Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 6
T r ^ i w> ■i^ya,i i ■ i\t f > i .fr*. WÖiWlEMN Föstudagur 26. oktober 1962 V.-þýzkir bændur efna til mótmæla gegn EBE Siðastllðinn mánuðag efndu 8000 vestur-þýzkir bændur til mótmælaaðgerða gegn Efna- hagsbandalaginu í Göttingen. Hundruð dráttarvéla or þús- undir bifreiða með svarta fána á lofti ollu algjöru umferðar- öngþveiti i borginni. Bændurn- ir bótuðu enn róttækari aðgerð- um ef ekki yrði látið að kröf- um þeirra. Verð á landbúnaðarafurðum er. hærra í Vestur-Þýzkalandi en víðast annarsstaðar í lönd- um Efnahagsbandalagsins. Krefjast bændurnir að séð verði til þess að verðið í öllu Efna- hagsbandalaginu verði svipað Fagurt form - skrauti sleppt Myndir og munstur í iitum á postulíni eru nú óðum að hverfa fyrir „hreinu" postulíni, þar sem öll áherzla er iögð á formið. Þetta danska postulín er að koma á markaðinn, aðeins skreytt upphleyptu Ijónslappamunstri. Egypzka risamyndin á bakvið fer vel við þennan stíi. og það nú er í Vestur-Þýzka- landL Það er ástæðan fyrir mótmælunum. Langt á eftir öðrum Bonn-stjómin hefur ekki verið ýkja hliðholl bændum, enda hefur landbúnaðurinn dregizt aftur úr öðram at- vinnugreinum. Vestur-þýzkur iðnaður er rekinn samkvæmt fyllstu. kröfum nútímans en bændurnir era næstum heilli kynslóð á eftir starfsbræðram sínum í Hollandi og Dan- mörku. í mótmælaaðgerðunum á mánudaginn fullyrtu bændafor- ingjamir að stjórnarvöldin í Frakklandi og Hollandi gerðu mun betur við bændur én þau veztur-þýzku. Kröfðust þeir styrkja og vaxtalækkapa. Gegn Bonn- stjórninni Aðgerðunum var fyrst og fremst beint gegn Bonn-stjóra- inni. Bændumir fullyrða að stjómarherrarnir hafi látið undan kröfum hinna Efnahags- bandalagsríkjanna um að styrkja ekki vestur-þýzkan landbúnað. Bændurnir voru ákaflega reiðir vegna álitsgerðar sem átta prófessorar hafa samið um verð á þýzkum landbúnaðaraf- urðum innan Efnahagsbanda- lagsins. „Prófessorarnir eru grafarar þýzkra bænda,“ hrópuðu sumir þeirra. „Drepið þá,“ kölluðu aðrir. „Festið þá upp í trén.“ Ekki munu bændurnir ganga svo rösklega til verks. Hins- vegar er ekkert sem bendir til þess að þeir muni í þetta sinn láta málið niður falla eftir for- tölur og loforð. Málastríðið. Eeins og skýrt hcfur vcrið frá áttu sér nýicga stað ócirðir í Belgíu. Deilur þessar eru sprottnar afágreiningi vegna málanna tveggja sem töluð eru þar í landi. Eigast þar við Fiæmingjar scm tala flæmsku og Vallónar sem mæltir éru á franska tungu. Myndin sýnir herskáan Flæmingja skeyta skapi sínu á frönskumælandi fólki í BrusscL Spádómur lœkna: Riðulömun hverfur á næstu áratugum Læknar spáðu því í síðustu viku, að riðu- lömun, öðru nafni Par- kinsonsveiki, myndi hverfa úr sögunni að miklu eða jafnvel öllu leyti á næstu tveim til fjórum áratugum. Spádóm sinn settu banda- rískir læknar fram á lækna- Heiðurskonan Sylvia Beach, prestsdóttirin sem tryggði sér sess í bókmenntasögunni með því að gefa út tímamótabók- ina TJlysses þegar enginn at- vinnuútgefandi þorði að snerta fyrra meistaraverk James Joyce af ótta við ný- stárlegan rithátt og óheflað orðbragð höfundarins. er dá- in í París hálfáttræð. Enn bjó hún í númer 12 við Rue de l’Odeon þar sem bókabúðin hennar, Shakespeare & Co„ var til húsa i tvo árátugi milli heimsstyrjaldanna. Inn- anum bækurnar komu þeir saman vinir Sylviu, Heming- way, Joyce. Ezra Pound. Scott Fitzgerald