Þjóðviljinn - 23.10.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.10.1962, Blaðsíða 5
teiðjudagur 23. október 1962 ÞJÓÐVILJINN Bætta aðbúð og aðstöðu sjó- manna á fiskihöfnum landsins „Miklum mim væri það þjóðlífi okkar hollara og einstaklingunum ánægjulegra, að hinum mikla tillflutningi fólks, sem fiskveið- ar okkar kref jast, væri mætt með uppbygg- ingu menningar- og skemmtistöðva fremur en f jölgun lögregluliðs og stækkun tukt- húsa“. Karl Guðjónsson flytnr í neðri deild frumvarp til laga um breyting á lögum um hafnargerðir og lendingarbæt- ur en samkvæmt þeirri breyt- ingu skal telja sjómannastof- ur sem lið í kostnaði við hafn- argerðir og lendingarbætur og njóti þær sama styrks af opin- beru fé sem um slíkar fram- kvæmdir sé að ræða. Mál þetta er endurflutt frá siðasta þingi. 1 greinragerð fyrir frumvarp- inu segir m.a.: „Sú hefur verið þróun síð- ari ára, að hafnarmannvirkin sjálf — í þrengstu merkingu þess orðs — hafa ekki edn saman þótt veita þá aðstöðu til afgreiðslu og útgerðar skipa, sem nauðsyn krafði. Þess vegna hefur smám saman verið bætt á hafnalög sem styrkhæfum framkvæmdum ýmsu því sem þarfimar hafa kallað á og ó- hjákvæmilegt þótti að leggja i kostnað við, eftir því sem hlutverk hafnanna stækkaði og starfræksla þeirra færðist í nýtízkulegra horf. Dráttarbrautir, bryggjukran- ar og hafnsögubátar voru ekki hafnargerðir eftir elztu hug- myndum. Engu að síður er allt þetta óhjákvæmilegt í hverri meiri háttar höfn nú, til þess að viðunanleg aðstaða fáist til gredðrar afgreiðslu báta og skipa og nauðsynlegs viðhalds skipanna og viðgerða. Það hefur á hinn bóginn dregizt mjög úr hömlu, að gerð- ar væru af opinberri hálfu ráð- stafanir til þess, að sjómenn- imir á skipunum fengju sam- bærilega bót á sinni aðstöðu f höfnum, þar sem þeir dvelj- ast fjarri heimilum sínum, eins og skipin sjálf og vinnan við þau hefur öðlazt. Ef hafnaryfirvöldin á hverj- um stað ættu það víst, að þau fengju þann kostnað uppi bor- inn að 2/s hlutum úr ríkissjóði, sem lagður væri í það að koma upp góðum nútíma vistarverum fyrir aðkomna sjómenn, má líklegt telja, að því yrði betri gaumur gefinn en nú er að gera heimilislausum sjómönn- * ★ * • Þingfundir í gær Þingfundir voru í gær í báð- um deildum. 1 efri deild var til fyrstu umræðu frumvarp til laga um samþykkt ríkisreikn- ings fyrir árið 1961. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, maélti fyrir frumvarpinu, sem síðan var vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um þinglýsingar og ellefu fylgifrumvörpum (laga- breytingum) varðandi þau efni. var þeim málum öllum visað til annarrar umræðu. Á dagskrá neðri deildar voru þrjú mál, lánsfé til húsnaéðis- mála, (atkvæðagreiðsla), Siglu- fjarðarvegur ytri og landshöfn í Keflavíkurkaupstað cg Njarð- víkurpreppi. Var þeim málum öllum visað til annarrar umr. og nefnda. Nokkur ný mál voru lögð fram á Alþingi í gær og verð- ur nánar sagt frá þeim í bláð- inu á morgun. um í fiskihöfnum landsins líf- ið ánægjulegra en nú er raun- in á. Úr ríkisfjárhirzlunni er stöð- ugt lagt fram aukið fé til lög- gæzlu í verstöðvunum. Þó er það flestra mál, að ekki fari löghlýðnin vaxandi með þeim ráðstöfunum. Vnrl CJuð.iónsson Það er hins vegar flest, sem til þess bendir, að bætt aðbúð og aðstaða til uppbyggjandi tómstundaiðju og skemmtana — en upp á það yrðu nútíma sjómannastofur að bjóða — mundi binda endi á vöxt lög- gæzlukostnaðarins. Það er því óséð, hvort lög- taka þessa frumvarps mundi hafa nokkum kostnaðarauka í för með sé fyrir ríkissjóð. En miklum mun væri það þjóð- lífi okkar hollara og einstakl- ingunum ánægjulegra, að hin- um mikla tilflutningi fólks, sem fiskveiðar okkar krefjast, væri mætt með uppbyggingu menningar- og skemmtistöðva fremur en fjölgun lögregluliðs og stækkun tugthúsa." ÞINGSJÁ ÞjÓÐVIL|ANS Heft verði notkun og útbreiðsla eiturlyfja ý