Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 5
Miðviirudagur 24. oktöber 1962 ÞJÖÐVTTT^N / næstu kosningum verðu vinstrí menn uð knýju frum ruunhæfu stefnubreytingu ÞINGSJÁ ÞJÓÐVILJANS I upphaíi máls síns vék Lúö- ví:k að þeim fyrirheitum. sem núverandi rikisstjóm hefði gef- ið almenningi í • upphafi „við- reisnarinnar". Stjómin lofaði, að dýrtíðarskriðan skyldi stöðvíist endanlega, verðgildi peniinganna skyldi tryggt, styrkjakerfið skyldi afnumið með öllu og lofað var skatta- lækkun og stórfelldum»sparn- aði í ríkisrekstrinum ásamt fleiru. Reynslan fengin Fjárlagafmmvarp það, sem nú liggur fyrir, er hið fjórða, sem ríkisstjómin leggur fram og er þvi komin fyllileg reynsla á stefnu hennar. En hver hef- ur orðið efndin á loforðum stjómarinnar. „Efndimar“ em f stuttu máli þær, að dýrtíðin hefur ajdrei vaxið jafn ört og s.L þrjú ár. Samkvæmt síðustu Hagtíðindum hefur almennt verðlag hækkað um 41% á þessum tíma, en það samsvar- ar 82 stiga hækkun samkvæmt gamla vísitölugrundvellinum. Verðgildi peninganna hefur að sjálfsögðu farið síminnkandi vegna dýrtíðarinnar. Uppbætur og styrkir hafa ekki verið af- numdir og fara í ár (1962) sam- tals upp í 640 milljónir króna. Skattarnir áttu að lækka, en aðeins einn skattstofn, tekju- skatturinn, hefur lækkað nokk- uð, en aðrir skattstofnar hafa hækkað um miklu hærri upp- hæðir. Frá árinu 1960 fram til 1963 nemur skattahækkunin 563 milljónum króna og enn gert ráð fyrir 350 milljón kr. hækkun næsta ár. Sparnaður- inn í rekstri ríkisins er á þá lund, að rekstursútgjöld ríkis- ins hafa hækkað um 20 millj- ónir króna frá því 1959. Gjaldeyrisstaðan Þá vék Lúðvík nokkuð að þeirri fullyrðingu stjórnar- flokkanna, að „viðreisnin" hafi stórbætt gjaldeyrisstöðu lands- ins, þjóðin ætti nú verulega gjaldeyrisvarasjóði og sparifé heíði aukizt. Til þess að fá út sem hagstæðastar tölur beitir ríkisstjómin þeim blekkingum að sleppa vörukaupalánum, sem nema á fjórða hundrað milljónum og einnig er hluti af þessum gjaldeyrisvarasjóðum giafafé (170 millj.) frá Banda- rikjastjóm. Ríkisstjórnin hefur heldur ekki ráðizt i neinar meiriháttar framkvæmdir við uppbyggingu landsins eins oe fyrri ríkisstjómir, en það sem mestu máli skiptir þó i þessu sambandi er hagstætt árferði og aflabrögð. 00 sasði ræðu- maður m.a.: „Nýtt úthaldstima. bil hefur komið til sögunnar sem er vetrarsíldveiði og hef- ur það fært hundmð milljóna í þjóðarbúið. Og s.l. sumar urðu gjaldeyristekjur af síld- veiðunum 350 milljón krónum meiri en þær höfðu mestar orðið áður á sumarsíldveiðum. Þetta em skýringamar á batn- andi gjaldeyrisstöðu og um leið á auknu sparifé og mikilli at- vinnu". Öngþveiti í verðlags- og launamálum Næst ræddi Lúðvík um stefnu ríkisstjórnarinnar í launa- og kjaramálum. Frá upphafi hefur hún verið fjand- samleg hagsmunum launastétt- anna, að halda niðri kaupi og kjömm, þrátt fyrir gífurlegar verðhækkanir og vaxandi dýr- tíð. Og nú er svo komið, að allt er að fara úr böndunum vegna stefnu ríkisstjórnarinn- ar í verðlags- og