mað- urinn er svo líti.11 og auvirði- legur fyrir drottni. En aðfaranótt páska kemst þú ekki, í kirkjuna inn því þá er mesta hátíð rétttrúaðra. Ef þú ert snemma á fótum, getur þú séð prósessíu undir helgum fánum, svonefndum horúgvum, og bað er sungið á fornslaf- neskri tungu kirkjunnar: Krist- ur reis upp frá dauðum, sigraði dauðann með dauða. Safnaðar- fólk kyssir hvort annað og seg- ir: Kristur er upprisinn. Já, í sannleika upprisinn. Svo fara menn hver til síns heima og neyta kúlitsj, sem er nokkurs- kon.ar jólakaka og paskha, sér- kennilegs réttar úr eggjum, sykri og rússnesku skyri. Biskupinn Svo sit ég í sérkennilegri bið- stofu: inn um hálfopnar dyr sér inn í venjulega skrifstofu með vélritunarstúlkum og skja’a- möppum en í einu horninu er María með barnið í gylltum ramma. Þar kom þrekinn mað- u.r og svartskeggjaður, klæddur víðri skikkju og sérkennilegri fjólublárri húfu, á brjósti hans hékk lít'il helgimynd í digri silf- urfesti. Hann bauð mér til sæt- is í stofu sinni, settist sjálfur undir stórri ljósmynd af Alexí pati'íarki og spurði almennra tíðinda. Þetta var Nikcdím, erki- biskup af Jaroslav og Rostof, t Sovétríkjunum eru um 60 klaustur rétttrúnaðarkirkjunnar, en hið frægasta þeirra er í Zagorsk, skammt frá Moskvu. Myndin sýnir tvær kirkjur klaustursins, er önnur frá 15. öld en hin frá 16. öld fastur meðlimur hins heilaga synods og yfirmaður þeirrar deildar kirkjunnar sem fer með samskipti við erlendar kirkjur. Svona mikið skegg felur ald- ur manna, en rödd erkibiskups- ins og augu voru mjög ungleg. Samt varð ég meir en lítið u.ndrandi. þegar hann kvaðst vera fæddur árið 1929: einhver æðsti maður kirkjunnar er sem sé 33 ára gamall. Hann tók eft- ir þeísu, brosti kennimannlega og sagði í mjög fáum orðum atburðaríka ævisögu: Ég fædd- ist órið 1929 í Rjazan, lauk miðskóla, lærði tvö ár í kenn- rraskóla. Árið 1947 gerðist ég mu.nku.r, 1949' hlaut ég prestvis.slu, biónaði í Jaro- slavbiskuDsdæmi, var um skei.ð ritari biskups, en lauk árið 1955 námi v;ð guðfræðiakademíuna i Leníngrad, sem ég hafði stundað u.tanskóla. Árið 1956 var ég sendur til Jerúsalem ng varð ári siðar forstöðumaður hinnar geistlegu rússnesku sendisveitar þar. 1959 kom ég h.eim aftur og veitti nú forstnðu skrifstofu hans heilagleika patríarksins; ári síðar varð ég yf'rmaðu.r erlendu deildarinnar og vígður til biskups; ég tók í nóvember sama ár við Jaro- slavsbiskupsdæmi þar sem ég hafði einmitt hafið minn þjón- ustuferil. Og í fyrra var ég vígðu.r til erkibiskups og gerður fastur meðlimur hins heilaga synods .... Ýmsar hliBar starfsem- mnar •>- — Hvert er skipulag rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar? — Stjómarhættir í kirkju okkar byggjast á fornri hefð. Æðsta stjórn hennar er í hönd- um patríarksins af Moskvu og hins heilaga synods sem í eru fimm fastir meðlimir og þrír til ákveðins tíma og er skipt um eftir föstum reglum. Kirkjuþing — sobor —, hefur úrslitavald í kirkjulegum málum, en ekki eru nein ákvæði til um það hvenær það skal saman kvatt; síðast i fyrra kom saman biskupaþing. Synod velui' bisk- upa, en biskupar útnefna sókn- arpresta. 1 skifstofu patríarks- ins eru deildir: ein sér um sam- band við biskupsdæmin, önnur um tengsl við erlendar kirkjur, þriðja um fræðslumál, fjórða um eftirlaun, fimmta um út- gáfustarí. — Hvernig er útgáfustarfsemi háttað? — Útgáfa kirkjunnar gefur út messubækur og heilög rit; Bibl- íuna gáfum við út árið 1956. Auk þess kemur út mánaðar- lega tímarit um kirkjuleg mál og svo guðfræðilegt ársrit. (í mánaðarritinu er m. a. annáll kirkjulífs; þar stendur t.d.: „17. júlí 'heiðruðu safnaðarmenn kirkju Mikjáls erkiengils í Pj atígorsk Stavropolbiskups- dæmi) prest síns guðshúss, pro- toérei f. Vassilí Sérebrjakof í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin síðan hann tók vígslu. í hátíðaguðsþjónustunni tóku auk þess þátt þjónar annarra kirkna borgarinnar. 