Þjóðviljinn - 23.10.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.10.1962, Blaðsíða 6
6 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. október 1962 NÚ EIGAST ÞEIR VIÐ ÞARNA UPPI! Nú eigast beir við þarna uppi! Orustuflugnanna bræði hnitar í blámanum hringa hvítum og rjúkandi þræði! ,T;;f * Þessi skrautlega mynd er tekin á styrjaldarárunum. En einmitt á stríðstímum þykir fyrirbæri þetta sérstaklega hvimleitt. Skýjarákirnar eru myndaðar af flugi flugvéla, . meira að segja er vafamál. að þama sjáist nokkur ský, sem Móðir Náttúra hefur fram- leitt með gamla laginu. En það er sannarlega ekki þægi- leg tilfinning fyrir flugmann, sem sendur er til árásar eða njósna, að vélin hans dragi á eftir sér hvítan vísifingur, sem bendir á hana hvert sem hún fer. Einmitt þetta hefðu Þjóðverjar fengið að reyna, ef þeir hefðu ætlað að gera loftárás á Hampshire í Eng- landi á nýársdag 1945, þvi að þaðan er myndin, nánar til tekið frá Famborough, sem þekkt er fyrir flugsýningar á ári hverju. Slóðamir, en svo er þetta fyrirbæri nefnt í Skýjabók Veðurstofunnar, verða oftast til í allmikilli hæð 5—10 kíló- metra yfir sjávarmáli. í fyrstu eru þeir örmjó drifhvít bönd, en þau tútna fljótlega út og þnyklast,, ef þau eyðast þá ekki innan stundar. Slóð- arnir á myndinni eru á ýms- um aldursskeiðum, mjóa og lárétta rákin efst til vinstri er ný. en dálítið eldra er sag- arblaðið fína, sem liggur þvert yfir myndina. Menn telja, að þessi ósjálf- ráða himnaskrift komi aðeins fyrir í mjög röku lofti og hörðu frosti. Allir kannast við. að í þess háttar veðri frýs andinn, hvítleitur ský- hnoðri svífur frá vitum manns. En það er ekkert smáræði af lofti, sem flugvél- arnar púa frá sér, og í þeim heita andardrætti er nóg af vatnseimi og reykögnum vegna brunans í hreyflunum. Stundum sjást afar skærir og litríkir baugar og gílar í slóðum þessum. Stafa þeir af ljósbroti í ískristöllum þeim, sem slóðarnir eru myndaðir af. Sennilega hefði hjátrúar- fullum forfeðrum okkar orðið hverft við, ef fyrir sjónir þeirra hefði borið þessa himnaskrift, alsetta merkileg- um litbrigðum. En síðari kynslóðir hafa sannreynt að slóðarnir geta verið váleg teikn á himni: Vér hlustum í múgborgar- myrkri á morðdrekaflugsins gný. Á háloftsins helspunavélum öll hjól eru þeytt á ný. Um vindása Vetrarbrautar sér verkhraðir gróttar þyrla. Svo fellur úr loftinu farmur af feigð yfir þök og hvirfla. (Úr kvæðinu London eftir Nordahl Grieg. M Á. þýddi). Páll Bergþórsson. Viðbjóðsleg áróðursherferð Leningradsinfóníuhljómsveit- in mun senn halda í hljóm- leikaferð til Bandaríkjanna undir stjóm þekktasta hljóm- sveitarstjóra Rússa, Mravin- skis. Þeir munu m.a. leika í höll Sameinuðu þjóðanna í New York. Sinfóníuhljóm- sveitimar í Boston og New York hafa heimsótt Sovétríkin og verið ágætlega tekið. New York City Ballet dansar nú á leiksviði Stóra- Leikhússins í Moskvu. Balan- chine er ballettmeistari flokks ms. Hann er þeirrar skoðunar að 1 ballett sé aðeins tvennt sem máli skiptir: dans og tónlist, og þvi hafnar hann kveðnum söguþræði. Sovézk blöð, eins og t.d. Pravda, fara heldur vinsamlegum orðum um list flokksins sem er mjög ólík dansstíl