Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJOÐVILJINN ÞTÍðjudagur 16. október 1962 Handknattleikur Landsleikir vi6 Spán og Frakk- land í vetur Kellvíkingar voru sókndjarfir i leiknum við Fram á sunnudag. Myndin sýnir miðframherja þeirra liggja á vellinum eftir að hann „brenndi af” í einu áhlaupinu. Geir markvörður er á miðri myndinni, en hinir Framararnir eru Geir Sigurðsson (nær) og Guð- jón Jónsson. (Ljósm. Bj. Bj.) Unglingalandslið Handknattleikssamband Is- lands sendi eins og kunnugt er unglingalandsliðið til. keppni á Norðurlandamót sem fram fór í Danmörku fyrr á þessu ári. Næsta Norðurlandamót verður haldið í Osló í febrúar n.k. og hefur verið ákveðið að senda lið á mótið. Aldurstakmörk að þessu sinni er 18 ár þannig að keppendur mega ekki vera orðnir 19 ára á keppnisdegi. 1 sambandi við mót þetta var ákveðið að skipa sérstaka ung- lingalandsliðsnefnd og er hún þannig skipuð: Jón Kristjánsson Karl Jóhannsson Hjörleifur Þórðarson Þjáifari var ráðinœ Karl Benediktsson. Nefndin valdi í ágústmánuði 30 pilta til samæfinga sem hafa undanfarnar vikur æft í íþrótta- húsinu á Keflavikurflugvelli. Munu þrekæfingar undir stjóm Benedikts Jakobssonar hefjast innan skamms. Mörg lönd óska eftir lands- Ieikjum Eru meðal þeirra Frakkland, Sviss, Holland, Belgía og Spánn auk ýmissa Austur-Evrópu- landa. Endanlega hefur nú ver- ið samið um landsleik við Frakkland í París í febrúar n.k. og eiginlega ákveðið að leikinn verði landsleikur við Spán í Madrid í sömu ferð. Er beðið eftir staðfestingu frá spánska handknattleikssambandinu. Landsliðsnefnd karla er þann- ig skipuð: Frímann Gunnlaugsson Sigurður Jónsson Bjami Bjömsson Nú á næstunni mun lands- liðsnefndin velja leikmenn til samæfinga sem fram munu fara í íþróttahúsinu á Kefla- víkurflugvelli svo og þrekæf- ingar undir stjórn Benedikts Jakobssonar. Þetta var keppnin um það hvor myndi mæta KR í úrslit- um Bikarkeppninnar og eftir gangi leiksins hefðu það átt að i vera Keflvíkingar. En marka-1 talan varð Fram hagstæðari og það er hún sem gildir. Allan leikinn út í gegn voru j það Keflvíkingar sem réðu I öllu um gang leiksins, harðir og ákveðnir með óbilandi bar- áttuvilja sem hefði átt að færa þeim sigur en heppnin varð Is- landsmeisturunum hliðhollari ekki einu sinni heldur aftur og aftur. Fyrirfram var það álit knatt- spymusérfræðinga að Fram myndi eiga fremur auðveldan sigur í leik þessum, en reyndin varð önnur og sönnuðu Kefl- víkingar það með þessum leik KR vann bragðdauft lið í B A Það mátti þegar i upphafi sjá það á liði KR-inga að þeir ætluðu að selja sig dýrt í leik þessum, og reyna að koma í veg fyrir það að Akureyring- um tækist að fara eins með þá og þeir fóru með Akranes. Þeir voru mjög ákveðnir og komust Akureyringar hvergi á- fram. Það var ekki langt liðið á leikinn þegar maður sannfærð- ist um það að Akureyrarliðið var ekki svipur hjá sjón. frá því um fyrri helgi. Þeir góðu kostir sem einkenndu liðið þá komu hvergi fram. Að sjálf- sögðu- hefin: það haft sin á- hrif á liðið að Kári Árnason, sem er drifkraftur. gat ekki verið með vegna meiðsla sem hann fékk við leikfimiæfingar í vikunni. Staðgengill hans reyndist alltof veikur til að fylla skarð hans. Við þetta brast einn hlekkurinn i hinu annars ágæta „tríói“ Akureyr- ar, með þeim afleiðingum að framlínan náði aldrei saman. Hreyfanleikinn sem svo mjög einkenndi liðið um daginn sást naumast. og hinar oft lágu hnit- miðuðu sendingar, voru orðnar að háum og oft tilviljana- kenndum spörkum. Það bætti ekki úr skák að | KR skorar þegar á annari mín- útu leiksins mjög skemmtilegt mark, þar sem Sigurþór sækir upp að endamörkum og sendir vel fyrir en þar er Örn vel staðsettur og skallar öruggt og óverjandi í markið. Akureyringar eiga i vök