launamálum. Nú er svo komið, að stærstu verkalýðsfélög landsins hafa enn á ný orðið að segja upp samningum sínum. Dagsbrún, Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar og Hlíf í Hafnar- firði hafa öll sagt upp og fleiri bætast stöðugt við. Hið sama má segja um opinbera starfs- menn, þar sem boðaðar hafi verið hækkanir á kaupi þeirra. Öánægja með stefnu ríkis- stjórnarinnar fer stöðugt vax- andi og sýnilegt, að framundan em óhjákvæmilegar stórfelldar kauphækkanir til launþega. En á sama tíma stendur ríkis- stjórnin á bak við útgerðar- menn í kröfum þeirra um lækkað kaup sjómanna og síldarflotinn er bundinn til þess að reyna að knýja þær kröfur fram. Og raunar er nú svo komið, að Alþýðuflokk- urinn er að gefast upp við að styðja þessa stefnu af hræðslu við vaxandi óvinsældir henn- ar. Kauplækkunar- og kjara- skerðingarstefna ríkisstjómar- innar er þannig að hrynja til grunna. Ríkisstjórnin stefnir að innlimun í Efna- hagsbandalagið Þá kom Lúðvík að þeirri við- leitni ríkisstjómarinnar að sveigja íslenzkt efnahagslíf i þá átt að auðvelda inngöngu Islands í Efnahagsbandalag Evrópu. Með , „viðreisnarstefn- unni“ er markvisst unnið að þessu. Lágt kaupgjald er ein- mitt talið eitt af skilyrðum til þess og áróður stjómar- flokkanna, að okkar gömlu undirstöðuatvinnuvegir, sjávar- útvegur og landbúnaður, geti ekki lengur verið aðalatvinnu- vegir okkar beinist í sömu átt. Áformin um erlenda stóriðju eru liður í þeirri áætlun að innlima Island i Efnahags- bandalagið. Gerir sér dælt við Framsókn Að vísu er ríkisstjómin hrædd og hikandi við að gera beinar ráðstafanir í þessa átt sem stendur, vegna kosning- anna, sem framundan eru á næsta vori. Og hún gerir sér nú dátt við Framsóknarmenn til þess að reyna að fá þá til fylgis við fyrirætlanir sínar. ,, V iðreisnarstef nan“ riðar til falls Það er ljóst af öllu, að stefna ríkisstjórnarinnar riðar til falls og óhætt að fullyrða, að eftir næstu Alþingiskosningar verða núverandi stjórnarflokk- ar ekki í meirihluta, En þá verður um leið að tryggja að sú brcyting hafi í för með sér raunverulega breytingu í þjóðmálunum. Stefna Alþýðubanda- lagsins Stefna Alþýðubandalagsins hefur jafnan verið skýr og ó- tvíræð. Alþýðubandalagið hef- ur staðið vörð í launamálum landsmanna. Það barðist eitt og óskipt gegn kjaraskerðing- arstefnunni og það hefur haft forystu í kjarabaráttunni. Alþýðubandalagið réð mestu um uppbyggingu sjávarútvegs- ins í vinstri stjórninni og það knúði fram útfærslu landhelg- innar. Alþýðubandalagið hefur ávallt fylgt þeirri stefnu í her- námsmálunum, að herinn hverfi úr landi og Island segi sig úr hernaðarsamtökum stór- veldanna. Og Alþýðubandalagið eitt hefur tekið skýra og afdráttar- lausa afstöðu til Efnahags- bandalagsins. Það varar við allri aðild að Efnahagsbanda- laginu, jafnt aukaaðild sem fullri aðild. Eina raunhæfa tryggingin Vinstri menn í landinu geta að afloknu næstu þingkosning- um knúið fram gagngera og raunhæfa stefnubreytingu, — stefnubreyingu, sem þýðir að komið verði í