Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 9
I 36. okæfoer wes SlÐA g BERLÍNARMÚRINN Mér er sagt, að risið hafi nokkurt blaðaumtal út af lát- lausri frásögn minni um ferða- lag mitt meðfram bessum marg- umtalaða múr. Vegna f jarveru minnar hefur luntal þetta að mestu farið fram hjá mér. Sé blöðum þeim, sem haft hafa í frammi slíkt umtal, annt um, að ég gcri umtalinu einhver sldl persónulega, verð ég að biðja blöðin að gera mér þann greiða, að senda mér umtal sitt. Annars hafði ég ætlað mér annan hlut í umræðum um þetta viðkvæma og veigamikla mál, Berlínarvandamálið. Vegna kynna minna austan múrsins, áður en hann var reistur, og endurnýjunar þeirra við mán- aðardvöl þar eystra nú nýver- ið, hafði ég hugsað mér að koma á framfæri við íslcnzka blaðlesendur einhverju af því, sem austanmenn hafa sjálfir sagt um sambúðina við vestan- menn og um tildrög og eðli kalda stríðsins í heild sinni. Sem upphaf þessarar upplýs- ingastarfsemi vel ég eftirfar- andi ræðukafla. Hann er tek- inn úr tækifærisræðu, lialdinni í vinahópi, 17. f. m. Eins og títt er um slíkar ræöur, fer meira fyrir staðhæfingum um staðreyndir en fyrir röksemda- færslu. Verði framhald á þess- um kðflum, verða rökin tínd til seinna. Steinþór Guðmundsson. Hvað er á seyði £ Vestur-Berlín? Kafli úr ræðu Bruno Leuschn- ers, varaforseta ráðuneytis ÐDR, haldinni í Rúmeníu 17. sept 1962. Kæru vinir og félagar! Upp á síðkastið hefur um gjörvallan heim verið mikið skrifað og sagt, í blöðum og út- varpi, um landiö okkar, um Þýzkaland og Berlín. Allsstað- ar, sérstaklega utan landamæra vorra, spyrja menn hvom ann- an: „Hvar ætlar þetta að lenda? Stendur' Þýzkaland strax aftur frammi fyrir nýjum voða? Og kannski hugsa sumir með gremju til Þjóðverjanna, sem aldrei geta stundinni lengur lif- að í friði. Hvað er um að vera? Hvað er á 6eyði í Vestur-Berlín? Ég vil leyfa mér að íullyrða, að það eru alls ekki Þjóðverjamir upp og ofan, sem aldrei geta í friðj verið. Verkamennirnir, bændumir, alþýða manna, hin- ar mörgu milljónir vinnandi manna í landi okkar, vilja engu síður en allar aðrar þjóðir, fá að lifa í friði í landinu sínu. Sannleikurinn er sá, að 17 ár- um eftir endalok síðari heims- styrjaldarinnar, er aftur svo komið í Vestur-Þýzkalandi, að friðnum í Evrópu stafar þaðan mikil hætta. Þýzkur hernaðar- andi er enn einu sinni ó kreik kominn. Ríkisstjórnin i Vestur- Þýzkalandi ber fram kröfur um endurheimt tapaðra landssvæða. Það er að segja, að í Sambands- lýðveldinu er nú mólum stefnt i sömu ótt og óður, þegar Hitl- ers-Þýzkaland hervæddi sig t.il árásarstríðs. I Vestur-Berlín, þ. e. í hjarta lýðveldis okkar, hef- ur árum saman verið haldið uppi gegndarlausum áróðri fyr- ii þessari árásarstefnu. Alþýðu- lýðveldið þýzka hefur átt, og ó enn, að mæta þaðan ásókn og ásælni í ótal myndum. Við létum þetta viðgangast órum saman. En að lokum hefur stjómin í Alþýðulýðveldinu þýzka gripið til þess úrræðis, sem sérhverju fullvalda ríki er eðlilegt og sjálfsagt að grípa til. Við höfum gert varúðarráðstaf- anir tii tryggingar landamær- anna milli friðarríkisins þýzka og ríkis hernaðarsinnanna. Við höfum lokað landamærunum milli hernaðarófreskjunnar annarsvegar, og hinsvegar ríkis þeirra, sem lifa vilja og vinna HVAÐ ER AÐ GERAST I VESTUR-BERLlN? i friði. Þetta var gert 13, ágúst 1961. Um Alþýðulýðveldið þýzka er það aö segja, að það hefur þegar marga þolraun þolað 1 baráttunni fyrir friöi og fram- gangi sósíalismans, Við erum við því búnir, að ýmislegt bíði okkar enn af því tæi. En það hefur þegar sýnt sig, að Al- þýðulýðveldið stendur föstum fótum við hlið öflugra vina. Og landamæranna okkar verð- ur framvegis vel gætt, og þau traustlega varin. Kæru