Þjóðviljinn - 23.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.10.1962, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. október 1962 ÞJOÐVILJINN SÍÐA 7 „Það er mikið átak sem gera þarf hér á Húsavík, og það verður aldrei gert nema með aðild sósíalista og sterkum vinstri meirihluta. Hvers vegna það? Má ég benda þér á að það voru sósíalistar sem á sínum tíma beittu sér fastast fyrir bygg- ingu hafnarinnar, fiskiðjunnar og verka- mannabústaðanna, og knúðu þetta fram þrátt fyrir andstöðu og tregðu, en einmitt þessar framkvæmdir hafa lyft bænum mest.“ Húsavík er einn viðkunnan- legastj bær á landinu. Það er aevinlega notalegt að vera kom- inn til Húsavíkur, — og er það þó ekkert tengt þeirri staðreynd að á Húsavík er í- haldið ..pínulitli flokkurinn“ og kratarnir víðfrægt viðundur. Hafið þið annars heyrt af harmleiknum á Húsavík í maí s.l.? Það var fjölgað um tvo fulltrúia í bæjarstjórn. ,,Við- reisnar“-flokkarnir ætluðu sér báða. og aðalfagnaðarboðskap- ur þeirra var að „kommúnist- ar“ myndu stórtapa fylgi. Á kj6rdag höfðu kratar „opið hús“ í gamalli hlöðu og veittu hverjum sem hafá vildi kaffi og pönnukökur. Kváðu menn hafa notað sér það óspart '(loksins þegar þeir gátu haft eitthvert gagn af krötunum) og kastað þar mæðinni í kosn- ingadagserlinum meðan þeir drukku fagnafull Alþýðuflokks- ins. Kratar tilkynntu dansiball að lokinni kosningu, en um það bil er talningu var að ljúka og dansgestir drifu að stóð í dyrum gleðihlöðunnar maður sem hrækti út , úr sér: Hér verður EKKI dansað í kvöld! — „Kommúnistar“ höfðu auk- ið fylgi sitt um 15% og unnið annan nýja fulltrúann, en krat- ar tapað fjórðungi fylgis síns, eða 23%. Framsókn fékk hinn nýja fulltrúann. Daginn eftir kváðu kratar hafa sent út um bæinn til að rukka inn fyrir kaffið. Ekki vildu menn á Húsavík þó staðfesta síðastnefnda atriði þessa harmleiks. Munið þið hvernig Mogginn æpti á s.l. vori um „þjóðfylk- ingu samkvæmt fyrirmælum Einars Olgeirssonar", af því honurn líkaði ekki meirihlutinn í stjórn einhvers þorps úti á landi? Á Húsavík notaði bæj- arráðsmaður íhaldsins, fyrsta tækifæri til að mynda „þjóð- fylkingu- samkvæmt fyrirmæl- um Einars Olgeirssonar" og gerðist samábyrgur fyrir öllum gerðum baejarráðs. — Það er margt heimilisbölið. Við skulum ganga götuna upp með ánni þeirra Húsvík- inga. Forsjónin hefur ekki að- eins gefið Húsvikingum eitt skemmtilegasta bæjarstæði landsins heldur og bezta skemmtigarðsstæðið, og Páll Kristjánsson sýndi mér það. i dalnum þar sem Búðaráin rennur. Þrátt fyrir arg og ann- ir bæj.arreikninganna man Páll þó alltaf að auk fisks, verzl- unarbúða og peninga er líka dálítið sem heitir menning. Við götuna upp með ánni hittum við Frey Bjamason, nýja bæjarfulltrúann sem „kommúnistar" á Húsavík fengu á s.l. vori. — Þið eruð í sókn. ,,komm- únistamir" á Húsavík. — Já. svarar Freyr. ég tel að okkur hafi tekizt að vinna það „kraftaverk" sem and- stæðingarnir þrástöguðust á að við gætum ekki: að auka fylgi Alþýðubandalagsins á Húsavík. — Það fregnaðist suður