Þjóðviljinn - 09.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.10.1962, Blaðsíða 9
Akureyri — Akranes Hraði Akureyringa Það urðu sannarlega óvænt úrslit í leik Akraness og Akur- eyrar í bikarkeppninni, að Ak- ureyri skyldi sigra með þvílík- um ylirburðum eða 8:1, því al- mennt mun hafa verið búizt við jðfnum leik. Leynivopn Akureyringa var að þessu sinni hraðinn. Hann \ ar það mikill, að vörn Akra- ness fékk ekki við neitt ráðið, þegar norðanmönnum tókst upp og stormuðu að marki Skaga- manna eins og hvirfilvindur. Það er langt síðan maður hefur séð íslenzkt lið leika með þess- ■um gífurlega hraða í tvöföldum skilningi. Hver einstakur maður var fljótur, en hraðinn í samleikn- Um og sendingar án þess að stanza knöttinn ruglaði Akra- ( nesliðið þó mest. Ef Akureyr- ingum tekst að halda þessum hraða í móti þessu, er hætt við að hin félögin séu ekki við því búin að mæta honum. Það var gaman að sjá þetta lífsfjör sem einkenndi Akureyrarliðið í þessum leik, einmitt þegar „slow motion” virðist einkenna svo mjög leik beztu liðanna. Fyrri liálflcikur 4:0 Það virtist sem norðanmenn væru í byrjun leiksins svolítið taugaóslyrkir, þegar Skagamenn komu þegar á fyrstu mínútu æðandi upp að marki en knött- urinn fór þó aftur fyrir. Ot- spyrna tókst ekki betur en það að hún fór rétt út fyrir víta- teiginn til Ingvars £rá Akra- nesi, saiii ekki þurfti annað en að fara nokkrum skrefum naer og skora, því Einar var einn til varnar, en Ingvar hitti illa og skoppaði knötturinn framhjá marki. Hefði það vafalaust ver- ið þýðingarmikið fyrir Akranes að taka forystu svo snemma í leiknum. Akureyringar hófu fljótlega sókn og á fjórðu mín. er Kári fyrir opnu marki á markteig en skaut hátt yfir. Þetta endurtók Skúli nokkrum mínútum síðar. Sóknin heldur áfram og tvisv- ar vérja Skagamenn á línu. Hinn ungi og óreyndi markmaður, Gylfi Halldórsson, hélt knett- inum illa og missti hann hvað eftir annað, sem skapaði glund- roða í vörninni. Nokkur stund leið þar til Akureyri skorar, en það gerði Steingrímur Björnsson eftir mjög laglega sendingu frá Guðna framverði. Hann skoraði einnig annað markið mjög laglega. Hann fékk hörkusendingu frá Hauki Jak- obs, sem hann stöðvaði snilldar- lega með bolnum sneri sér við og skaut föstu skoti þegar í stað í horn marksins. Það hafði yfirleitt legið meira á Akranesi án þess þó að það væri svokölluð „pressa”, en þeim tókst aldrei að ná saman í sókn sinni og ógna markí norðanmanna. Það er ekki fyrr en á 27. mín. að Skagamenn eiga verulegt skot á mark, var það Þórður Þórðar sem skaut; en Einar varði með því að kasta sér og góma knöttinn naumlega. Bæði skot og vörn . voru skemmtileg. Þriðja markið skorar Skúli með skalla eftir sendingu frá Steingrími, en þetta hefði Gylfi ótt að verja með því að slá knöttinn yfir en hann fór inn í markið milli slár og handa hans. Fjórða markið skorar Skúli eftir mjög skemmtilegan sam- leik fimm imanna. Síðari. hálflcikur 4:1 Sókn norðanmanna hélt á- fram í síðari hálfleik og ekki var langt liðið á hann þegar Steingrímur skorar fimmta markið eftir mjög góðan sam- leik framlínu og framvarða, og sama endurtók sig nokkru síðar en þá var það Skúli sem skor- aði sjötta markið. Þrátt fyrir þetta er aldrei um uppgjöf að ræða hjá Akranesi og gera þeir af og til áhlaup, sem að vísu ganga seint og Ak- ureyringar hafa góðan tíma til að átta sig á. Eftir eitt slíkt áhlaup tekst Ir.gvari