Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 5
T ¥ Þriðjudagnr 16. október 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5 ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS Stuttar um- ræður á þingi Á dagskrá neðri deildar Alþingis í gær voru til fyrstu umræðu tvö frumvörp, annað um lögreglumenn og hitt um almannavarnir. Hafði dóms- málaráðherra, Bjarni Bene- diktsson, framsögu í báðum málunum og einnig tók Einar Olgeirsson til máls. Umræður urðu stuttar og var báðum málunum vísað til 2. umræðu og nefnda. I efri deild var til 1. umræðu frumvarp um liráðabirgðabr. og framlcng- ingu nokkurra laga og hafði Gunnar Thoroddsen fjármála. ráðherra framsögu. Allt til reiðu á Keflavíkur flugvelli Mörg ný þingmál I gær voru Iögð fram á Al- að hefja hernað með kjarnavopnum þingi allmörg frumvörp og þingsályktanatillögur. — Með- al frumvarpanna er frumvarp til laga um útvegun Iánsfjár til húsnæðismála, sem Einar Olgeirsson, Hannibal Valdi- marsson, Geir Gunnarsson og Gunnar Jóhannsson flytja. Verða frumvarpi þessu gerð rækileg skil hér í blaðinu á morgun og einnig verður get- ið síðar fleiri framkominna frumvarpa og þingsályktunar- t’IIagna. Á Alþingi í gær bar Einar Olgeirsson fram utan iagskrár í neðri deild fyrirspum til ríkisstjórnar- innar um það, hvort nýju þoturnar, sem banda- ríska hernámsliðið á Keflavíkurflugvelli hefur nii fengið, væru búnar kjarnavopnum eða ekki. Varð Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra fyr- is svörum af hálfu ríkisstjórnarinnar og neitaði hann því, að flugvélarnar væru búnar kjarnavopnum. Hins vegar neitaði hann einnig að gefa bindandi loforð um það, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að hún myndi leggja það fyrir Alþingi, ef fram kæmi af hálfu Bandaríkjamanna ósk um að búa flugvélarnar kjarn- orkuvopnum. sagði þar beint, að hinar nýju flugvélar væru bún- ar flugskeytum, sem grand- að gætu árásarflugvélum i mikilli fjarlægð og hæld ist það mjög yfir því, hve vélarnar væru vel vopn. um búnar. Alþýðublaðið skrifaði hins vegar grein sama dag um mál- ið þar sem því var lýst yfir. að flugvélarnar væru ekki búnar kjarnorkuvopnum. Sagðist Einar af þessu til- efni vilja beina þeirri fyrir- spurn tii ríkisstjórnarinnar. hvað væri hið sanna í mál- inu og minnti hann á í því -sambandi. að við umræður á Alþingi í fyrra um kjarnorku- sprengingar. gaf Bjarni Bene- Framhald á 8 síðu. Einar kvaðst bera þessa fyr- írspurn fram vegn.a upplýs- inga. er komið hefðu fram > aðalmálgögnum rikisstjórn- arinnar, Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu, um þessi mál að undanfömu. 10. október s.l. ritaði Hjálm- ar Sveinsson grein í Morgun- blaðið, er nefndist F—102 A. þar sem því var lýst, að „varnarliðið“ á Keflavikur- flugvelli hefði fengið orustu- þotur af nýrri gerð, er flutt gætu flugskeyti hlaðin kjarn- orku. Mátti af greininni ráða, að flugvélarnar væru þegar búnar þessum skeytum. Þjóð- viljinn vakti þegar athygli á þessum upplýsingum og 12. október birtust í Morgunblað- inu og Alþýðublaðinu mjög ósamhljóða upplýsingar um málið. Morgunblaðið skrifaði um málið í leiðara og Kosningar í prentarafélaginu Svar og greinargerð í Alþýðublaðinu á þriðjudag- inn var er grein eftir reiðan mann um kosningafyrirkomulag í Prentarafélaginu. Ekki vill maður þessi láta sjá i andlit sér, en kallar sig „prentara" Greinarkorn þetta á að vera svar við nokkrum staðreyndum, sem birtar voru nýlega í Þjóð- viljanum varðandi fulltrúa- kjör Prentarafélagsins til Al- þýðusambandsþings. Að því leyti sem grein þessi er ekki flau-strið eitt og persónulegar heítingar, hefur hún þann ó- kost að vera i senn ósannsög- ul og ganga á svig við þau rök, sem fyrir liggja í þessu