Valery, Gide. i stuttu máli sagt úrval hníg- andi kynslóðar enskumælandi og franskra skálda. Hún var vinur þeirra, hjálparhella og skriftafaðir. Faðir hennar var prestur við bandarísku mót- mælendakirkjuna i París. Einn mesti bókmenntavið- burður þessarar aldar gerðist begar Ulysses kom út 1922 fyrir tilstilli Sylviu, eftir langa baráttu við prófarkir frá frönskum setjurum úti á landsbygeðinni, sem áttu nógu erfitt með að setja ensku bó ekki bættust ofaná orð sem Joyce bjó til eða setning _sem nær yfir 44 blað- síður. í rúman áratug var Ulysses bannaður í Bretlandi og Bandaríkjunum, þangað til John Woolsey dómari í New York kvað upp úrskurð sinn sem veitti bókmenntalegum tepruskap Viktoríutímabilsins dauðahögg í enskumælandi löndum. Þá þurftu Banda- ríkjamenn í París ekki lengur að kaupa umræddustu bók áratugsins hjá Sylviu og smygla henni í land heima hjá sér ásamt koníakinu, þvi bæði bókmenntir og áfengi voru bannvara á þessum ár- um. Sylvia Beach ritaði endur- minningar sínar, sem auðvit- að heita Shakespeare & Co. Fyrir þrem árum var haldin stóreflis bókmenntasöguleg sýning i París á plöggum og bókum úr safni hennar. Franska stjórnin sæmdi hana riddarakrossi Heiðursfylking- arinnar. Annar maður orðaður við bókmenntir er líka nýdáinn, Norðmaðurin Trygve Gul- branssen, höfundur sveita- rómantíkursagnaflokksins Dagur í Bjarnadal. Sögurnar voru þýddar á 30 tungur, þar á meðal íslenzku. og seldust í sjö milljónum eintaka. Þjóðverjar eru nýbúnir að kvikmynda fyrsta bindið. Höfundurinn var tóbakssali og iþróttafréttaritari áður en hann samdi m/etsölusögu sína. Eftir að peningarnir tóku að streyma að lagði hann frá sér pennann og keypti búgarð. Hann varð 68 ára. ★ ★ ★ Einstæður tónlistarviðburður átti sér stað í London á dög- unum. Tveir mestu fiðlusnill- ingar sem nú eru uppi, Bandaríkjamaðurinn Yehudi Menuhin og sovétmaðurinn David Oistrakh, léku saman í fyrsta skipti fyrir 7000 á- heyrendur i Albert Hall. Verkið sem þeir léku var konsert Bachs fyrir tvær fiðl- anur. Auk þess að leika sam- an hjálpuðust þeir að á ann- an hátt. Þegar Oistrakh lék einleik stjórnaði Menuhin Konunglegu fílharmóniusveit- inni, og þegar Menuhin lék einleik tók Oistrakh við hljómsveitarstjórninni. ★ ★ ★ Öll þingstörf á kirkjuþingi kaþólsku kirkjunnar í Róma- borg fara fram á latínu. og sátu margir hinna heilögu feðra fyrir þingið við að rifja upp skólalærdóm sinn í þeirri göfugu tungu. Ekki þurftu þingritararnir síður að und- irbúa sig. Á ströngu nám- skeiði mánuðum saman áður en þingið hófst voru þeir þjálfaðir i sérstakri hraðrit- un, sem þýzkur prestur samdi vegna þinghaldsins. ekkert hraðritunarkerfi var áður til fyrir latínu. ★ ★ ★ Franska ástarljóðasöngkon- an Edith Piaf er nýrisin úr rekkju eftir þungan sjúkdóm og farin að syngja á ný. Að- dáendur fögnuðu henni ákaf- lega bæði þegar hún kom fram í fyrsta skipti eftir leg- una og þó ekki minna eftir að hún giftist öðrum söngv- ara sem hún kom ungum á framfæri og syngur nú í sömu dagskrá og hún í Ol- ympía söngleikahúsinu. Hann heitir Théo Sarapo og er 25 ára en Piaf er 47. ★ ★ ★ Að minnsta kosti eitt frægt skáld er i framboði við þing- kosningarrtar í Bandaríkjun- um 6. nóvember. Það er James Michener. sem býður sig fram fyrir demókrata í Bucks-Lehigh kjördæminu i Pennsylvaniu Michener varð frægur fyrir stríðssögur sin- ar frá Kyrrahafsxvígstöðvun- um, Tales of the Soutli Paci- fic. sem breytt var i vinsælan söngleik og síðan gerð kvik- mynd eftir honum. Síðar skrifaði hann meðal annars Andau-brúna um upDreisnina i Ungverjaiandi. Michener berst í erfiðu kjördæmi, en ekki er talið útilokað að hann felli núverandi þingmann. M.T.