Alfreð Gíslason, læknir flytur í sameinuðu þingi tillögu til þings- ályktunar um baráttu gegn eitur- lyfjanautn. Tillagan gerir ráð fyr- ir skipun nefndar sérfróðra manna til að rannsaka þessi mál í samráði við heilbrigðisyfirvöld, lögreglu og aðra aðila. Síðan verði a'' grtiildvelli þéifra rannsókna leitazt við að hefta notkun deyfi- lyfja, þar sm um hana er að ræða, og ráðstafanir gerðar til hjálpar þeim, sem þegar kynnu að hafa áne'tj- ast henni. Alfreð Gíslason í greinargerð fyrir tillögunni segir m.a.: „Margir halda því fram, að eiturlyfjaneyzla hafi farið ört vaxandi hér á landi hin síð- ari ár og sé nú orðin ískyggi- lega mikil. Engar skýrslur eru þó til um þessa tegund neyzlu, og því er ógemingur að full- yrða nokkuð um hana að svo stöddu. Hins vegar er ofnautn eiturlyfja svo alvarlegt mál, að minnstu líkur til útbreiðslu hennar hljóta að réttlæta taf- arlausa rannsókn og síðan við- eigandi aðgerðir". Þá bendir flutningsmaður a að undanfarið hafi birzt í blöð- um frásagnir um einstök dæmi um eiturlyfjaneyzlu og einnig muni lögreglan hafa í fórum sínum nokkur göng í málinu, en því næst segir í greinar- gerðinni: „Það er vafi um tölu þessa ógæfufólks, en þó er ýmislegt annað i sambandi við vanda- málið ekki síður óljóst. Hvar fá menn nautnalyfin? Er þeim smyglað inn í landið með skip- um og flugvélum, eða berasl þau frá hinu crlenda yfirráða- svæði í nánd við Keflavík? Er hugsanlegt, að Iæknar og Iyfjafræðingar séu ekki nægi- lega vel á verði gagnvart mis- notkun Iæknislyfja? Þessar og þvílíkar spurningar vakna eðli- lega, en svör við þessu fást engin að órannsökuðu máli. Sérstökum áhyggjum hlýtur sá grunur að valda, að út- breiðsla eiturlyfjaneyzlu sé sér- lega mikil meðal unglinga og jafnvel að nautnalyfjum sé af ráðnum hug haldið að ungum stúlkum. ljótur sem hann er, hefur ver- ið látinn í ljós opinberlega. Hefur hann við rök að styðjast eða ekki? Úr því verður að fást skorið með samvizkusam- legri og hlífðarlausri rannsókn. Nákvæm athugun á að geta leitt í Ijós staðrejmdir þessa máls, og á þeim eiga aðgerðim- ar síðan að byggjast. Baráttan Þessi grunur, svo Ijót- ur sem hann er, hefur ver- gegn eiturlyfjaneyzlu verður að heyja markvisst, og má í engu til spara. Þar verða allir að leggjast á eitt. Sölu og dreif- ingu nautnalyfja þarf að upp- ræta og jafnhliða að koma til hjálpar þeim, sem orðið hafa nautninni að bráð. Eins og sak- ir standa, er mjög erfitt fyrir u.m lækningu þessara sjúklinga, og kernur þar til greina m.a. alger skortur á stofnunum, sem því hlutverki geta gegnt. Úr þessu er tiltöluléga áuðvelt að bæta nú, ef viljann skortir ekki. Tveir stórspítalar eru í byggingu í Reykjavík, Lands- spítalinn og Borgarsjúkrahúsið. í báðum þessum stofnunum þurfa að vera geðlækninga- deildir sem ásamt öðru eiga að sinna því hlutverki að lækna eiturlyf janeytendur. Þess er vænzt, að Alþingi sýni þessu vandamáli fullan skilning. Það er þjóðfélagslegs eðlis og snertir lífshamingju fjölda heimila í landinu. Það, sem farið er fram á, er fyrst athugun og síðan ráðstafanir. Sé ástandið í þessu efni eins alvarlegt og af er látið, verð- ur að bregða skjótt við og beita öllum tiltækum ráðum til úr- bóta“. Trúandi fyrír öllu, —eðatílalis 1 gær fór fram fyrsta um- ræða um heimild til handa rík- isstjórninni að taka allt að 15 milljón kr. lán til þess að ljúka við Siglufjarðarveg ytri á árinu 1963, en flutningsmenn eru þrír þingmenn Norðurlads- kjördæmis vestra, Skúli Guð- mundsson, Gunnar Jóhannsson og Bjöm Pálsson. Skúfi Guðmundsson (Frams). hafði framsögu fyrir frumvarp- inu. Rakti hann gang þessa máls. Taldi hann, að hér væri um að ræða þjóðmál, sem alla varðaði, ekki bara íbúa Siglu- fjarðar. Frainlag Siglufjarðar í þjóðarframleiðslunni væri mik- ið og gæti enn vaxið með full- vinnslu hráefna, sem þar ber- ast á land. En samgöngum við þennan stað er þannig