að verjast. og tekst ekki að hefja gagnsókn. og ekki leið á löngu i þar til KR-ingar bæta öðru marki við Gunnar Guðmanns- son skauzt út til vinstri, og gefur knöttinr. mjög vel fyrir markið til Ellerts sem skaut viðstöðulaust og vonlaust fyrir Einar í marki að verja. Þar með var leikurinn í rauninni útkljáður. Þriðja markið kom svo á 32. minútu og skoraði Ellert það einnig eftir ágæta sendingu frá Emi. Eina hættulega skotið sem Akureyringar áttu kom á 17. mín. leiksins er Steingrímur skaut mjög vel, en Heimir varði ágætlega. Á 38. mín. munaði litlu að KR bætti' fjórða markinu við, ar Gunnar Felixson skaut hörkuskoti en Einar varði meistaralega. Tilþrifalítið Það endurtók sig gamla sag- an með KR í sumar að þeir áttu góðan fyrri hálfleik en svo rann allt út í sandinn hjá þeim í síðari hálfleik. Samleik- urinn varð losaralegri og það gerðist raunar ekkert, sem gladdi augað eða var í frásögur færandi. ef frá eru tekin skot þeirra Gunnars Felixsonar á 4. mín. sem fór í stöng, og þaðan til Ellerts, sem skorar. en dóm- arinn dæmdi aukaspymu á markteig. Og skot Ellerts á 32. mín., sem Einar varði mjög vei í horn. Þrátt fyrir þessa deyfð KR- inga tókst Akureyringum ekki að ná neinum tökum á leikn- um og sækja, þeir fundu ekki „tóninn" og allt varð hjáróma og tætingslegt, en leikurinn að vísu jafnari, og KR-ingar voru miklu nær því að skora fjórða markið en Akureyri að skora eitt. Sendingar beggja liða voru yfirleitt í geimferðastól, og því tilviljanakenndar, og báru vott um lítið hugsaða knattspyrnu. Jákvæður samleikur var sjaldgæfur, þá meira eins og tilviljun, og sendingar óná- kvæmar, enda leikmenn of kyrrstæðir til þess að slíkur leikur fengi notið sin. Þetta á við báða í síðari hálfleik og Akureyri í þeim fyrri. Svipur hjá sjón Aðeins tveir menn í liði Ak- ureyrar léku í sama „dúr“ og um fyrri helgi og voru það þeir Jón Stefánsson og Einar Helgason í markinu. Jakob fékk litlu áorkað þrátt fyrir mikla kunnáttu, og hvarf mjög, enda var hann ekki öfunds- verður að leika fyrir aftan Val- stein sem ekki réði við stöð- una og Hauk er var ekki svip- ur af sjálfum sér um fyrri helgi. í fyrra hálfleik lék hann líka heldur framarlega, senni- lega til þess að reyna að bæta upp slappleikann á vinstri væng sóknarinnar. Við og við gerði hann sitthvað laglega, en það var lítið af því sem hann raunverulega getur. Eins og fyrr segir var einn virkasti hlekkurinn brostinn er Kára vantaði, og kom það sér- staklega niður á Steingrími sem nú vantaði hjálp til að losna úr strangri vörzlu Harð- ar, en það tókst honum varla allan leikinn. Vörnin var þó betri hluti liðsins með Jón Stefánsson sem langbezta mann. Sókninni tókst mjög illa upp, og vantaði hinn líflega samleik og hreyfanleik, og hinar nákvæmu sendingar sem gott er að vinna úr. Það var líka eins og liðið í heild vantaði baráttu- og sigurvilja. í þessu liði er samt sem áð- ur miki'll efniviður, og er þessi leikur áminning til þeirra að nota veturinn vel, og koma tvíefldir næsta vor. Samstillt KR-lið Það var greinilegt er KR- ingar komu út á völlinn að þeim þótti mikið við liggja i leiknum og náðu oft í fyrri hálfleik allgóðum samleik, og jafnframt var greinilegt að þeir voru ákveðnir í því að brjóta allt niður sem samleik- ur hét af hálfu Akureyringa, og það tókst fullkomlega. Framlínan náði vel saman, og fékk góða aðstoð frá framvörð- unum, og Garðar var einnig hjálplegur í vöminni og góður „öryggisloki". í þessum leik var Ellert I mjög virkur og hreyfanlegur, og er alltaf vaxandi, marksæk- inn og markheppinn. Öm Steinsen átti bezta leik sinn um langan tíma, án þess þó að ná sínu gamla góða. Gunnar Guðmannsson var oft skemmtilega hreyfanlegur, og svipað er að segja um Jón Sigurðs og Sigurþór. Vörn KR var traust, og