Þjóðviljinn - 02.10.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.10.1962, Blaðsíða 6
(MÓÐVIUINN Otgeíandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ölafsson, Sigurð- ur Suðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 b'nur). Áskriftarverð kr. 65,00 á mánuði. SeSjendum ísienzkrar landhelgi éréff Oræsni og yfirdrepsskapur mega heita meginein- kenni pistla þeirra í Morgunblaðinu sem nefndir eru „Reykjavíkurbréf“ og mynda eins konar verald- lega útleggingu á sunnudagsspjallinu annars staðar í blaðinu. Efcki mun auðvelt t.d. að komast öllu lengra en á sunnudaginn var, en þá er m.a. verið að hugleiða hvað „kommúnistar“ á íslandi gerðu ef þeir hefðu til þess völd. Og dæmið sem valið er, gæti að vísu bent til þess að greinarhöfundi væri enn ekki alveg rótt vegna verka núverandi stjórnarflokka í landhelgis- málinu. Hann segir: „Hætt er við að fljótlega mundi þá 'gleymast að til væri nokkuð sem héti íslenzk land- helgi. Rússunum myndi heldur ekki finnast ósann- gjarnt að þeir fengju að 'hirða þessa þyrsklinga hér við landið fyrir það að verja okkur gegn auðvalds- sinnum“. Cegja má að það sé einkennilegt hvernig; höfundur ^ Reykjavíkurbréfsins velur þessar getsakir í garð andstæðinga sinna. Hann gerir sér leik að því að tala um snöru í hengds manns húsi. Skyldi Morgunblaðið halda að íslendingar séu með öllu búnir að gleyma því, hvernig algjörum sigri Islendinga í baráttunni um tólf ma'lna landhelgina var snúið í undanhald þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn sömdu um ’það við erlend-ar ríkisstjórnir að hleypa flota ofbeldis- ríkisins Bretlands og síðar Vestur-Þýzkalands inn í fólf mílna landhelgina? Illa hefur gengið að sannfæra Ísiendinga um að þetta vesæla undanhald hafi verið „stórsigur" í landhelgismálinu, eins og Morgunblaðið og Alþýðublaðið reyndu. Flestum landsmönnum var það -ljóst, að hér voru tveir íslenzkir stjórnmálaflokk- ar ibemlírtis að vinna gegn íslenzkum málstað, vegna jjuay þess að þeirm^átu meira „vináttu“ og „samstarf“ þeirra storveida sem^böfðust gegn íslendingum í landhelgis- málinu. 8[ ■ TJöfundur Reykjavík’urbréfanna, sem talið er að sé Bjarni Benediktsson, og samsektarmenn hans að landhelgissvikunum töldu „sigurinn“ fólginn í því, að Ihinum erlendu fiskiflotum yrði ekki hleypt inn í landhelgi íslands nema til þriggja ára. En nú hafa sömu flokkarnir sem stóðu að landihelgissvikunum hafið ískyggilegt baktjaldamakk við erlenda valda- menn um aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Það baktjaldamakk virðist svo langt komið, að einn mesti valdamaður bandalagsins, Konrad Adenauer, hefur hvað eftir annað nú undanfarið talið aðild ís- lands afráðið mál. Takist Sjálfstæðisfilokknum og Al- þýðuflokknum að innlima ísland í Efnahagsbandalag Evrópu „er hætt við að fljótlega myndi gleymast að til væri nokkuð sem héti íslenzk landlhelgi“, svo við- haft sé orðalag (Morgunblaðsins. Eitt meginatriði þeirra breytinga, sem þá yrði á aðstöðu Íslendinga er að landhelgi íslands yrði opnuð upp á gátt jyrir öllum aðildarríkjum Efnahagsbandalagsins, og þeir hefðu ekki einungis allan rétt til jafns við íslendinga að veiða þar, heldur hefðu auðhringar þessara rífcja allan rétt til að setja á stofn fyrirtæki á íslandi, til útgerðar, fiskvinnslu eða hvers annars sem þeim sýnd- ist. Og blaðrið um „undanþágur“ og „sérstöðu“ er ekk- ert annað en blekkingablaður. Þannig hefur Norð- mönnum verið sagt afdráttarlaust, að aðild þeirra að Efnahagsbandalaginu verði að þýða algert jafnrétti að- ildarríkjanna í