Þjóðviljinn - 09.11.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.11.1962, Blaðsíða 7
¥ Föstudagur 9. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 7 GUÐJÓN BENEDIKTSSON Úr annálum œvi minnar Guðjón Benediktsson Héðlnn Valdimarsson Hermann Jónasson Hinn 9. nóvember 1932 vakn- 3ði ég snemma morguns, ég var nefnilega einn af þeim lán- Sömu mönnum, sem höfðu vinnu þennan dag — og næstu daga, >— og vinna skyldi þefjast kl. 7 Það var verið að skipa upp timbrj hjá timburverzlun Árna Jónssonar. Þar fékk ég alltaf virjnu er ég var á lausum kili. meðan Sigurður Markan var þar verkstjóri og um uppskip- unarvinnu var að ræða. Þennan morgun var himinn- inn vatnsgrár og dumbungur i honum og mátti búast við slemörum, er á dagjnn liði. Ég mætti á tilsettum tíma til vinnunnar og vinna hófst stund- víslega. Ekki mætti ég þó að þessu sinni heilshugar. því ég var ákveðinn í því að hverfa frá vinnunni nokkurn tíma aagsins til að sinna embsettis- störfum, Ég hafði verið kosinn úi hópi atvinnuleysingja tij að vera i atvinnubótanefnd. og sá fundur sem kaus okkur, hafði einnig samþykkt að krefjast skyldi fjölgunar f atvinnubót- unum um 1S0 manns. Þá hafði um alllangt skeið ríkt almennt atvinnuleysi í bænum. en kom- ið hafði verið i gang nokkrum atvinnubótum eftir harða bar- áttu, fengu þeir sem atvinnu- bótanna nutu 1—2 vinnuviltur á mánuði. en margir atvinnu- ley6ingjarnir fengu enga úr- lausn, nema ef þeir gátu hark- að út einhverja hungurlús hjá fátækrafulltrúunum, sem ekki var þó tekið út með sældinni i þó daga En nú var orðið um víðtækari baráttu nð ræða. því þau ugg- vænlegu tíöindj höfðu gerzt, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafði STÉTTARLEG EIKING í dag eru liðin 30 ár frá einhverjum harðasta árekstri sem orðið hef- ur í stéttaátökum hér á landi — 9. nóvember-slagnum 1932. •— Einn þeirra sem þá stóðu í fremstu röð í baráttu atvinnulausra Reykvík- inga gegu kjaraskerðingaratlögu íhaldsins, Guðjón Benediktsson múr- ari, rekur hér endurminningar sínar frá þessum sögulega degi. samþykkt með öllum sínum í- haldsatkviiaðum, að vinnulaun skyldu lækka í atvinnubóta- vinnunni úr 1 krónu 36 aur- um niður í 1 krónu. Verka- menn hér í bænum vissu al- mennt í hvaða tilgangi þetta var gert, þótt að yfirskyni væri haft, að bankamir krefðust þessa, ef þeir ættu að lána fé til atvinnubótanna. — Þetta átti að vera upphafið að almennri kauplækkun, á sjó og landi, eftir nýárið. Byrja skyldi á at- vinnubótavinnunni — þar var garðurinn lægstur — yfirfæra svo kauplækkunina á aðra bæj- arvinnu — svo kæmi hitt allt af sjálfu sér Allir stéttvísir verkamenn sáu að' hér varð eitthvað að gera' til að stemma á að ósl. Hald- inn var fundur í Dagsbrún, en illa gekk að ná þar samatöðu tii aðgerða, vegna baráttu krat- anna gegn því að nokkuð yrði gert (en kratamir höfðu þá yfirtökin í Dagsbrún). Þó var þar samþykkt tillaga er gaf fé- lagsstjórninni heimild til að stöðva vinnu hjá bænum ef þurfa þætti. Og 6. nóvember var farin kröfuganga, þar sem krafizt var sama kaupgjalds i atvinnubótunum og verið hafði, og að fjölgað yrði þar um 150 manns. Sú krafa var og gerð til stjórnar Dagsbrúnar, að öll vinna yrði stöðvuð við höfn- ira í mótmælaskyni. Þá höfðu og á bæjarráðsfundi 8. nóv- ember meðal annars komið fram tvær tillögur. Önnur var frá Stefáni Jóh. Stefánssyni, þess efnis að bæjarstjórn félli frá kauplækkun þeirri f at- vinnubótunum, er hún hafði samþykkt á siðasta bæjarstjórn- arfundi. Hin var frá Jakob Möller — það var dagskrártil- laga — þess efnis, að bæjarráð sæi enga ástæðu til að breyta samþykkt bæjarstjórnar um kauplækkunina. Eftir kröfu bæjarfuiltrúa Alþýðuflokksins var samþykkt, að haldinn skyldi aukafundur f bæjarstjórn 9. nóv, kl. 10 árdegis og á dag- skrá yrði fundargerð bessa bæj- arráðsfundar Þar sem almennt atvinnu- leysi var í bænum og atvinnu- bæturnar píringur einn, var hér raunverulega um líf og dauða að tefla hjá þeim, sem verst voru staddir. Kauplækkunin var auk þess árás á alla vinn- andi menn. og þeir fundu sig knúöa tii sameiginlegrar bar- áttu. tii að halda kaupgjaldi sínu óskertu. t þessari baráttu mátti því enginn verkamaður bregðast. ef nokkurs árangurs n-.