vinir og félagar! Svona er þá ástandið í dag í þýzku ríkjunum tveimur. Það liggur Ijóst fyrir, hvernig stendur í Alþýðulýðveldinu og hvert það stefnir. Það er sömuleiðis lýð- um ljóst, hvemig ástatt er í Sambandslýðveldinu, og hvað Véstur-Berlín. Þessvegna viljum við, að • friður verði saminn við Þýzkaland, og þar með af- máðar síðustu leifar seinni heimsstyrjaldarinnar, svo að ró komist ó við landamærin um gervalla Evrópu. Á þeim grund- velli einum teljum við unnt að leysa vandamál Vestur-Berlín- ar. Þetta þýðir það, að allar aðgerðir okkar og stjómmála- stefna miðar að því, að gerv- allt Þýzkaland verði leitt út af hættusvæði heimsvaldastefn- unnar. Þessvegna snúum við okkur til vesturþýzka verka- lýðsins, til bændanna, vísinda- mannanna, millistéttanna og til þjóðlega sinnaðra borgara og spyrjum; Hve lengi ætlið þið að leika með í þessum hættu- lega leik? Það er sannarlega tími til kominn að spyma við Brandenborgarhliðið í Berlín bar sem skilin niilli l»'>- -nriMutanna liggja. hin hemaðarsinnuðu landa- kröfuöfl, sem þar eru aftur til valda , komin, ætlast fyrir. Þýzku ríkin tvö standa hlið við hlið, eins og fjandsamlegir andstæðingar, stefna sitt 1 hvora áttina. Því miðurerþetta svona. Afstaða okkar er augljós og ótvíræð. Við göngum út frá því, að allar þjóðir og þá ekki hvað sízt þýzka þjóðin, þurfi á friði að halda. Við erum þeirrar skoðunar, að bæði þýzku ríkin verði að læra að lifa saman í frjði, ræða málin saman, og í sameiningu ráða fram úr þeim vandamálum, sem bæði ríkin eru sammála um að sigrast á. I þessa átt höfum við lagt fram margar tillögur. Nú kunna einhverjir að spyrja: Er þá nokkur lifandi leið út úr ógöngunum? Já, kæru vinir og félagar! Við er- um þeirrar skoðunar, og trúum því fastlega, að leið finnist.. 1939 endurtekur sig ekki. Landakröfumennimir, stríðs- æsingamennirnir, missa marks- ins að þessu sinni. í dag em horfumar i heiminum öðru- vísi en þá var. í dag geta heimsvaldasinnarnir ekki lifað og látið eins og þeim sýnist. Hinn sósialistiski heimur, með Sovétrikin í broddi fylkingar, er voldugur og sterkur. Heims- friðurinn stendur nú föstum fótum. Eins og málum er nú komið, er það máttur sósíal- ismans, sem örlögum ræður. Það þýðir, að veigamikil rök hníga að því, að árásaröflunum kunni að vefjast fjötur um fót. Við treystum varlega skyn- seminni hjá andstæðingrium. Við treystum ékki á skarp- skyggni eða skynsemi andstæð- ingslns. Þýzk hernaðar- og landvinningastefna hefur alla tíð verið sérstaklega glæfraleg og ótemjandi. Þessvegna segjum við við þjóðir heimsins, að það þoli enga þið, að skotið sé loku fyrlr hina gelgvænlegu þróun mála í Vestur-Þýzkalandi og í fótum. Við skorum á ykkur að taka saman höndum og knýja fram friðarstefnu í Vestur- Þýzkalandi. Við getum ekki gert það, hve fegnir sem við vildum | gera það fyrir samlanda ökkar. 11 Það er hin óbyrgðarmikla þjóð- j | emisskylda bræðra okkar og j systra í Vestur-Þýzkalandi að j breyta stefnunni og bægja voð- j anum frá. Nú eru föst landamæri milli framvirkis hernaðarstefnunnar, Vestur-Berlínar, og okkar Berl- ínar, höfuðborgarinnar í Al- þýðulýðveldinu þýzka. Þessi landamæri eru varin af vopn- uðu liði verkamanna- og j bændaríkisins. Þessi staðreynd hefur komið róti á gervallt afturhald Vestur-Þýzkalands og Vestur-Berlínar. 