að skora fyrir Akranes, en raunar hefði Þórður Þórðar- son átt að vera búinn að skora, því hann var koíminn innfyrir alla og skaut hörkuskoti en beintá Einar og af honum hrökk knötturinn út á völlinn aftur og síðan til Ingvars sem skallaði. óverjandi. Sjöunda mark Akureyrar skor- aði Steingrímur eftir góðan samleik fram um miðjan völl- inn. Um miðjan hálfleikinn fær Kári knöttinn mitt á milli mið- línu og endamarka og skaut þaðan að kalla vonlausu skoti, en knötturinn rennur úr hönd- um Gylfa inn 1 markið’og var þetta algjört klaufamark. Síðari hluta hálfleiksins voru Akurnesingar oft í sókn og jafnaðist leikurinn nokkuð en ckkert mark var skorað. Lið Akureyrar jafnt og Ieikantli Eins og lið Akureyrar lék í þessuim leik, sýndi það betri knattspyrnu en maður á að venjast. Hraði þeirra og sam- Framhald á 10. síðu. Ilér er vakað á verðinum hjá Frömmurum. Geir markvörður bægir liættunni frá, en Guðjón er kominn í markið honum til fulltingis. (Ljósm. Bj. Bj.). Knötturinn hafnar í neti Akurncsinga í 8. sinn. Kári, sem skoraði markið, er í miðjunni, íslandsmeistararnir Fram höfðu betur í viðureigninni við Val á laugardaginn er liðin mættust á Melavellinum í Bik- arkeppninni. Framarar settu 3 mörk en fengu á sig 2. Var það sanngjarn sigur og halda Framarar áfram baráttunni en Valsmenn eru úr keppninni. Fyrri hálfleikur Það var ekki hægt að sjá að þarna lékju tvö beztu lið ís- lands, ef miðað er við sl. ís- landsmót, því svo mjög var knattspyrnan léleg í fyrri hálf- leik. Baldvin Baldvinsson mið- framherji Fram fékk fyrsta tækifærið í leiknum á: 7. mín. eftir að Þorsteini bakverði hafði mistekizt sending til markvarð- ar og komst Baldvin á milli og. skaut en Björgvin varði í horn.; Valsmenn voru nærri að skora á 24. mín. en Guðjón Jónsson bjargaði á marklínu. Nokkrum mínútum síðar var er.n hætta við Frammarkið er Skúli framkvæmdi hornspymu sem virtist ætla að fara beint í mark en Geir bjargaði á síð- ostu stundu í horn. Baldvin átti gott skot á 40. mín. af 20 m færi sem fór rétt yfir þver- slá. Er nokkrar sekúndur voru til leikhlés tókst Guðmundi Oskarssyni að setja fyrsta m.ark Fram er hann spyrnti óverj- andi af stuttu færi, 1:0. Síðari hálflcikur Leikmenn beggja liða mættu mun líflegri til leiks í síðari hálfleik enda eflaust fengið á- tölur þjálfara sinna í leikhlé- inu. Valsmenn voru búnir að jafna leikinn er 12 mín. voru liðnar en það mark skoruðu þeir eftir alvarleg mistök Geirs mark- varðar. Rúllandi bolti kemur í áttina að markinu og Geir, sem hafði nægan tíma til að grípa knöttinn, hyggst -spyrna honum frá markinu en kiksar og Þor- steinn Sívertsen, sem' fyl'gt hafði eftir spyrnti í mannlaust markið, 1:1. Þorsteinn var aftur á ferðinni fimm mín. síðar og skoraði þá annað mark Vals í'l'efknum er hann spyrnti yfir Geir sem kominn var lan'gt út úr 'mark- inú, 1:2. Baldvin var ekki langt frá því að jafna mínútu síðar er hann spyrnti stórhættulegu skoti rétt fram hjá stöng. En skot hans var réttu megin tveimur mínútum síðar er hann hrifsaði knöttinn af Guðmundi ögmundssyni sem var of seinn að hreinsa og óð síðan inn að markinu og spyrnti óverjandi fyrir Björgvin, 2:2. Sigurmark Fram kom, svo á 38. mín. er 'Hallgrímur Schév- ing spyrnti ,af. yítateig,- Björg\ún varpaði sér en hélt ekki knett- Framhald á 10. síðu. Þriðjudagur 9. október 1962 — ÞJÓÐVILJINN (9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.