Þjóðviljinn - 23.10.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.10.1962, Blaðsíða 10
JO SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Barizt til þrautar Skáfdsaga eftir RICHARD CONDON Marie rúllar Goya út, veifar til varðmannanna í kveðjuskyni og hverfur. Kannski mun enginn nokkurn tíma uppgötva að Goya hafi verið stolið“. „Hvað gerir þú síðan við Goya?“ spurði dr. Munoz kurt- eislega. „Ég skipti á honum og mynd- imum þremur frá Dos Cortes“. „Það var og. Ég skil“, svaraði markgreifinn. Jean Marie lauk við kópíuna af Dos de Mayo á fimm dögum og kortéri. Dr. Munoz grét þeg- ar hann sá hana — svo lík var hún. f nítján daga hafði Bourne æft tvisvar á dag með Jean Marie. Nú voru þeir komnir að æfingu númer þrjátíu og níu. Þeir byrjuðu klukkan hálf átta á hverjum morgni. Á eftir borð- uðu þeir morgunverð og Jean Marie hélt af stað til Prado til að byrja vinnu dagsins og slá ryki í augu varðmannanna. Þeir æfðu á hótelherbergjum á efstu hæð. Húsgögnunum hafði verið ýtt til hliðar og þau varin með rykhiífum. Risastór rammi með auðu lér- efti var hengdur á einn vegg- inn. i nákvæmlega sömu fjar- laegð frá gólfi og Dos de Mayo í Prado. Jean Marie sat á kolli fyrir framan stóran ramma með engu í. Hann hafði lézt um tíu kíló og sýndist magur og útslitinn. Hann sat með hendur í skauti og starði vonleysislega á Bourne sem stóð og góndi á auða léreft- ið og talaði með lágri. rólegri röddu. „Jean Marie", sagði hann. „í öllum bænum haltu áfram að treysta mér og því sem ég segi. Gleymdu þessum taugum þín- um. Færðu þig“ „Á ég að færa mig?“ „Já. í dag ætla ég að byrja að láta þig telja. Sjáðu nú til“. Jean Marie reis á fætur, Bourne settist. „Þetta er allt og sumt sem þú þarft að gera“, sagði hann róandi. „Ég kinka kolli og þú stendur upp. Gengur að fjar- lægara horni rammans. Einn, tveir, þrír, fjórir. fimm. sex, sjö, átta“. Hann gekk af stað og taldi skrefin á frönsku á leið- inni. Svo stóð hann grafkyrr og starði á Jean Marie þvert yf- ir herbergið. Hann gaf honum merki um að koma. Síðan gekk Boume að hinu homi myndar- innar. „Nú byrja ég! Ég tek töngina og klíp ofan af neðstu nögl- unum. Einn, tveir. Svo tek ég samanlagða stigann og set hann upp að veggnum. Ég stíg upp í hann. Einn, tveir, þrír. Ég klíp ofan af efri nöglunum, geng niður stigann, einn, tveir, þrír“. Boume leit með eftirvæntingu á Jean Marie. „Nú skiptum við um stað. Þú gengur nær mynd- inni, ég fjær henni. Teldu á leiðinni." Hann lagði af stað um leið og Jean Marie byrjaði að telja. Þegar þeir vom komn- ir upp i sex, vom þeir búnir að skipta um stað. Jean Marie hélt um rammann eins og hann væri að styðj.a hann. Boume endurtók þetta við hinn endann, töng, stiga og talningu. En í þetta sinn studdi hann við mjmd- ina með öxlinni, þegar hann kleip sundur síðasta naglann. „AUt i lagi. Mjmdin er laus. Við göngum afturábak með hana og teljum. Einn, tveir, þrír, fjórir fimm, sex, sjö, átta.“ Þeir vom komnir að tóma ramman- um með ímyndaða málverkinu. ,,Á sinn stað,“ skipaði Bourne og báðir settu sinn enda mynd- arinnar í hann. „Allt og sumt sem eftir er núna, er að hengja kópíuna þína í stað frummyndarinnar og þessu er lokið. Eins einfalt og það getur verið. AUt og sumt sem þú þurftir að gera. var að geta talið uPP í tuttugu og sjö. Þú þarft ekki að gera annað en telja upp í tuttugu og sjö. Ég verð að telja upp í fjömtíu og sex. Svo einfalt er þetta’." „Ég veit það,“ sagði Jean Marie þreytulega. „Svona ein- falt er þetta. Þú hefur gert þetta ævintýralega einfalt. En ég er listamaður og enginn þjóf- ur. Ég hef lifandi ímyndunar- afl og ég verð taugaóstyrkur þeg.ar ég hugsa um þetta og ég get ekki hætt að hugsa um það. Mér liggur við trppköstum þegar ég hugsa of lengi um það og ég er dauðhræddur um að ég kasti upp í miðju Prado. Og ég get ekki sofið heldur. Því minna sem ég sef, því tauga- óstyrkari verð ég. Ég er ekki fæddur þjófur. Svo einfalt er það.