1 Vestur-Berl- ín var öllu taumhaldi sleppt af j fasistiska skrílnum, allskonar | glundroðatilraunir í frammi hafðar við landamærin. Þeir, sem ekki vildu leggja trúnað á það áður, hafa nú brðiö reynsl- unni ríkari. Vestur-Berlín, eins og hún er nú, stofnar friðnum i bráðan voða. Um hin vörðu og traustu landamæri Alþýðu- lýðveldisins þýzka, sem á nokkrum stöðum í Berlín eru mörkuð með sterkum múrvegg, er það að segja, að viðbúnað- urinn er í góðum tilgangi gerð- ur. Frá sjónarmiði þeirra, sem viðhalda vilja friðnum, frá sjónarmiði verkalýðsins og bandamanna hans, er þar góð- ur múrveggur hlaðinn. Heimsveldisstefnan klýfur þjóðina Við fullvissum þjóðirnar um það, að það er ekki landamæra- múrinn, sem klýfur hina þýzku þjóð í tvennt. Það er heims- \-eldisstefnan þýzka, sem gerir það. Með nýjum herbúnaði hef- ur drottnunarandinn grafið þá gröf, sem skilur samlanda frá samlöndum, frændur frá frænd- Framhald á 10. siðu. Nýjar bækurj Guðrún frá Lundi: StýSðar fiaðrir, AnnaS bindi hinnar vinsælu sögu er nú komiö f bókaverzlanir. — Bókarinnar hefur verið biðið með mikilli eftirvæntingu um allt land. Cyril Scoii: FULLNUMINN, í þýðingu frú STEINUNNAR BRIEM. „Fullnuminn" er bók, sem náð hefur feiknalegum vinsældum um allan heim meðal lesenda, sem hneigjast að andlegum málum og dulrænni speki. Goðriín frá Lundi Martinus m* Mariinus: LeiSsögn ftil lífshamingiu. Martinus má með réttu telja innblásinn snill- ing, því að verk hans hafa skapazt fyrir and- legan innblástur. Hinn heimsfrægi rithöfund- ur og dulspekigur PAUL BRUNTON segir m. a. um Martinus: „Um hann má segja, að það að kynnast honum er sama og að opna honum rúm í hjarta sínu. Hann er lifandi ímynd þeirrar vizku, ósérplægni og kærleika, sem myndar innsta kjarnann í siðferðilegri og raunhæfri kenningu hans“. Kennslubælcur: DÖNSK LESTRARBÓK, annað bindi eftir frú Bodil Sahn og Erik Sönder- holm, ENSK LESBÓK, Arngrímur Sigurðs- son, BA, annaðist útgáfuna. Efnið er mjög margvíslegt, miðað við stærð bók- arinnar. Þar eru kaflar um frumstæða jarðarbúa og ókunnar gáfnaverur á öðr- um hnöttum, um allskonar farartæki, bækur, kvikmyndir.og ótal margt fleira. Efnið er miðað við það, að kennurum og nemendum gefist tækifæri til þess að rifja. upp fjölmargt og kynnast nýjum orðum og hugtökum. Margar teikningar eru í bókinni. Unglingabækuir: Eftirtaldar unglinga- og barnabækur hafa komið út síðustu daga: ★ Ný HÖNNU-bók: HANNA kann ráð við öllu. ★ Tvær nýjar bækur um KIM: KIM er hvergi smeykur og KIM og blái páfagaukurinn. ★ Tvær bækur um hina vinsælu söguhetju BOB MORAN: ELDKLÓIN — og ÓGNIR f LOFTI — báðar æsispennandi. ★ Ný MÖTTU-MAJU-bók: MATTA-MAJA á úr vöndu að ráða. ★ Ný KONNA-bók: KONNI og skútan hans. ★ KALLI OG KLARA — Kalli og Klara eru tvíburar, og þau eru eins lík og tvær perlur. Náttúr- lega lenda þau f mörgum ævintýrum. Sagan sýnir, að framtakssamir ungl- ingar geta orðið að miklu liði, ef þeir beita orku sinni að nytsömum störf- um. EG ER KÖLLUÐ KATA — Þessi fallega saga er um litla telpu, sem heitir Katrín, en er kölluð Kata. Hún er rauðhærð og eini rauðhærði krakkinn í hópi leiksystkina sinna. — Þess vegna verður hún fyrir dálitlu aðkasti og stríðni. En Kata litla er sjálfstæð og dugleg telpa — og allt endar vel. GÖMUL ÆVINTÝRI í þýðingu Theodórs Árnasonar. Önnur útgáfa. — í þessari bók eru tíu falleg ævintýri. Theodór heitinn þýddi Grimms ævintýri á gull- fallegt má|. Þessa bók má skoða sem framhald þeirra 5 hefta af GRIMMS ævintýrum, sem til eru á íslenzku. NASREDDIN. — Þorsteinn Gíslason rit- stjóri og skáld þýddi, en frú Barbara Árnason teiknaði í bókina margar myndir. — Engar sagnir í þjóðsögum Tyrkja hafa náð annarri eins út- breiðslu og sagnirnar um Nasreddin skólameistara. öld eftir öld hafa menn skemmt sér við keskni hans, sérvizku og fyndni. Og enn í dag eru sögurnar um hann á hvers manns vörum, svo langt sem tyrknesk tunga nær. — En auk þess hafa þær verið þýddar á fjölda tungumála. PltENTSMIÐJAl\ LEIFTUR Höfðatúni 12. — Sími 17554. Gerizt áskrifendur síminn er Y7 500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.