Þjóðviljinn - 22.09.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.09.1962, Blaðsíða 5
Vestur-þýzkir nezistar KASSEL 18 9. — Næstkomandi sunnudag mun hópur manna koma saman í Kasscl ,til þess að blása nýju lífi i Þjóðernis- sinnaöa þjóðarf]. (DNVP), en á millistríðsárunum gegndi hann mikilvægu hlutverki sem stuðn- ingsflokkur Hitlers. Eftir fyrri heimsstyrjöldina stefndi helzti forystumaður flokksins, Alfred Hugenburg, ein- dregið að því að brjóta Weim- ar-lýðveldið á bak aftur og riaut í þeim efnum dyggilegs stuðn- ings öfllugustu iðjuhöldanna í Þýzkalandi. Árið 1924 var flokkurinn stærsti stjórnmálaflokkurinn í Þýzkal. og átti 111 fulltrúa á þingi. Skómmu áíðar tengdist harin ná- ið nazistaflokki Hitlers. Hugenberg varð efnahagsmála- ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Hitllers eftir kosningarnar 1933. Skömmu síðar var flokkurinn leystur upp þar sem Hitler viildi binda endi á allan andróður í eitt skipti fyrir öll. Hugenberg sat þó áfram á þingi til érs- ins 1945 en hafði lítil áhrif. Hann lézt 1951. Ráðstefnan sem hefst á sunnu- daginn hefur að kjörorði: „Hafið framtíð Þýzkalands í huga“. Á- hugamenn hvaðanæva úr Þýzka- landi munu koma saman og semja stefnuskrá flokksins og velja íorystumenn sína. I dreifibréfi frá forgöngumönn- um ráðstefnunnar var sagt að markm. floksins væri,. að skapa öllum Þjóðverjum óháð föður- Iand“. Ennfremur var því hald- ið fram að Þýzkaland væri orð- ið leikíang stórveldanna. Vestur-Þýzkalandi eru menn ekki að fIíka því að þéir hafi tekið þátt í andspyrnubaráttunni gegn nazistum enda eru slíkir menn illa séðir af stjórnarvöldum þar í landi og margir þeirra sitja þar nú í íangclsi. Öðru máli gegnir í Austur-Þýzkalandi, en þar njóta sömu menn mestu virðingar, gegna margir háum embættum, en þeirra sem féllu í barátt- unni er minnzt á verðugan hátt. Myndin er tekin á fjöldafundi sem haldin var á Ágúst Bebel torgi Fyrrverzndi nazistaborgarstjóra í Austur-Berlín til að minnast andspyrnuhreyfi ngarinnar. greidd há eftirlaun Júgóslavía Yfirmansi feersSjórnarhérsðanna sex í Alsír hafa komið mjög við sögu | þar að undanförnu cg svo mun vafalaust vcrða áfram, enda þótt búast megi við, að völd þeirra muni þverra, þegar fram í sækir. Þcir cru hins vegar sjálfum sér sundurþykkir, foringjarnir í 3. og 4, hcrstjórnarhéraði hafa verið andvígir stjórnarnefnd Ben Bella, cn hinir hafa stutt hana. Hér á myndinni eru þrír þessara herstjóra: Azedine majór, Ben Sherif ofursti og Hadj ofursti. — öll Efnahagsbandalagsríkin sex eru sammála um, að *• II' ' •%(? 2 % K * íf! samningttm um stjórnmála- lega sameiningu Evrópu cigi að ljúka á þessu ári ef mögulegt cr. Svo fórust Konrad Adenauer orð í grein, sem hann ritar í bandarsíksa tímaritið Foreign Affáirs. Adenauer getur ekki um það hver hlutur Bretlands eigi að. vera í satneinirigrirriil HinsVegar kveðst hanri vbria áð: 'samning- arnir um inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið lánist. —• Niðurstaða þeirra mun hafa , mikil áhrif á gang samninganna í öðrum löndum, segir kanslar- 1 inn. Múnchen. — Dómstóll í Múnc- hen hefur ákveðið, að vestur- þýzkir skattgreiöendur skuli greiða binum fyrrverandi yfír- borgarstjóra názista Fiehler há eftirlaun. Eiehler þessi var frá fyrstu tíð ákafur liðsmaður Hitlers og háttsettur í nazistaflokknum. Árið 1933 varð hann yfirborg- arstjóri í Múnchen og hélt þeirri stöðu til ársins 1945. 