áttj vænta, og allra sízt máttu þeir bregðast, er kjörnir höfðu verið til forustu í þessu nauð- synjamáli, Því var það, að þeg- ar klukkan var langt gengin f tíu, fór ég til Sigurðar Mark- ans og sagði honum að ég þyrfti að bregða mér frá í bili, en vonaði þó að það yrði ekki lengi. Ekki spurði hann mig hvert ég ætlaði, en hann leit þannig til mín, að bezt gæti ég trúað, að hann hafi grunað hvert leið mín myndi liggja — en lét þó kyrrt. En á þennan fyrmefnda bæjarstjórnarfund var för minni heitið. Bæjarstjórnarfundir voru þá alltaf haldnir í Góðtemplara- húsinu, og svo var einnig um þennan aukafund. Höfðu bæjar- fulltrúar svæðið frá leiksviði fram á um það bil mitt gólf. þar var settur slagbekkur, en utan hans var áheyrendasvæði. Fundur var ekki byrjaður er ég kom niðureftir, en mikili fjöldi verkamanna var þegar mættur til að fylgjast með gangi mála þessara. er svo mjög snertu lífsafkomu þeirra. Vinna hafði verið lögð niður í atvinnubót^num, og víðar höfðu menn horfið frá vinnu til að samfylkja með atvinnuleysingj- unurn. og til að mótmæla hinni mjög svo lúalegu aðferð íhalds- ins til launalækkunar. Áheyr- endasvæðið var þétt skipað og margir urðu að standa utan dyra, þótt veðrátta væri hryss- ingsleg. Bæjarstjórnin hafði líka búizt við mikilli aðsókn, því gjallarhom voru sett utan á húsið, svo að þeir sem úti stóðu mættu fylgjast með þvi sem ir.ni gerðist Ræður íhaldsmanna voru hin lævísustu tyllirök um nauðsyn- ina á því að kaup yrði að lækka i atvinnubótunum, — bankarnir neituðu að lána fé tii atvinnubóta nema kaupgjald þar yrði lækkað, — og með því að lækka kaupið yrði hægt að koma fleirum að vinnunni o. s. frv. í það óendanlega. Sumir létu jafnvel orð falla um það að atvinnuleysingjarnir nenntu ekki að vinna, en væru kröfu- harðir og heimtuðu allt af öðr- um, en ekkert af sjálfum Sér ems og kommúnista væri siður. Alþýðuflokksbroddarnir héldu meinlausar og hörkulitlar ræð- ur, reyndu að sannfæra íhald- ið um heimsku þess, sem kæmi bezt í Ijós í því að það kynni ekki að stjórna bænum. En f leiðinni reyndu þeir að telja úr verkamönnum, — allt yrði að gerast með gætni og var- færni, um að gera að hleypa ekki hörku og stífni f betta alvarlega mál. Um hádegisbilið, þegar for- seti bæjarstjórnar (Pétur Hall- dórsson) tilkynnti, að nú yrði matarhlé, var þess almennt k>-afizt af áheyrendum að fundi yrði haldið áfram og málin sem fyrir lægju yrðu afgreidd. Menn voru orðnir þreyttir á því að hlusta á þennan vaðai bæjar- fulltrúanna og vildu fara að sjá fyrir endann á þessu. Og er bæjarfulltrúarnir hugðust ganga út, var þæfzt fyrir, svo að burtför þeirra dróst nokkuð á langinn. Hermann Jónasson. sem þá var bæjarfulltrúi á- samt því að vera lögreglustjóri. mæltist til þess við áheyrendur að þeir hliðruðu til fyrir bæj- arfulltrúunum. Ég tjáði lög- reglustjóra, að verkamenn myndu vera hræddir um að að- Pétur Halldórsson .Takob Miiller gangur yrði meira takmarkaður að fundinum eftir matarhléið eri verið hefði, þeim fyndist líka málin liggja það klár fyrir, að hægt væri að afgreíða þau án nokkurs matarhlés, þeir gætu vel beðið eftir því. Lögreglu-^. stjóri lýsti því þá yfir, að að- gangur að fundinum yrði ó- hindraður að loknum hádegis- verði