Ó. fundi í Miami Beach, um leið og þeir skýrðu frá nýrri kenn- ingu um orsök þessa tauga- sjúkdóms. Riðulömun -er annar algengasti taugasjúkdómur næst heilablóðfalli. Lækna hef- ur lengi greint á um orsök hennar Gizkað hefur verið á að erfðir eða umhverfi ættu þar hlut að máli. Eftirkö'st faraldurs 1918 Nýja kenningin, sem dr. David C. Poskanzer setti fram á læknaþingipu, er að megin- orsök riðulömunar sé vims sem ollj svefnsýkifaraldri um allan heim á árunum 1918 til 1920. Svefnsýkin sem þá gekk nefndist encephalitis lethargica á læknamáli. Það var ekki nýtt að riðu- lömun sé sett í samband við svefnsýki þessa. Læknar höfðu áður veitt því athygli að um það bil tíundi hver maður sem sýktist af heilasjúkdómum fær síðan dæmigerða riðulömun. Flestir hafa talið riðulömun flókinn sjúkdóm sem ætti sér margar orsakir, þar á meðal svefnsýkivirusinn. Nú hafa Poskanzer og sam- starfsmaður hans dr. Robert S. Schwab kannað hve riðulöm- unartilfelli hafa verið tíð í sjúkrahúsi þeirra, Almenna sjúkrahúsinu í Massachusetts, á tímabilinu 1875 til 1960. Nið- urstaða þeirra er að yfirgnæf- andi meirihluti þeirra 1576 sjúklinga sem þangað hafa komið með riðulömun frá þvi svefnsýkifaraldurinn gekk hafi getað sýkzt þá. Kemur síðar fram Ekki varð séð að 90 prósent sjúklinganna hefðu sýkzt í svefnsýkifaraldrinum, en lækn- arnir álykta að þeir hafi engu að síður orðið fyrir dulinni smitun. Þótt vírusinn hafi ekki náð að valda svefnsýkieinkenn- um hjá þeim, hafi hann samt valdið nógu miklum skaða á heilafrumunum til að riðulöm- un kæmi síðar í Ijós. Meginrökin fyrir þessari kenningu eru að komið hefur á daginn að meðalaldur nýrra riðulömunarsjúklinga hefur hækkað jafnt og bétt í hlut- falli við tímann sem liðinn er frá svefnsýkifaraldrinum mikla. Fasistar á EFTIRLAUNUM — Það nær ekki nokkurri átt að Vestur-Þýzaland taki á fram- færi sitt allan fasistalýð sem fyrirfinnst f Evrópu. Þetta segir sósíaldemókratíska blaðið Neue Rhein Zeitung sem vonar að spænsku nazistamir sem börðust f Bláa herfýlkinu svo- kallaða fái ekkj peninga frá Bonn-stjóminni. Samningur undirritaður Samningur um eftirlaUn til þessara manna var undirritaður í Madrid i maf en vestur-þýzka þingið verður að fjalla um hann áður en hann gengur f gildi. Sósfaldemókratar munu greiða afkvæði gegn honum. Hugsan- legt er að fáeinir þingmenn úr stjómarflokkunum muni fara að dæmi þeirra. — Bláa herfylkið getur orðið fcrdæmi. Ef við styðjum það, hvers vegna skyldum við þá ekki styðja alla útlendingahersveitina sem gekk i þjónustu Hitlera? spyr Neue Rhein Zeitung. Fuli-langt gengið Hægri hönd Francos einræð- herra. Munos Grandes, var yfir- maður Bláa herfylkisins sem barðist á austurvígstöðvunum. Spænska herliðið kom samkvæmt f.vrirmælum frá stjóm sinni og tók þátt f ævintýri Hitlers af friálsum vilja til að vera með 1 lokasigrinum. segir blaðið. Mikið hefur verið rætt um eftirlaunasamninginn f Bonn og virðist sem mörgum stuðnings- mönnum Kristilega Demókrata- flokksins þyki bað full-langt gengið að. Vestur-Þýzkaland borgi Franco-stjóminni fyrir aðstoðina. - 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.