Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 10
FSslttdaffur 26 oktðber 1962 IQ SÍÖA KFÓÐVHJINN Barizt til þrautar Skáldsaga eftir RICHARD CONDON að bjarga þejm frá aftöku án dóms og laga. Þúsundir horfðu til himna, ákölluðu guð og grétu. Klukkustundum saman stóð mannfjöldinn fyrir utan kapell- una, sem Cayetano var fluttur í. Heimili, kaffihús, búðir og bflar stóðu mannlaus. Allt kvöldið ráfaði fólkið um göt- uroar. í>að þyrptist að lögreglu- stöðinni. Öll Madrid var á öðr- um endanum. Dr. Munoz hafði rétt fyrir sér, þegar hann skrifaði Boume að það myndi gerast æðisgeng- Inn atburður. Boume og Jean Marie héldu á stóra léreftinu milli sín og nálguðust rammann. Um leið stíkuðu roskin bandarísk hjón framhjá ganginum frammi. Þau horrfðu á þá að verki en átt- uðu sig ekki á neinu, vegn-a þess að þau voru að leita að madonnumynd eftir Murillo. Jean Marie fann að horft var á hann. Margra nátta martröð hans varð að vemleika. Hann sagði ekki neitt, sleppti aðeins því sem hann hafðj handa á milli og flýði í hugsunarleysi, án vonar um að komast und- an. Hann hljóp burt og skildi eftir Boume og Goya og ramm- ann og alla súpuna. Boume þorði ekki að kalla á hann. Hann varð gagntekinn örvæntingu f leiftursýn sá hann peninga. peninga i haugum, fjúka út um gluggann. En hann gafst ekki upp. Hægt og með þvi að taka á öllu sínu afli, tókst honum að koma hinu risastóra lérefti á sinn stað. Þegar hann hafði fuflvissað sig um að ekkert af myndinni væri sýnilegt að utan, þreif hann hattinn sinn og gekk hægt út úr salnum og þurrkaði sér á meðan um hendumar á vasa- klútnum. Hann opnaði dymar að hótel- íbúð sinni klukkan nákvæmlega tíu mínútur yfir fimm. Eva sagði honum að Cayetano hefðl verið myrtur. Klukkan tíu mínútur yfír fimm var lögreglan búin að loka Goya-salnum. Sex varðmenn stóðu við vegginn og fyrir fram- an þá niu lögregluþjónar. Sex öryggislögreglumenn voru líka viðstaddir auk fjögurra fulltrúa frá Instituto de Cultura Hispan- ica. forstjóra Prados og tveggja Goyasérfræðinga. Þeir stóðu um- hverfis kópíu Jeans Marie sem stóð eins og utanveltu upp við vegginn fyrir neðan stóra, bera blettinn — rétt eins og frum- myndin hefði sigið úr skorðum sinum og niður á gólf. Skélfing og ótti einkenndi mennína tuttugu og sjö í Goya- salnum. Sérfræðingamir höfðu orðið sammála um, að málverk- ið sem iá á gólfinu, gaeti ómögu- lega verið Dos de Mayo eftir Franeisco Goya. Hvar gat fmm- myndin verið? f miðjum sahrum bakvið þá stóð risastóri blindrarnmirm með þrískiptu myndinni — þrjár Goya-myndir á sama striga. Hver af öðrum sögðu varð- mennimir frá þvi að náungi að nafni Charles Smadja hefði í þrjár vikur rúllað þessum ramma fram og til bakia á hverjum degi. Þeir hefðu meira að segja hjálpað horrum. Þeir voru beðnir um að athuga þyngdina og hver af öðrum lýstu þeir því yfir að hún væri nákvæmlega hin sama og afltaf áður. Hver hafði farið fram á leyfi til þess að þessi náungi mætti mála í Goya salnum? Jú. sagði forstjórinn. það hafði dr. Victoriano Munoz. markgreifi af Viflalba gert. Lögreglan hirti þrískiptu myndina Hún var flutt í geymslu lögreglunnar þar sem hún var stimpiuð. skrásett og vafin í brúnan pappír. Goya- málverklð sem kallað var „Ann- ar maí“ var um leið enn bet- ur faiið fyrlr þeim sem 1 raun- Inni hafði það undir höndum, spænska ríkinu. ÞRIÐJA BÓK APLOMADO Nautið er uppgefið. Það dregur þungt andann, það fer sér hægar. En það er staðráðið í að nota homin á eitthvað fast. Það er að byrja að finna, að eitthvað er öðru vísi en það á að vera. Nú verður að