veg fyrir áform- in um innlimun landsins i Efnahagsbandalagið, að útlend- um aðilum verði ekki hleypt inn í íslenzka landhelgi, að komið verði í veg fyrir að er-^ lendir aðilar nái tökum á at- vinnulífi landsmanna, — með öðrum orðum að tryggt verði, að Islcndingar fái sjálfir ráðið sínum málum. Efling Alþýðu- bandalagsins er eina raunhæfa tryggingin fyrir því, að sú stefna nái fram að ganga. Það sem býr að baki Ræðu sinni lauk Lúðvík með þessum orðum: „Það fjárlagafrumvarp, sem hér liggur fyrir, segir út af fyr- ir sig ekki mikið. Töiur þess boða að vísu hækkandi skatta og tolla og minnkandi verk- legar framkvæmdir, þær minna okkur á það, að við verðum að greiða árlegt fram- lag til hernaðarbandalagsins I Útdráftur úr rœSu LúSviks Jósefssonar viS fyrstu um- rœSu fjárlaga i gœrkvöld NATO, og á það, að við þurf- um að halda uppi fjölmennri lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Þær segja okkur líka að verja eigi einni milljón króna í kostnað við almannavam- ir eða til þess að forða þeim þúsund íslendingum, sem heima eiga hér í Reykjavík og nágrenni frá lífsháska kjam- orkustyrjaldar, ef til ófriðar drægi. Tölur fjárlagafrumvarpsins segja þó auðvitað ekki nema hálfa sögu. Það sem máli skipt- ir, er sú stefna, sem á bak við býr, heildarstefnan í fjárhags- og efnahagsmálum, — „við- reisnarstefn an“ sjálf. Það er sú stefna, sem hefur það að markmiði að innlima Island í efnahagskerfi auðhringanna í Vestur-Evrópu og byggir á því að halda Islandi í helgreipum hemðarbandalagsins NATO. Hverfa verður af braut herstöðvastefnunnar En einmitt þessa dagana er- um við að fá alvarlega áminn- ingu um það út á hvers kon- ar háskabraut við erum kom- in í sjálfstæðis- og öryggis- málum þjóðarinnar. Bandaríki Norður-Ameríku, Sem hafa hælt sér af því að eiga orðið 270 herstöðvar í yfir 70 lönd- um utan heimalands síns hafa þar á meðal komið sér upp kraga herstöðva allt i kringúm Sovétríkin, þykjast nú hafa grun um það. að Rússar eigi orðið herstöðvar á Kúbu eins og þau sjáif. Slíkf er þeim tilefni til þess að hafa að engu alþjóðalög um frjálsar siglingar og bjóða raunverulega öðrum þjóðum til styrjaldarátaka Það er hætt við bví, að það verði stutt í fjárveitingum okkar til bjargar meirihluta íslendinga héðan frá herstöðva- svæðinu. — frá hættusvæðinu, ef illa tækist til, þótt áætluð sé ein milljón króna í því skyni. Breytt stefna lífs- nauðsynleg f dag hljóta því kröfur fs- lendinga um breytta stjórnar- stefnu. —breytta stefnu i at- vinnumálum og kjaramálum, breytta stefnu í hemámsmál- um og um breytta stefnu frá öllum fyrirætlunum um inn- limun íslands í Efnahagsbanda- lag Evrópu. að aukast um ali- an helming. Slík stefnubreyting er lífs- nauðsynleg til öryggis þjóðinni í nútíð og framtíð“. — ; 1 Vetrarfagnaður Alþýðubandalags- ins á Akranesi VETRARFAGNAÐUR ★ fyrir Alþýðubandalagsfólk og ~k gesti verður haldinn í fé- ★ lagsheimilinu REIN á Akra- ★ nesi laugardaginn 27. okt. kl. ★ 9. k Skemmtiatriði og dans. ■jfc- Miða- og borðapantanir í kr REIN