eins og verið hafði um rr.orguninn. Eftir þessa yfir- lysingu greiddist smám saman úr þrengslunum, án þess að til stórtíðinda drægi. Ég vii aðeins geta þess. að undir ræðum f- haldsmanna bar dálítið á framí- tökum, þótt ekki væri annað hægt að segja en að allt færi fram með ótrúlega mikilli spekt eins og allt var i pottinn búið. Fundur skyldi hef.iast aftur klukkan hálf tvö Ég hafði ekki langan matar- tima þennan dag. Það lagðist einhvernveginn í mig, að veður væru öll válynd og betra myndi að treysta á sjálfan sig og sam- heldni samherjanna, en á lof- orð borgaranna, sem sýnt höfðu hug sinn til að bæta úr hörm- ungarkjörum alþýðunnar á svo eftirminnilegan hátt. Klukkan tæplega eitt mætti ég aftur á fundarstað. en þá var mér á- samt fleirum varnað inr.göngu i húsið af lögregluþjónum, sem settir höfðu verið til þess að gæta dyranna. ^okkrum var þó hleypt inn við og við, og átti víst með því að tryggja það. að aðeins hógværir menn og af hjarta lítillátir yrðu innan dyra en hræddur er ég um. að ein- hver mistök hafi þar átt sér stað í rannsókn hjartnanna og nýrnanna. Við, sem ekki feng- um að fara inn í húsið biðum úti fyrir, misjafnlega rólegir og stóðum sem þéttast fyrir dyrunum. Þegar svo bæjarfull- trúarnir komu, varð lögreglan að ryðja þeim leið inn í húsiö. en til þess þurftu þeir að ýta okkur nokkrum inn úr dyrun- um. þótt það væri ekki beint ætlun þeirra. Þegar svo bæjar- fulltrúarnir voru komnir inn. áttu ekki fleiri. að fá inngöngu, en þá var sótt að lögreglunni bæði að utan og innan og varð henni rutt úr vegi og frjáls aðgangur fenginn þrátt, fyrir ó- orðheldni lögreglustjóra Er hlé var komið á eftir þessa brýnu. var bæjarstjórnar- fundinum haldið áfram, Fyrst- ur tók til máls Jakob Möller, var hann gunnreifur og óhlíf- inn í málflutningi sínum eins og hann gat þá iðulega átt til. En nú hafði blóðið eitthvað hitnað í áheyrendum. bæði út af svikum lögreglustjóra og tuskinu við lögregluna, og vildu nú ekki taka þegjandi við öllu þvi sem að þeim var rétt. Var svo kröftuglega tekið fram í fvrir Jakobi Möller. að hann varð innan tíðar að hætta ræðu sinni. Gengu ýfingar og sær- ingar milli og að endingu var fundi slitið Var nú úti allur friður. Áheyrendur kröfðust þess að fundur yrði settur á ný. og málin afgreidd og auk þess bætt á dagskrána kröfunni um fjölgun í atvinnubótunum um 150 manns. Kratamir reyndu að bera klæði á vopnin, og þeir voru látnir bera á milli miðl- unartillögu svokallaða, þess efn- is að bæjarstjórnin héti því, að lækka ekki kaupið í atvinnu- bótunum fyrr en hún sjálf á- kvæði. Þessarj tij,fögu fyjgdu fulltrúar Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. og sagt var að Péfur .Haildórsson for- seti bæjarstjórnar hafi lofað að vera með tillögunni — ef bæj- arfulltrúar íhaldsins fengju að ganga út ómeiddir. Þessu læv- (sa boði var einróma hafnað af áheyrendum bæði utan húss og innan. Var um tíma þannig á- standið á fundarstað. að við Héðinn Valdimarsspn stóðum sinn á hvoru borði og töluðum til fólksins, — hann með tillög- unni, en ég á móti. Hafði ég allan fjölda áheyrenda gegn til- lögu kratanna, en fylgjandi beim kröfum að kaup yrði hið sama og verið hafði i atvinnu- bótunum og að þar yrði fjölg- aö um 150 manns. t þeim á- tökum, sem um þetta urðu. fóru borðin að bresta og stólar að brotna, og slagbekkurinn fór veg allrar veraldar. Var nú teynt að ná saman bæjarstjóm- arfundi að nýju með löglegum fiölda til að afgreiða dagskrána. En þá kom upp úr kafinu að íhaldsfulltrúamir voru flúnir gegnum senuna og út um kjall- aradyrnar. Að vísu varð Magga Júl. Magnús lækni snúið við með handafli og Pétur Halldórs- son yfirgaf ekki fundarstaðinn. Átti nú að ná Magga JúL