Þjóðviljinn - 13.10.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.10.1962, Blaðsíða 1
 þykkt félagsfundar gærkvöld Einróma sam nokkuð forsendur þcirar til- lögu, en kauphækkun sú er Dagsbrún samdi um á s.l. vori hefur nú verið tekin af vcrkamönnum aftur með auk- inni dýrtíð. Nú þegar, þrcm mánuðum eftir að samningar voru gerðir, hefur visitalan hækk- að um 9 stig, og hafa þvi heit ríkisstjórnarinnar um að vernda kaupmátt launanna reynzt falsloforð ein, enn sem fyrr. Allir sem ræddu um samn- ingana mæitu með uppsögn en Jóhann Sigurðsson notaði tækifærið til að hælast um yfir því hve dugleg ríkis- stjórnin væri að rýra kjör vcrkamanna. Uppsögnin var samþykkt einróma. Verkamannafélagið Dags- brún hafði félagsfund í gær- kvöldi í Tjarnarbæ og var uppsögn samninga eina mál fundarlns. Guðmundur J. Guðmunds- son, varaíormaður Dagsbrún- ar hafði framsögu um þá til- iögu stjórnarinnar að segja samningum félagsins upp frá 15. nó" hann Berklar Laugardagur 13. október 1962 — 27. árgangur 222. tölublað. Rannsókn a í Brimness í næstu viku er gert ráð fyrir að ljúka rann- sókn þeirri, sem dómsmálaráðherra fyrirskipaði á sl. vori, á viðskiptum Axels Kristjánssonar í Kafha við ríkissjóð vegna Brimnessútgerðarinnar. Verð- ur málið að rannsókn lokinni fengið saksóknara ríkisins í hendur 'til fyrirsagnar, tjáði setudómar- inn í málinu, Logi Einarsson yfirsakadómari, Þjóð- viljanum. Eins og menn munu minnast fyrirskipaði dómsmálaráðherra loks rannsókn málsins rétt fyr- ir bæjarstjómarkosningamar ( vor, en áður hafði Þjóðviljinn Axel Kristjánsson. oftsinnis svo og fulltrúar Al- þýðubandalagsins á Alþingi krafizt þess að rannsókn yrði fyrirskipuð á fjárreiðum Axels ( Rafha við ríkissjóð vegna Brimnessútgerðarinnar. Sjálfstæð- isflokkurinn hafði hins vegar hjálpað Alþýðuflokknum til þess að koma f veg fyrir að rann- sókn yrði fyrirskipuð allt þar til dómsmálaráðherra greip sjálfur til þess ráðs í kosninga- hrfðinni f vor að fyrirskipa rannsókn. Samkvæmt upplýsingum skip- aðs setudómara f málinu, Loga Einarssonar, yfirsakadómara, hef- ur rannsókn i málinu staðið yfir síðan í júní og hefur hún reynzt allumfangsmikil, einkum hefur farið mikii vinna í að fara yfir bókhald og reikninga. Rannsókninni er nú að ljúka og er unnið að úrskrift máls- skiala og kvaðst setudómarinn vór.ast til að Ijúka rannsókn- inni í næstu viku. Verða niður- stöður hennar þá sendar sak- sóknara ríkisins til fyrirsagnar og tekur hann ákvarðanir um frekari aðgerðir í málinu. Sagði setudómarinn. að á þessu stigi gæti hann ekkert látið uppi um niðurstöður rannsóknarinn- ar en blöðunum yrði væntan- lega skýrt frá þeim er henni lýkur. __________________ 2 göiigugarpanna a! 5 uppgefnir ■jc Fimm sjóliðar af brczka her- •fr skipinu Russcll hétu því á ■jc dögunum að ganga úr Hrúta- •jc firði til Rcykjavíkur á 5 dög- -Á' um. Hóf u þeir göngu s.1. •fc þriðjudag. Kl. 5 síðdegis í •fc gær voru þeir komnir í ■£■ Hvítárvaliaskála og voru þá 2 þeirra uppgefnir og skó- -jir lausir orðnir og ætluðu að ■Jc taka áætlunarbíl til Reykja- ic víkur, en 3 héidu göngunni •fc áfram og hugðust ganga til ic Akraness í dag, en halda •fc þaðan til Reylcjavíkur með ic Akraborginni. — Önnur frétt ■jr um göngugarpana er 12. ic síðu. Málflutningur nk. f immtudag 50 - 60 þúsund áhorfendur greiða stofnkostnaðinn Klukkan 5 í gærdag kom mál Landsambands ísienzkra vcrzlun- armanna gegn Alþýðusambandi Islands fyrir Félagsdóm hér í Ileykjavík. Forseti dómsins, Hákon Guð- inundsson hæstaréttarritari kvað söfnun gagna lokið og lægi því fyrir að ákveða hve- nær munnlegur málflutningur skuli fara fram. Þar sem mikið af skjölum var aðeins í ein- riti, en á lögum samkvæmt aö Ieggjast fram í fleiri ein- tökum var ákveðið að fresta munnlegum málflutningi til fimmtudagsins 18. október kl. 4 sd. Mættir voru fyrir hönd stefnda Egill Sigurgeirsson hrl. og fyrir hönd stefnanda Áki Jakoþsson hrl. LlV freistar þess sem kunnugt er að fá sér dæmda aðild að ASl og leggur mikið kapp á að fá fram úrslit fyrir ASl þingið. sem á að halda í nóvember. Falli dómurinn LÍV í vil mun sambandið eiga rétt á rúmlega 30 fulltrúum á þingið. 