að kratarnir ætluðu sér stóran hlut hér á Húsavík. >— Jú. víst ætluðu þeir sér það. mikið stóð til. en það mis- tókst gersamlega. Þá hrakför eiga þeir fyrst og fremst að þakka núverandi stjómar- stefnu, svo og framkomu sinni [ bæjarstjórn Húsavíkur, en meirihlutann sem þeir voru ;ið- flar að tók-st þeim að gera nPMtt<etnu skrípi allt kjörtima- biiið. Og í stað þe?s að verða ráðandi afl í bæjarstjórninni — eins og þeir ætluðu sér, urðu þeir að hreinu viðundei að kosningum loknum. — Látum kratana niður falla, en er það rétt að hér séu óvenjumörg hús í smíð- um? — í smiðum hér nú eru 20 íbúðarhús með 24—25 ibúðunn, komin mismunandi langt. Þar af er Byggingarfélag verka- manna með 6 íbúðir. — Hvað hefur það byggt margar íbúðir hér? — Þær eru orðnar 22. — Eru Húsvíkingar orðnir ríkir fyrst þeir eru að byggja nú? Frá höfninni á Húsavík. Það vantar bátakvíar svo ekki þurfl að binda bátana við bólfæri úti á höfninni. VAXANDI BÆR- VAXANDI VERKEFNI VAXANDI FLOKKUR — Að menn geta ráðizt í byggingar nú er fyrst og fremst að þakka mikilli atvinnu. — Við hvað er sú atvinna? — Hún er við sjávarútveginn fyrst og fremst. Verulegt atriði i því sambandi er breytt vinnu- tilhögun. betri verkaskipting. Áður gerðu sjómenn sjálfir að afla sínum niðri á bryggju við mjög slæm vinnuskilyrði, en síðustu tvö árin hefur Fis-k- iðjan séð um aðgerðina. Við það eykst vinna landmanna, ekki aðeins um það sem að- gerðinni nemur, heldur og jafn- framt vegna aukins afla af þeirri ástæðu að sjómennirnir geta nú einbeitt sér að sjósókn- inni. Bátum af stærðinni 12—20 tonn hefur fjölgað á s.l. árum, og þeir hafa getað stundað veiðar hér á vetrum. Það er fyrst og fremst vegna þeirra sem hið margnefnda vetrarat- vinnuleysi er að hverfa. — Þið lukuð við hafnar- garðinn í fyrra — en hafið þið komið upp viðleguplássi fyrir alla þessa báta? — Aðstaða þessara báta er enn mjög slæm, það vantar enn bátakvíar svo ekki þurfi að binda bátana við bólfæri úti á höfn. Það vantar tilfinn- anlcga lieildarskipulagningu á hafnarsvæðinu áður en ráðizt er í frekari framkvæmdir. Það eru bátarnir. fiskurinn og vinnan sem fyrst og fremst gerir mönnum fært að ráðast í þessar byggingar sem þú spurðir um áðan. — Er íbúum að fjölga hér? — Þessar byggingar eru að- allega vegna fjölgunar í bæn- um. Fólk virðist hafa mikinn áhuga fyrir því að setjast að hér. — Hvaðan kemur það áðal- lega? — Það kemur víða að, en einkum að sunnan. — Nægja þá þessi 20 nýju hús? — Nei, þessar byggingar nægja ekki. Það er enn al- varlegur húsnæðisskortur hér, sem bezt sést á því að bæj- arstjórnin he'íur ákveðið að breyta gömlu bamaskólahúsi í íbúðir sem bserinn eigi. Það er allt sem knýr á: eðlileg íbúa- aukning, aðflutningur fólks og óhjákvæmileg endurnýjun gam- alla húsa, Það var kyrrstaða í byggingamálum hér eftir að núverandi stjórnarflokkar tóku við stjórn landsins. — Hversvegna það? — Stöðvunin varð vegna geysilegra verðhækkana og dýrtíðar og þess hve erfitt var að fá lán. — Er það auðveldara nú? — Það hefur gengið frekar illa