Þjóðviljinn - 13.10.1962, Blaðsíða 9
Lauganíagur 13. október 1962
ÞJÓÐVILJINN
SIÐA
Sýning á málverkum
Sigurðar Kristjánssonar
Það er nú komið á daginn,
að vér höfum áratugum saman
átt vor á meðal merkismálara
án þess að hafa haft hugmynd
um það.
Þessi maður er Sigurður
Kristjánsscai. Hann er nú 65
ára að aldri og hefur um langt
skeið stundað málaralist. í tóm-
stundum sínum, en farið svo
dult með, að fæstir vissu um
þessa starfsemi háns, þár til
er hann sýndi nokkrar mynda
sinna f Bogasal Þjóðminja-
safnsins fyrir rúmlega ári að
áeggjan annarra.
Um þessar mundir er til sýn-
is allmargt mynda eftir Sigurð
f Málverkasölunni að Týsgötu
1, og eru þessar línur skrifaðar
af því tilefni.
Þegar ég sá sýningu Sigurð-
ar í Bogasalnum í fyrra, þótti
mér satt að segja ekki mikið'
til hennar koma og fannst fæst-
ar myndirhar nógu góðar til að
eiga erindi fyrir almennings-
sjónir (en það mætti nú raunar
segja um margar aðrar mál-
verkasýningar, sem hér eru
haldnar). Of mörgum þessara
mynda fannst mér það spilla,
hversu pensildrættir voru rugl-
ingslegir og formun ábótavant,
auk þess sem teikning var oft
mjög ófullkomin. Síðan hef séð
allmikið af myndum eftir hann,
meðal annars þær, sem nú eru
til sýnis, og tel að sama máli
gegni um mikinn hluta þeirra.
Ekki er þó saga Sigurðar og
myndlistar hans öll sögð með
þessu. Að Týsgötu 1 eru nú
nokkrar myndlr eftir hann
hangandi á veggjum sýningar-
salarins eða geymdar þar inn
af. sem allt öðru máli er um
að gegna, svo að áhorfandi
gæti að óreyndu imyndað sér,
að þær væru eftir allt annan
mann. Sumar þessara mynda
eru á ýmsan hátt frumlegar og
gerðar af furðuöruggu litaskyni.
auk þess spm vfir þeim er
einhver skáldlegur blær, sem
gerir þærsérstakiegaaðlaðandi.
Það er eftirtektarvert, hversu
mjög skiptir i tvö hom um
gæði þessara mynda Sigurðar
Kristjánssonar. Slíkt er reynd-
ar ekkert einsdæmi. og mætti
nefna ýmsar hliðstæður í því
efni, bæði úr hópi málara vorra
og annarra listamanna, sem
stundum eru ekki nógu harðir
við sjálfa sig til þess að stinga
hinu lélega í ofninn í stað þess
að fara með það allt fram fyr-
ir almenning. En mikill gæða-
munur á verkum eins og sama
Iistamanns getur falið í mr
talsverðá hættu fyrir listmat
samtíðarinnar, láti hann allt
frá sér fara. Sú hætta er fólg-
. in í þvi, að þegar hann er bú-
inn að ávinna sér verðskuld-
aða viðurkenningu vegna sinna
beztu verka, þá verði farið að
taka öllu, setti frá hans hendi
kemur, án tilhlýðilegrar gagn-
rýni og hið lakara eigi þess
þannig kost að fljóta og sigla
byrleiði til viöurkenningar á
verðleikum hins, sem er raun-
verulega gott. Dæmin um þetta
eru nærtæk, en slíkt er öllum
til tjóns, einnig listamanninum
sjálfum. hver sem hann er.
Ég er viss um, að hefði Sig-
urður aðeins sýnt beztu myndir
sínar, þó að sýning hefði þá
orðið smærri, hefði honum
veitzt auðveldara að ávinna
sér viðurkenningu þeirra
manna, sem dómbærir eru og
sanngjamir vilja vera. Þetta
ætti hann að athuga, er hann
efnir til málverkasýninga eftir-
leiðis. Einnig skyldi hann hafa
strangara taumhald á sínu auð-
uga og skáldlega ímyndunar-
afli og sérstaklega leggja meiri
rækt við formun og teikningu
þeirra mynda, þar sem það
lætur mest til sín taka. Oft er
sem sé eins og tilviljunarleik-
urinn ráðl fullmiklu hjá Sig-
urði. Hann hefur gaman af
því að leika sér að hugmyndum
sinum og hripa þær niður, ef
svo mætti segja. Að vísu er
ekki fyrir það að synja, að
stundum komi ýmislegt
skemmtilegt út úr þessu, vegna
þess hve listamannsneistinn er
ríkur f manninum. En yfirleitt
þarf hann að vera vandlátari
í þessu efni.
Sé Sigurður Kristjánsson met-
inn eingöngu eftir því, sem
hann hefur bczt gert, þá verð-
ur hlutur hans góður. „Undir
Hengli”, „A Hellisheiði", „Séð
á Skjaldbreið”, „Ur Grafningi”
og „Rósir”, — þessar myndir
eru ágætisverk í flestu tilliti.
Af öðrum athyglisverðum
myndum þessarar sýninsar
mætti nefna „Kvöld við Þing-
vallavatn”, „Hengil”, „Lands-
lag” og fleiri. Sýning, sem ein-
göngu væri skipuð þessum og
bvílíkum myndum, verðskuld-
athygli og lofsamlega
Riörn Pran^cnn.
PLANSLSPUN
Við bjóðum upp á fulkomnustu slípun á sléttum flötum, s. s. blokkir, hedd og aðra
fleti er slípa þarf með nákvæmni. — Einasta fullkomna planslípivélin hérlendis.
VÉLAVERKSTÆEII Þ. JÖNSSON & CO„ — Brautarholti 6 — Símar 19215 — 15362.
manna bíll
* LIPUR í AKSTRI
* ÓDÝR í REKSTRI
* LOFTKÆLD VÉL
* NÆGAR VARAHLUTABIRGÐIR
* UTLIT SEM ALLIR ÞEKKJA
Volkswagen
KOSTAR
AÐEINS
þúsund krónur
Alltaf fjölgar
Volkswagen
Heildverzlunin HEKLA H,f.
Hverfisgötu 103 — Sími 11275
Enskar
kápur
HoSienzkar
kápur
Ný sending
Jager-vörur
Kvöid-og
síödegis-
kjólar
Stórar stærðir
KAÐURINN