Magnús inn í fundarsalinn, en áður en náð yrði saman fundi j ný skipaði lögreglustjórinn að ryðja salinn, Geystust lögreglu- þjónar þá fram og innan tíðar höfðu þeir rutt salinn. Meira bæfðist fyrir þeim að ryðja ganginn og gangana bæði að sunnanverðu og norðanverðu við húsið. og hlutu þá margir sár og meiðsli. En lengra varð ekki komizt án þess að ofbjóða áheyrendum. Og er lögreglu- stjóri lagði úr herkvínni í farar- broddi lögregluliðsins, var tek- ið á móti. Lögreglustjóri slapp að mestu ómeiddur, en lög- teglan öll var afvopnuð og létu tiestir þeirra ekki vopnln af hendi fyrr en í fulla hnefana. Og að síðustu var þeim sem uppistandandi voru fylgt upp að lögreglustöð. sem þá var í Arnarhvoli, og var talað til beirra viðeigandi viðvörunar- otðum. þeir skyldu ekki láta siga sér út í svona lagað aftur, þegar átti að knésetja alþýð- una, þeir væru allir úr alþýðu- stétt og ættu því samleið með henni. en ekki með andstæð- ingum hennar. Að þessu loknu dreifðist á- tieyrendaskarinn er orðið hafði f bæjarstjórnarfundinum. Hvarf ég nú aftur til vinnu minnar, þótt klukkan væri langt geng- in í fimm. Var mér fagnað á vinnustað og spurður frétta, því ym allan bæ hafði kvisazt að eitthvað mikið hefði gerzt. Og ekki minnkaði forvitnin, er þeir sáu að ég hafði í hendi gúmmí- kylfu, er ég hafði tekið her- fangi í bardaganum. En vinn- an var í fullum gangi og eng- inn tími til fréttaflutnings. Og þótt vinstri hönd mín væri dá- litið stirð eftir högg er ég hafði fengið, liðkaðist hún brátt við breyfinguna, enda mátti ég heita ómeiddur, en slíku happi gátu ekki allir áheyrendur fundarins hrósað. Ég lét kylfu mína á ákveðinn stað meðan unnið var. en er vinnu var hætt um kvöldið var hún horf- in og hef ég ekki mér vitan- lega séð hana síðan. Grunur rcinn féll á einn vinnufélaga minn. og sá grunur glæddist heldur, er sá hinn sami nokkru seinna gekk í hvíta liðið (vara- lögregluna). Ég var þreyttur, er ég kom heim um kvöldið, þótt hinn eiginlegi vinnutími væri ekki svo langur. Ég var þó ánægð- ur með dagsverkið. Launakúg- unin hafði verið brotin é bak aftur og heyrðist ekki nefnd framar. — Þessi bæjarstjómar- fundur var sá síðasti, sem hald- irn var í Góðtemplarahúsinu. Þennan dag 9. nóvember 1932 — fyrir réttum 30 árum —• höfðu reykvískir verkamenn af öllum flokkum staðið saman um kjör sín og sigrað. Enn einu sinni hafði það sanpazl; að einhuga alþýða er ósigrandi, Þeir áttu samúð fólksins í bæn- um, — og sú samúð kom úr röðum allra flokka. — Hún var stéttarleg eining. Guðjón Benediktsson. Hann gætti ekki tungu sínnar! Það voru mikil mistök hjá Hitler, að svo margir gyðing- ar skildu sleppa lifandi. En Nasser sér um afganginn! Þessi orð hrópaði tuttugu og þriggja ára gamall þýzkur stýrimaður á veitingahúsi i Haifa f tsrael f.yrir nokkrum vikum. Og nú hefur hann verið dæmdur í mánaðar fang eisisvist og til að greiða „000 ísraelsk pund fyrir bessi um- mæli. Samkvæmt frásögn lögregl- unnar í Haifa kom stýrimað- urinn inn á veitingahúsið f fylgd með vini sínum. Þeir báðu um tvær flöskur af bjór. Stýrimaöurinn leit í kringum sig og sagði stund- arhátt: — Það eru margir júðar hér, ekki satt! Yfirþjónninn virðist nafa litið á þetta sem svívirðingu. Hann hafði sloppið lifandi úr þýzkum fangabúðum, — og nú neitaði hann að afgreiða Þjóðverjann, Sá síðamefndi brást hinn versti við og var nú kallað á eigandann, Og begar stýrimaðurinn tók að gagnrýna Hitler fyrir aö myrða ekki fleiri gyðinga, var ekki beðið boðanna að henda honum á dyr. Við réttarhöldin sagðist Þjóðverjinn hafa verið svo drukkinn, á veitingahúsinu, að hann hefði ekki lengur hugmynd um, hvað hann hefði látið út úr sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.