Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 12
Dagur Sameinuðu þjóðanna I dag, 24. október, er þess miTmzt að fyrir 17 árum voru Sameinuðu þjóðimar stofnaðar. I ávarpi sem sent hefur verið út í tilefni dags Sam- einuðu þjóðanna segir m.a.: Markmið alþjóðlegs sam- starfs, sem sett voru í Stofnskrána fyrir 17 árum, hafa sama gildi nú eins og daginn sem þau voru skráð. 1 rauninni hefur nauðsyn þess að gera þau að veruleik orðið brýnni með hverju ári. „Að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar" er ekki aðcins draumur hug- sjónamannsins — það er knýjandi nauðsyn á öld kjarnorkunnar. Á sama hátt er það mikilsvert í hinum flóknu fclagslegu aðstæðum, sem þróazt hafa í heimi, þar sem allir eru öðrum háðir, „að staðfesta að nýju trú á grundvallar- rcttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar“. Stofnskráin lætur einnig í Ijós þann sameiginlega ásetning vorn „að skapa skilyrði fyrir því, að hægt sé að halda uppi réttlæti og virðingu fyrir skyldum þeim, er af samn- ingum leiðir og' öörum heimildum þjóðarréttar". Slík þróun er vissulega höfuðnauðsyn, ef hcimur- inn á að þokast áfram frá lögum frumskógarins til skipulegs samstarfs í al- þjóðlegum samskiptum. Loks skuldbindur Stofn- skráin aðildarríkin til að „stuðla að félagslegum framförum og bættum lífs- kjörum samfara auknu frelsi". Togarasöltir Tveir togarar seldu 1 Þýzka- landi í gærmorgun. Hafliði í Cuxhaven 132 tonn fyrir 86.665 mörk og Jón forseti í Bremer- haven 123,4 tonn fyrir 89.500 mörk. Kaldbakur selur í Bretlandi í dag. Bíll ók á Ijósastaur í gærkveldi kl. um 8.30 varð það slys á Miklubraut skammt austan við Miklatorg, að fólks- bíll ók á ljósastaur. Höggið var það mikið, áð staurinn hallaðist og gangstéttarhellur gengu til. Bíllinn, sem var Mercedes-Benz varð að klessu að framan. öku- maðurinn meiddist, þó ekki hættulega, og var gert að sárum hans á slysavarðstofunni. Verkalýisfélögin knýja á með síldveiðisamningana Útgerðarmenn halda enn síldveiðiflotanum bundnum með kjara- skerðingarkröfum sínum og eru verkalýðs- og sjómannafélögin nú sem óðast að undirbúa frek- ari ráðstafanir til þess að knýja á að samningar verði gerðir. Ætti útgerð- armönnum og ríkis- stjórninni nú þegar að vera orðið ljóst, að ekki eru líkindi 'til þess að bátasjómenn semji um versnandi kjör einir allra starfsstétta þegar allir aðrir kref jast hækk- unar til varnar gegn óða- verðbólgu ríkisstjórnar- innar. Þrjú félög á Snæfells- nesi hafa nú boðað verk- fall á síldveiðibátum frá og með 1. nóvember, hafi samningar um síldveiði- kjörin ekki tekizt fyrir þann tíma. Það eru Stjarnan, Grundarfirði, Jökull í Ólafsvík og Verkalýðsfélag Stykkis- hólms. Sjómannafélagið Jöt- unn í Vestmannaeyjum og Vélstjórafélag Vest- mannaeyja hafa einnig hoðað verkfall frá sama tíma. Viðgerð á Egils- staðaflugvell* HÆTTU IEGAR HURÐIR I»að færist sífellt í vöxt, að fólk gangi í gegnum glerhurðir án þess að opna þær fyrst. Það er auðvit- að mjög óheppilegt bæði fyrir huröina