Stóra leikhússins: bó geta bau auðsjáanlega ekki vel sætt sig við það að sjálfri sögunni er hafnað. En Balanchine segja þau meist- ara sem hefur auðgað dans- listina margfaldlega. Bróðir ítalska kvikmynda- stjórans Roberto Rosselini, tónskáldið Renzo Rosselini hefur samið óperu eftir leik- riti Arthurs Millers „Horft af brúnni“. Óperan verður frum- flutt 7. nóvember. Ný bók eftir Sven Lund- quist, skeggjaðan og íróðan mann með kinverskuþekkingu í andlegum farangri sínum. fær góða dóma hjá Stock- holms-Tidningen. Mesti kost- ur þessa unga höfundar, seg- ir gagnrýnandi blaðsins, er hæfileiki hans til sjálfstæðrar hugsunar. íhugunar. Þeir sem álíta að nútímaskáldsagan þjáist af hugmyndafátækt ættu að reyna að lesa Sven Lundquist; hann hefur gert hversdagsleikann að ævintýri og honum tekst að sýna fram á að hugsunin er lífsnauðsyn. Bók Lundquists Praktika ber vott um skarpskyggni og reynslu, hún boðar praktískan móralisma, sem er ekki lok- aður af kreddum heldur op- inn fyrir nýjum hugmyndum. * í viðtali við franska viku- ritið L’Express segir sovézki rithöfundurinn Konstantín Símonof, að yngri kynslóð sovézkra rithöfunda sé á hærra menningarstigi en fyr- irrennarar hennar.. Ennfrem- ur finni menn hjá þeim miklu fjölbreytilegri stíl en hjá þeim eldri. Það sé þvi ekkert undarlegt að bókmenntatíma- ritið „Æska“ sem fyrir sjö árum kom út í 100000 eintök- um sé nú komið upp f 600000. Símonof sagði ennfremur, að hinir ungu fengjust minna við breiðar epískar sögur en þeir eldri, þeir reyni heldur við smærri form og persónu- legri. Á.B. FRANCO notfærir sér neyð vegna flóðanna Franco einræðisherra á Spáni hefur reynt að nota flóðin á Barcelona-svæðinu til að vinna stjóm sinni hylli. Þessi við- bjóðslega tilraun til að notfæra sér neyð fólksins bendir til þess að fasistastjómin sé þann- ig á vegi stödd að hún telji sér ekki fært að láta nokkurt tækifæri sér úr greipum ganga til að tryggja sig í sessi. ★ Mörg hundmð menn fómst í flóðunum og yfirvöldin á- kváðu að notfæra sér það } stjórnmálalegum tilgangi. Á forsíðum fasistablaðanna var ekki fyrst og fremst fjallað um flóðin og hinar hræðilegu af- leiðingar þeirra, heldur harm Francos og ráðherra hans yfir því sem gerzt hafði. Stjórnar- meðlimirnir fóru í eftirlitsferð- ir til flóðasvæðanna og blöðin birtu myndir af fasistunum þar sem þeir stóðu með sorg- arsvip og virtu eyðilegginguna fyrir sér. ★ Öll ríkisstjórnin fór til Bar- celona. Fundir voru settir á svið og stóðu langt fram á nótt. Síðan voru birtar langar skýrslur þar sem Franco lýsti sorg sinni með innantómu orðagjálfri. Blöðin birtu risa- myndir af einræðisherranum lúta niður að börnum sem misst höfðu foreldra sína í flóðunum. Herferðin stóð i marga daga. Samtímis var öll- um spænskum sendiráðum um víða veröld skipað aðlátaharm sinn opinberlega í ljós. Síðan hófu spænsku blöðin það sem kallað hefur verið „annar hluti aðgerðarinnar“. Greinar og athugasemdir i blöðunum fjölluðu nú um um- hyggjuna sem Franco sýndi þeim sem skaðazt höfðu i fióð- unum. Voru menn beðnir að bera þetta saman við þá starf- semi sem „trúníðingar, komm- únistar og hermdarverkamenn" reka gegn spænskum