Þjóðviljinn - 13.10.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.10.1962, Blaðsíða 2
2 Sfí)A ÞJOÐVILJINN ---- Laugardagur 13. október 1962 Samningum sagt upp á Akureyri AKUREYRI 11/10. — Tvö stærstu verkalýðsfé- lögin hér hafa sagt upp gildandi samningum við atvinnurekendur, en það er Verkamannafélag Ak- ureyrarkaupstaðar og Iðja, félag verksmiðju- fólks. Verkakvennafélag- ið Eining heldur fund n. k. simnudag 'til að ræða ttppsögn samninga. Síðastliðinn sunnudag hélt Iðja, félag verksmiðjufólks, fund og var þar samþykkt að segja upp samningum félagsins. Verkamannafélagið hafði alls- herjaxatkvæðagreiðslu um málið á föstudag og laugardag í síð- ustu viku. Var samþykkt með 68 atkvæðum gegn 6 að segja samningum upp. Það sem atkvæði voru greidd um Spumingamar, sem lagðar voru fyrir félagsmenn í Verka- mannafélaginu og atkvæði voru Tónleikar Sin- fónínsveitarinnar Fyrstu sinfóníutónleikar vetr- arins fóru fram í tónleikasal Háskólans á fimmtudagskvöldið. Hljómleikum þessum stjómaði hiTm nýi hljómsveitarstjóri frá Bandaríkjunum, sem ráðinn hef- trr verið til sveitarinnar þenn- an vetur. William Strickland, Eftir þessa tónleika er fyllsta ástæða til að ætla, að hljóm- sveitin hafi verið mjög heppin með leiðbeinandann að þessu tárrni. Að afloknu inngangsatriði, for- ledk að óperunni „Eryanthe" eft- ir Weber hófst píanókonsert í g-moll eftir Dvorák. Þetta er eini píanókonsert hans, saminn árið 1876, að því segir í efnis- skránni. Aðrar bækur segja áiið 1883. Ekki veit imdirritað- ur, hvort er réttara, enda ekki mikilvægt atriði í þessu sam- bandi. Konsertinn hefur ekki heyrzt hér áður á tónleikum og er yfirleitt sjaldan fluttur. Högnvaldur Sigurjónsson lék einleikshlutverkið snjallt og skílmerkilega. Hljómsveitin leysti ernnig sitt hlutverk vel af hendi, en hætti stundum til að gnæfa nm of yfir einleikshljóðfærið. Sjöunda sinfóníu Beethovens stjómaði Strickland af krafti og miklu fjöri, og tókst flutningur- inn J heild ágætlega. — Mjög f jöhnennur áheyrendahópur fagn- aði einleikara, hljómsveit og stjómanda og klappaði þeim ó- spart lof í lófa. B. F. greidd um, voru svohljóðandi: Ert þú samþykkur því, að Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar segi upp gildandi samningum félagsins við vinnu- veitendur frá og með 15. nóv. 1962, og að stjóm félagsins sé falið að leita eftir samningum við vinnuveitendur á eftirfar- andi grundvelli: 1. Launahækkunum, er svari til þeirra kjaraþóta sem betur launaðar stéttir hafa flestar fengið miðað við 1. júní s.l. 2. Tvöföldun gjalds vinnuveit- enda í sjúkrasjóð félagsins. 3. Lík hlutfallshækkun á hærri sem lægri töxtum eins og þeir voru fyrir 1. júní s.l. 4. Hækkun yfirvinnuálags. 5 Að teknar verði upp viku- eða mánaðargreiðslur, þar sem við verður komið. 6. Að fastanefnd, kjörin af Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar og atvinnurekendum virmi að undirbúningi ákvæðis- vinnufyrirkomulags í einstökum starfsgreinum. Þessum spumingum svöruðu 68 félagsmenn játandi, en 6 sögðu nei, eins og fyrr greinir. Lítið fer fyrir efndum Þegar samið var í vor á Ak- ureyri var það gert á þeim grundvelli, að hinir lægst laun- uðu fengju hlutfallslega meiri hækkun en aðrir. Síðan hefur það gerzt, að samið hefur ver- ið við flestar starfsstéttir í land- inu um jafna prósenthækkun Þetta hefur valdið verulegri 6- ánægju hjá mörgum verka- mcnnum hér á Akureyri, sem • voru á sértöxtum. Þeim þykir lítið fara fyrir efndum á boð- orði ríkisstjómarinnar um mesta kauphækkun til handa þeim, sem lægst laun höfðu. Skipverjar sj lesta Lagarfoss RAUFARHÖFN 11/10. — Lagarfoss kom hingað í gær til að lesta síldarmjöl. Hægt mun þó ganga lestunin, því að skipsmenn eru látnir vinna við hana sjálfir. Mætti enginn verkamaður