Þjóðviljinn - 25.08.1962, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 25.08.1962, Qupperneq 9
4) — ÓSKASTUNDIN < > "v* o- * -r> 'í NÚ SEFUR JÖRÐIN Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rœtast hverja hœn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt. Við yztu hafsbrún sefur sól, og sofið er í hverjum hól. í sefi blunda svanaböxn, - og silungur í lœk og tjörn. Á túni sefur bóndabœr, og bjarma á þil og glugga slœr. ] Við móðurbrjóstin börnin fá þá beztu gjöf, sem lífið á. í | Brot úr kvæði eftir Davíð Stefánsson.) : 5 PINONCITO Framihald af 3. áíðu. unum undir væng sinn og róaði þá og huggaði eftir hræðsluna. Pinon- cito sagði henni nú allt af létta um sjálfan sig, og hvernig á því stóð að hann týndist að heiman, og hvað móðir hans mundi vera hrygg að vita ekkert hvað af hon- um hefði orðið. Fugla- móðirin vorkenndi Pin- oncito. srvo mikið, að hún flaug strax af stað með hann heim í dalinn til foreidra hans. Þegar þangað kom sagði hún: — Eitt ætla ég að gera fvrir (þig að skilnaði, Pinoncito, sjáðu ■ þetta bein hérna, það er risa- bein. Þú skalt strjúka allan lí'kama þinn með beininu, og þá' muntu stækka og verða eins og jafnaldrar þínir. Að svo mæltu flaug ihún á brott. Pinoncito gerði eins og fuglamóðirin hafði sagt honum, og varð nú i einu vetfangi eins stór og aðrir drengir á hans aldri. Síðan hljóp hann heim til sín. Fo.reldrar hans sátu úti í garðinum, og mikil varð undrun þeirra, að sjá Pinoncito heilan á húfi og orðinn svona stóran. Hann sagði þeim frá öllu sem á daga hans hafði drifið og þau bæði grétu og hlógu ii senri. yfir því að ihafa loksins fengið son sinn heim aftur. P I N O N C I T O Ævintýri eftir Idella Purnell. Þetta er sagan, sem Nana Chona segir Luis litla, þegar þau sitja undir stóru tré í hádeg- issólinni, langt, langt i burtu á eyjunni Chile. Hún byrjar alltaf sög- ur sínar á sömu orðun- ■um: — Spurðu til að íræð- ast, hlustaðu svo þú lær- ir. Flest verður að ösku, sem í eldinn fer. Það voru einu sinni .gömul hjón, ,sem áttu heima í litlum dal í And- hefðu því átt að vera hamingjusöm. Enþað var eitt, sem skyggði á. Þau áttu engin börn. Dag nokkurn, þegar gamla konan var að sækja hey handa geitinni sinni, sá hún mann koma ■gangandi eftir veginum. Hann var gamall og hrumur, gekk hægt Qg studdi sig við staf í hverju spori. Hún kall- aði til hans; — Viltu ekki koma inn og hvíla þig ofurlítið? Maðurinn þáði fegins esfjöllunum. Þau vqru gott fólk og heiðarlegt. og unnu fyrir sér með miklu erfiði, því þau voru biáfátæk. Þó voru þau aldrei svo snauð eða önnum kafin, að þau gætu ekki liðsinnt þeim, sem bágt áttu á einhvern hátt. Gamli maðurinn hélt ■búfénu á beit í hagan- um, en konan var heima og ibakaði brauð og kök- ur til að seija í þorpinu. Þau höfðu nóg að starfa frá morgni til kvölds, og hendi boðið, kom inn og settist. Hann sagði kon- unni að hann værj að- framkominn af þreytu og hungri. Hann hafði eng- an mat bragðað í marga daga, nema einn litla hnetu. Konan kenndi í brjósti urn hann og færði hon- um kúfaðan disk af mat. Það var hennar eigin miðdegisverður, sem hún gaf gamla manninum, en hún gaf hann með mestu ánægju og naut þess að . sjá hvað svanga mann- inum þótti hann góður. Þegar gamli maðurinn ■var búinn að borða og ■hví’.a sig dálítið, sagðist ■hann verða að halda á- fram ferðinni. Konan gaf honum nokkrar nýbakað- 'ar kökur í nésti* — Ég er fátækur, sagði gamli maðurinn, og ég veit að þú ert líka fá- tæk. Ég ætla að leita í ivösum mínum hvort ég á ekki nokkra smápen- inga. Hann leitaði í öll- um vösum sínum, en það eina, sem hann f ann var ofurlítil hneta. Framhald á 2. síðu. Bcnedikt G. Waage Um miðjan næsta mánuð hefst hér í Rcykjavík ársþing Breyting á Talsverðar breytingar hafa ! orðið á Reykjavíkurúrvalinu, ] sem keppir á Akureyri á ■ morgun: Guðjón Jónsson