bana því fljótt, af virðingu fyrir þreytu þess og skynsemi. DAGINN eftir birist þetta i stærsta dagblaðinu í Madrid: Hið skelfilega morð á Cayetano Jiminez trm hábjartan dag á Plaza de Toros í gær, batt endi á glæsilegan feril og rifjaði upp minningar um dáðir. listræn af- dek. Cayteano Jimines gnæfði npp úr samtfð sirmi, var ern- keimi á heitu tímatoili. Það er bæði auðvelt og erfitt að minn- ast hans. Auðvelt vegna þess, að margír láta sér nægja að segja að hann hafi verið mesti nautabani aflra tíma. Erfitt vegna þess að það útheimtir óhemju glöggskyggni að fylgja honum í hinni merkiiegu þró- un hans. Þrettán ára gamall helgaði hann sig allan skilyrð- islaust þeirri starfsgrein sem hinir frægu forfeður hans höfðu stundað í síðastliðin htmdriað tuttugu og þrjú ár úr sögu nautaatsins. Hann dó á tuttugasta og sjöunda ári, í fuflum manndómsblóma, án þess að hafa kynnzt kvöl ósigursins, án þess að hafa sýnt merki hnignunar... Krepptir hnefamir á Boume virtust aldrei myndu geta opn- azt framar. Eva gat ekki haft af honum augun. Fegurð hennar lét stórlega á sjá við það áfall sem dauðí Cayetanos var, en eim meira við það að fylgjast með Boume breytast í tautandi, drekkandi, niðurbrotinn skugga af sjálfum sér. Fölt andlit henn- ar stakk mjög í stúf við þykk- ar, rauðar varirniar og blómleg- an Kkamann undir sloppnum. Hún sat þama og reyndí að vekja áhuga Boumes á kropp sínum. Hún vfldi að harm yrði tæki til að reka burt þjáning- una og vonleysið. „Ég vissi það ekkL Ég vissi það ekki,“ tatrtaði Boume aftur. Eva gekk hægt til hans. Slopp- urinn opnaðist. Hún settist á sófann við hliðina á honum. Brjóstin komu í ljós, þau vom stór og þrýstin og geirvörtum- ar eins og þumalfingur. Hún dró hann að sér. Jætta lagast í dag,“ sagði hann. „Þú jafnar sakimar við hann, er það ekki?“ „En ég get ekki fundið hann.“ „Við skulum finna hann, vertu viss. Við skulum fínna hann í dag.“ Síðasta sólarhringinn hafði Boume hringt á klukkutíma fresti í Munoz án þess að fá svar. „Ég reyndi að fá til baka það sem mér bar,“ tautaði Boume. ,,Eg stritaði fyrir því i þrjú ár. Hvemig átti mér að detta í hug hvað hann ætlaði sér.“ „Þetta er satt, eiskan mín. Þú gerðir það sem rétt var.“ „Hofmeistarinn stendur í dyr- traum og segir „No, senor, her- togaírúin er ekki hér,“ meðan hún liggur sjálf og grætur og grætur og spyr sjálfa sig: Hvers vegna? Hvers vegna? Hvers vegna?“ „Þú hittir hana í dag. Og þú hittir Munoz í dag. Þú skalt neyða hann til að fara með þér til Blöncu og segja hvað hann hafi gert og þú hafir ekki vitað neitt um það,“ sagði hún. „Það geri ég. Ég gerj það í dag.“ Han reyndi að standa upp, en hún þrýsti honum fast að sér. „Ég verð að fara að klæða mig.“ „Sofðu fyrstsagði hún. „Sofðu nú vinur, sofðu:..“ Hann lá grafkyrr í faðmi henn- ar og hún bað þess heitt og inni- lega að þau mættu bæði verða að steini. i i Hertogafrúin sat í bakháum, stól að morgni hins þriðja dags og starði út i myrkrið gegnum opinn gluggann sem vissi að Retirogarðinum Hún hafði ekki sofið. Hún hafði naumast hreyft sig. Hún lét sem hún borðaði það sem þjónarnir færðu henni, til að fá að vera í friði með sorg sína. Svörtu augun voru framstæðari en áður og andliið fölt og tekið. Margir höfðu komið — frá Madrid og öllum Spáni, frá Róm frá London. Cannes og París. Fjórum sinnum hafði hinn ólán- sami Boume orðið að hverfa aftur við svo búið. Síminn hafði hringt mörg hundruð sinnum og Pablo hafði sagt að hertogafrú- in væri ekki við. Þjónustustúlk- umar grétu, þjónamir vom rauðeygðir. Þegar þriði morguninn