1 mörg ár hefur hann krafizt eftirlauna af borgarstjórninni en vegna mót- mæla almennings hafa yfirvöldin til þessa vísað þeirri kröfu hans á bug. Fyrir skömmu ákvað samit borgarráðið í Múnchen að hlíta úrskurði dómstólsins og greiða Fiehler eftirlaun. Stjórnin í Bonn varði á árinu 1960 1,4 milljónum marka af fé skattgreiðenda í efticlaun handa. fyrrverandi háttsettum nazistum. Á sama tíma hefur allt verið gert til ,þess að koniast hjá því að greiða fórnardý.rum nazismans skaðabætur. Fyrrverandi yfir- borgarstjóri í Esseri.ogiþingmaðúr kommúnista Heinz Renner hefur jafnvel verið dæmdur til að greiða til baka skaðabætur sem honum höfðu verið greiddar, að upphæð 27.383 mörk. Karl Sohabrod, fyrrverandi þingmaður, sem var lokaður inni í fangelsum Hitlers í tólf ár, og Ludwig Landwehr, sem var í sex ár í fangabúðunum í Buchen- wald, hafa báðir verið dæmdir til að greiða skaðabætur sínar til baka. Þeir sitja nú í fang- elsum Adenauers — dæmdir fyr- ir friðarbaráttu sína. BELGRAD 20/9. — Ný stjórn- arskrá verður lögð í dag fyrir þingið í Belgrad. Eitt af nýmæl- um hennar er að embætti forseta og forsætisráðherra, sem Tító gegnir nú báðum, skuli aðskilin. Þá er einnig ákvæði 'um að sami maður skuli að'eins gegna embætti forseta í tvö kjörtímabil, eða átta ár, en tekið fram að sú regla eigi ekki við um Tító forseta, sem þegar hefur gegnt embættinu í hálft tíunda ár. Tilgangur þessara breytinga er að tryggja að sem flestir borg- arar eigi aðgang. að æðstu em- bættum landsins, segir í formála fyrir stjómarskrárfrumvarpinu. Þingdeildum verður fjölgað úr tveimur í fimm og munu 120 sitja í hverri deild. í sambands- deildinni, sem verður æðsta stofn- un þingsins, munu að auki verða 70 fulltrúar sem kosnir verða beinum kosningum í öllum sex fylkjum landsiris. Sú deild mun m.a. kjósa forseta landsins, þing- forseta og alla ráðherra í sam- bandsstjórninni. Júgóslavnesk blöð svara í dag gagnrýni sem birzt hefur í kín- verskum blöðum á Júgóslavíu. Stjórnarmálgagnið Borba segir þannig um grein, sem birtist í Alþýðudagblaðinu í Peking á mánudaginn að hún ha£i verið samansafn fúkyrða og svívirðinga í garð Títós og Júgóslava. Grein- in hafi einkennzt af frumstæðum áróðri og hroka. Vikublað júgóslavneska komm- únistfilokksins, Kommúnist, ræðir í dag um væntanlega heimsókn forseta Sovétríkjanna, Leonid Bresnéff, til Júgóslavíu en hann kemur þangað í næstu viku, og segir að þá muni gefast tæki- færi til viðræðna um hvernig enn megi bæta sambúð landanna. Samvinna þeirra. segir blaðið, byggist á sameiginlegum hags- munum af eflingu friðarins og auknum skilningi þjóða á milii. & 'saSjT “i Laugardagur 22. september 1962 ÞJÓÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.