65 krónur kostar hver að- göngumiði að sýningum á kvik- myndinni „79 af stöðinni". Miðaverðið er svona hátt, seg- ir Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri, formaður stjórnar Edda-Film (framleiðanda) og höfundur tökurits, vegna þess að félagið veður að greiða all- an stofnkostnað við gerð mynd- arinnar. um 2 milljónir króna, af því fé sem inn kemur fyrir sýningar hér á landi, enda eng- in trygging fyrir því að kvik- myndin verði sýnd erlendis, nema þá í Danmörku og Noregi. Skemmtanaskattur er greiddur af sýnigum kvikmyndahúsanna hér þannig að stjómendur Edda- Film reikna með að 50—60 þúsund áhorfendur þurfi að sækja sýningarnar til þess að tekjur hrökkvi fyrir kostnaði. „79 af stöðinni" var frum- sýnd í gærkvöld, réttum þrem mánuðum eftir að myndatakan hófst. Myndin verður sýnd sam- tímis í tveim kvikmyndahúsum. Háskólabíói, sem að miklu leyti var skipað boðsgestum í gær- kvöld, og Austurbæjarbíói. — í sunnudagsblaði Þjóðviljans verður birtur dómur um kvik- myndina. Hér að ofan sjást áð- alleikendurnir í kvikmyndinni: Gunnar Eyjólfsson og Krist- björg Kjeld. Engin ástæSa til ófogots Þjóðviljinn hafði i gær samband við berklayfir- iækni, Öla Hjaitested, vegna fréttar um uppkomu berkla á Eyrarbakka. Þrír menn veiktust þar með stuttu millibili og hafa verið lagð- ir inn á Vífilstaðahæli. Berklayfirlæknir vísaði til þcirrar umsagnar Braga Ólafssonar héraðslæknis á Eyrabakka, að berklarnir muni hafa borizt með þeim manninum sem fyrst veikt- ist, en hann stundaði sjó frá annarri verstöð og virð- ist hafa veikzt þar. Hann hefur svo smitað tvo kunn- ingja sina eftir að heim kom. Óli Hjaltested kvað alls- herjarrannsókn vera að hefjast á Eyrabakka og fólk væri farið að koma af sjálfsdáðum á Heilsuvernd- arstöðina til að láta skoða sig. Hann sagði enga á- stæðu til að ætia, að hér væri alvarlegur faraldur á ferðinni og hvatti fólk til að sýna stillingu. — G. O. Aðilar í sild- veiðideilanni á fyrsta fiindi 4 í gærkvöld Sáttasemjari boðaði aðila í deilunni um síldveiðikjörin til fyrsta fundar £ Alþing- ishúsinu í gærkvöld. Hófst fundurinn kl. rúmlega 9 og var ekkert af honum að frétta þcgar Þjóðviljinn fór í prentun. Munu sigla á LONDON 11/10. — í boðskap sem samtök brezkra skipaeig- enda gáfu út í dag er lagzt ein- dregið gegn siglingabanni á Kúbu. Stjórn samtakanna seg- ist vera mjög uggandi yfir þeim hefndarráðstöfunum sem séu í bígerð í Bandaríkjunum gegn Kúbu, ríki sem Bretland hafi fullt stjórnmálasamband við. Brezkir skipaeigendur segjast telja það myndu vera alger- lega misráðið af hinu alþjóðlega siglingaráði, sem væri ópólitísk stofnun, að fallast á bandaríska tillögu um stöðvun siglinga kaupskipa til Kúbu. Það væri einnig rangt að gera ráð fyrir að ríkisstjóm hvers lands geti skipt sér af þessu máli. Nýr Þjóðvilji Þetta er fyrsta Þjóðviljablað- ið prentað í nýrri hverfiprent- vél. Eins og menn sjá breytist blaðið í broti. sex dálkar eru á síðu í stað fimm áður og að auki lengist síðan nokkuð. Meg- inmálslctur er þéttara en áður og að öllu þessu samanlögðu eykst efnismagn blaðsins svo að tólf síður í nýja brotinu sam- svara nokkurn veginn sextán siðum i þvi gamla. Eins og sjá má þegar blaðinu er flett hcfur efnisskipan verið breytt. Lescndur éru beðnir að sýna umburðarlyndi gagnvart því cr ábótavant kann að verða i upp- hafi, meðan full reynsla er að fást af hinum nýja vélakosti. Myndirnar tók Ari Kárason þegar prentað var til reynslu i nýju vélinni. Á annarri er Skúli Helgason prentari með blýaf- steypu af einni síðunni, en slík um afsteypum er komið fyrir á völsum í vélinni. Hin sýnir vél- ’ua spýta blöðum úr sér. Á tólftu síðu cr ávarp frá Einari Olgeirssyni. formanni Sósíalistaflokksins, vegna út- komu hins nýja Þjóðvilja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.