Þjóðviljinn - 13.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.10.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. október 1962 -*■ Orðrómur í Brussel ÞJOÐVILJINN SÍÐA 3 BRUSSEL 11/10 — Þrálátur orðrómur gengur um það í Brussel að Frakkland hafi á prjónunum fyr- irætlun um að útiloka öll ríki Fríverzlunarbanda- lagsins (EFTA) nema Bretland frá aðild að Efna- hagsbandalagi Evrónu (EBE). Hér er fvrst osr fremst um að ræða Danmörku og Noreg sem farið hafa fram á viðræður við bandalairiA n™ fnila aðild. fyrir að Bretland gæti stuðzt við Norðurlönd innan banda- lagsins og fengið þannig meiri áhrif innan bess. oT1 æskilegt Það hefur verið haft fyrir satt f Brussel undanfarna daga að „vissir aðilar“ innan bandalags- ins, og þar mun fyrst og fremst átt við Frakka, hafi komið fram með nýjar hugmyndir varðandi bandalagið og framtíð þess og snerti þær einkum hugsanlega aðild Norðurlanda að bandalag- inu. Sagt er að fyrir þessum „aðilum" vaki að koma í veg Tollabandalag Norðurlanda Samkvæmt þessum sömu fregnum eru þessir „aðilar" þeirrar skoðunar að Norður- Melavöllur I dag (laugardag) kl. 4 keppa: KR Leikurinn sem feeðið er eftir. NÝCTKOMNAR BÆKUR Halldór Laxness: Paradise Reclaimed (Paradísarheimt í enskri þýðingu) Halldór Laxness: Unabhángige Menschen (Sjálfstætt fólk í þýzkri þýðingu) Útvegum allar fáanlegar erlendar bækur fljótt. SnœbjörnlíónssonSfo.hf. lönd ættu frekar að taka upp hugmyndina um stofnun tolla- bandalags sín á milli sem gæti síðan samið við Efnahags- bandalagið um gagnkvæmar tollaívilnanir Orðrómurinn borinn til baka Talsmaður framkvæmdastjórn- ar bandalagsins bar í dag, eins og við mátti búast, þessar fregnir til baka og sagði að bandalagið hefði ekki skipt um skoðun varðandi ' umsóknir Norðurlanda um aðild að bandalaginu. Hins vegar efast enginn um að orðrómurinn hafi við eitthvað að styðjast. í Stokkhólmi er sagt að sænsku stjóminni hafi verið kunnugt lengi um hin svo- nefndu „nýju sjónarmið" innan Efnahagsbandalagsins og hafi fengið ýtarlega skýrslu um þau frá sendiherra sínum, Hubert de Basche, sem var í Brussel í fyrri viku og ræddi þá við ýmsa helztu forystumenn bandlags- ms. Lange. viðskiptamálaráð- herra Svía, sagði á hinn bóginn í gærkvöld, að ekki væri ástæða til að taka frétirnar frá Bruss- el of alvarlega og ekki hefði orðið nein breyting á samnings- aðstöðu Svía við bandalagið. Bretar geta ekki farið einir Á bað er einnig bent að Bret- land myndi ekki geta gerzt aðili að EBE. ef öðrum EFTA- löndum væri neitað um aðild. EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að virða rétt hvers ann- ars í afstöðunni til Efnahags- bandalagsins. Andstáða Frakka Sennilegast er að hér sé um að ræða nýja tilraun frönsku stjórnarinnar til að koma í veg fyrir aðild Breta að bandalag- inu, en hún hefur ekki farið dult með andstöðu sína gegn brezkri aðild. narstrseti 9 — Símar 11936, 10103 Ibóð óskast Reglusöm stúlka í góðri atvinnu með barn á dagheimilj óskar eftir lítilli íbúð strax. Fyr- irframgreiðsla. Sími 20096 og 187V9 ðdýr — sparneytinn — þægilegur „COMMER COB“ sendiferðabifreið, burðarmagn 350 kg. Vélar- stærð: 42,5 hp. — Kostar aðeins 108.000,00. — Útvegum frá verk- smiðjunni tilheyrandi hluti til að breyta bifreiðinni í Station- bif- reið. Bifreiðin með breytingu kostar aðeins 119.000,00 krónur. Sýningarbíll á staðnum. Símar20 410 —20 4 11 .F. Laugavegi 168. Síðasta þing kaþólsku kirkjunnar var haldið í Péturskirkjunni í Róm árið 1869. Ifyrrad. hófst í Páfagarði 21. heimsþingið sem kaþólska kirkjan rómverska hefur hald ið á þeim nær tvö þúsund ár um sem liðin eru frá upphe' hennar. Enda þótt völd oj. áhrif kaþólsku kirkjunnar séu nú næsta lítil, ef miðað er við veldi hennar fyrr á öld. um, er þinghald þetta þó merkur atburður, sem geym- ast mun í sögunni Jóhannes páfi XXIII. boð- aði til þingsins fyrst í ávarpi sem hann flutti kardínálum 25. janúar 1959 _og í maí sama ár var undirbúningsnefnd skipuð Nefndin sendi 2.700 biskupum og öðrum höfðingj- um kirkjunnar þréf ■ og fétek svör frá 1.998 þeirra og fylltu svörin 16 bindi. Af tillögum um mál .sem ræða.. skyldi á,, þinginu voru samþykktar tæplega sextíu. svo að þing- fulltrúar munu fá ærið