Þjóðviljinn - 09.11.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.11.1962, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5 JTöstudagur 9. nóvember 1062 Stefnubreyting Alþýðuflokksins: ÞINCSIÁ Þ|ODVIL|ANS Tekur upp valdboðs - og gerðardómsstefnuna í efri deild Alþingis var enn rætt um gerðardómslög ríkis- stjórnarinnar í gær og lauk fyrstu umræðu, en atkvaeða- geiðslu var frestað. Emil Jónsson, sjávarútvegs- Gerða rdómsráðherrann málaráðherra, kvaðst hafa lagt svo fyrir, áður en hann fór af landi brott, að mál þetta yrði ekki tekið fyrir fyrr en hann kæmi aftur til landsins og vildi hann ekki mæla sig undan á- byrgð í þvi. Mergurinn málsins væri sá. að Alþýðuflokkurinn hefði breytt um stefnu frá því sem áður var varðandi gerðardóm í vinnudcilum. Tæki hann þetta sérstaklega fram, þar sem Björn Jónsson hefði minnt á það í ræðu sinni. að Alþýðu- fiokkurinn hefði áður hiklaust rofið stjórnarsamstarf til bes' að mótmæla slíkum aðferðum >á vék Emil. að mótmælum síldarsjómanna gegn gerðar- dómnum og taldi hann þau að engu hafandi og marklaii1 þar sem greinilegt væri. að „gengið hefði verið milli skipa til kess að safna beím“. Þá taldi hann að með gerðardómn- um hefði áunnizt hækkuð kaun- tryg.aina og 1% í sjúkrasjóð félaganna. Björn .Tónssou benti sérstak- lega á yfirlýsinau ráðberræ-" um breytta stefnu Alþýðu- flokksins varðandi lausn vinnu- dei’na. Flokk- urinn hefði nú 'ínrikvæmt vf- irlýsingu ráð- herrans tekið unn þá vald- boðc_ oa serð- "rdómsstefnu spm ríkis. sttórn i heild hefur fvlgt. Sn stefna væri raunar pðeins anai af kaunlækkunarstefnu ríkis- stiórnarinnar. í>á minnti Björn á. að áður en rikisstjórn’n setti aerðardóminn var fu1'4 samkomulag innan samninga- nefndarinnar um kiör siómannp pA jipaVV-a |fpi ir>t r-»rr«rfí n cm ocf +a','r' unn siúkrasiðð. Fkki væri bv! unnf að kalla betfa ávinninn ?erðardómsinc Deilan hef?(! einuneis ctaflið un skiotakiö- !n .— Varðandi mótmæb’n ~orn eerðardómnum beindl Bíör- beirri snuminvi; til ráðberran- hvaðr ..vondir menn" hef*” geng’ð um w safnað mótmæ’ um innan Siómannasamhandc ins o<? Sambands ungra iafnad __ TT’ri Vn iTnnr’ fVtarr'1 isvert. ad .beear búið væri að hrekia rök útgerðarmanna um ..nauðsvn" kiararvrnunar vegnn bættra veiðitækja. þá kæmu Alþýðuflokksmenn og segðu, að þeir hefðu miklu betrí rök en útgerðarmenn í málinu: Þetta stafaði fyrst og fremst a? stækkun bátanna. Sýndi þetta aðeins. hvar Alþýðuflokkurinn stæði í þessu máji. — Björn minnti enn á það, að þetta væru önnur gerðardómslögin á sama ári, sem ráðherrann set- ur til að hindra samningsrétt sjómanna. Hin fyrri voru um fiskverðið i vetur. og þá hélt ráðherrann því fram, að sió- menn hefðu eftir sem áður samningsréttinn. Þeir semdu um skiptaprósentuna. Þennan rétt hefði ráðherrann tekið af sjómönnum með gerðardóms- lögunum og þar með lokað gerðardómshringnum um k.iör sjómanna Ólafur Jóhannesson (Frams.l taldi að ríkisstjórnin hefði átt r að beita sér fyrir sáttum í deilunni j stað þess að grípa til valdboðs. Þegar vitað væri, að iit- gerðarmenn gætu vænzt gerðardóms til þess að ákveða kjörin hlyti það að spilla sam komulagshorfum. Jón Þorsteinsson (Alþfl.) sagði, að tillaga sáttasemjare nú um síldveiðikjörin sýndi að sínar tillögur hefðu haft við rök að styðjast! Emil Jónsson ítrekaði fyrri ummæli sín um nauðsyn gerð- ardómsins og að afstaða