Þjóðviljinn - 05.10.1962, Qupperneq 5
I
Vinarbcrg
12 ár saklaus
Þúsundir blaðadálka hef-
ur blaöamaður einn í Vín-
arborg skrifaö á síöustu ár-
um, 1 því skyni að sannfæra
dómsyfirvöldin um að sak-
]aus maður hafi setið í 12
ár saklaus bak við fang-
elsisgrindurnar. Nú hefur
hann loks hlotið þá upp-
skeru erfiöis síns, afi mál
fangans veröur tekið upp
að nýju.
í þessum mánuði verður tek-
ið fyrir að nýju mál Erich
Rebitzer sem fyrir 12 árum var
dæmdur í ævilangt íangelsi fyr-
ir þrefalt morð. Hann er nú 37
ára gamall.
Það var árið 1948. 1 Fochler-
Múhle í N eðra-Austurr íki var
3ja manna fjölskyida að nafni
Mullei' myrt. Enda þótt rúm-
iega milljón schillingar hefðu
horfið úr herbergi fjölskyldunn-
ar þar sem morðin vorai fram-
in, þá var lögreglan þeirrar
skoðunar í hálft annað ár að
um sjálfsmorð heíði verið að
ræða. Orðrómur varð til þess að
að málið var tekið til rannsókn-
ar að nýju, og það varð til þess
að Erich Rebitzer var handtek-
inn.
Rebitzer játaði sekt sína en
tók játninguna aftur eftir fá-
einar klukkustundir, og fullyrti
, einarðlega að hann væri sak-
laus, allt þangað til aðalréttar-
höidin hófust óg allt fram á
þennan dag.
Þegar hann var dæmdur þótt-
ust dómarar hafa fundið Hkur
fyrir sekt hans. Herra Muller,
sem myrtur var, var skyldur
Rebitzer og hafði komið í veg
fyrir að hann hlyti arf. Ákær-
andinn hélt því fram að Rebit-
zer hefði viljað hefna þess.
Ái'um saman hefur blaðamað-
urinn Gustav Adolf Neumann
i Vín með fjölmörgum greinum
leitazt við að sýha fram á hald-
leysi þeirra sannana sem leiddu
til iífstíðarfangelsisins. Honum
tókst að finna mikilsvarðandi
vitni, sem aldrei voru yfirheyrð
í réttarhöldun um.
Hann hefur einnig kcmizt
yfir kvikmynd, sem lögreglan
3ét gera af morðstaðnum meðan
verið var að rannsaka morðin.
Á myndinni sést m.a. klukka,
og tíminn sem hún sýnir senn-
ar að Rebitzer hlýtur að vera
saklaus. Rebitzer hefur fjarvist-
arsönnun íyrir þann tíma er
morðið er framið.
* Bátasala
* Fasteignasala
* Skipasala
* \ átryggingar
og verðbréfa-
viðskipti.
JÓN Ó. HJÖRLEIFSSON,
viðskiptafræðingur.
Tryggvagötu 8, 3. hæð.
Símar 17270 — 20610.
Heimasími 32869.
H Ú S G Ö G N
Fjöíbreytt árvaL
Póstsendam.
ftxel Eyjólfsson,
■kipholtl 7. Síml 1*111.
ALUMINIUM
Sléttar, báraðar og munstraðar plötur.
Prófilar og rör. — Létt og sterk.
Laugavcgi 178 — Sími 38000.
VERKAMENN
geta
f engið' ‘ fasta' átvinnu.
Járnsteypan Iif.
Ánanaustum. — Sími 24407.
Þvottakona óskast
til hreingerninga í prentsmiðju.
ÞIÓÐVILJINN
tP
Nýjungar í flugvélagerð
Nszister þinga
Miinchen — Um siðustu helgi
var haldinn fundur fyrrvcrandi
SS-manna í Bad Windsheim í
Franken í Vestur-Þýzkalandi.
Þessi samkoma gömiu nazist-
anna var haldin fyrir luktum
dyrum.
Ekkert hefur verið látið uppi
um umræður eða viðfangsefni
l'undarins, en forráðamenn hans
hafa greint frá því að SS-menn ;
frá öðrum löndum hafi einnig
verið þátttakendur. Þá bárust
einnig heillaskeyti frá gömlum
SS-mönnum á Norðurlöndum.
Á sama tíma var haldið í Bad
Godesberg við Bonn mót þeirra
sem verðlaunaðir voru með ridd-
arakrossi af Hitler. Hinn al-
ræmdi NATO-hershöfðingi hans
Speidel sendi samkomu þessari
skevti þar sem segir m.a. að
„herir Atlanzhafsbandalagsins í
Þýzkalandi meti mikils riddara-
mennsku og hermennskuhæfi-
leika þeirra sem bera riddara-
krossinn“.
Speidel var einn af nánustu
samstarfsmönnum Hitlers, m.a.
hernámsstjóri í Frakklandi á
heimstyrjaldarárunum. Nú er
hann yfirmaður alls herafla
Atlanzhafsbandalagsins í Mið-
Evrópu.
APN-fréttastofan greinir frá því,
að tvær nýjar tegundir af sov-
ézkum flugvélum séu í þann veg-
inn að koma í notkun. Hér cr
um að ræða merkar nýjungar
í flugvélagerð.
önnur er risastór farþegaþota
„IL-62“. Hún flýgur' meö 900
km. hraða á klukkustund og
jafnaði og rúmar 182 farþega.
Farþegarýmið er á tveim hæð-
um. Á neðri hæðinni er eldhús
með nýtízku rafmagns-eldhúsá-
höldum, veitingaborði og kæli-
skápum.
Einangrun flugvélarinnar er
slík, að inni í henni heyrist svo
að segja enginn hávaði. Á efri
hæðinni er aðalfarþegarýmið.
Sovétmenn hyggjast láta flug-
véiar af þessari gerð vera í
förum rnilli Moskvu og New
York, og verður hvergi lent á
leiðinni. Það er hinn kunni flug-
vélaverkfræðingur S. Iljusjín,
sem hefur ráðið gerð og smíði
þessarar nýju vélá.
I
*Stn/iSJAVÍNMUSTOfA
OO HtHifiUBU
Nýjar þyrlur""
Þá hefur M. Mils-samstarfs-
nefnd flugvélaverkfræðinga látið
írá sér fara nýja tegund af þyrl-
um, „MI-6“ og „V-8“. MI-6-þyrl-
an er ætluð til þungaflutninga
á langleiðum. V-8 getur flutt
24 farþega, en einnig er hægt
að útbúa hana sem sjúkrahús og
tekur hún- þá 14 sjúklinga.
V/0 „EXP0RT-
LJ0N“
flytur út margvíslegar teg-
undir af sovézkum baðm-
ullardúki, spunnu rayon-
efni, silki og lérefti í fögr-
um nýtízku litum og
mynstrum fyrir allra
þarfir.
Skrifið til okkar:
,EXPORTL|ON‘
Smolenskaja pl., 32/34
Moscow, G-200, USSR.
Föstudagur 5. október 1962 — ÞJÓÐVILJINN —