Þjóðviljinn - 22.09.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.09.1962, Blaðsíða 9
41 — ÓSKASTUNDIN Myndagátur Það er hægt að bræða mig. Það er liægt að borða mig. Það er hægt að kaupa mig. Er ég snjókarl? Er ég rauðspretta? Eða cr ég rjómaís. Ég nota kol. Ég er á hjólum. Ég er svartur. Er ég járnbrautarlest? Er ég kolaofn? Eða er ég sótari? Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álögin úr ýmsum stað, en ólög fæðast heima. PÁLL VÍDALÍN Sérhvað hefur sína tíð, svo er að hlæja og gráta. Hóf er bezt, hafðu á öllu máta. Gamalt viðlag. Hugann grunar, hjartað finnur lögin. Heilinn greinir skemmra en nemur taugin. Heimsins vél er knúð af einu afli, cinuin segulvilja, er kerfin bindur. Sama vald, sem veldur sólna ta|li, veitir sér í gegnum mannsins aéðar.. MiIIi Iægsta djúps og hæstu hæðar heimssál ein ef þáttum strengi vindur. Einar Benediktsson. Þrjár rauðar rósir Ævintýri eftir Evind Kolstad vera vinnumaður hjá mér, sagði maðurinn. ég skal láta þér líða vel ef þú hlýðir mér í einu og öllu. Það var einu sinni ungur piltur, gem lagði land undir fót í leit að vinnu. Anton hét hann, og hann var bæði dug- legur og heiðarlegur. Hann gekk á .milli hændabýlanna og bað um vinnu, en allstaðar var nóg, af vinnumönnum, svo það leit heldur illa út fyrir Antoni. 'En Anton var . ekki einn af þeim, sem gef- ast upp fyrir erfiðleikun- um. Það var hásumar, sól- in skein glatt og fugla- • söngur kvað við i skóg- inum, þar sem hann gekk og sólbrann í hitanum. Um kvöldið lagðist hann til sve.fns undir kjarrinu. Þegar hann vaknaði um morguninn var skógurinn eins og ævintýraheimur. Ekkert. jafnast á við . sólskinsmorgun úti í ■ti .liUíSkági. Trén og döggvott «iíi-u-íanfjð glitra og glóa í sóiinni. Þið getið ímynd- að ykkur að það er fal- leg sjón. Anton tók upp nest- ið sitt, sem betur fór átti hann o.furlitinn mat- arbita eftir. Meðan hann sat og borðaði nestið, heyrði hann fótatak í skóginum, og allt í einu stóð maður fyrir fram- an hann, stór og þrek- inn. — Góðan dag. góðan dág, sagði 'maðurinn dimmri röddu. — Ertu einn hér í þessum stóra skógi? — Það er áð minnsta kosti rúmt um mig hérna, svaraði Anton, honum varð aldrei svara- fátt. — Ég er í atvinnu- leit. því húsbóndi minn dó og jörðin var seld, sagði hann svo. — Kannski þú viljir — Ef það er heiðarleg vinna er ég reiðubúinn að vinna frá morgni til kvölds. sagði Anton. ■— Okkur kemur áreið- anlega saman um kaup- ið, sagði maðurinn. — það er bezt að þú kom- ir strax með mér. Anton stóð upp, tók saman fárangur sinn óg þeir héldu -&f stað. Maðurínn talaði ekki fleira, en gekk þögull á undan Antoni. Öðru hvoru leit hann um öxl til að gæta að hvort Ant- on fýlgdi á eftir. Þegar þeir höfðu geng- ið um stund, virtist Ant- oni skógurinn breytast Framhald á 2. saðu. j*. 5» lö sitt af hveriu ★ í lieimsmeistarakeppninni í lyftingum sem nú stendur yfir í Búdapést, sigraði Vladi. mir Kurynoff, Sovétríkjun. um, í millivigt, lyfti 422,5 kg. Annar varð Huszka, Ung- verjalandi, 415 kg. og þridji Teherani, íran, með 412,9 kg. ★ í Evrópubikarkeppninni í knattspyrnu vann Servette, Genf, hollenzka liðið Feyen- rood nú í vikuimi með 3:1 í Rotterdam. f fyrri Ieik þess- ara liða í keppninni vann hollenzka liðið með sömu markatölu, svo að þau verða að lcika aukaleik til úrslita. í Luxemborg vanni Milan, Ítalíu, Luxemborg með 6:0. Milan vann einnig fýrri leik þessara liða með 8:0 og held- ur því áfram i keppninni. í Lausanne í Sviss vann Laus- anne F. C. Sparta, Rotter- dam með 3:0 í fyrri 'leik Iiðanna í keppninni. í Bel- grad vaiín C.D.N.A., Búlgaríu, Partizán í Belgíu með 2:1 í fyrri leik liðanna í keppninni. ★ Manchester United vanri Real Madrid í