Þjóðviljinn - 09.11.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.11.1962, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fös*udagur 9. nóvember 1962 Andstæðingar kalda stríðs- ins sérstaklega velkomnir Rannsókn á skemmt- analífi æskufólks Kæru íélagsmenn ug góðir gestir: Ég býð ykkur öll velkomin á þessa samkomu á íjörutiu og fimm ára byltíngarafmæli Ráðstjórnarríkjanna, þjóðhá- tíðardegi þess lands sem félag okkar setti sér í upphafi það markmið að stunda við það menníngarleg samskifti af ís- lendínga hálfu. Það gleður mig að MÍR skuli enn vera áhuga- samt félag, óðfúst þess að láta gott af sér leiða í anda þeirrar stefnuskrár sem við settum okkur í öndverðu. Reyndar hef- ur sú þróun mála átt sér stað að aðrir aðiljar, sem standa hærra í mannfélagsstiganum en við, hafa að mestu tekið að sér framkvæmdir á meginstefnu- skráratriði okkar sem i því var íólgið að efla samgáng milli fslands og Ráðstjómarríkjanna á sviðum lista. bókmenta og visinda. Við MÍR-félagar verð- um einsog geta má nærri síð- astir manna til að harma þessa þróun. Við tókumst miðlunar- starfið á hendur sem sjálfboða- liðar. meðal annars af þeim orsökum að opinberar stjórnar- stofnanir'og viðurkendir menn- íngarfélagsskapir voru á þeim tíma ekki reiðubúin að sinna því. Á þeim rúmlega tólf ár- um sem við höfum starfað hafa furðu margir hópar o.g ein- staklíngar mikilsvirtra menta- manna og lista úr báðum lönd- unum farið í gagnkvæmarí>- kynnisferðir milli þessara tveggja landa. Hvor aðilji um sig hefur gert það sem í hans valdi stóð að kynna hinum það sem hann átti frambærileg- ast og þekkilegast á menníngar- sviðinu fslenskur almenníng- ur er þakklátur fyrir að hafa kynst þeim gáfuðu listamönn- um og vísinda sem úr Sovét- ríkjum hafa komið híngað á vegum MÍR fulltrúar og boð- berar um menníngu þeirra þjóða sem tilheyra Ráðstjórn- arsambandinu Hinu má ekki gleyma heldur. og það hef ég margreynt sjálfur á ferðum mínum um Ráðstjómarríkin, að bæði eigum við þar eystra marga góða vini sem fyrir milligaungu MÍR hafa kynst íslenskum bókum, tónverkum og myndlist, m.a. hjá íslensk- um listamönnum sem við höf- j um sent þángað. og svo eru | líka þeir furðu margir sovét-1 borgarar sem að meira eða minna leyti fyrir milli- göngu MfR hafa ferð- ast hér og eignast persónu- lega vini um alt land. kynst landsháttum og menníngu okkar allnákvæmlega, og eru ekki of stórir menn til að draga dul á það að þeir hafi lært mart af viðkjmníngu sinni við það mannlíf sem lifað er á þessari fámennu ev: Og þó beir lær- dómar séu kanski ekki fólgnir í listrænum afrekum íslendínga á heimsmælikvarða. þá hefur almenn þjóðmenníng hér orðið mörgum sovétferðamanni hug- stætt efni. en þeir telja hana standa hér hátt. Þó kemur ýmsum okkar kanski undarlee ast fyrir sjónir beear þeir ljúka á okkur lofsorði fvrir hapnadrjúgan rekstur þióðar- búsios íslenska. Þó verkefni okkar í menn- íngarsamskiftum við Ráðstjórn arrikin séu nú að mestu komi" á aðrar hendur og starf okka- ekki eins brýn nauðsyn og var á fyrstu árum okkar. bá komum við hér saman á þess- Um þióðhátíðardeei Ráðstiórn- arríkianna að óska bes=u vina- landi íslendínea heilla. Vér í síðasta Lögbirtingablaði er prófessorsembætti í bókmennt- um við heimspekideild Háskóla íslands auglýst laust til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 5. desember. orð, og eru af hjarta unnandi sérhverri þeirri þjóð sem játast undir slíkt hagstjórnarfyrir- komulag. Aðrir koma hér af því þeir hafa kynst persónulega við rússa og aðrar ráðstjórn- arþjóðir og vingast við þá, eða eru þakklátir fyrir góðar við- tökur gestrisni og elskusemi sem þeirhafa notið í Ráðstjórn- arríkjum; þessum mönnum lík- ar yfirleitt vel við sovétfólk og vilja vera þess vinir án tillits til