til þeirrar vinnu, þar sem Eimskip vildi ekki greiða uppsett kaup. Dætur listakonunnar. Þær standa fyrir sýningunni. Sýning á verkum Kristínsr iónsdóttur s Bogasalnum Hér á Baufarhöfn er svonefnt Stúarafélag, en félagsmenn þess sjá um að lesta og losa öll skip, sem hingað koma. Félags- menn hafa fengið 30% álag á kaup við aö lesta undir milli- dekk og svokallaða tanka hjá öllum skipafélögum, nema hjá Eimskip, sem neitar að greiða. Þetta hafði þær eðlilegu afleið- ingar að enginn verkamaður mætti til vinnu í Lagarfossi, og eru skipverjar sjálfir látnir glíma við mjölpokana, en eng- in furða er, þótt útskipunin gangi hægt. Þessi fyrrnefndu 30% eiga sér eðlilegar orsakir, því að mun erfiðara er að lesta tilgreinda staði i lestinni en aðra. Annað skip Eimskipafélagsins Reykjafoss er væntanlegt hing- að fljótlega til að lesta salt- síld, og verður þá fróðlegt að sjá, hvort félagið ætlar að halda 1 dag klukkan fjögur verð- ur opnuð í bogasal Þjóð- minjasafnsins sýning á nokkr- um síðustu verkum listakon- unnar Kristínar Jónsdóttur, en síðasta sjálfstæð sýning á verkum hennar var haldin fyrir tíu árum. Dætur lista- konunnar sjá um þessa sýn- ingu en Þorvaldur Skúlason hefur verið þeim til aðstoðar við uppsetningu hennar. Þorvaldur Skúlason sagði að Kristín hefði skipað vel sitt sæti meðal sinnar kyn- af þeirri kynslóð sem uppgötvaði íslenzka náttúru. Almannagjá. slóðar íslenzkra listamanna, kynslóðar Ásgríms, Kjarvals og Jóns Stefánssonar, lagt fram góðan skerf til þeirrar myndlistar sem uppgötvaði landið, íslenzka náttúru og túlkaði hana_ með ferskri hrifningu. Ýmsar þessara mynda Kristínar, sagði Þor- valdur, eru dýpri og kröft- ugri í litum en fyrri myndir hennar yfirleitt, en annars er ekki auðvelt að segja til um það hver er sérstaða lista- konunnar — þessi kynslóð hugsaði mjög líkt. Þorvald- ur minntist einnig á vinsam- lega afstöðu Kristínar Jóns- dóttur til ungra listamanna á þeim tíma þegar um þá næddu margir naprir vindar. Á sýningunni eru nítján myndir. Vissulega er nátt- úra lands í öndvegi, við sjá- um bæði myrkar myndir og litglaðar af fossum þess, gjám og fjöllum. Og af þeim ævintýrahestum sem kunna hvergi betur við sig en í þessari náttúru; einnig bregð- ur fyrir mannfólki, og er sumt af því af álfakyni eins og vonlegt er. Sýningin verður opin kl. 2—10 næstu tvær vikurnar. nizku sinni til streitu og láta skipsmenn um að stúa tunn- ur.um. Milljónssekt fyrir tekinr af vændi LONDON 11/1 — Fimmtugur brezkur kaupsýslumaður. Alfred John Gaul. var i dag dæmdur í 25.000 sterlingspunda (3 millj. króna) sekt fyrir að hafa haft stórtekjur af vændiskonum. Hann hafði játað sig sekan um að hafa tekið okurleigu af vænd- iskonum sem stunduðu iðju sína í húsum sem hann á í Soho. því hverfi Lundúna þar sem flestir eru skemmtistaðirnir. Verðmæti fasteigna hans var talið nema 3 milljónum sterlingspunda. Bifreið stolið í fyrrinótt var stolið bifreið- inni R-12007, sem er grænn fólksvagn af árgerðinni 1962. Var bifreiðinni stolið þar sem hún stóð við húsið Brautarholt 24 Veriur lengra komizt Eru því engin takmörk sett hvað Morgunblaðið telur sig geta boðið lesendum sínum? Þessa fyrirsögn hafði það yfir þvera forsiðu £ fyrrad. á frétt sem fjall- aði um fjárlagafrumvarpið nýja ið upp allsherjar söluskatt sem leggst meira að segja á soðning- una. Hærra hlutfall af tekjum ríkissjóðs er nú tekið með nef- sköttum en nokkru sinni fyrr, á sama tíma og beinir skattar 24»ffimí 2:t. fttj- VhMÉiMtnv IL tMOff ita. Fjárlagafrumvarpið lagf fram á Alþíngi: Sknttnr og tollor hækkn ekki þar sem skattar og skyldur landsmanna hækka um hvorki meira né minna en 350 milljón- ir króna. Þessi upphæð jafn- gildir 2.000 til jafnaðar á hvert mannsbarn í landinu allt frá vöggu til