að fá lán til húsbygginga; helzt er það að Sparisjóður Húsavikur láni til þeirra framkvæmda. — En hvað um hitaveitu í hin nýju hús? Hvar er djúp- borinn sem átti að koma í fyrra? — Djúpborinn sem átti að koma i fyrra — hann hefur ekki sézt hér enn! Upphaflega „viðreisnar“loforðið var að hann byrjaði hér, en svo leið sumarið í fyrra að djúpborinn var geymdur í kössum fyrir sunnan, og sennilega hafa kosningarnar hér s-1. vor farið á annan veg en viðreisnarherr- arnir ætluðu, svo þeir hygluðu „góðu bömunum" á Ólafsfirði með því að senda hann þang- að. Svo mun ætlunin að senda hann í Námaskarð í Mývatns- sveit. Óvíst er þvi með öllu hvort núverandi ríkisstjórn endist aldur til að efna heitið að senda hann hingað. — En er nóg heitt vatn? — Já, reynsluborabir har sýnt að öruggt má telja nægjanlegt sé af heitu v Höfðantrm. — En hvað um aðrar by ingar en ibúðir? — Bærinn er byrjaður mikilli byggingu, og eiga a^ vera í henni skrifstofur bæj- arins, slökkvistöð og lög- reglustöð. Það er þegar lokið við að steypa kjallara þeirrar byggingar. Kaupfélag Þingey- ingg er að byggja nýtt slátur- Freyr Bjarnason bœjarfulltrúr á Húsavík segir frá hfts, Biíkla byggingu sem byrj- að var á í fyrra og verður ekki lokið við í ár. Verið er að bygíía bif«eiðaverkstæði. en annað var hér íyiðr. Það hef- ur verið mikil byggíngavinna í sumar og vantað menn í bygg- ingavinnu. — En félagsheimilið? — Ætlunin er að sú bfgging hefjist í haust, en að henni standa bærinn og öll félaga- samtök i bænum og er Verka- mannafélag Húsaviliur stærsta félagið. Það hefur staðið á teikningum, annars myndi verkið þegar hafið. Eitt sem þarf að byggja er sjúkrahús og við vonum að hægt verði að byrja á stækk- un þess næsta sumar. Núver- andi sjúkrahús er orðið um 30 ára gamalt og hefur ekki nema 14 rúm, þótt 20 sjúklingum hafi stundum orðið að troða inn í það. Það þarf að byggja a.m.k. tvisvar sinnum stærra sjúkrahús en nú er — og myndi þó fljótt verða of lítið. Þá verður byggt dagheimili á vegum bæjarins og er ætlunin að það geti tekið til starfa næsta sumar. Það verður byggt á skemmtilegum stað þar sem er góð aðstaða til lefk- vallar og leikja. — Var ekki verið að stækka síldarverksmiðjuna? — Það var unnið við breyt- ingu og stækkun á síldarverk- smiðjunni í sumar, en mikil óánægja er hér með hve litið hún var stækkuð, og einnig það á hvaða tíma verkið var unnið. Það er alltaf byrjað á endurbótum á verksmiðjunni hér á vorin og verið að fram á sumar, t.d. var verksmiðjan hér ekki starfhæf fyrr en kom- ið var langt fram á sumar — og enn er verkinu ekki lok- ið. Við viljum að byggð sé ný og fullkomin verksmiðja. í sumar var einnig unnið við hafnarframkvæmdir — gerð uppfylHng fyrir framan síldarverksmiðjuna og á að myndn bar athafnasvæði. sem er utan hafnargarðsins. Fyrir dyrum stendur stækk- un á fiskiðjunni og munu framkvæmdir hefjast næsta vor. Það verður geysimikil stækkun, enda hefur fiskiðju- verið lengi verið of litið. svo til vandræða hefur horft, og því hefur orðið að flytja ó- verkaðan fisk