lærdómssetnínga um hag- stjórnarfyrirkomulög. Lo.ks eru þeir sem vilja vinna gegn kaldastríðinu með þvi að ef'a hlýhug milli þjóða, vilja þiggja gott af öðrum og miðla góðu á móti hvað sem tautar og raul- ar, þvert ofan í hugsjónir kaldastríðsmanna. Andstæðíng- ar kalda stríðsins eru sjálf- Ræða Halldórs Kiljans Laxness á 7. nóvember-samkomu MÍR ko.mum hér saman af ýmsum ólíkum ástæðum. hver af sín- um persónulegu hvötum, sem ekki eru minna virði en ýmis- konar púlsvinna í sambandi við gestamóttökur og skipulagníngu á ferðalögum listamanna einsog útheimtist af okkur áður. Sum- ir koma hér af því þeir eru sósíalistar, í þeim skilníngi sem ráðstjórnarmenn leggja í það skipaðir þátttakar í félagsskap einsog MÍR, sem hefur það að takmarki að efla góðviljaða og menníngarsinnaða sambúð milli austurþjóðar og vestur- þjóðar. Þá sem komnir eru híngað í kvöld með slíku hug- arfari levfi ég mér að bjóða sérstaklega velkomna. Og þar- með segi ég þessa samkomu setta. Á síðasta borgarstjórnarfundi var til umræðu eftirfarandi til- laga frá Sigurjóni Péturssyni borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins: „Borgarstjórn samþykkir að fela Æskulýðsráði að láta fara fram athugun á því, í samvinnu við æskulýðsfélögin í borg- inni, hvernig bezt verðd stuðlað að heiibrigðara skemmtanaiífi æskufólks. Athugun þessi miðist við að skapa sem gleggsta mynd af ástandi þessara mála, eins og það er nú, svo og að gera tillögur um á hvern hátt borgarstjórn geti beitt sér fyrir og stuðlað að bættu ástandi í þessum efnum.” í framsögu fyrir tillögunni benti Sigurjón á nauðsyn þess að forða æskunni frá óheil- brigðu skemmtanalifi. Sagði hann, að æskulýðsfélögin í borginni hefðu unnið gott starf á þessu sviði en það væri þó ófullnægjandi þar sem svo mik- ill fjöldi ungmenna væri hvergi félagsbundinn. Einnig minnti hann á starfsemi Æskulýðsráðs, sem stuðlað hefði að hollri og þroskandi tómstundaiðju og starfrækt skemmtiklúbba og taldi hann, að eðlilegt væri að fela þessum aðilum að fram- kvæma athugun þá sem tillagan kvæði á um. Sigurjón sagði, að takmarkið hlyti að vera, að allt æskufólk ætti þess kost að skemmta sér á hqllan og heilbrigðan hátt í umhverfi er væri i fullu sam- ræmi við kröfur tímans að því er varðar útlit og þjónustu. í dag ætti æskufólkið vfirleitt a«- eins um tvennt að velja, að skemmta sér á annars og þriðja floKks dansstöðum eða á vín- veitingastöðum. Þrjú vandamál væru nú mest áberandi í skemmt- analífi ungs fólks, sagði Sigur- jón, þ.e. drykkjuskapur og ó- regla, þráseta unglingahópa á kvöldsölustöðum og loks þvæl- ingur ungmenna á ,,rúntinum“ svonefnda á kvöldin. Þótt tals- vert stór hópur af æsku borgar- innar eigi þess kost fyrir atbeina Æskulýðsráðs. skáta. ungtempl- ara og fleiri aðila, að skemmta sér án óreglu og víns. stunda- meirihluti hennar þó skemmtan- ir sem laða til skrílmennsku, sagði Sigurjón að lokum. Til þess að geta bætt úr bessu er nauðsynlegt að geta gert sér grein fyrir því. hvernig ástandið er í þessum málum nú í dag og er samþykkt þessarar tillögu því brýnt hagsmunamál fyrir æsku Reykjavíkur og ekki aðeins æskufólkið sjálft heldur og for- eldra þess oe bæiarfélaeið í heild. Birgir Xsleifur Gunnarsson sagðist vera að mörgu leyti sam- mála flutningsmanni um það, að skemmtanalíf æskufólks mætti um margt betur fara. Þó kvaðst hann mótmæla því harðlegp H>ð flutningsmaður hefði notað orð- ið skrilmennska í sambandi við skemmtanalíf æskufólksins. >á kvaðst Birgir telja tillögu Sig- urjóns óþarfa. þar sem Æsku- ’ýðsráði hefði með reglugerð, sem borgarráð samþykkti í haust um starfsemi þess. verið falið að annast þetta sama verkefni og tillaga Sigurións fjallaði um. Flutti hann síðan frávisunar- tillögu við tillögu Sigurjóns byggða á þessum