lét aldrei á sér bilbug finna, allan fyrri hálfleikinn, og var Hörð- ur þeirra beztur, og Hreiðar. Á Heimi í markinu reyndi lít- ið. Um síðari hálfleik liðsins hefur verið talað, og er það rannsóknarefni út af fyrir sig að leikurinn skuli dofna er á líður. KR fer þannig i úrslitin í þessari bikarkeppni og hefur þar titil að verja. Dómari var Grétar Norð- fjörð, og var heldur meinlaus við hindranir með höndum. Áhorfendur voru margir. Frímann. sigur Fram að þeir eiga tilverurétt í 1. deild. Stuttu áður en leikurinn hófst gerði mikla rigningu og varð Melavöllurinn eins og einn stór drullupollur en þorn- aði þó fljótt aftur eftir að hætt var að rigna en eftir urðu pollar hingað og þangað sem gerðu oft stórt strik í reikninginn. Fyrri hálfleikur Eins og áður segir voru það Keflvíkingar sem tóku völdin í leiknum og stafaði hættan yfirleitt frá þeim. Stuttur sam- leikur, mikill baráttuvilji og kraftur var þeirra aðalsmerki. Enda fór það svo að þeir réðu yfir vallarmiðjunni allan leik- - inn. Eitt mark settu þeir “í fyrri hálfleik. Kom það upp úr aukaspymu sem Einar Magnús- son h.úth. framkvæmdi. sendi hann knöttinn þvert fyrir markið til Högna Gunnlaugss. sem skallaði í netið fast og óverjandi fyrir Geir. A. m. k. tvö önnur upplögð tækifæri áttu þeir en Framarar fengu bjargað m. a. á marklínu. Síðari hálfleikur Síðari hálfleikur varð endur- tekning á þeim fyrri hvað það snerti að Keflvikingar réðu gangi leiksins. Strax á 4. mín. komst Jón Jóhannsson í dauða- færi en spymti laust í fang markv. Hallkels Þorkelssonar sem kom inná eftir leikhléið fyrir Geir sem kenndi lasleika í öxl. Litlu munaði að Fram tækist að jafna þegar Grétar Sig. sendi fyrir markið en varð úr hálfgert skot á markið, mjög óvænt en fór framhjá. Litlu síðar komst Jón Jó- hannsson í skotfæri en spyrnti yfir þverslá. Hallkell markv. Fram bjargaði ‘ vel á 23. og 32. mín er hann varpaði sér á hættulegt skot Keflvíkinga og fékk varið í bæði skiptin. Einnig varði hann aukaspyrnu frá vítateig sem Högni Gunn- laugsson framkvæmdi. Var það fast skot sem fór beint í gegn- um varnarvegg Framara en Hallkell varpaði sér og varði vel. Hallgrímur tók auka- spyrnu á 40. mínútu en skot hans lenti ofan á þver- slánni. Ahorfendur voru nú farnir að yfirgefa leikvanginn, en hvað skeður ekki á síðustu mínútu leiksins? Fram er dæmd hornspyrna og Hrannar Haraldsson tekur spyrnuna, sendir háan bolta fyrir mark- ið, þvaga myndast pg knött- urinn lendir á kolli eins Kefl- víkingsins og hrekkur af hon- um í netið. Sjálfsmark Nokkr- um sekúndum síðar flautar dómarinn, leiktímanum er lok- Framlenging Liðin stilltu sér síðan upp að nýju og var leikið 2x15 mín. hálfleikir. Á báðum liðunum mátti greina þreytu, sérstak- lega Keflvíkingum sem voru ekki jafn frískir og áður. Framararnir sóttu sig heldur eftir markið en ekkert gerðist og var fyrri hálfleikur fram- lengingarinnar fremur jafn og ekkert markvert skeði. Sigur- mark Fram kom á 6. mín. sið- ari hálfleiks og setti það Bald- vin Baldvinsson, Markv. ÍBK, Kjartan Sigtryggss., var nýbú- inn að verja skot frá Grétari Sigurðssyni og hélt ekki knett- inum sem fór til Baldvins og sendi hann knöttinn í mann- laust márkið 2:1. Þessi urðu endalok leiksins oe geta Fram- arar vel við unað. H. * LANDSLEIKIR í KNATTSPYRNU UM HELGÍNA: A.-Þýzkalanð—Rúmenia 3:2. Belgía—Holland 2:0. Júgóslavía—UngverjaL 1:0. Esja fer ausfcur um land í hringferð 20. þ. m. Vörumóttaka í dag og á morgun til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjarðar, Raufar- hafnar og Húsavíkur. Farseðlar seldir á föstudag. Hezjólfur fer til Vestmannaeyja og Homa-: fjarðar 17. þ. m. Vörumóttaki ti) Homafjarðar í dag. Farseðlar seldir á miðvikudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.