vináttuleik i Madrid í fyrradag með 2:0. ★ Santos, Brasilíu, vann í fyrradag Beneficia, Portúgal, mcð 3:2 í fyrstu umferð al- þjóðlegu knattspyrnukeppm innar. utan úrheimi KR og Akrsnes leika á morgun íi Laugardalsvellinum I dag verður bikarkeppninni haldið áfram. Leika Týr og Fram B á Melav-elli klukkan 14. Er þetta lei'kur um sæti í aðalkeppninni, en þá koma lið- in úr 1. deild inn í keppnina. Uppistaðan í liði Týs eru I'eikmenn úr 2. flokki, en Vest- mannaeyingar voru í úrslitum í 2. flokki í fyrra og leika nú til úrslita í sínum riðli í 2. fl. gegn Val. Fram B hefur sigrað Reyni í Sandgerði og Akranes B, en Týr hefur sigrað Þrótt A-lið- ið, sem lék til úrslita í 2. d. og KR B. Strax eftir leikinn leika Val- ur og Þróttur í Haustmóti 1. flokks. Á morgun fer fram hinn l'eikurinn í 3. umferð Bikar- keppninnar, leikar þá Keflvík- ingar og Breiðablik úr Kópa- vogi. Fer sá leikur einnig franr á Melavelli og hefst klukkan 13.30. Þá fer fram siðasti leikur 1. deildar á morgun. Leika K R og Akranes á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Ef veður verð- ur óhagstætt eru líkur til þess að leikurinn fari fram á Mela- velli. Einvaldsharðstjóri, kóngurinn í Jemen, safnast til feðra sinna London 19/9 — Einn hinna síðustu algjöru einvalda í heim- inum, kóngurinn í Jemen, lézt sl. miðvikudag 66 ára að aldiá. Ahamed Ibn Yahya Hemid Ul- Din hafði öll trúarleg og ver- aldleg völd yfir Jemen-þjóð- inni, sem telur um 5 millj_ ónlr manna. Kóngur þessi komst til valda 1948, eftir að uppreisnarmenn höfðu skotið föður hans og þrjá bræður tií ■ bana. Hárm hefiu þótt beita valdi sínu af skefja- leysi gagnvart fólkinu. Ilann var því hataður með þjóð sinni 1 marzmánuði í fyrra var hanr. særður skotsári er hann heim- sótti hafnarbæ við Rauðahafj Tveir tilræðismannna voru háls höggnir opinberlega og búkar þeirra látnir hanga á torgi dag- langt. Tvo bræður sína lét kóngur hálshöggva með sverði 1955, eftir að þeir höfðu reynt að hnekkja valdi hans. ★ ★ Talið er að þrælahald sé enn við lýði í Jemen. Þar ríkir strangasta' múhaméðstrú. Kónur bera dúk fyrir andlitinu. Meðal þyngstu afbrota er neyzla á- fengis og hjúskaparbroti er refsað með dauða. Hreyknir af sigri sínum Norsk blöð eru að vonum í sjöunda himni yfir sigri norska landsliðsins í knatt- spyrnu yfir Svíum um helgina, en í A-keppninni fóru leikar þannig að Norðmenn unnu 2:1. Kom sigur þessi alveg á óvart, eftir 'heldur slaka lands- leiki undanfarið.1 Nokkrar breytingar voru gerðar á liðinu, og má sjá á blöðunum að þau telja sig.hafa fundið arftaka Torbjörns Sven- sen, og heitir hann Finn Tore- sen, og er ,,leikandi“ miðvörð- ur eins og þeir orða það. Telja þau hann næstbezta mann liðs. ins og næstan ,,Kniksen“ Ro- ald Jensen, sem var bezti mað- ur vallarins að þeirra áliti. Svíar skora fyrsta markið, en Norðmenn jafna. í byrjun síðari hálfleiks hefja Svíar miklá sókn en Norðmenn hrinda henni og hafa forustu í leiknum það sem eftir var. Sigurmark þeirra kom á 35, mín. í síðari hálfleik. Talið er að Norðmenn hafi verið muri nær því að sko.ra þriðja mark- ið en Svtíar að jafna. í B-keppninni gekk Nörð- mönnum ekki eins vel, því þeim leik töpuðu þeir með 5:0, en sá leikur fór fram í Öre- bro. Aftur á móti gekk þeim bet- ur í ungiingakeppninni, en þar varð jafntefli 1:1. Svíarnir léku betri knattspyrnu, en norsku drengirnir sýndu vilja og gott Ikeppnisskap, sem hjálpaði þeim. til þess að ná jafntefii. Um A-liðið sænska segja b'.öðin, að það 'hafi verið það lakasta sem hafi verið teflt fram siðustu 10 árin. .4» Laugardagur 22. september 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (Q IV (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.