miðvikudag og fimmtu- + dag kl. 4—6. SÍÐA r, Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sfmi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65.00 á mánuði. Kúba þessa daga hangir friðurinn í heiminum í blá- þræði. Bandaríkjastjórn hefur lýst stríði á hendur öllum þeim þjóðum sem dirfist að eiga viðskipti við smáríkið Kúbu, kveðst muni láta leita í skipum þeirra og sökkva þeim ef þau sætti sig ekki við það. Með þessari yfirlýsingu eru brotin öll alþjóðalög um frelsi á úthöfun- um, og lýst yfir heimsstyrjöld, ef einhver ríki neita að una drottinvaldi bandaríska auðvalds- ins. gandaríkin rökstyðja stríðsyfixlýsingu sína með því að Kúbustjórn ætli að koma upp stöðv- um þaðan sem hægt eigi að vera að senda eld- flaugar, hlaðnar kjarnorkusprengjum, til allra stórborga Ameríku. Kúbustjórn hefur sagt þess- ar staðhæfingar tilhæfulausar, og meira að segja forsætisráðherra Kanada hefur lýst yfir því að Kennedy Bandaríkjaforseti kunni að vera ó- tíndur lygari með þeirri tillögu sinni að hlut- lausri rannsóknarnefnd verði falið að kanna hvað rétt kunni að vera í ásökununum. Enda mun naumast hægt að béra fram fráleitari stað- hæfingu en þá að Kúba með sjö milljónir íbúa’ hyggi á árás á meginlandið allt! Jafnvel Banda- ríkjaforseti treysfir sér ekki til að halda því fram að nokkrar sovézkar herstöðvar sé að finna á Kúbu; þar er aðeins ein erlend herstöð, sú sem Bandaríkin halda með vopnuðu ofbeldi í óþökk Kúbubúa. Það er einnig Bandaríkja- stjórn sjálf sem hefur neytt Kúbubúa til her- væðingar; um skeið leið ekki svo dagur, að ekki væru sendar árásarflugvélar yfir Kúbu, þær, köstuðu niður íkveikjusprengjum og skutu á varnarlaust fólk; þjálfuðum skemmdarverka- mönnum var laumað inn í landið sí og æ frá bátum og flugvélum; og hámarki sínu náði þettá ofbeldi með innrásarher þeim sem Bandaríkin sendu til Kúbu á síðasta ári og beið hvað sneypulegastar hrakfarir. Bandaríkin hafa neytt Kúbustjórn til að vopna þjóðina alla — hvern einasta mann — hafi nokkurn tíma verið til varnarlið 1 heiminum er það herinn á Kúbu; það tekur í hnúkana að Bandaríkin skuli nota afleiðingar fyrri ofbeldisverka sinna sem rök- stuðning fyrir þeim síðustu og verstu. jafnvel þótt allar firrur Kennedys forseta væru sannar, væru ofbeldisverk hans engu réttmætari. Kúba er sjálfstætt ríki og ekkerí annað veldi hefur rétt til að skipta sér af inn- anlandsmálum þess. Fengi ofbeldi Bandaríkj- anna staðizt, væri Sovétríkjunum jafn heimilt að setja í herkví öll þau ríki í Asíu og Evrópu, umhverfis öll landamæri Sovétríkjanna, sem hafa léð land undir bandarískar herstöðvar og eldflaugar sem beint er að borgum Sovétríkj- anna; þá hefðu Sovétríkin sömu heimild til að raða flota sínum umhverfis ísland, skoða hvert skip sem til landsins kæmi pða sökkva þeim ella. En hver svo sem viðbrögðin verða við of- beldisverkum Kennedys Bandaríkjaforseta er ljóst að hann hefur fellt skugga nýrrar heims- styrjaldar yfir mannkynið allt. — m 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.