og ! Hrannar Haraldsson báðir úr : ■ Fram koma inn sem fram- ■ verðir í stað Ormars og Ragn- ] ars, sem eru fjarstaddir, og : Hallgrímur Scheving verður ■ útherji í stað Sigurþórs sem ] er meiddur á fæti. Nýir vara- : menn verða Guðmundur ögmundsson, Val, og Ásgeir Sigurðsson og Baldur Schev- ing. Iþréttasambands íslands. I*ing- ið verður haldið í húsi Slysa- varnafélagsins á Grandagarði. Þjóðviljinn hefur sannfrétt, að Bencdikt G. Waage muni nú liætta scm forseti ÍSÍ. Má bú- ast við að talsveröur hiti verði á þinginu út af kjöri nýs for- scta, þar sem marga munar í þessa virðingarstöðu. Heyrast þar helzt nefndir Gísli Hall- dórsson form. ÍBR og Albert Guðmundsson form. IR. Gísli hefur volduga aðila á bak við sig, og Albert . er auglýsinga- meistari mikill, svo að ekki er gott að vita hvernig fer. Þó má teljast sennilegast að hvorugur þcssara manna verði kjörinn, því að talsverð andstaða mun vera gcgn því í íþróttahrcyfing- unni. Þykir mönnum sem Gísli hafi nóg með ÖII þau störf, scm hann hcfur þegar tckið að sér, og ólíklegt er að lengi yrði friður um forsetaembættið eftir að Albcrt tæki við því. Kaupkröfur í Danmörku Framliald af 4. síðu. Þeir lögðu niður vinnu um stund- ar sakir til að vekja athygli á , . , .*.*». .. ’■<*. Qtíu* .m*. þeirri krofu smm að kaup þeirra yrði strax hækkað um eina danska krónu (6,20 ís-1.) á 'imann, en það mun samsvara um 15—20 prósent kauphækkun. Verkamenn á öðrum vinnu- stöðvum hafa fylgt í kjölfarið. Þannig hafa verkamenn í skipa- smíðastöð Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn krafizt 75 aura danskra í kauphækkun á tím- ann og svipaðar kröfur hafa einnig verið bornar fram af verkamönnum við aðrar skipa- smíðastöðvar. Hafa vísitöluuppbætur Þessar kröfur um -tafarlausa kauphækkun ©ru settar fram, enda þótt döhsku verkalýðsfélög- ín hafi öll i samningum sínum ákvæði um vísitöluuppbætur á kaup. Hins vegar vilja verka- iýðsfélögin ekki sætta sig við að bera hina auknu dýrtíð bóta- laust þar til í marz, en þá breyt- ist kaupið samkvæmt vísitölu janúarmánaðar. Vinnuveitcndur ncita Vinnuveitendur hafa algjörlega hafnað kröfum verkalýðsfélag- anna um tafarlausar kauphækk- anir og því hafa þau snúið sér til þings og stjórnar með kröfur um að dýrtíðaruppbætur verði lög- Cestar. Hafnarverkamenn í Ár- ósum samþykktu einróma álykt- un þar sem því var lýst yfir, að ef ekki yrði orðið við þessum tilmælum myndu kröfurnar knúðar frarn með öllum þeim ráðum sem tiltækileg eru“. Helmsmetíð í tíu km hlaupi frá Hannesi tii Péturs Hannes Kolehmainen, Finn- landi, fékk fyrstur viðurkennt heimsmet í 10.000 km hlaupi, það var á Olympíuleikunum í Stokkhólmi 1912 er hann hljóp á 31.21,8. Þegar þessi tími var viðurkenndur heimsmet, héldu Frakkar því fram að Jenan Bouin hefði náð betri tíma ár- ið áður, 30.58,8. Þetta var við- urkennt og Kolehmainen hafði þannig aldrei átt að vera heimsmethafi að réttu lagi. Heimsmet Bouins stóð tii ársins 1921, og síðan lítur. list- inn yfir heimsmetið þannig út frá því hann fékk sitt met viðurkennt, þar til Pjotr Bolo.tnikoff setti siðast heims- met nú á dögunum. 30.40.2 P. Nurmi, Finnl. 1921 30.34.4 V. Ritola, Finnl. 1924 30.23.2 V. Ritola, Finnl. 1924 30.06,2 P. Nurmi, Finnl. 1924 30.05,6 I. Salminen, Finnl. 1937 30.02,0 T. Maki, Finnl. 1938 29.52,6 T. Maki, Finnl. 1939 29.35.4 V. Heino, Finnl. 1944 29.28.2 E. Zatopek, Tékósl. 1949 29.27.2 V. Heino, Finnl. 1949 29.21.2 E. Zatopek, Tékkósl. 1949 29.02,6 E. Zatopek, Tékkósl. 1950 29.01,6 E. Zatopek, Tékkósl. 1953 28.54.2 E. Zatopek, Tékkósl. 1954 28.42.8 S. Iharos, Ungern 1950 28.30,4 V. Kuts, Sovét 1950 28.18.8 P. Bolotnikoff, Sovét 1960 28.18,2 P. Bolotnikoff, Sovét 1962 Pjotr Bolotnikoff Laugardagur 25. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (0

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.