Al- þýðuflokksins væri brevtt frá þvj sem áður var í þe„sum efnum. Þó hefði flokkurinn ekki enn tekið afstöðu til gerð- ardóma almennt! En flokkur- inn væri ekki „dogmatiskur“ flokkur, sem héldi alltaf fast við sömu kenningarnar! Sigurvin Einarsson (Frams.) lagði áherzlu á. að hér væri deilt um stefn- ur: Annars vegar gerðar- dómsleið og valdbeitingu en hins vegar frjálsa samn- inga. — Hér greip Emil Jónsson framm í og spurði: Hver er afstaða Framsóknar i þessum málum? Sigurvin svar- aði ráðherranum. að ef hann hefði ekki þegar heyrt það af umræðunum, myndi hann sjá það við atkvæðagreiðsluna um málið á eftir. Islandi ber að skipa sér í hóp hlutiausu þjóðauna Aðalfundurartími neðri deild- ’ar' V gær ’fót' í 'f?dMhaldáum* ræður um almannavarpir og varð umræðunni enn ekki lok- ið, . 4 Gísli Jónsson (íhald) tók fyrstur til máls. Kvað hann það stefnu Alþýðubandalagsins að draga úr vörn- um landsins til þess að opna all- ar gáttir fyrir vinunum úr austri! Það væri gleggsta dæmið um þetta, að Al- þýðubandalagið krefðist þess, að herinn væri fluttur burt og hefði því ver- ið skipt um stefnu frá 1941. (Gísli virtist rugla algerlega saman hervörnum og almanna- vörnum, — eða loftvörnum. eins og það var nefnt 1941 og byggði hann allan málflutning sinn á þessum hugtakarugl- ingi). Sagði hann að íslandi stafaði ekki árásarhætta af vestrænum þjóðum. heldur frá Rússlandi og væri tími til kom- inn að „svipta blekkingarhjúpn- um af kommúnistum. Væru þetta svör við ræðu Hannibals, en hann hefði ekki tíma til að svara ræðu Einars Olgeirssonar. Hannibal Valdimarsson (Al- þýðubandal.) vék f.vrst nokkuð að ræðu Bjarna Benediktsson- ar. Minnti hann á, að ráðherr- ann hefði ekki svarað einni einustu spurningu sinni um það. hvernig framkvæmdum lagaá- kvæða þessa frumvarps yrði háttað. Vildi hann því enn spyrja. að hvaða leyti gildandi heim- ildir í lögum væru ekki full- nægjandi. og hvað ríkis- stjórnin hyggðist fyrir j fram- kvæmdum Ekki væri annað sýnilegt. en að hinar vi’ðtæku heimildir. sem frumvarpið ger- ir ráð fyrir, yrðu pappírsgagn eitt í framkvæmd. 1 stað besr að svara spurningum hefði ráð- herrann hins vegar eytt mikum tíma til þess að tala um Ind- land og Kína. — Það fé sem ætlað væri til almannavarna hrykki skammt til þess að koma upp nauðsynlegustu tækjum t. d. við geislunarmælingar sem víðást um land. Ta’.ið væri að kostnaður við það mundi nema um 520 þús. kr. o.g væri fróð- legt að vita. hvort taka ætti þá upphæð af einnar milljón króna fjárveitingunni til al- mannavarna. Þá vék Hannibal. að þeirri fullyrðingu ráðherranc að það væri aðeins tilvist mannvirkja eins og Keflavikur- flugvallar. sem dragi að sér árásarhættu. Mætti enn minna á álit Holtermanns hershöfð- ingja. að af þessu svæði ætti að f.iarlægja al’.t kvikt.. Sú hætta stafaði af her- stöðinni og kæmi það einnig areinilesa í ljós í ummælum hershöfðingjans um Hvalfjörð. Það væri áreiðanlega ekki svo mikil hætta á að sprengjum vrði beitt á Keflavíkurfluevöll ef þar væri ekki herstöð. — Þá kvaðst Hannibal vil.ia beina nokkum spurningum til ráð- herrans og vænti hann bess að beim vrði svarað undanbragða- laust. Efnislega voru spurnins- arnar á þessa leið: 1. Er ætlunin að gera áætl- un um og undirbúa bvrgi fyrir ríkisst.iórnina utan Reykia- vikur? 2. Er ætlunin að byggja varnarbyrgi t.d. á Suðurlandi vegna brottflutnings fólks af hættusvæðum suðvesturlands.? 