forsendum. Sigurjón benti á, að tillaga síp væri víðtækari en reglugerð- arákvæðið sem Birgir hefði tal- að um og ætti hún því fullan rétt á sér. Væri það versta af- greiðsja sem hún gæti fengið af , hendi borgarráðs að vísa henni frá. Þá benti hann á nokkur dæmi um ótvíræða skrílmennsku í sambandi við skemmtanalíf æskufólks. Sagði hann, að þetta stafaði þó ekki af því, að æsku- lýðurinn væri slaemur í eðli sinu, heldur af því. að honum væru ekki búin þau skilyrði til að skemmta sér á hollan og heil- brigðan hátt sem æskileg væru. Miðaði tillaga sín einmitt að því að ráða bót á þvi vanda- máli. Að umræðum loknum var frá- I visunartillaga Birgis samþykkt 1 með 10 atkvæðum gegn 3. Samskipti Sovétríkjanna og Islands góð og fara vaxandi Kæru vinir, Leyfið mér fyrst og fremst að þakka innilega forystu- mönnum MÍR-félagsins fyrir það tækifæri sem þeir hafa yinsamlega veitt mér — að tala á þessari hátíðasamkomu í tilefni 45. afmælis október- byltingarinnar. Hvert ár halda þjóðir Sovét- ríkjanna og vinir þeirra í öðr- um löndum þennan dag há- tíðlegan um merk tímamót í sögu mannkynsins — 7. nóv- ember 1917, en þann dag var stofnað fyrsta sósíalistiska rík- ið í heiminum. Þegar við lít- um til baka til þess að meta árangur liðins árs, er rétt að taka fram að lífið í landi okk- ar á þessu ári var með því móti að unnið var að fram- kvæmd áætlunarinnar um upp- bygglngu kommúnismans sem samþykkt var á XXII. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. Segja má með ánægju að sú mikla starfsemi-sem Sovét- þjóðimar inna af hendi til þess að ná þessu háleita takmarki, beri góðan árangur. Fram- leiðsluáætlanir iðnaðarins eru uppfylltar til fulls, — fyrstu 3 ár 7-ára áætlunarinnar voru byggð rúmlega 3200 ný meiri- háttar iðnaðarfyrirtæki í Sov- étríkjunum. Hýbýlabygging fer fram í allstórum stíl — og það er nóg að minnast þess, til dæmis, að íbúar höfuðborgar okkar — Moskvu — fá hvern dag 3Ó0 nýjar íbúðir, en [ Len- ingrad bætast við á hverjum degi 100 nýjar íbúðir. Nýtt hús- næði bætist og við í stórum stí! í öðrum borgum landsins. Allt er gert til þess að full- nægja æ betur þörfum almenn- ings, til þess að skapa alls- nægtir efnalegra og andlegra verðmæta. Á árinu sem liðið er síðan við hittumst síðast í þessum sal, höfum við verið vottar að nýj- um, frábærum sigmm Sovét- ríkjanna á sviði geimrannsókna. Það er þegar orðið venjulegt fyrirbæri að gervihnettir og geimskip eru send á loft hvað eftir annað, en samt sem áður mun mönnum lengi standa i minni sem sérstæður viðburður samflug sovézku geimfaranna tveggja — Nikolajevs og Popo- vitj. Og nú rétt þessa síðustu daga, náðu vísindamenn okkar enn einum merkilegum árangri með því að senda á leið til Marz geimskip með ýmsum mælitækjum. Þessir atburðir bera vitni um það hversu hátt sovézk vísindi standa nú — en eitt höfuðeinkenni vorra tíma er sívaxandi þýðing vísinda i þróun sovétþjóöfél,v;sins, í framkvæmd kommúnivmans. Ótvírætt skilyrði til þess að gera að raunveruleika hinar miklu áætlanir okkar á sviði efnahagslegrar og menningar- legrar uppbyggingar, áætlanir um framkvæmd kommúnism- ans, er fólgið í því að friður haldist á jörðu. Utanríkisstefna Sovétríkjanna er mótuð einmitt með það takmark fyrir augum. Því miður, síðustu daga áttu sér stað þeir viðburðir á Kar- íbahafi, að minnstu munaði, að heimsstyrjöld brytist út. Á þessum örlagaríku tímum sýndi sovétstjórnin ró, gætni og festu og tók skjótar og raunhæfar ráðstafanir til þess að afstýra átökum sem voru í uppsiglingu og bjarga þar með friðt í heim- inum. Nú sem stendur eru fyr- ii hendi öll þau skilyrði sem nauðsynleg eru til þess að Ijúká deilunni alveg. Sovét- stjórnin mun halda áfram að vinna að eflingu friðar og vin- samlegra samskipta milli þjóða. Mér er