1 ávörpum lærðra og leikra til júbilarans sögðu menn einhuga frá miklumverð- leikum hans og dyggri þjónustu við Guðs Kirkju. Heillaóskir bárust frá erkibiskupinum í Stavropolsk, Antoní“. — Guðfræðileg menntun? — Kirkjan stýrir fimm ó- æðri prestaskólum, svonefndum seminai'íum, en ekki. man ég ihve margir nemendur sækja þá, einnig tveim guðfræðilegum akademíum og munu rúmlega 200 stúdentar í hvorri. Náms- tími er fjögur ár bæði í presta- skóla og akademíu. Námsefnið er allt guðfræðilegs eðlis, nema hvað kennd eru forn mál: fornslafneska, latína, gríska, he- breska, og eitt af nýju málun- um, ennfremur er stjórnarskrá landsins skyldufag. — Hvert er samband rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunnar við aðrar kirkjur? — Rússneska kirkjan er með- limur Heimskirkjuráðsins og tekur þátt í Ekumenhreyfing- Framhald á 10. síðu. BALLET ESPAGNOL — GESTIR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS: OG DANSFLOKKUR HANS Fyrir sex áru.m kom hingað frægur dansflokkur spánskur undir forustu Rosario, hinnar snjöllu listakonu. Þótt gesta- koma þe:si vekti. ckki þá at- hygli sem mó.tt hefði ætla og aðsókn rejmdist vonu.m minni, ruddi Rosario engu að síður brautina, vann hug og hjarta þeirra er heyrðu og sáu. Nú hefur listdans hinnar suðrænu þjóðar unnið fullnaðarsigur á landi hér enda er flokkur José Greco enn glæsilegri og mann- flei.ri og litadýrð og fjölbreytni með afbrigðúm. Mér er til efs ---------------------------------- Ofreskja á kreiki — eða þjóðsaga íslenzku landnemanna í Manitoba SKRIMSLID MANOPOGO SÉST I MANITOBAVATNI Blaðið „Sunday Times” í London birti nýlega frétt um þetta frá fréttaritara sínum í Winnipeg, Fred Manor. Fer grein hans hér á eftir í laus- legri þýðingu: 1 þessari viku hefur skrímsl- ið í Manitoba-vatni sézt tvisvar, og er Manitoba nú örugglega orðið fremst í flokki allra skrímslis-staða. Bandarískur sjónvarpsfréttamaður hefur Ijós- myndað skrímslið, og tveim dögum áður sáu fiskimenn ó- Jcindina berum augum. Manipogo er gælunafnið, sem notað hefur verið um þetta skrímsli síðustu hálfa . öldina. Þetta er ekki nýr gestur við strendur - Manitoba-vatns, sem er geysivíðáttumikið og 124 mílui' á lengd. Landslag á þess- um slóðum er mjög svipað og í Norður-Skandinavíu. Sterk litbrigði og óttaleg þögn hjúpa skuggalegt og du.larfullt vatnið. Ekkert rýfur kyrrðina nema skrækir vatnafu.glanna og níst- andi og dapurlegt kurr dúfn- anna. Það virðist sjálfsagt að í slíku landslagi birtist skrímsli aftan úr grárri forneskju, og Manipogo er hluti sagnanna, sem ganga meðal Islendinganna er numið hafa land á strönd vatnsins. Vísindamenn taka sagnir ís- lendinganna af minni tortryggni en blaðamenn. Fyrir tveim ár- um sást Manipogo tuttugu sinn- um. Þá skipulagði prófessor James A. McLeod, yfirmaður dýrafræðideildar Manitoba-há- skóla. rannsóknarleiðangur til norðanverðs Manitoba-vatns. Prófessorinn sagði það álit sitt, að mjög frumstætt forneskjudýr gæti enn verið lifandi í Mani- toba-vatni. Minnti hann í því sambandi á sjávardýrið coelanc- anth. og fleirj. ævaforn dýr, sem álitin voru útdauð fyrir óra- löngu en fundizt hafa síðustu árin. Þegar prófessor McLeod var sýnd ljósmynd, er tekin var af Manioogo, sagði hann: „Ef þetta er ekki skrímsli, þá vildi ég giarna vita, hver þremillinn þetta er.”. að nokkrir gestii' hafi vakið einlægari hi'ifningu og ósjáf- ráðari fögnuð, þéttskipað húsið kveður við kvöld eftir kvöld af klappi og húrrahrópum. Listdansinn spánski er ekki leikrænn í eðli sínu, hin stuttu fjölmörgu atriði segja sjaldan neina sögu, og upprunaleg heimkynni hans veitingastaðir og markaðstorg. 