“ „Ofur eðlilegt. Ég hef líka taugar. Jean Marie. Ég hef líka lifandi ímyndunarafl, á minn hátt.“ „Já, ég veit það. Það efast ég ekki um.“ „Og ég veit ein-s vel og hver annar. að það sem við köllum að lifa, er okkar innra líf — tilfinningalífið. skáldlega hlið- in á okkur. vígvöllurinn þar sem við heyjum 511 okkar strjð. Og af því að ég geri mér þetta ljóst, þá reyni ég að hafa reglu á ytra lífinu, þeim hluta sem skiptir minna máli.“ „Hm . ..“ tautaði Jean Marie. „Ég finn hvað við sjáum og hvað þú segir". Boume hélt áfram. „Finndu hvað ég er að segja við þig. Láttu það síast inn í þig. Þeg- ar við erum búnir með næstu tilraun, næstu talningaræfingu, númer fjörutíu, áttu að far,a inn í herbergið þitt og hvíla þig, Meðan þú hvílir þig, áttu að hugsa um það sem ég hef sagt og skilja sannleikann í því. Með því að telja up í tuttugu og sjö, með þvJ að gera allt fyrirtækið -að tuttugu og sjö einföldum hreyfingum, ertu búinn að fá fullkomið vald yfir hinu ytra. Hið ytra er í lagi og getur ekki truflað hið innra líf. ímyndun- araflið getur ekki lamað þig. Tuttugu og sjö einfaldar hreyf- ingar óháðar hugsun og líkama. Aðeins tuttugu og sjö. Vertu búinn að fá þetta inn í þig þegar við gerum þetta næst. Nú skulum við æfa allt saman, taka blindrammann niður, flytja hann í hinn rammann, hengja kópíuna þína á vegginn. Þá er allt um garð gengið. Búðu þig undir það. Hugsaðu aðeins um talninguna. Þú ert þreyttur, en það breytist um leið og þú beinir huganum að talningunni einni. Aðeins tuttugu og sjö. Nú byrjum við. Þegar ég kinka kolli, þá byrjum við.“ Hann kinkaði kolli. Laugardagur er góður dagur í West End í London, vegna þess að London er borg hinna fót- gangandi og á laugardögum eru göturnar auðar. í Bandaríkjun- um er föstudagurinn beztur, vegna þess að það er útborgun- ardagur. En í Madrid er sunnudagurinn hinn mikli dagur. Þá fer fólkið í kirkju og fer í sparifötin. Eft- ir kirkju notar það fötin áfram í það að rölta eða marséra eða spranga sig, eftir persónuleika hvers og eins. Sunnudaginn fyrir þriðjudag- inn sem gnæfði eins og fjalls- tindur í huga Evu, sat hún við hliðina á Boume í körfustól við morgunverðarborð hjá Paseo de la Castellana og drakk kaffi í morgunsólinni. Hin sparibúna Madrid — ríkir sem snauðir — hafði upphafið sína paseo. Orð- ið sunnudagur á spænsku er ’ eins og glaðlegur klukknahljóm- j ur: Domingo! Hún dreypti á kaffinu. slak- aði á og horfði á vegfarendur — þangað til óttinn lagðist allt í einu að henni aftur. Hún hugsaði ekki lengur um Munoz, aðeins um Boume og sjálfa sig. Tveim nóttum áður hafði hann barið hana, vegna þess að hún gat ekki þagað. Þennan sunnudagsmorgun á las ramblas, byrjaði hún enn á ný. Hún sagði: „Hvað er það sem skapar glæpamenn. held- urðu?“ „Oft á tíðum auðmýking í mildum tilfellum. Stundum ótti — sem þeir sjálfir kalla fyrir- litni-ngu — í alvarlegustu til- fellunum“. „Fyrirlitining á hverju?" „Á því að hafa verið fædd- ur í heiminn án þess að vera spurður fyrst.“ „Hefur þú þá tilfinningu?“ „Ég hef haft hana.“ „Hefurðu hana núna? Ert þú lika hræddur?“ | „Nei.