Þjóðviljinn - 06.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.10.1962, Blaðsíða 9
4) — ÓSKASTUNDIN íræ, íræið gef ég svín- inu, svínið gefur mér burstir, úr þeim fiétta ég kaðal og dreg vin minn maurinn upp úr vatninu. Hænan svaraði: — Gefðu mér korn, þá skal ég gefa þér egg'. Engisprettan hljóp út á akurinn og sagði við kornaxið: — Góða ax. gefðu mér korn, ég' gef hænunni kornið. hænan gefur mér egg, eggið gef ég spæt- unnj, þá lætur spætan eikina í friði. eikin gef- ur mér fræ, fræið gef ég svíninu, svínið gefur mér burstir, úr þeim flétta ég kaðal, og dreg vin minn maurinn upp úr vatninu. Axið svaraði: — Rott- an er alitaf að naga mig og bíta, se.gðu hen-ni ,að hætta því. þá skal ég gefa þór korn, Engisprettan hljóp til rottunnar og bað hana að hætta að naga korn- öxin. — Þá gefur axið mér korn, kornið gef ég hænunni, hænan gefur mér egg, eggið gef ég spætunni, iþá lætur spæt- an eikina i friði. Eikin gefur nrér fræ, fræið gef ég svíninu, svínið gef- ur mér burstir. úr þeim flétta ég kaðal og dreg maurinn, vin minn, á land. Rottan svaraði: >— Farðu til kattarins, og segðu honum að hætta að elta mig, þá skal ég ekki naga axið. Engisprettan hljóp til kattarins o.g sagði: — Gpði kö.ttur, hættu að elta rottuna, þá hætt- ir rottan að naga axið, axið gefur mér korn, kornið gef ég hænunni og hænan gefur mér egg. (Framhaid). Þjóðsaga JÖRUNDUR og ÁSMUNDUR í íornöld bjuggu þeir Jörundur undir Jörund- arfelli og Asmundur und- ir Ásmundarnúpi, voru þeir vinir mikiir, en á efri árum trylltust þeir. og gekk þá hvor í það feil, sem við hann var kennt. Það er mælt að Ásmundur hafi átt vopn þau og herklæði, er voru gersemi mikil. fésti hann þau íraman í hamar einn í Ásmundarnúpi, og mælti svo fyrir, að þeim einum. skyldi auðið verða \ að ná þeim er ekki léti skírast, og ekki hefði ál- izt á öðru hin tó’.f fyrstu aldursárin en kaplarrijólk og hrossakjöti, en engum hefur auðnazt að ná þeim til þessa. Þeir JörundUr og Ásmundur höfðu mikla ást á Vatnsdain- um, og' eru þeir árrrienn eða bjargvættir dalsins. Einhverri haröindavetur heyrðu ímenn þá vera að kallast iá, o.g voru þeir ‘fá að jráðgera §ð “ réfta yfir dalinn, svo‘„ snjój__ félli aldrei í hann, en sú ráðagjörð fórst fyrir, því þeim þótti dajurinþ verða ófegri, tef sfo imæðf'‘ei’gi ’ að skiriia ■ í hann. . (Úr þjóðsö|úm J. Á.) - RITSTJÓRI UNNUR EIRÍKSDÓTTIR — ÚTG.: ÞJÓÐVILJINN - / í ' ENGISPRETTAN OG MAURINN (Ævintýri fi’á Grúsíu) Engisprettan og rnaur- inn voru góðir vinir og fóru saman í gönguferð. Þau komu að dálitlu vatni. Þá sagði engi- sprettan við maurinn: Ég ætla að stökkva yfir vatnið. Getur þú stokkið yfir? — Já, já, ég stekk yf- ir, sagði maurinn. ■ Engi- sprettan tók tilhlaup 1- 2-3, og stökk yfir vatn- ið. Maurinn tók Hka til- hlaup, 1-2-3. og pomm, hann datt i vatnið. Maurinn hrópaði þá: —- Góða engispretta, hjálpaðu mér. dragðu mig upp úr vatninu. Engisprettan hljóp og hljóp, þangað til hún hitti svínið. Þá sagði hún: —* Góða svín mér burstir. Ég flétt-a1 úr þeim kaðal, til að draga maurinn. Vin minn upp úr vatninu. Svinið sagði: — Sæktu handa ntér eikarfræ. þá skal ég gefa þér burstir. Engisprettan híjóp og hljóp, þangað til hún komá að eikartré, þá sagði hún: — Góða eik. gefðu mér fræ, fræið gef ég svíninu, svínið gefur mér burstir. úr þeim fiétta ég kaðal og dreg svo maurinn. vin minn, upp úr vatninu. Eikin svaraði: — Spæt- an situr sig aldrei úr færi að klóra mig og kroppa. Segðu henni að láta niig' í friði, þá skal ég gefa þér fræ. Eng'isprettan hljóp og hljóp, þangað til hún hitti spætuna. ■— Góða spæta, sagði hún. — Láttu eikina í friði. Þá gefur eikin mér fræ, fræið gef ég svín- inu. svínið gefur mér burstir, úr þeim f’.