'En José Greco gerþekkir sérkenni Spánverja og þjóðlegan arf og hefur jafn- an keppt að hinum æðstu mark- miðu.m — í au.gum hans eru þjóðdansarnir framar öllu list- rænt hráefni, dýr efniviður sem hann fullkomnar og fágar unz úr er orðin skír heillandi list og hefur öðlazt traustan þegn- rétt á leiksviði. Segja má að í dönsu.m Spánverja séu tilfinn- ingarnar allt og hin innri glóð, og sjálf ástin upphaf þeirra og endii’, hinn eilífi leikur karls og konu. að eldinu.m. Þessi ást- arleikur er stu.ndum glettinn og kíminn, stundum þrunginn djúpri alvcru, og þó tíðast miklum skaphita og ástríðu,- þunga og jafnvel trylltum ofsa — - þáð á öðrú fremur við urn flamencodansana sem mestrar hylli njóta utan Spánar, af- kvæmi hinna blóðheitu tatara i Andalúsíu. Sumir eru dans- arnir fornrar ættar, enda aust- rænir að uppruna, aðrir af nýrri toga og íjölbreytni þeirra drjúgum meiri en oftlega er talið og ætla mætti fljótu bragði — um það ber hin seið- sterka sýning José Greoo ljósast vitni. Snilli listamannanna, algert öryggi, gagngera þjáífun og þrauthu.gsaða nákvæmni er ís- lenzku.m leikgesti þýðingarlaust Hinn spánski ballet- flokkur José Greco dansar „VERDIALES DEL VALLE VERDE“ ★ ★ ★ að reyna að ræða, allt virðist fullkomnunin sjálf. Leiktjöld notar Greco ekki hér á landi, enda óþarfi, svo ótrúlega falleg- ir og margbreytilegir eru bún- ingar dansendanna og litirnir valdir saman af óbrigðulli smekkvísi. Ein litahljómkviðan tekur við af annarri, en mest ber á hvítu og rauðu, svörtu og gulu. Tónlistin hrífur mann líka iOg gleður, lögin oft Ijúfsár og fögur og leikið undir dönsu.num á píanó og gítara; sérstakar söngkonur koma einnig við sögu. Einkennilegur söngur dansenda, lófaklapp, hróp cg kcll og sér:.tæð beiting dymbl- anna fcýr yfir annarlegu að- dráttarafli., að ógleymdu hátt- fösti' stappi fótanna sem öðru frcmur einkennir spónskan dans. José Greco á mj.kið og merki- legt starf að fcaki og kemur bj.ngað u.mleikinn ástsæld og frægð — stofnandi flokksins og stjórnandi, dansskáld og snjall- asti dansmaðu.r. Hann ber höf- i'.ð og herðar yfir alla félaga sína. hár og fríður og fagur- limaður í nærskornum skart- klæðum. og helztú. einkenni hans fráibær, karlmennska, suð- ræn grandezzr, þótti og reisn; frrmkoman mikilúðleg og töfr- and'. Hreyfingar hans og dans- spor eru mjúk og tígu.leg í sehn og vart verður lengra kom’zt. í hnitmiðaðri tækni. Það er ævi.ntýri líkait að fá að kynnast ,,E1 Cortijo“, reiðmönn- u.num fimm, hinu. stílhreina og ma.ár'i bri'.ngna verki. sem fyrst ger^' nnfn José Greco frægt u.m heiminn, og um eindansa hans ekV-í. minna vert, „Cana“ og „Farruca“. Auðug kínmigáfa hans birtist öðru fremur í „Danza de Castilla", einu hug- þekkasta og fegursta atriði kvöldsins. Fremst dansmeyjanna er Lola de Ronda og dansar ýmist ein eða ásamt . Jcsé Greco, tíguleg og fögur, brosið heillandi og hlýtt. Það er sjálfsagt að dást að öllum dönsum hennar og þó þykir mér „Cordoba“ bera af, sjaldan nær skír list flokksins eins hátt og þar. Dansar Lolu de Ronda eru þrungnir alvöru, en göfgi, fínleiki og djúpur innileiki helztu einkenni hinn- ar töírandi listakonu. Freistandi væri að reyna að lýsa að nokkru hinum mörgu og ólíku dönsum og ræða frammistöðu og sérkenni hinna einstöku listamanna, en til þess hvcrki þekking né rúm; hér verður fátt eitt talið og af handahófi. Allir eru meðlimir flokksins þjálfaðir eindansarar og ærnum kostum búnir — dans- mennirnir karlmannlegii' og fjaðurmagnaðii’ með suðrænan eld í æðum, dansmeyjarnar yf- irleitt hverri annarri fríðari og mýkri í hreyfingum og flestar gæddar ríku.m þokka æskunnar. Ein hinna fremstu er Curra Jiminez, heillandi í sjón og raun og dansar meðal annars ,.Intermezzo“, atriði úr frægum söngleik, með ótvíræðum glæsi- brag óg lifandi þrótti. Þá vekur fegurðardísin Lydia Torea verð- skuldaða athygli í eldheitum flamencodansi í „Veitingahús- inu“, síðasta atriði kvöldsins, há og grönn og fagurlimuð. Algera sérstöðu hefur Pepita de Arcos, hin mesta kynbomba, svo talað sé á nútíðarmáli. ærið Framhald á 11. síðu. Laugardagur 25. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (/j B) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 25. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.