“ I „Af hverju ekki? Þú stelur til þess að lifa. En sumir segja að maður öðlist mest á því að gefa.“ „Maður verður að segja sögu sína með lífi sínu. og það verð- ur að vera skipulag á sögunni. Þannig vil ég lifa. Ég hef lagt næstum átta prósent af lífi mínu í þessar fjandans myndir. Það er mjög þýðingarmikil ástæða. Ef ég dreg mig í hlé, þá afneita ég sjálfum mér.“ „Bull og þvaður," sagði hún. „Stundum langar mig til að nudda þessu yfirlætisfulla fési þínu uppúr drullupolli, skyn- helga, skozk-kalvinistíska merki- kertið þitt“. „Kallarðu þetta skammir?“ Ha-nn starði á hendumar sem hvíldu í fangi hans. Það leið löng stund áður en hann svar- aði í lágum hljóðum: „Eva, þú ert hrædd að ástæðulausu. Ég hef ekki á allri ævinni fengið verkefni sem er eins upplagt og þetta, Ég get ekki kastað frá mér þrjú, fjögur hundruð þús- und dollurum, bara vegna þess að þú hefur aUt í einu fengið einhvem ferlegan skelk. Ef þú gætir bent mér á hvar hættan er fólgin, myndi ég hlusta á þig og reyna að fá þig ofanaf hræðslunni. En verkið er hættu- laust og sérlega ábatasamt. Hættu nú í hamingju bænum að horfa á mig eins og þessar fag- legu íhuganir mínar kæmu ást minni á þér eitthvað við. Þú veizt fullvel hvernig þeim mál- um er háttað. Mér hefur aldrei þótt vænt um neina aðra, ég get ekki el-skað neina aðra og ég mun aldrei elska neina aðra.“ Hún laut fram og kyssti hann á kinnina. tbúar eyjarinnar fengu nú skipanir um að safnast saman í kringum sjónvarpsskermana sem settir höfðu verið upp hér og þar um eyna til þess að auðvelda yfir- völdunum að fylgjast með gerðum fólksins. Stúlkumar tvær reyndu að fela sig' en Homer kom fljótt auga á þær og gaf einum verðinum þegar í stað skipun um að taka þær fastar. Þórður og Ross voru nú komnir svo nálægt, að þeir bæði sáu og heyrðu hvað fram fór. Þeir urðu að fara varlega svo að þeir yrðu ekki teknir fastir líka. -------- Þriðjudagur 23. október 1962 Yfirbragð fólks í útlöndum Bútar féllu úr grein þessari í blaðinu sl. föstudag, svo allt samhengi fór forgörðum. Olli þessu steypugalli. Hér birtist greinin á ný. I. Það er einkenni margra ís- lendinga sem eru á flakki um heiminn hve þeir eru eld- fljótir að fella dóma um þær þjóðir sem þeir sækja heim. Þeir hafa kannske ráfað tvo— þrjá daga um götur einhverr- •ar stórborgar án þess að kunna tungu þjóðarinnar eða hafa nokkuð kynnt sér fortíð henn- ar, og eru eftir þessa reynslu fuilvissir um að viðkomandi þjóð sé löt, hugprúð, heimsk eða óhamingjusöm. Síðan miðla þeir í-slenzkum blaðalesendum óspart af þessari vizku. Þó eru víst engin lönd sem verða í eins ríkum mæli fyrir barðinu á þessari ósigrandi ástríðu landans og Sovétríkin og önnur sósíalistísk lönd. Ef við lítum yfir Rússlandsskrif blaðanna sjáum við að einhver helzta rúsínan í greinunum er að jafnaði yfirbragð fólksins, svipur þess. Og skiptir alveg í tvö hom. Velviljuðum mönn- um með róttækt hugarfar hef- ur gajnra fundizt að sovét- borgarar væru afskaplega bjartsýnir og hamingjusamir á svipinn þar sem þeir ganga um göturnar. En það er nú eitthvað annað sem við lesum í íhaldsblöðum. Gott dæmi um þeirra „gestsauga" má finna í greinum sem Ásmundur Ein- arsson hefur verið að skrifa í Vísi um heimsókn sína til tveggja hafnarborga. í Vents- pils var ástandið þannig ,.að fólkið var dapurlegt á svip- inn eins og maður sem hefur þjáðst af óstöðvandi sársauka“. Ekki var Leningrad auðugri að lífshamingju: „ég gat ekki séð að fólkið væri miklu ánægð- ara í stórborginni en í Vents- pils“ Og þegar þessi íslenzki blaðamaður