og þann, sem gengur í . gegn. A laugar- daginn var gengið í gegn- um glerhurð í Verzlunar- bankanum á þennan hátt, sem betur fór varð ekki meiriháttar slys af. Þess er rétt að geta að þetta mun í annað sinn sem þetta kemur fyrir í Verzlunar- bankanum. Það verður að setja eig- endum glerhurða einhverjar reglur. Þeir verða að merkja einhvemveginn inná glerið, t.d. með mislitum ferhyrningi. Þetta verður að gerast áður en slys hlýzt af. Myndin er af brotnu hurðinni í Verzlunarbank- anum á laugardaginn og mönnum sem era að tína glerbrotin úr. Næstsíðasti togar- inn dreginn suður! • TÁLKNAFIRÐI 23/10 — Varðskipið Ægir kom hingað í dag til að sækja togarann Ólaf Jóhannes- son. Verður íogarinn dreginn til Reykjavíkur og er sagt að ætlunin sé að leggja skipinu á Sundin. mjölsverksmiðjunnar hér 1 Tálknafirði hefur gengið vel. Einnig er unnið að því að setja upp olíugeyma og lýsisgeyma. — PH. Aðalfundur Sósíalistafélags Hafnarfjarðar Aðalíimdur Sósíalistafélags Hafnarfjarðar verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í G uðspek±Eélags- húsinu uppi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfund- arstörf. 2. Lagabreylingar. 3. Kosning fulltrúa og varafulltrúa á 13. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. 4. Erindi, Bjöm Jónsson adþingis- maður. 5. önnur mál. Félagar hafi með sér skírbeinL Tetkið verður á móti nýjum fé- lögum á fundinum. Bókauppboð í Þjóðleikhás- kjallaranum Bókauppboð Sigurðar Bene- diktssonar hefjast í dag, mið- vikudag, kl. 5 e.h. stundvíslega. Uppboðið verður nú á öðrum stað en hingað til, í Þjóðleik- hússkjallaranum. Alls eru 92 rit á boðstólum og skulu hér nefnd nokkur þeirra: Ævisaga sr. Áma Þór- arinssonar, frumútgáfa, ób.j Boðsrit lærða skólans í Reykja- vík, skólaárin 1851—62, Almanak fyrir árin 1861—75, Khöfn: Snót 3. útg., Stjömufræði, Jónas Hall- grímsson íslenzkaði, Viðey 1843 1842, Þymar eftir Þorstein Er- lingsson 1. útg., Hannes Þor- steinsson: Kvittun til Finns Jónssonar, sérprent, Coliing- wood og Jón Stefánsson: Saga- Steads of Iceland, Sagan af Njáli Þorgeirssyni, Khöfn 1772, Benedikt Gröndal: Gandreiðin Khöfn 1866, E. Henderson: Ice- land, 2. útg. Edinb. 1819., Hook- er’s Tour in Iceland, 1—2, Lon- don 1813, Jón Þorláksson: Ljóð- mæli, 1. og 2. deild, Khöfn, 1842—43, H. K. Laxness: Kvæða- kver Rv. 1930, Hjálmar Jónsson frá Bólu: LjóðmaeU, Ak. 1879, Skimir 1827—1960, Almanak Þjóðvinafélagsins 1875—1961„ Finnur Magnússon: Eddaiæren og dens Oprindelse, 1.—4. Khöfn 1824—26. Rosafaétt Vísis um merkiiegheit í Ið/u HALLORMSSTAÐ 20/10 — Við fréttum fyrir nokkru, að ein- hverjar framkvæmdir stæðu fyr- ir dyrum á Egilsstaðaflugvelli. Af því tilefni snerum við okkur til Garðars Stefánssonar flugum- ferðarstjóra á vellinum og spurð- um um þetta. Garðar gaf okkur þær upplýsingar, að völlurinn væri orðinn slæmur á dálitlum ksfla. Lýsir það sér þannig, að hann þolir illa bleytu, verður þá linur og þungur. Ennfremur get- ur hann af þessum sökum orðið ófær um tíma á vorin