norskri landhelgi eftir nokkurra ára „aðlögunartíma". Ckyldu ekki getsakir innlimunarmanna varðandi ís- ^ lenzka landhelgi og „kommúnista“ þykja nokkuð holhljóma og hræsniskenndar þegar málsatriði eru höfð í huga? — s. f I 1 I 8 8 I i 1 I I i 8 f I 1 1 I E I I I I I 1 1 8 I I I I I I I i I 8 8 1 I 8 f I I 8 I 8 i 8 i 8 I 8 I i f 8 I I I I Einn mesti tónsmiður Þýzka- lands, Hanns Eisler lézt 6. september s.l. Hann er fæddur inn í borgarastétt, en snérist strax á öðrum áratug aldarinn- ar sem fysti þýzki tónsmiður- inn til liðs við verkalýðshreyf- inguna og gerði málstað henn- ar 'Sem fyrsti þýzki tónsmiður- tengt uppvexti hinnar byltingar- sinnuðu þýzku verkalýðshreyf- ingar undir forystu Kommún- istaflokks Þýzkalands. Á naz- istatímanum barðist hann af öllum mætti fyrir sameiningu verkalýðshreyfingarinnar og samvinnu hennar við aðra and- fasista gegn nazistum. Hann barðizt á Spáni gegn fasisman- um sem á útlegðarárum sín- um, hvort sem hann dvaldi í Austurríki, Danmörku eða USA. Hann er höfundur eins fræg- asta baráttusöngs verkalýðsins við texta Brechts: Einheits- frontlied (EiningarfyIkingarlj óð). Eftir útlegðina var hann einn af þeim fyrstu sem snéru til baka til að byggja upp frið- samlegt Þýzkaland. Hann samdi við texta Johannes R. Becher þjóðsöng DDR og með lögum sínum og verkum flutti hann verkalýðnum og sérstaklega æskunni kjark og baráttuvilja við uppbyggingu sósíalismans. Hann var einn þeirra, sem starfaði með Brecht frá upphafi við myndun hins sögulega raunsæjá leikhúss og samdi lög við sum leikritin hans m.a. Líf Gálilei, Móðirin, einnig við Vetrarorustuna eftir Becher o.fl.). Hann myndaði með Ijós- leik sínum og túlkunarformi hinn svokalaða „Eislerstíl", byrjun á myndun nýs sósí- alsks raunsæisstíls. „Ég hef íagt mig fram við það allt frá æsku minni að semja hljómlist í þágu sósíalismans. Það var oft erf- itt og mótsagnakennt verkefni. En mér virðist það vera fyrir listamenr. okkar tíma hið eina verðu.ga". í dag verður hann borinn til grafar. Forystumenn verka- lýðsins og menningarmála standa heiðursvörð við börur hans í Ríkisóperunni og verka- lýðu.rinn allur þakkar honum starf ihans. Raddir samherja Berliner Ensemble: Félagiokk ar, Hanns Eisler er látinn. Þessi skelfilega frétt barst okkur á miðri æfingu að „Dagar komún- u.nnar" sem hann hafði yfir- gefið nokkrum mínútum áður. Syngjandi lög hans, þar sem byltingin birtist svo nærstödd, finnst okkur lát hans sérstak- lega óskiljanlegt . . . Það er eins og Brecht hafi ort „Lof um byltingarsinnann“ um vin sinn Hanns Eisler: Hinir þreklausu berjast ekki. Hinir styrkari berjast ef til vill stundar- langt. Þeir sem eru enn máttmeiri berjazt mörg ár, en hinir þróttmestu berjast allt sitt líf, þeir eru ómissanlegir. Paul Dessau, sem m.a. samdi í frelsisstriðinu á Spáni hinn heimsfræga baráttusöng „Die Thalmann-Ko’.onne“ os iög við leikr.it Brechts „Móðir Courage og börn hennar“ segir við lát Eslers: Sérhver nóta Hanns Eislers er helguð stéttabarátt- u.nni .... Á hinum miklu byltingartím- um reif hann sig lausan frá hinni venjulegu hljómlista- framleiðslu hljómleikasalanna og varð samherji öreigan-s með hljómlist sinni. Hann skrifaði fyrir götuna og á hættunum hljómar hljómlist hans og mun áfram hljóma. Mýrardátasöngur er afar innihaldsríkur og á- hrifamikill verkalýðssöngur, enda þekktur um allan heim. ,Hér segir Eisler frá orsökum og kringumstæðum sem leiddu til myndunar hans og skýrir frá hlutverki hans fyrir þá sem sköpuðu hann og fyrir verka- lýðinn allan: Papenburg voru fangabúðir í