Þjóðviljinn - 25.08.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.08.1962, Blaðsíða 11
Baráttan við kaupgetuna ÆW' ■mgmsz m ; ; il | WÉ w ' p V 11 | | • ;::;v::;:... SKÁLDSAGA EFTIR HARPER LEE Dill roðnaði og Jem sagði að ég ætti að þegja — en það var öruggt merki þess að Dill hefði verið veginn og metinn. Eftir þetta liðu sumarmánuðim- ir rólega og ánægjulega. Við lagfærðum holuna okkar, sem við ihöfðum útbúið milli tveggja risavaxinna mórberjatrjáa, sem stóðu úti í garði, og lékum af miklum móði sæg af leikrit- um, sem við höfðum klippt og skorið eftir okkar þörfum. Þá var ágætt að hafa Dill: hann lék hlutverkin sem mér voru annars ætluð: apann í Tarzan, herra Damon í Tom Swift og þess háttar. Smátt og smátt kynntumst við Dill sem vasaút- gáfu af galdramanninum Mer- lin, sem var með hugann fuH-j-hafði andað á þær. öll léynd an, undarlegum heilabrotum og hugdettum. i ~~ En þegar við vorum komin fram undir ágústlok var efnis- valið orðið dálítið slitið vegna eilífra endurteknnga, og það var um það leyti sem Dill kom þvi inn hjá okkur, að við ættum að svæla Boo Radley út úr fylgsni hans. Dill var alveg gagntekinn af Radley húsinu. Þrátt fyrir að- varanir okkar og langar út skýringar, dró það hann að sér eins og tunglið vatn, en þó ekki pær en að Ijósastaumum á horninu, þar sem hann gat horft á húshliðið úr hæfilegri fjarlægð. Þar stóð hann svo með sveran luktarstaurinn í fanginu og starði og gaf hug- myndafluginú lausan tauminn. Radley húsið stóð þar sem • vegurinn beygði snögglega, svo að maður þurfti að rölta góðan • spöl suðureftir áður en verönd- in sást. Húsið var lágreist og hafði eitt sinn verið hvítt; ver- öndin var breið og dimm, og á bakhliðinni voru grænir hlerar, sem ilöngu voru upplitaðir og minntu nú einna mest á gráu flísarnar á garðstígnum. Fúnu tréspænirnir sem þöktu þakið, stóðu fram af þakskegginu á ver- öndinni og stórar, gamlar eik- ur vörnuðu sólinni að skína. Sorglegar leifar af grindverki stóðu riðandi framan við forgarð- inn, þar sem Johnsongras og „kanínu-tóbak“ döfnuðu vel. Inni í sjálfu húsinu bjó ill- gjarn draugur. Fólk fullyrti að hann væri til í raun og veru en við Jem höfðum nú aldrei séð hann. Fólk hélt því lika fram, að hann kæmi út á næt- urnar þegar tunglið væri geng- ið undir, og gægðist inrfim gluggana í öðrum húsum. Þegar azaleurnar kól og þær visnuðu, þá var þaö vegna þess að hann Fastir liðir eins og venjulega. 12.55 Óskalög sjúklinga (Ragn- heiður Ásta Pétursdóttir). 14.30 1 umferðinni (Gestur Þor- grímsson). 14.40 Laugardagslögin. 16.30 Fiör í kringum fóninn: Úlíar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. 17.00 Þetta vil ég heyra: Frú . . Unnur H. Eiríksdóttir kaupkona velur sér hljóm- plötur ,■ 18.00 Lög fyrir ferðafóílt. 20.00 „Undir Dómnurn", smásagá eftir Bjarna Benediktsson frá Hofteigi (Erlingur Gísla- son). 20.20 Hljómplöturabb: Gunnar Guðmundsson. 20.50 Baldur Eiríksson frá Akur- eyri flytur frumort ljóð. 21.05 Lög úr óperettum. 21.30 Leikrit: „Lýsing til hjóna- bands“ gamanleikur eftir Charles Lee. Þýðandi: Arni Guðnason. Leikstjóri: Helgi Skúlason. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok ’ við hefðbundnar venjur í Mary- afbrot og smásyndir í Marycomb voru af hans völdum. Um tíma voru allir bæjarbúar skelídir vegna óhugnanlegra næturverka: alifuglar og heittelskuð húsdýr bæjarbúa fundust limlest; reynd- ar var sökudólgurinn hann Addi vitlausi, sem seinna drekkti sér í Barkertjörninni, en fólk gaut áfram augunum að Radley húsinu og vildi ógjaman sleppa sínum upphaflega grun. Enginn svertingi vildi gangaframhjá hús- inu að næturþeli heldur gekkalltaf eftir gangstéttinni hinu megin og blístraði hástöfum á meðan. Skólinn í Marycomb lá upp að bakhiiðinni á Radley lóðinni; óvextirnir af stóru valhnetutrénu féliu niður í skólagarðinn, en ekkert barnanna snerti hneturn- ar: Radley hnetumar voru ban- eitraðar og dauðinn var vís þeim sem át þær. R/ bolti lenti inni í Radleygarðinum, var hann glat- aður fyrir fullt og allt, engum datt í hug að reyna að ná hon- um. Ógæfan sem grúTði yfir þessu húsi átti upphaf sitt mörgum árum áður en við Jem fædd- umst. Radleyfólkið, sem hefði verið velkomið hvar sem var i bænum, forðaðist samneyti við aðra, og slíkt er ekki fyrirgefið í Marycomb. Það kom ekki i kirkju, en þangað komu allir góðborgaraf í Marycomb sér tii dægrastyttingar; Þess í stað voru haldnar andaktir heima. Það kom varla fyrir að frú Radley færi yfir götuna til að fá sér morgunkaffi með einhverri af grannkonunum, og tók að minnsta kosti aldrei þátt i trú- boðsfundunum. Herra Radley gekk inn í bæinn klukkan hálftólf á hverjum degi og kom til baka aftur klukkan tólf á slaginu, oft með stóran, brúnan bréfpoka, sem nágrannarnir töldu víst að héfði að geyma- n-ýhmduvörur iianda fjölskyldunni. Ég hef aldrei fengið að vita hvernig Radley gamli vann fyrir brauði sínu — Jem fullyrti að hann ..keypti bómull", en hjá honum var það aðeins kurteisisorðalag yfir að gera ekki neitt — og herra Radley og konan hans höfðu átt þama heima ásamt tveimur sonum sínum eins lengi pg nokkur mundi. Dyr og gluggahlerar voru lok- uð í Radleyhúsinu á sunnudög- um, og það braut líka í bága comb. Lokaðar dyr táknuðu annaðhvort veikindi eða vont yeður. Af vikudögunum var sunnudagurinn notaður til kurt- eisisheimsókna: frúmar voru i lífstykkjum, karlmennirnir voru í jökkum og börnin höfðu verið Cærð í skó. En engum flaug i hug að hægt væri að ganga upp Radleyshúsinu .voru engin dyra- og kalla „Góðan daginn". I Radleyhsúinu voru engin dyra- net: ég spurði Atticus einhvern sinni hvort þau hefðu íeinhvem tíma verið og Atticus sagði já, en það hefði verið áður en ég fæddist. Að því er sagt var í nágrenn- inu, þá kynntist yngri Radley- sonurinn á unglingsárunum nokkrum piltum af Cunningham- ættinni frá Old Samum, fjöl- mennri og marggreindri ættkvísl, sem setzt hafði að í norður- hluta Maycomb sýslu, og þessir unglingar mynduðu með sér flokk, sem segja mætti að ætti eitthvað örlftið skylt við óaldar- flokk. Ekki gerðu þeir mikið af sér, en þó nóg til þess að bæj- arbúar ræddu um þá sín á milli og varað var við þeim opinber- lega úr ekki færri en þrem pré- dikur.arstólum. Þe’r hímdu fyrir utan rakarastofuna, þei.r fóru á dansleikina í spilvíti staðarins v‘ð fljótsbakkann: Daggardropa- kránni, og þeir gerðu tilraunir með heimabruggað whiský. Þó var enginn í Marycomb sem hafði hugrekki til að segja herra Radley, að sonur hans hefði lent í slæmum félagsskap. Eina nóttina var fjörið með meira móti og piltamir óku með ofsahraða urn torgið í gömlurn lánsbíl, veittu mótspymu þegar afgamli næturvörðurinn í Mav comb. herra Conner, ætlaði að taka þá fasta, og læstu hann inni í þinghúsinu. Allir bæjar- búar voru samamála um að eitt- hvað þyrfti að gera. Conner fullyrti að hann þekkti þá alla saman, hvem einn og einasta, og hann var staðráðin í því að láta koma þeim í koll, svo að það