máli. Greinarhöf. fullyrðir að kosningar í Prentarafélaginu séu þær lýðraeðislegustu, sem um getur á byggðu bóli, sökum þess að atkvæðaseðlar séu bómir til allra, hvar sem þeir séu staddir! Jafnframt setur hann það fram máli sínu til stuðnings, áð sósíalistar í Prentarafélaginu hafi ekki breytt kosningafyrirkomulag- inu þegar þeir áttu formanninn þar 1947. Sannleikurinn er hins végar sá, að sósíalistar í Prent- arafélaginu hafa aldrei haff bolmagn til þess að færa þann óskapnað í lag, sem kosningar Prentarafélagsins eru, ekki heldur 1947. Áður og síðan bafa þeir svo til óslitið borið fram tfllögur og gagnrýni á kosn- ingafyrirkomulagið og kjör- gengi og kosningarétt atvinnu- rekenda. en ekki fengið um þokað, Hvergi telur „prentari“ i grein sinni, að skugga beri á hið fullkomna lýðræði í prent- arafélagskosningunum, enda þótt þar sé gengið fram hjá öllum meginstoðum kosninga- lýðræðis i þessu landi: Þar er enginn sameiginlegur kjörstað- ur, þar er engin kjörstjórn þar er engin kjörskrá sem aðr- ir en stjórnin fá í hendur, þar er engin kjörkassi, sem varð- veitt geti atkvæði kjósenda eða tryggt að þau komi óbreytt til talningar. Og þar fá atvinnu- rekendur og viðsemjendur prentara að kjósa ef þeir vilja. Ekkert af þessu hefur „prentari“ Alþýðublaðsins neitt við að at- hugk, telur það þvert á móti „lýðræðislegustu atkvæða- greiðslu sem um er að ræða“ Sökum þess hve hér er um alvarlegt mál að ræða. mál, sem ekki snertir prentara eina. heldur félags- og réttarform samtaka vinnandi manna. vilj- um við undirritaðir taka það fram, að við teljum með öilu ósæmandi að ræða það í skæt- ingi. án fullrar alvöru og á- byrgðar. Þess vegna þykir okk- ur rétt að gera nokkra grein fyrir málinu eins og það hefur þróazt og horfir við í dag. Ekkert er okkur fjær en það, að ásaka félaga okkar, flesta látna. sem völdu stjórnarkjöri í H.Í.P. það form, sem það hefur haft undanfarna áratugi. Hins vegar hefur aldrei verið um það stafur í lögum félags- ins hvar og hvernig allsherjar- atkvæðagreiðsla skuli fara fram, heldur aðeins hitt, hvern- ig gengið skuli frá kjörgögnum og uppstillingu til stjórnar- kjörs, Þegar byrjað var að kjósa á vinnustöðum voru að- eins fjórar prentsmiðjur í Reykjavik og tvær á Akureyri, þar sem meðlimir félagsins unnu. Þá átti Prentarafélagið engan samastað fyrir starfsemi sína, en öll stjórnarstörf voru unnin kauplaust af stjórnar- mönnum í frítímum þeirra. Þá voru þau sjónarmið lika ofar öllu, að velja þá til forustunn- ar, sem hæfastir voru taldir hverju sinni. Það er ástæða til að ætla, að einmitt skortur ákvæða um það með hvaða hætti allsherj- aratkvæðagreiðsla ætti að fara fram, sé af því sprottinn, að forustumenn prentara hafi átt þá von, að félagið eignaðist eigin skrifstofu. eins hafi þeir séð fyrir fjölgun stéttarinnar og prentsmiðjanna og því ekki vilj. að binda það í lögum, að kosn- ing færi fram á vinnustað. Nú eru prentsmiðjur i Reykjavík einni um 30 tals- ins. Félagið hefur 5—6-faldað meðlimatölu sína, er eigandi að góðum húsakynnum með iaunaða starfsmenn, en stjóm pólitiskra sjónarmiða öllu ráð- andi Það er Því auðsætt að svo margt hefur breytzt, að fastheldnin í hið gamla kosn- ingaform , til stjórnarkjörs er fullkomin öfugþróun en engin hefð, enda hefur síð- asta áratuginn a. m. k. gætt sívaxandi óánægju meðal prentara með hinar úreltu að- ferðir, sem notaðar eru við stjórnarkjör. Um fulltrúakjör til Alþýðu-1 sambandsþings gegnir nokkuð öðru máli. Fram til ársins 1954 voru fulltrúar á Al- þýðusambandsþing jafnan kosn- ir á fundi i félaginu. Reglugerð Alþýðusambands fslands um fulltrúakjör var samþykkt 1949. í stað bess að fara eftir henni greip stjórn félagsins enn á ný til hins úrelta forms