Austurfríslandi. Þar voru fimm þúsund þýzkir verkamenn^, fangar. Umhverfi fangabúðanna var aðeins auðn og dapurleiki, hvergi annað en mýrar og heið- ar að sjá. Fangarnir voru not- aðir til mýrarvinnu og grófu þeir þar áveituskurði. Fang- arnir urðu að marsera tvo tíma til vinnustaðar og tvo til baka til bragganna. Vinnan var af- arerfið; fangarnir urðu að standa í hnéháu vatni og grafa í skurðinum með þungum skóflum allan daginn. Þessi starfi telzt til erfiðustu vinnu. Fangarnir fengu auk þess eng- in stígvél eða vettlinga, svo að alls konar veiki þreiddist út á meðal þeirra, gigtveiki og gigtarflog, hjartasjúkdómar, út- brot og kýli. Meðferð gæzlu- liðsins á föngunum var sú gróf- asta sem hugsazt getur, fæðið vesallegt. Til að kvelja fangana enn meira var þeim bannað að reykja; aðeins tvo eftirmiðdaga á viku, miðvikudaga og sunnu- daga, var þeim leyft að reykja. iHræðileg var gangan til og frá vinnunni. Einkum var heim- gangan með þung vinnutækin ógurleg og margir féllu en voru reknir áfram með höggum ibyssuskefta gæzluliðsins. Þannig var aðstaða hinna fimm þúsund öreiga, kommún- ista, sósíalista, óflokksbund- inna og örfárra menntamanna, sem skópu sér sjálfir hinn stórko-stlega verkamannasöng- Þessi söngur, sem þarna skap- aðist nefndist „Mýrarhermenn- irnir“ og textinn varð að vera þannig, að hægt væri að syngja hann fyrir gæzluliðinu. Hann varð að.vera í dulargerfi. Söng- urinn myndaðist ekki sjálfkrafa eins og borgaralegir þjóðlaga- fræðingar myndu halda. Það var skipulagður hópur fang- aðra manna sem skóp þennan söng. Hver var höfuðtilgangurinn með þessum söng? Hvers vegna gerðu fimm þúsund öreigar, sem hvorki höfðu getað numið braglist né Ijóðlist sér það ómak að vera að semja þennan söng? Hvers vegna hafa þeir fundið sig þvingaða til þess og hvers vegna hafa þeir samið svo stórkostlegan‘söng, að við bylt- ingarsinnaðir tónsmiðir tökum ofan hatt okkar fullir undr- unar og aðdáunar? Fyrir okkur byltingarsinna kemur það ekk- ert á óvart, hversu feikna kraft samstilltur hópur öreiga með stéttarvitund getur haft — einn- ig á menningarstiginu. Söngur- inn hefur hjálpað hinum sár- börðu, uppgefnu hungruðu fé- lögum á göngunni og gefið íbúunum og gæzluliðinu stór- fenglega mynd af þrjózku, krafti og óbundinleika. Ef að fylking fanga söng, þá var sá söngur bannaður af héraðstjóranum, þótt ekki væri hægt að færa sönnur á að söngurinn hefði pólitískan tilgang. En það var Hera Fyrir nokkrum dögum hóf nýr og nýstárlegur leikflokkur göngu sína í Tjarnarbæ, Leik- hús æskunnar, stofnað af þremur tugum kornungra á- hugamanna og kvenna,. Þó að stefnan virðist ekki enn að fullu ráðin og framtíðin í nokk- urri óvissu má vænta giftu- drjúgs og fjölþætts starfs af hinu nýja félagi er stundir líða, þar mun æskufólki gefást þess langþráður kostur að stæla kraftana og stefna á brattann, koma fram á leik- sviði og kynnast leikmenntum 1 l'fandi starfi, skemmta sér og öðrum og komast til þroska. Það er kjarngott og hugtækt verkefni sem Leikhús æskunn- ar velur sér hið fyrsta sinn, en ‘Um leið örðugt viðfangs á ýmsa ilund: útvarpsleikurinn „Herakles og Áglasfjósið" eftir Sv'sslendinginn Friedrich Dúrrenmatt, einn af svipmestu höfundum samtímans og snjall- astan þeirra leikskálda sem nú rita á þýzka tungu, að landa hans Max Frisch ógleymdum; en leikhúsin íslenzku hafa sniðgengið verk hans með öllu, hyað sem veldur. Sjónleikir hins sérstæða skálds og ó- g) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. október 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.