étta ég kaðal, og dreg vin minn. maurinn, upp úr vatninu. Framhald af 3. .síðu. Tveir leikir i dag í bikarkeppninni í dag vérða leiknir tveir ieik- I ,ir í úrslitakeppni bikarkeppni Knattspyrnusambands íslands og eru þeir allir á milli 1. deild- ar liða. Hér í Reykjavik mæt- ast Fram og Valur á Mela- -vellinum og búast við, að sá leikur verði mjög tvísýnn því'a ýfnsu hefur oltið í leikj- um þessara liða í sumár. Hafa þau alls. léikið 'f jóruria« sinnum saman, Fram unnið tvívegis með 1:0, Valur unnið einu sinni með sömu markatölu og einu sinni varð jafntefli 1:1. Á Ísaíirði keppa Isfirðingar og KR-ingar, en KR-ingar haía unnið bikarkeppnina í þau tvö skipti sem hún heíur far- ið fram. Ætti þetta að verða auðveldur leikur fyrir Kft eft- ir leikjum ísafjarðariiðsins í sumar að dæma. Á sunnudag leika svo Ak- ureyringar og Akurnesingar og ..fer leikurinn fram ó Melavelli. | Þetta verður vafalaust tvísýnn leikur, því að Akureyringar hafa sýnt góða leiki seinni- hlutann í sumar og ættu að veita Akurnesingum harða keppni, þótt Akurnesingar hafi oftast reynzt sigui'sælir í leikj- um þessara liða. Þau þrjú félög sem sigra í þessum leikjum keppa í und- ■, ianúrslitum ásamt Keflvíking- um. Hcfnarf j.mótið hefst í dag híðkkur bréýting hefur' brðið á niðurröðun leikja í Hafnar- íjarðarmótinu í knattspyrnu frá því sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær svo og á leik- tímanum. Eridanleg skipun leikjanna verður þessi: Mótið hefst í dag, laugartlag, kl. 4 meö lteppni í 5. aldurs- flokki. Nk. laugardag, 13. októ- ber, fer fram leikur í 3. flokki kl. 4 og sunnudaginn 14. okt. fara fram síðustu leiltir móts- ins. Verður þá leikur í 4. ald- ursflokki kl. 2 og strax á eft- ir leikur í 1. flokki. utan úr heimi ★ Sameinað lið frá vestur- þýzku kniattspyrnuféltigunum Eintracht, Frankfurt og Off- enbach Kickers vann Eviópu- bikarhafann Beneficia frá Lissabon 1 fýrrakvöld með 2 mörkunr gcgn engu. Þvottakona óskast til hreingerninga í prentsmiðju. ÞJÓÐVILJINN :' : • ■ f i :r. . i Þjóðdansaíélág Reykjavíkur hefur nú haf-ið vetrarstarfið og var, ..fyrsti kennsludagur síðast- liðinn þriðjudag. Hefur starf- semi fé’.agsins aukizt mjög á undanförnum árum. I ljós kom á fyrsta kennsludegi. að fleiri vþdu komast að en látið höfðu innrita sig og af þeim sökum þarf að bæta við suma flokk- aná. Hefur innritun verið í sínia féiagsins 12507 og eru þar ge.l'nar a.llar nánari upplýsing- ar um starfið og kennsluna. Kennarar félagsins eru ,Sig- riður Valgeirsdóttir. Matthildur Guðmundsdóttir, Dóra Emils- dóttir og fleiri, undirleikari er Guðný Richter. :Sú nýbreytni hefur verið tekin upp, að hafa námskeið í nýju dönsunum til að auka ■ enn meira- fjölbreytni ‘í starii. félágsins: í fyrraVetur vár: byrjáð á tómstundavinnu ‘fyrir félagsmenn og verður því starfi haldið áfram í' vetur. Á síðast- liðnum vetri voru saumaðir sauðskinnsskór og prjónaðir leppar, einnig voru búnar til tágakörfur. í vetur verður byrjað á göm’.um islenzkum búningum, má þar nefna krók- íaldinn, gamla upphlutinn, gömlu peysufötin og karl- mannabúninga. Er markmið fé- lagsins að eiga sem flesta ís- lenzka búninga og réyhcíar er- .lenda hka. en það verður lögð áherzla á að kom'a úpp ís- íenzkum búningum í vetur, þar sem félaginu hefur bor- izt höiðinglegt boð utn þátt- töku í norrænu þjóðdansamóti í Ós’.ó næstfl sumail;: Ingimar kyrrsettur CIIICAGO. Skattayfir- völdin bandarísku haía lagt liald á allt það fé sem inn kom er Sonny Liston og Floyd Patterson háðu ein- vígið um heimsmeistaratit- ilinn í hnefaleikum. Fé þetta nemur um 170 millj- ónum króna. Er þar innifal- ið vgrð aðgöngumiðanna og gjöld fyHr að fá að sjónvarpa og kvikmynda viðureigninni, i. : ~ ; - * Ag þessu fé átti að greiða köppunum tveim glímulaunin. Skattayfirvöldin gripu til þessara ráðstal'ana til að tryggja það að skattarnir væru greiddir lögum sam- kvæmt. en oft hefur geng- ið erfiðlcga að fá viðun- andi reikningsskil þcgar slíkir aðilar eiga í hlut sem þeir er stóöu áð keppn- inni. Laugardagur 6. oktpber 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.