út og til verk- unar á Akureyri. Stækkun flskiújunnar leiðir það af sér að betri skipulagning og meiri tsskhi kemst á alla vinnu í hús- inu, vinnan verður Iéttari og afköstin aukast. Ég tel heppilegt að . byggð yrði þriðja hæðin ofan á fisk- iðjuna. Það sem vinnst við það er í fyrsta lagi að verka- fólk getur þa gengið i húsið beint af götunni fyrir ofan. fengið þar rúmgóða kaffistofu og fatageymslu, og farið það- an til mismunandi framleiðslu- starfa i húsinu. Það annað að í þessa byggingu kæmi fiskbúð i götuhæð oð þyrftu þá ekki allar húsmæður í bænum að brjótast í ófærð. eða hálku, niður fyrir bakkann eins og verið hefur til þessa. Fyrir neðan bakkann eru nokkur aðgerðarhús, raunar góðar byggingar, en sem þyrfti að nýta betur með því að byggja ofan á þær. t.d. vantar bjóðageymslu o.m.fl. Rétt væri að á kafla yrði opið svæði norður hjá kaupfélaginu. með opnu útsýni af götunni út yf- ir höfnina. f þessu sambandi kem ég aftur að því: Við þurf- um að fá heildarskipulag af hafnarsvæðinu. — En hvað Um íþróttamann- virki? — Við höfum þegar nýjan, glæsilegan iþróttasal, 10x20 m. Hann er sérstæður að því leyti að áhorfendasvæði er við hliðina á honum. sem rúmar 160—170 manns í sæti. Þetta er góður salur, enda hefur fólk- ið ekki Játið á sér standa: s.l. vetur stunduðu um 10% af íbúunum æfingar þar og íþrótt- ir. fólk frá 7 ára til fimmtugs. lega útisundlaug með heitu vatni, sem dælt er í hana und- an Höfðanum. Nú liggja fyrir tillögur um íþróttasvæði og stór og glæsi- leg mannvirki á svokölluðu Húsavíkurtúni, austan við sundlaugina yzt í bænum. Þar eru fyrirhugaðir tveir vellir, malarvöllur og grasvöllur, með tilheyrandi hlaupabrautum og stökkgryfju. Uppdráttur að þessu er nýkominn. — Þú segir að vanti skipu- lag — er bærinn ekki byggð- ur eftir skipulagi? — Jú. en skipulagið er að verða á eftir byggingaþörf- inni. Fyrir næsta vor þyrfti að vera búið að skipuleggja 3—4 götur í viðbót, til þess að bærinn geti farið að leggja vatns- og skólplagnir í þessar götur þegar í vor. Heildar- skipulag af bænum þarf að koma eins fljótt og unnt er. — Og það liggur þjóðvegur gegnum bæinn. — Já. það er brýn þörf að steypa og malbika götumar, þær eru fremur leirbomar. Þjóðvegurinn liggur gegnum miðjan bæinn, — og það mttl að vera Iagaskylda að ríkið steypti þá þjóðvegi sem liggja gegnum hæi. Umferðin norður yfir er orðin gífurleg. — Ykkur virðist sannarlega ekki skorta verkefni hér á Húsavík. — Nei. á því sem ég hef sagt þér sérðu að það er geysi- legt átak sem gera þarf hér á Húsavík — og það verður aldrei ger* nema með aðild sósialista og sterkum vinstri meirihluta. — Hversvegna það? — Má ég benda þér á að það voru sósíallstar sem á sín- um tima beittu sér fastast fyr- ir byggingu hafnarinnar. fisk- iðjunnar og verkamannabú- staða, og knúðu þetta fram brátt fyrir tregðu og andstöða, en einmitt þessar framkvæmd- ir hafa lyft bænum mest. Sama hlutverki þurfa sósialistar em» Ný hús á Húsavíi: .úiksfjölgun er mikil.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.