endaði með því að piltarnir voru dregnir fyrir dðmstól og ákærðir fyrir óviðeigandi fram- komu, röskun á næturfriði bæj- arbúa. líkamsárás og ósæmilegt orðbraað í viðurvist dömu. Dóm- arinn sourði Conner, hvað fæl- ist í síðasta atriði ákærunnar ns Con.ner svaraði, að beir hefðu hölvað og ragnað svo ferlega, að hann væri sanr.færður um að hver einasti kvenmáður i Maycomb hefði heyrt til þeirra. Dómarinn ákvað að senda pilt- ana á Ríkisskóla fyrir munaðar- leysingja, sem unglingar eru stundum sendir á án annars til- efnis en þess að það þarf að sjá þeim fyrir fæði og húsnæði; þetta var ekki uppeldisstofnun, ekki fangelsi og engin vansæmd í að dveljast þar. En herra Rad- ley var á öðru máli. Hann sagði að ef dómarinn vildi‘leysa Arthur undan þessari refsingu, þá skyldi hann, Radley sjálfur, sjá til þess að Arthur stæði ekki framar fyrir óspektum. Dómarinn vissi að herra Radley stóð alltaf við orð sín og féllst fúslega á þetta. Framhald af 4 síðu. líkcL, því hún gerði engar alvar- legar tilraunir til að leysa deil- una. Hér var af hálfu ríkis- stjórnarinnar um. að- ræða. þátt í baráttunni gegn bættum lífs- kjörum. Hin mikla síldveiði í sumar og sú aukna kaupgeta, sem þrátt fyrir allt leiðir af henni, hafa skapað mikla erfiðleika í stjórnarherbúöunum. „Viðreisn- in“ er í hættu. Kjaraskerðingar- stefnan er að mistakast. Nú verður að gera nýjar ráðstafan- ir til að draga úr kaupgetunni. Mikið fjaðrafok er í stjórnar- herbúðunum og sundurþykkja mikil. Tvennt mun einkum hafa komið til greina sem bjargráð „viðreisnarinnar“: vaxtahækk- un í 16% og ný gengislækkun. Hversu lengi ætlar þjóðin að þola þessa stjórn, sem leggur allt kapp á að snúa góðæri í hallæri? Margir renna vonaraugum til verklýðshreyfingarinnar og vænta þess, að hún reisi hér skorður við. En verklýðshreyf- ingin hefur verið furðu at- hafnalítil. Auðvitað átti hún að svara hverri árás með tafar- lausri gagnárás. En hvers vegna hefur hún ekki gert það? Mér finnst svarið liggja í augum uppi. ítök stjórnarílokkanna í verkalýðshreyfingunni eru svo mikil, að hún er ekki fullfær til þeirra stórátaka, sem gera þarf til að hnekkja kjaraskerð- ingarstefnunni. Nægir í því sambandi að minna á yfirráð stjómarliða í ýmsum stærstu verklýðsfélögum s.s. Iðju, félagi verksmiðjufólks i Reykjavík, Sjómannafélagi Reykjavíkur og Verkakvennafélaginu Fram- sókn. Fyrsta skilyrðið, sem uppfylla þarf til að unnt sé að kollvarpa kj araskerðingarstef n- unni. er að eyða áhrifum stjórnarliðsins í verklýðshreyf- ingunni. í haust verður háð Alþýðu- sambandsþing. Kosningar til þess verða vafalaust mjög fast sóttar og mun stjórnarliðið leggja á það ofurkapp, að ná yfirráðum: yfir heildarsamtök- . unum«util að. geta.. tcyggt_þau. al- gjörlega undir stjórnarstefnuna. Meðlimir verklý^sfélaganna ’þurfa því að vera vel á verði og kjósa enga á sambandsþing, sem ekki er fullvíst, að séu ein- arðir andstæðingar „viðreisnar- innar“ og kjaraskerðingarstefn- unnar. Meðal annars vakir það fyrir ríkisstjórninni, að halda kaup- getunni í skefjum til að laða erlent fjármagn inn í landið. Hún hugsar sér að fá erlenda auðhringi til að reisa hér iðju- ver og á auöveldara með að sannfæra þá úm að það sé arð- vænlegt, ef kaupgjaldið er lágt. Ríkisstjórnin stefnir markvíst að því, að láta erlend auðfyrir- tæki leysa hina aldagömlu at- vinnuvegi okkar af hólmi. Þau eiga að hagnýta fiskimið okkar. Þau eiga að eiga fiskvinnslu- stöðvarnar, þau eiga að nýta orkulindir