labbaði sig eftir aðalgötu borgarinnar fékk hann þá „hugmynd, að Jólkið væri ruddalegt og frekt“. Þessi síð- asta setning skipar Ásmundi í sérflokk meðal höfunda greina um Sovétríkin; svona skrifa siðaðir menn ekki um erlenda þjóð sem þeir þar að auki þekkja ekki nokkurn skapað- an hlut. II. En hvað sem persónuleika Ásmundar líður, þá virðast dómar sem þessir byggjast á þeirri undarlegu forsendu, að fólk á götum úti þurfi að ganga með uppljómaðan svip og helzt að brosa rösklega til að efna- hagslegt og pólitískt ástand í viðkomandi landi megi telj- ast nokkurnveginn viðunandi. Þetta eru mikil býsn. Ég man eftir lesendabréfi í Time. Bréfs- höfundur hafði lesið grein eftir amerískan blaðamann sem hafði staðið á neðan- jarðarjárnbrautarstöð í Moskvu langa hríð og ekki séð eitt ein- asta brosandi andlit. Þetta b-ar náttúrlega vott um kúgunina í landinu. Höfundur bréfsins virðist hafa verið forvitinn maður. Hann brá sér eftir lest- ur greinarinnar niður í sarhs- konar stöð í New York og viti menn: hann fann heldur ekki nein bros til að sanna út- lend-um gesti ágæti amerísks kapítalisma. Lord, it’s sad all over, andvarpaði aumingja maðurinn, — drottinn minn, það er allstaðar jafn dapur- legt. III. Já, ég held það ætti að vera hverjum manni Ijóst að m-ann- eskjumar upp til hópa ráfa um göturnar með svo sem eng- um svip: menn em á leið til vinnu, menn þurfa að kaupa í matinn, menn eru að bíða eftir bíó. Það koma auðvitað þeir tyllidagar að fólk er yf- irleitt uppljómað á svipinn: þegar fagnað er nýjum geim- fara eða tekið á móti Nóbels- skáldi. En slíkir dagar eru ekki oft í viku, því miður. Og þessir stórkostlegu dómar Um óhamingjusöm og ham- ingjusöm andlit sanna ekki annað en það, að menn sjá það sem þeir vilja sjá. Leitið og þér munuð 'finna. Og hvernig væri það annars að hætta þessu bölvaða slúðri, hvemig væri ef íslenzkir heimsflakkarar reyndu að leggj a svolítið meira á koll- inn á sér, reyndu að setja sig af alvöru inn í fortíð og nú- tíð þjóðanna í stað þess að labba sig einu sinni um nokkr- ar götur í borg og flytja svo íslendingum þann boðskap að fólk á þessum stað sé rudda- legt eða engilbjart? Hér er ekki um það að ræða að verja Sovétríkin eða önn- ur lönd sem verða fyrir þess- ari léttúð fslendinga. Hér er fyrst og fremst um heilbrigða skynsemi að ræða. Því fslend- ingar þurfa áreiðanlega á ölki því að halda sem þeir hafa varðveitt af þeim ágæta eigin- ieik-a.________________Á.B. Veðurfar á Vest- fjörðum Flateyri 13/10. — Veðrátta mátti heita góð hér vestra í sumar. Þó var sumarið sólarlítið og því nokkuð erfitt til heyþurrkunar fyrir þá bændur, sem ekki höfðu súgþurrkun eða rúmgóðar vot- heysgeymslur. Grasspretta var i meðallagi. Upp úr höfuðdegin- um gerði góða þurrkdaga og munu þá flestir bændur hafa lokið heyskap, sem mun hafa orðið í meðallagi eða vel það bæði að magni og gseðum, þrátt fyrir það að óvíða var um nokkra háarsprettu að ræða. Fiskimál Framhald af 9. síðu. líiklega meira. Það er fyrst og fremst hrá- efnisskorturinn sem hefur ver- ið norskum síldariðnaði til manneldis, fjötur umfótsíðustu árin, en ekki vöntun á mörk- uðum. VALVER—15693—VAfcVER—15692—VAL.VER—15692—VALVEB- « W > »3 < > X oi BS Ed > ■J <5 > VALVER Laugavgi 48. Við aðstoðum yður við að gleðja börnin. Availt úrval af leikföngum. VALVER Sími 15692 Sendum heim um land aUt. > < « S8 I < > < og í póstkröfu gj en CT> co V ALVER—15692—V ALVER—15692—V ALVER—15692—V A L V ER15691

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.