háttað, að hann hefur ekkert samband við þjóðvegakerfi landsins mikinn hluta ársins. Þegar þess er gætt, að ríkisstjómin hefur tekið stórlán til þess að gera nýjan veg til Keflavíkur, virðist það sanngimisjnál, að Siglfirðingar fái fyrir- greiðslu, þar sem ekki væri um hærri fjárhæð að ræða, en 15 milljónir króna. Einar Ingimundarson (Ihald) kvaðst vilja taka það fram, að ekki kæmi það til af áhuga- leysi, að þeir íhaldsþingmenn- imir úr kjördæminu væru ekki meðflutningsmenn að frum- varpinu (eins og á síðasta þingi). En þeir tryðu hæstvirtri ríkisstjórn fullkomlega til þess að ráða fram úr þessu máli; eins og öðru. ★ Líkast til hefði mörgum þótt réttara að segja, að stjóminni væri trúandi til alls! — Frum- varpinu var vísað að þessu loknu til 2. umræðu og sam- göngumálanefndar. * * * í gær tók sæti á Alþingi Valtýr Guðjónsson i fjarveru Jóns Skaftasonar, sem er á för- um til útlanda. SfÐA g* Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi ölafsson, Sigurður Guðmundsson (áb.) < Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. RitstjÓm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 65.00 á mánuði. HRUNIN KENNING gá var tilgangur viðreisnarstjórnarinnar að endurreisa kapítalismann á íslandi. Hún kvaðst segja öllum ríkisafskiptum og forsjá þess opinbera stríð á hendur; nú átti gróðinn að stjórna framleiðslu og atvinnulífi, og atvinnu- rekendur áttu að standa á eigin fótum í deil- um við launþega um kaup og kjör. Sjálf ætl- aði ríkisstjómin að vera einskonar afskiptalít- il nefnd sem fylgdist með því úr fjarska að alll gengi að óskum.En viðreisnin hefur raunar haff þveröfug áhrif. Engin ríkisstjórn hefur gripið jafn harkalega inn í alla þætti efnahagsmála og þessi. Æ ofan í æ hefur hún tekið það á. sínar herðar að skipta upp á ný þeim sameiginlegá sjóði sem nefnas'f þjóðartekjur; hún hefur marg- sinnis riftað öllum kjarasamningum í landinu; bráðabirgðalögum og tilskipunum hefur rignt yfir. Þeir menn sem ætluðu að horfa á það úr fjarska hvernig þjóðfélagið stjórnaði sér sjálft samkvæmt kapítalistískum reglum s’tanda raun- ar sveittir, móðir og másandi í miðri önn hins rúmhelga dags. 0« þeir ,hafa... ekki einu sinni ráðið við form- in. Allir muna þau ósköp sem sögð voru um uppbætur og níðurgreiðslur og alla þá spillingu sem fylgdi þvílíkum ríkisafskiptum. En í fjár- lagafrumvarpi því sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi er lagt fil að þessir liðir — upp bætur og niðurgreiðslur — hækki úr 300 millj- ónum króna í 430 milljónir eða um meira eri tvo fimmtu. Auk þess hefur ríksstjórnin komið upp ýmsum sjóðum á sínum vegum og greiðir úr þeim stanzlausar uppbætur, þannig til að mynda öll vátryggingargjöld fiskiskipa og hvers- kyns annan kos'tnað sem atvinnurekendur eiga að bera sjálfir í eðlilegu kapítalistísku þjóðfé- lagi. Mennimir sem ætluðu að hætta að verða efnahagsleg forsjá í þjóðfélaginu eru orðnir mestu skömmtunarstjórar sem nokkru sinni hafa komizt í ráðherrastóla. ^stæðulaust er að efa að forustumenn stjóm- arflokkanna hafi trúað hinum upphaflega á- róðri sínum um „frjálst" þjóðfélag. En þeir hafá auðsjáanlega komizt að þeirri niðurstöðu að kenningin væri haldlaus, auðmennirnir ís- lenku væru svo veikburða að þeir stæðust ekki sínar eigin reglur nema þeir hefðu ríkisvaldið allt að bakhjarli dag hvern. Og þar með var upphaflegu kenningunni um skaðsemi ríkisaf- skipta hafnað og önnur tekin upp í staðinn: Rík- isafskipti eru góð ef þau eru notuð í þágu auð- manna og atvinnurekenda, en slæm ef þeim er beitt launþegum í hag; uppbætur eru góðar ef flokkar atvinnurekenda greiða þær en slæmar ef launþegaflokkar hagnýta þær til að tryggja atvinnu og framkvæmdir. Fræðikenningin er rokin út í veður og vind, en eftir s’tanda stétta- andstæðumar einar, eins og ævinlega. — m. í 4 4 *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.