grafar (ekki 20.000 eins og stóð í blaðinu í fyrrad; nóg er nú sam,t). Aðferð viðreisnarstjórnarinnar við skattpíninguna hefur sem kunnugt er verið sú að lækka gengið æ ofan í æ án þess að lækka tollahlutfallið nema á sárafáum vörutegundum. Afleið- ingin hefur orðið sú að tollamir hafa margfaldazt og munu nú vera hærri hér en í flestum ef ekki öllum nálægum löndum. í þokkabót hefur ríkisstjómin tek- auðmanna og auðfélaga hafa verið lækkaðir til muna. Og síðan birtir Morgunblaðið frétt um 350 millj. kr. aukningu á þessu fargi undir þeirri fyrir- sögn að skattar og tollar hækki ekki! SKtJTUGARNIÐ Regatfa — Zermatt Kompass — Sara- bande og fleiri gerðir eru komnar. Verzl. H. T 0 F T Skólavörðustíg 8 — Dalbraut 1. lil fyrirmyndar Stjómmálaumræður á ís- landi þykja ekki standa á hán stigL Eitt einkenni þeirra er það að menn mega aldrei láta sannfærast, enda þótt þeir hafi rangt fyrir sér, heldur skulu þeir berja höfð- inu við steininn hversu mjög sem það kann að blóðgast. Sú foma kennisetning að hafa það heldur sem sannara reyn- ist er orðin að víti sem mönnum ber umfram allt að varast. Þeim mun meiri ástæða er til að vekja athygli á því þegar menn hafa þrek til að kannast við viilu síns vegar. Benedikt Gröndal ritstjóri Al- þýðublaðsins bar síðasta sunnudag fram tillögu um það að lágmarkslaun á ís- landi skyldu ákveðin með lögum en öllum hærri laun- um skyldi haldið óbreyttum með valdboði a. m. k. í eitt ár. Honum var þá bent á það hér í blaðinu að í tillögu hans fælist að samningsréttur launþega væri felldur niður en í staðinn tækju stjórnar- völdin að sér að skammta á hvers manns disk, eins og Bogesenar gerðu áður fyrr; ekki væri hægt að ganga freklegar á hin fomu stefnu- mið Alþýðuflokksins. Og þau undur hafa gerzt að Bene- dikt lætur sér segjast. Nú leggur hann til í forustugrein að lágmarkslaun skuli að vísu hækkuð með lögum en hver launþegi eigi engu að síður að hafa rétt til að semja um hærra kaup. Honum er vorkunn þótt hann viður- kenni ekki villu sína í orði; hitt skiptir öllu máli að hann hefur gert það £ verki. Þess vegna er ástæða til að benda á Benedikt Gröndal sem sanna fyrirmynd í stjóm- málaumræðum á íslandi, nýj- an siðbótarleiðtoga. Ef maður bara mætti treysta einu einasta orði sem hann segir. Heiður þeim sem heiður ber Morgunblaðið er í miklu uppnámi út af því að Þjóðviljinn hafi heiðrað Kiistján Thorlacius formann BSRB með því að birta af honum mynd ásamt frétt um það að vinstrimenn hafi ver- ið valdir til forustu í sam- tökum opinberra starfsmanna. Þjóðviljanum er mjög kært að heiðra samtök opinberra starfsmanna og formann þeirra, en sá raunverulegi heiður er frá öðrum runninn. Fulltrúamir á þing BSRB voru kjömir í almennum kosningum, og opinberir starfsmenn heiðruðu vinstri menn með því að tryggja þeim meirihluta á þinginu. Fulltrúamir á þinginu heiðr- uðu Kristján Thorlacius með þvi að bjóða ekki fram á móti honum. Og flokksbræð- ur Morgunblaðsins sem þing- ið sátu buðu ekki einusinni fram á móti þeim vondu kommúnistum sem Morgun- blaðið segir vera í stjórn, heldur heiðruðu þá með því að velja þá með lófataki. — Ausi SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Heiðubreið fer vestur um land í hringferð 18. þ. m. Vörumóttaka árdegrs í dag og mánudag til Kópaskers Þórs- hafnar, Bakkafjarðár, Vopna- fjarðar, Borgarfjarðar, Mjóafjarð- ar, Stöðvarfjarðar, Breiðdalsvík- ur og Djúpavogs. Faí-seðlar seld- ir á miðvikudag. Skjaldbreið fer vestur til Isafjarðar 18. þ. m. Vörumóttaka árdegis í dag og mánudag til Ólafsvíkur, Grund- arfjarðar, Stykkishólms, Patreks- fjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar Flateyrar, Suðureyr- 0” "" fc5>fiarðar. Farseðlar seldir i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.