að starfa. ekki sízt ef haft er i huga að um sum þessara mála hafa á þeirri tæpu öld sem liðin er frá síðasta kirkju- þingi verið skrifuð hundruð og jafnvel þúsundir rita. Á þinginu eru mættir um 2.800 fulltrúar eða „þingfeð- ur“: 313 frá Ítalíu, 415 frá öðrum löndum Evrópu, utan Sovétríkjanna, 31 frá Ástr- alíu, 196 frá Norður-Ameríku 356 frá Asíu. 400 frá Suður- Ameríku, 196 frá Afríku auk 918 biskupa að nafnbót (þ.e sem ekki hafa sérstök biskupsdæmi) frá ýmsum löndum. Meginstarf þingsins sem ráðgert er að standi a.m.k. í þrjá mánuði mun þó hvíla é miðnefnd þess undir forsæti páfans sjálfs, en i henni eiga sæti 106 fulltrúar, 65 kardín- álar. 38 biskupar. 3 reglu- höfðingjar, og 27 ráðgjafar af ýmsum þjóðernum. Til grund- vallar umræðunum liggja 102 álitsgerðir sem eru 1400 blað- síður samtals. Allar þessar tölur sýna að það er engin smáræðis samkunda sem nú hefur setzt á rökstóla í Páfagarði og mörg eru þau málin sem yf- irboðarar kaþólsku kirkjunn- ar telja nauðsynlegt að fjalla um Aldrei hafa heldur áður orðið jafnmiklar breytingar i hinum veraldlega heimi á milli tveggja kirkjuþinga og á þeim 93 árum, sem liðin eru síðan 20. þingið var haldið * Páfagarði 1869. Meginmál þingsins eru þó sögð „efling einingar kristn- innar og varðveizla friðar- ins“. Fyrst eftir að til þings- ins hafði verið boðað, þótt- Œ m f 9 Jóhannes páfi XXIII. ust menn geta ráðið það af orðum p.afa og .greinum í mál- gagni Páfastóls, Osservatore Romano, að fýrir hinum heil- HVAÐ ER Ai GERAST? aga föður vekti að sameina aftur hin mörgu og tíðum inn- byrðis fjandsamlegu kirkju- félög kristinna manna. Blað- ið sagði að þingboðunin væri „hvatning til hinna sundr- uðu samfélaga að leita ein- ingarinnar, sem svo margar sálir um allan heim þrá“. Af þessum orðum mátti ráða að kaþólska kirkjan hefði nú í fyrsta sinn viðurkennt hin „sundruðu samfélög" kristinna manna sem sérstök trúfélög sem ræða mætti við á jafnréttisgrundvelli. Þetta vakti vonir margra forystu- manna mótmælenda sem lengi höfðu hvatt til aukins sam- starfs hinna kristnu kirkju- félaga sem brúa myndi það mikla djúp sem öldum sam- an hefur verið milli þeirra. Þeir urðu þó fyrir vonbrigð- um því að tveimur mánuðum eftir að þetta stóð i Osserva- tore Romano heyrðist annar tónn í því. Ætlunin var ekki, sagði blaðið og bar sjálfan páfann fyrir því. að hvetja - hin „sundruðu samfélög'* kristninnar til einingar, held- ur „hina kristnu bræður i hin- um sundruðu samfélögum". Munurinn var augljós: Eins og jafnan áður voru hinir villuráfandi sauðir hvattir til að hverfa aftur í náðarfaðm hinnar rómversku kirkju. Engu að síður er sá munur á þessu kirkjuþingi og fyrri þingum, að önnur kirkjufélög en það rómverska eiga þar á- heyrnarfulltrúa, bæði ýmsar. kirkjur mótmælenda og rússn. eska rétttrúnaðarkirkjan. En það verður ekki „eining kristninnar" sem hæst mun bera á þessu kirkjuþingi, heldur eining og baráttuþrek Rómarkirkjunnar sjálfrar. Og engum mun Ijósara en hennar eigin forystu- mönnum að henni er nú mik- ill vandi á herðum, líklega meiri en nokkru sinni fyrr. Þeir sem játa kaþólska trú munu nú að vísu fleiri en nokkru sinni áður í sögunni, eða tæpar 400 milljónir manna. En þeir eru þó ekki nema áttundi hluti mann- kyns og litlar horfur virðast á að það hlutfall muni hækka. Skipting þingfulltrúa sýnir hve mikil áherzla er lögð á löndin utan Evrópu, enda er þar til mikils að vinna. Hætt er þó við að ályktanir og ákvarðanir þingsins muni fá litlu áorkað: f þeim löndum þar sem kaþólska kirkjan hefur lengi haft fótfestu, eins og t.d. í rómönsku Ameríku, hefur hún grafið sína eigin gröf með þvi að ánetjast valdastéttunum sem alþýðan mun innan tíðar steypa af stóli og í hinum nýfrjálsu löndum Afríku og Asíu eru hin veraldlegu verkefni svo gífurleg, að himnesk viðhorf fá ekki að komizt í hugum manna. En jafnvei þar sem kirkjan á sér lengsta sögu að baki, í hinum gömlu menn- ingarlöndum Vestur Evrópu, eins og Frakklandi og Ítalíu, stendur kirkjan hðllum fæti: Fjórði hver Frakki játar að vísu í orði kveðnu kaþólska trú, en aðeins níundi hver hirðir um að hiýða á messu á mestu hátíð kirkjunnar, páskunum. ás

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.