um það bil er klaka leysir. Stendur nú til að ráða bót á þessu með því að yfirkeyra þennan kafla með möl og gera hann þykkri. Gert er ráð fyrir að þetta verði þó nokkurt verk. Þegar frétt þessi er skráð, vom framkvæmdir í þann veginn að hefjast — siþl. — Bv. Ólafur Jóhannesson hefur legið hér á Tálknafirði síðan 11. júní 161, en aðgerðalaust Fundur Kvenfé- kn sósíalista Fundur Kvenfélags sósíalista í kvöld hefst stundvíslega kl. 8.30 í Tjarnargötu 20. Þar segir Margrét Sigurðar- dóttir frá kvennaráðstefnu sem haldin var í Rostock á sl. sumri. Rædd verða félagsmál og m.a. kosnir fulltrúar á aðalfund Bandalags kvenna. María Þor- steinsdóttir segir frá alþjóðlegri kvennaráðstefnu um afvopnun. Félagskonur eru hvattar til að sækja fundinn. hefur skipið verið frá því um áramótin 1959 og 1960. Ölafur Jóhannesson er næst- síðasti vestfirzki togarinn sem færður er suður. Bv. Gylfi er þá orðinn einn eft- ir. I þessu sambandi má geta þess að bv. Siguröur er skráð- ur á Flateyri, en togarinn mun aldrei hafa komið til heimahafnar til þessa. Lítill afli Aflalítið hefur verið hér að undanförnu. Vb. Guðmundur frá Sveinseyri hefur í kvöld róðra með línu, en Tálknfirðingur byrjar um mánaðamótin. Bátamir Sæúlfur og Sæfari áttu að fara til haustsíldveiða, en sú útgerð er enn óviss sem kunnugt er Vinna við smíði nýju fiski- Það er birt sem rosafrétt med fjórdálka fyrirsögn í Vísi í gær, að í Iðju hafi nú „gengið í gildi merkileg nýjung í verkalýðsmál- um hér á landi, þar sem sjúkra- sjóður félagsins hefur tekið til starfa." Hér er talað af óvenju mik- ilL fáfræði, þar sem sjúkrasjóðir hafa verið í verkalýðsfélögum um áratugi hér á landi. Minna má á, að eftir stóra verkfallið 1955 tryggðu flest iðnaðarmanna- félögin sér sjúkrasjóði og mun reglugerð Iðju um sjúkrasjóð beinlínis byggð á reglugerðum iðnaðarmannafélaga um þau mál og þeirri reynslu sem þau hafa aflað sér á þessu sviði. Það er því Ijóst að Guðjón Sigurðsson og Iðjustjómin veit betur sjálf en ráða má af þessari rosafrétt í Vísi. En lítið dregur vesælan, með einhverjum ráð- um þarf að koma á þeirri trú, að Guðjón sé fær um að hrista út úr erminni „merkilegar nýj- ungar í verkalýðsmálum“ Og þá er ekki um það skeytt þó einn- ig í þessu máli sé hann að hirða árangurinn af annarra baráttu. SPILA RRIDGP HOLLENDINGA I kvöld eru væntanlegir hingað til Reykjavikn- hollenzkir bridgemeistarar, sem keppa munu við beztu spilara okkar í 10 daga. Frægasetur fjórmenninganna er fyrirliði sveitarinnar, Her. inann Filarsld, en han hefur um árabil verið elnn af fremstu bridgefréttamönnum í Evrópu og spilað með lands- liði HoIIendinga ótal sinnum. Á myndinni sést úrvalslið Reykjavíkur sem spila mun við Hollendingana. Frá vinstri: Jóhann .Tónsson. Stef- án Guðjohnsen, Robert Sig- mundsson. Júlíus Guðmunds- son, fyririiði án spila- mennsku, Hjalti Elíasson, Agnar Jörgensson og Ás- mundur Pálsson. í baksýn er bridgetaflan. S|á bridgeþátt á 9. síðu J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.