um stjórn- arkjör, þar sem enginn stafur í lögum mæiti fyrir um hvern. ig kosið skyldi. Þegar breytt var um tilhögun á kosningu fulltrúa til Alþýðusambands- þings lá því í augum uppi að öll önnur tilhögun en kveðið var á um í reglugerð Alþýðu- sambandsins var ólögleg með öllu. Á þetta var oftlega bent innan félagsins. en án árang- urs. Þá er rétt að fara nokkrum orðum um kosninguna sjálfa eins og hún er i framkvæmd svo fólki megi verða enn ljós- ara hvað hér er raunverulega um að ræða. Kjörgögnum er dreift i prent- smiðjurnar af stjórn félags- Framhald á 9. síðu. Otgcfandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk» urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson* Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjamason. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 18. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65.00 á mánuði. Óstjórn Jjað var einn helzti áfellisdómur Sjálfstæðis- flokksins um vinstri stjórnina að hún hefði samráð við verklýðssamtökin um stefnuna í efnahagsmálum. Ráðamenn Sjálfstæðisflokksins sögðu æ ofan í æ að „öfl utan Alþingis“ hefðu fengið vald sem þing og stjórn ættu ein að hafa; af því hlytist upplausn, stjórnleysi og sívaxandi verðbólga. Og það varð eitt fyrsta verk viðreisnarstjórnarinnar að fella niður alla þvílíka samvinnu við verklýðshreyfinguna; nú skyldi komið á traustu stjórnarfari og kjörin skert og skömmtuð með valdboði. j\Jú er fengin þriggja ára reynsla af þessari stefnu og árangurinn blasir við hverjum manni. Sjaldan hefur verið önnur eins ókyrrð í þjóðfélaginu vegna kaupgjaldsmála og ein- mitt þessi ár. Öll verklýðsfélög í landinu hafa sagt upp samningum margsinnis á þessu tíma- bili og knúið fram breytingar; þar við bætist að opinberir starfsmenn hafa háð harðvítugri kjarabaráttu á þessum árum en nokkru sinni fyrr í sögu samtaka sinna. Framleiðslan hef- ’ ur aftur og aftur lamazt, þannig stöðvuðu árás- ir stjórnarvaldanna á kjör sjómanna bátaflot- ann vikum saman í sumar, og nú endurtekur sama sagan sig. Efnahagskerfið hefur tekið eina kollsteypuna af annari, og verðbólgan hef- ur magnazt örar en nokkru sinni fyrr. Síðan stjórnarflokkarnir tóku við völdum 1959 hef- ur verð á vörum og þjónustu hækkað um hvorki meira né minna en 41%; það mun láta nærri að það sé heimsmet í verðbólgu þegar undan er skilið hrunið í Þýzkalandi eftir heimsstyrj- öldina fyrri. Svo ör er óðaverðbólgan að verk- lýðsfélögum veitir ekki af að endurnýja samn- inga sína margsinnis á ári ef kaupið á að hanga aftan í verðlaginu. Þannig hafa ýms þau verk- lýðsfélög sem sömdu um nokkra kauphækkun í vor, Dagsbrún, Hlíf, Verkamannafélag Akur- eyrar og Iðja á Akureyri, sagt upp samningum á nýjan leik í haust og sannað að búið sé að éta alla síðustu kauphækkunina upp og miklu bet- ur þó. Málstaður þeirra er svo óvéfengjanleg- ur að jafnvel Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðherra hefur ekki komizt hjá því að viður- kenna að þau eigi enn á ný skýlausan rétt á kauphækkunum. Allt hefur þetta ástand haft mjög alvarlegar þjóðhagslegar afleiðingar, þótt þær hafi mildazt til muna vegna góðæris, meiri síldarafla en nokkru sinni fyrr og hækkandi verðlags á útflutningsvörum okkar. gú stefna sem átti að tryggja traust stjórnarfar 1 landinu hefur reynzt óstjórn. Ríkisstjórn- inni hefur aðeins enneinu sinni tekizt að sanna þá augljósu staðreynd að landinu verður ekki stjórnað svo vel fari í styrjöld við verklýðs- samtökin. Samráð við verklýðshreyfinguna kann stundum að verða erfitt í framkvæmd, eins og allt lýðræði, en án slíkrar samvinnu verða efna- hagsvandamálin aldrei leyst á skynsamlegan hátt. — m. 4. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.