rann upp — morgunninn fyrir greftr- un hans — gat hertogafrúin loks losað hugann og minning- amar úr fjötmm þess staðar sem hún var á, tímans og líkam- ans sem hýsti kvöl hennar. Hún varð athafnasamur verkmaður i tímanum, sem hristi púða minninganna, rótaði í gömlum söknuði, sópaði óskum og þrám úr skotum og krókum safns- ins sem hafði að geyma líf hennar og Cayetanos. Hún hafði haldið dauðahaldi i í þetta fiýjandi líf. Nú barðist | hún við að læsa það inni í sér. j Hvað eftir annað hafði hún i flett blöðum minninganna, frá hinu sæluríka upphafi í Seviila og tfl hinna skelfilegu endaoka. En þegar eldaði af degi hinn þriðja morgun, kviknaði líka hjá henni hugboð um hver gæti staðið á bak við þessi ógn- þmngnu endalok. Hún minntist hins fagra og • sóixíka dags, þegar þau höfðu Homer æpti upp um leið og mennimir tveir stukku á hann en enginn heyrði til hans, þvf að þeir höfðu kippt hljóðnemanum úr sanvbandi fyrst. Eftir stutta viðureign hafði þeim félögum tekizt að yfirbuga Hom- er og Bob setti hljóðnemann aftur i samband og hróp- aði til fólksins að hlusta. Síðan ávarpaði hann mann- fjöldann, skoraði á menn að láta ekki lengur nota sig eins ot? b'-'pir. -ici bað alla óánægða að fylgja sér. UNGLINGA vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi' Grímsstaðaholt Kársnes I. Langholt Hringbraut Talið strax við afgreiðsluna — sími 17500. Sendisveinar óskast strax. Þurfa að hafa hjóL ÞJÚÐVILJINN ÞJÚÐ VILJANN vantar skrifstofuhúsnæði 1—2 herbergi, í nágrenni við húsakynni blaðsins, í 2—3 mánuði, vegna breytinga. Há lciga i boflL Tösku- og hanzkabúðin N í T T ! Mikið úrval af töskum — þar á meðal svartar kvöld- töskur. Hudson sokkamir komnir. Tösku- og hanzkabúðin við Skólavörðustíg. Vinnuhagræðingarnámskeið IMSÍ Þriðji og síðasti áfangi námskeiðanna hefst mánudagirm 29. október kL 9.00 árdegis. IÐNAÐARMALASTOFNUN ISLANDS. Berlínarmúrinn Framhald af 9- siðu. um. Við segjum: Minnizt þess, að áður hafa múrveggir verið reistir innan hinnar þýzku þjóðar, veggir, sem skildu milli lífs og dauða. Þeir voru nefnd- ir „Gyðingahverfi” og „fanga- búðir”. Dauðans megin stóðu andfasistamir, byssunum stýrði afturhaldið. Að ekki er svo langt gengið nú, eigum við að þakka múrvegg andfasistanna, sem liggur eftir Berlín endi- langri. Þessi múrveggur er í Berlín ekki aðeins landamæri rikis okkar. Hann er meira en það. Hann er vamarveggur gegn Nato-stöðinni, sem reist hefur verið í Vestur-Berlín, vamarveggur gegn þeim, sem styrjöldina undirbúa, og sækj- ast eftir árekstrum. Veggur- inn er sönnun þess, að frá Vest- ur-Þýzkalandi, eða frá Vestur- Berlfn, verður ekki, órefsað, uppi haldið ögrunum gegn sós- íalismanum, gegn friðnum í heiminum. Allar fyrirætlanir í þá átt eru mnnar út í sand- inn. Því, þar sem byrjar höfuð- borg Alþýðulýðveldisins þýzka í Berlín. og þar, sem stigin eru fyrstu skrefin tnn í ríki vort, þar mætir manni hinn sósíal- istiski heimur í öllum sínum styrkleika. Kæru vinir og félagar! Við vitum að baráttan verð- ur okkur ekki létt, að við verð- um enn, á leiðinni til sósíal- ismans, að yfirstíga margar hindranir og sigrast á marg- víslegum erfiðleikum. En við erum hins engu síður full- viss, að enginn máttur er þess megnugur að kollvarpa, eða kippa afturábak, sögulegum staðreyndum, sem orðnar eru að veruleika. Sósíalisminn vinn- ur sig áfram eftir . óhagganleg- um lögmálum og festist í sessi. Það er staðreyndin í rúmenska Alþýðulýðveldinu. Þýzka Al- þýðulýðveldið hefur sömu sög- una að segja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.