stjómar- völdum. ★ Það lítur ekki út fyrir að spænska þjóðin ætli að láta hafa sig að ginningarfíflL Hugsazt getur að herferð sú sem Franco fór til að afla sér vin- sælda hafi önnur áhrif en hann ætlaðist tiL I I'ranco ræðir við fólk á flóðasvæðinu. Við hlið hans er Munos Grandes sá er baröist með Hitler á austurvígstöðvunum. Stórættuð heimusæta grunuð um að myrða elskhuga sinn Lögreglan í bandarísku borg- inni Boston hefur .lýst eftir 21 árs gamalli hefðarmey sem grunuð er um að hafa myrt elskhuga sinn. Lík elskhugans fannst nakið í svefnherbergi hennar með kúlugat á hnakk- anum. ★ Suzanne Clift er afkomandi einnar af gömlu valdaættunum, sem komu því orði á að Boston væri siöavandasta borg í heimi. Hún hafði búið hjá ömmu sinni í stórhýsi í auðmanna- hverfinu Bsacon Hill. en for- eldrar hennar eru löngu skild- ir. Þegar amman, frú Barbara Permain, kom úr sumarbústað sínum í Cape Cod stóð bíll Piero Brentani, 27 ára gamals verkfræðings frá Brasilíu, fyr- ir utan húsið. Svefnherbergi Suzanne var læst. Amman hringdi á lögfræðing sinn, hann kvaddi til lækni. og þeir fundu nakið lík verkfræðingsins í svefnherberginu. Lögreglan telur að líkið hafi verið búið að liggja þama þrjá sólarhringa áður en það fannst. Ymislegt bendir til að Suzanne hafi hafzt við í herberginu hjá líkinu einn eða tvo daga. Gizkað er á að stúlkan hafi farið úr landi til Brasilíu, þaí sem foreldrar hins myrta elsk- • huga eiga heima. Ýmis farang- ur sem Suzanne á fannst í geymslu á flugvelli Boston, en hundur hennar hvarf með hús- móður sinni. Flugu sem drekar yfir ERMARSUND Afomsprenging í metra hæð HONOLULU 20/10 — Banda- ríkjamenn sprengdu árla í rnorg- un kjamorkusprengju í 8000 m hæð yfir Johnson-eyju á Kyrra- hafi. Sprengjan var frekar afl- lítiL , Tveir Frakkar ferffuffust í síðustu viku með frumlegum hætti yfir Ermarsund. Þeir hengu cins og fljúgandi drekar neffan í fallhlífum en hraffbát- ur dró þá yfir sundiff. Þeir komust báffir yfir án þess aff blotna í fæturna. Annar þeirra Jean Claude Dubois fór frá Dover til Cala- is, en hinn, Gil Delamare, ferð- aðist hinsvegar frá Calais til Deal. Fallhlífaferðin yfir Ermar- sund var spennandi kapphlaup milli Frakkanna tveggja. Dubo- is var staddur á Spáni er hann frétti að Delamare vinur sinn hyggðist ferðast neðan í fall- hlíf sinni yfir sundið. Hann brá þegar við og fór með leynd flugleiðis til London og hafði fallhlíf í pússi sínu. Síð- an ók hann til Dover og fékk sér hentugan hraðbát. Hann lyftist eins og dreki strax og ferðin hófst og einni klukku- stund og 14 mínútum síðar lenti hann þurrum fótum í Calais. Delamare hafði ekki hug- mynd um að hann hefði verið rændur frumkvæðinu og met- inu. Hann lagði af stað frá Calais búinn útvarpssenditæki og kvikmyndatökuvél til að geta skemmt frönskum almenn- ingi með ævintýri sínu. Hann hvarf út yfir hafið en ekki hafa tækin verið í full- komnu lagi því ekkert heyrðu Frakkar um ferðalag hans á viðtækjum sínum. Delamare lenti þó heill á húfi í Deal og frétti þar að vinur hans hefði leikið á sig og orðið fyrstur til að fara yfir sundið á þennan sérkennilega hátt. i 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.