ánægja að segja að samskipti Sovétríkjanna og Is- lands fara fram með heppi- legu móti. Tengsl á sviði við- skipta og menningarmála auk- ast. Eins og undanfarin ár, hafa sovézkir listamenn komið til Islands margsinnis á þessu ári; sýning á sovézkum bók- um og vörum fór fram í Reykjavík; á næstunni mun Ávarp Aleksandroffs sendiherra á 7. nóvember-samkomu MlR sýning á listaverkum íslenzkra málara eiga sér stað í Moskvu. Nýafstaðið þing félags ykkar er atburður sem mun vafa- laust stuðla að frekari aukn- ingu samskipta á meinningar- sviði milli Islands og Sovét- ríkjanna. Væntanlegar viðræð- ur milli Sovétríkjaana og Is- lands um verzlunarsamning fyrir árin 1963—1965 munu stuðla, að því er ég vona, að eflingu viðskipta milli þessara tveggja landa og þarmeð að aukningu alhliða tengsla milli þeirra. Leyfið mér að Ijúka ræðu minni með því að láta í ljós þakklæti til MlR-félagsins fyrir mikil störf þess í þágu efling- ar vinsamlegra samskipta milli Islands og Sovétríkjanna, og óska félaginu frekara gengis í göfugri starfsemi þess. Þökk fyrir athygli, kæru vin- ir. þekking Björgvin Guðmundsson að- stoðarritstjóri Alþýðublaös- ins skrifar í gaer grein í mál- gagn sitt um heimsókn til Austur-Berlínar, en hann er nýkominn heim úr ferðalagi ungra hernámssinna um Vest- urevrópu. Lýsir hann því fyrst hversu ógnarlegt hug- rekki hann og félagar hans hafi þurft að efla með sér ti.i að áræða austur yfir járn- tjaldið en segir síðan svo um komuna að landamærunum „Með mér voru þama tveii aðrir Islendingpr, Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Mol og Ragnhildur Helgadóttii alþ.m. auk bílstjórans. Taldi ég ekki ólíklegt að Eyjólfur Konráð væri á svörtum lista hjá kommunum þama og bjóst við að hann færi ekki lengra. En Eyjólfur fékk sitt vegabréf fljótlega og virtist úr allri hættu. Hins vegar varð óeðlilega mikill dráttur á því að mitt vegabréf kæmi ;il baka. Ég fór að rifja upp : huga mér hvort ég hefði ikrifað eitthvað slæmt um Jlbricht eða austurþýzka Kommúnista nýlega en mundi jkki eftir neinu slíku og þótti þetta því í meira lagi kynlegt. Sn að lokum kom vegabréf- ð.“ Ekki fer ofsögum af fáfræði tusturþýzkra kommúnista. peir virðast ekki hafa hug- mynd um tilveru einhvers hættulegasta andstæðings síns, hins alkunna stórmennis Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Og þeir virðast ekki einusinni lesa hinar heimssögulegu rit- smíðar Björgvins Guðmunds- sonar. Þeir sleppa báðum um- yrðalaust austur fyrir tjaldið eins og þar hafi einhverjir hversdagsmenn verið á ferð. Ekki er von að vel fari þeear vanþekkingin er svona hrika- leg. Þá er aðgæzla Banda- ríkjanna til fyrirmvndar. en þei. hafa sem kunnugt er fært alla Islendinga inn á spjaldskrá og gæta þess vandlega að hleypa engum manni inn í ríki sitt sem kynni að steypa ríkisstjórn landsins af stóli í einu vet- fangi. Keppi- nautur Mikilvirkasti rithöfundur Morgunblaðsins þessa dagana er Jón H. Þorbergsson. Laxa- mýri, og ritsmíðar hans -ru ákaflega skemmtilegar og merkilegar hvort sem hann fjallar um „þvaggryfjur" eins og í gær eða heimskommún- ismann. I grein sinni um kommúnismann sannaði hann með ljósum rökum að „kommúnisminn er andkrist- urinn sem talað er um í Ritn- ingunni og þeir, sem þjóna honum, eru að þjóna fjand- anum“. Einnig sýndi hann fram á bað að kommúnism- inn „er niðurdrep allrar menningar og stefnir að því að afmá íslenzku þjóðina og koma henni undir yfirráð Rússa“, þótt honum láist að vísu að geta þess hvemig Rússar eiga að fara að því að ráða yfir þjóð sem búið er að afmá. Ritsmíðar þessa norðlenzka bónda eru mikill fengur fyrir Morgunblaðið, þótt ritstjór- amir megi að vísu gæta sín dálítið í samkeppninni. __ Austrí * 4 t 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.