landsins. íslending- ar eiga aðeins að vera vinnu- lýður í þjónustu útlendinga. Að þessu er stefnt með fvrirhug- aðri þátttöku Islands í Efna- hagsbandalaginu. En látum þetta aldrei verða. Losum okkur við þá ríkis- stjórn, sem hefur það að höf- uðmarkmiði, að leggja hömlur á framtakssemi íslendinga eg að skerða kjör og sjálfsbjargar- möguleika bóndans í sveitinni, sjómannsins á miðunum, verka- mannsins á mölinni og yfirleitt allra starfandi manna anda og handa. Losum okkur sem fyrst við þá ríkisstjórn, sem leggur ofur- kapp á að snúa einhverju mesta góðæri, sem við þekkjum, í hallæri. Látum ríkisstjórnina bíða hcrfilegan ósigur í stríði hennar við velmegun fólksins. („Austurland"). JOSÉ GREC iFramhald af ^ siðu. skapmikil og búin dramatískum þrótti; flestir eru dansar hennar öfgakendir og gamansamir, kímnin safamikil og sterk. Sýnilega athygli og hrifningu áhorfenda vöktu þau Gitallino Heredia og Maribel de Cirez, þó ekki séu há í loftinu; þau dansa jafnan saman, glettin og spaugsöm með afbrigðum og fléstum fimari og mýkri í hreyfingum. Þá er Antorio Monllor nærri ótrúlega lima- mjúkur og mjög geðþekkur í allri framgöngu, frægur ball- ettdansari frá Barcelona, og vekur mikla kæti og hrifningu í skringilegu gervi tuskubrúð- unnar í stuttum skemmtidansi sem á ætt sína að rekja til málverksins fræga eftir Goya; og dansar tilbrigðin í fallegum hjarðamannadansi írá Anda- lúsíu með sérstökum ágætum. Litríkir hópdansar og fjöri þrungnir skipa mikið rúm á dansskránni — syrpur þéssar eru frá hinum ýmsu og ólíku héruðum Spánar í norðri, austri og suðri og bregða með sínum h'ætti1 skærri töfrabirtu yfir þjóðleg sérkenni hinna sögufrægu landshluta. Kvöldið hefst á gamansömum og mjög hugþekkum dönsum frá Galisíu á Norðvesturspáni, þar nýtur sín ágæta vel ríkur þokki hinna mörgu glæsilegu dans- enda. Þá kynnumst við hátíð- legu og litauðgu brúðkaupi í Valencia á Austurspáni, dans- arnir eru jota, fjörmiklir en virðulegir þjóðdansar Aragón- íu. Að hléi loknu er sem við komum í annan heim, leikurinn berst alla leið til Baskahéraðs- ins á Norðúrspáni og þar virðist flest annarlegt og framandi, bæði búningar og dansar, og sérstæður blær yfir öllu. Ein- dansari og aðalhetja hinnar þróttmiklu og sérkennilegu danssyrpu er Juan-Mari Asti- garraga, mesti og glæsilegasti stökkmaður flokksins, og er þá mikið sagt, og í öllu sannur fulltrúi karlmennsku og hreysti, en hvergi er ríkari áherzla lögð á þá hluti; forneskjulegur og tilkomumikill er sverðdans Baska cg algerlega einstæður. Kvöldið endar á stórri syrpu eldfjörugra flamencodansa — við erum stödd á veitingahúsi, dansendurnir sitja í hálfhring og hvetja óspart hvern annan með háfæru lófataki, tóta- stappi, söng og mögnuðum eggjunarorðum; allir verða að dansa og skemmta og gera sitt ítrasta hver af öðrum. Dansinn verðu.r æ ofsafengnari og tryllt- ari, og loks ■ birtist meistarinn sjálfu.r og lýkur dansinum með margsnjöllum og virðulegum hætti: tjaldið f’ellur og sam- stillt, ákaft og innilegt . lófa- klapp óhorfenda fylíir salinn langa hríð. þeir hylla fyrst og fremst José Greco og síðan dansflokkinn allan ásamt hin- um snjöllu gítarleikurum og söngkonum. að Roger Machado ógleymdum, hinum aldraða og mikilhæfa undirleikara og tón- listarstjóra. Það er hátíð í Þjóð- leikhúsinu um þessar mundir. A. Hj. j. Laugardagur 25. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (] Jj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.