3. Hvað köstar að gera byrgi undir Arnarhól, samkvæmt þeirri áætlun sérfræðinga, sem þegar er til? 4. Hvaða opinber vamarbyrgi eru fyrirhuguð í Reykjavík og hve marga mundu þau rúma? 5. Ætlar ráðherra að gefa út tilskipun um breytingu bygg- ingarsamþykktar allra kaup- staða á landinu með það fyrir augum að varnarbyrgi verði komið fyrir í hverju húsi? Um þá fullyrðingu ráðherr- ans, að hlutleysi væri gagn- laust vegna þess að hlutlausar þjóðir hefðu orðið fyrir árás. sagði Hannibal, að á sama hátt mætti fullyrða, að hcrvarnir væru með öllu gagnslausar, vegna þess að þjóðir gráar fyr- ir járnum hefðu orðið fyrir á- rásum. Þó væri fullyrðing ráðherr- ans um að samþykkt Alþingis um brottflutning vamarliðsins væri úr gildi fallin, vegna þess að vinstri stjórnin hefði ekki framkvæmt hana, út í hött. Samþykktin væri ekki | tímabundin og því væri hún í íullu gildi, meðan Alþingi hefði j ekki gert aðra samþykkt, sem gengi í aðra átt. Um ræðu Gísla Jonssonar sagði Hannibal, að hann teldi fai'a vel á því, að Gísli eyddi því sem eftir væri ævi sinnar I til þess að berjast gegn „heims- r kommúnismanum" á sama hátt og hann hefði gert í ræðu sinni, ef hann teldi Morgun- blaðinu hafa orðið helzt til lítið ágengt í því efni. — Hlutlaus- um þjóðum hefði stöðugt verið að vaxa fiskur um hrygg und- anfarið og væm þær nú orðnar fjölmennasta „blokkin“ innan \ Sameinuðu þjóðanna. Þetta I væri vafalaust „þjónkun við I heimskommúnismann" að áliti I Gísla. Að lokum kvaðst Hannibal vilja víta sérstaklega frétta- flutning útvarpsins af þessu máli. Meðal annars hefði síð- asti kafli nefndarálits síns ver- ið lesinn í þingfréttatímanum, en úr honurn sleppt heilum setn- ingum og málsgreinum án þess að þess væri að nokkru getið. Kvaðst hann telja, að ríkis- stjómin hefði tæpast svo slæma aðstöðu í máli þessu, að grípa þyrfti til slíkra árása á lýðræðislegan rétt þingmanna og jafnrétti í fréttaflutningi, — enda teldi hann vist, að það væri ekki að undirlagi ríkis- stjórnarinnar sem slíkt væri gert. Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra, vék sér undan að svara þeim fyrirspumum, sem Hannibal hafði lagt fyrir hann og sagði, að almanna- vamastjóri ynni að athugunum á þessu máli. Ákvarðanir um tramkvæmdir yrðu teknar síðar. Sagði hann r(kisstjórnina engan þátt eiga í slæmum fréttaflutn- ingi af þessu máli. En hann sæi ástæðu til þess að fara iram á leiðréttingu þess, að í Þjóðviljanum í dag (þ.e. í gær) væri talið, að hann vildi flytja fólk upp í „auðnir og óbyggðir“. Hann heíði ekki minnzt einu orði á þetta í ræðu sinni, en aftur á móti hefði Einar Ol- geirsso.n vikið að þessu og taldi Bjarni að hér væri málum blandaft. Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi ÓLafssorp Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 linur)! Áskriftarverð kr. 65.00 á mánuði. kenning gú er aðferð stjórnarblaðanna að klifa í sífellu á ósönnum staðhæfingum í þeirri trú að hægt sé að breyta firrum í staðreyndir 1 huga almennings séu þær endurteknar nógu oft. Al- gengasta kennisetningin af þessu tagi er sú að launþegar eigi sök á verðbólgunni, eða eins og Morgunblaðið segir Bjarna Benediktsson hafa komizt að orði á fásóttum Varðarfundi: „Verð- hækkanirnar eru fyrst og fremst afleiðing kaup- hækkana, sem hafa verið meiri en efnahagur þjóðarinnar gat staðið undir.“ Þetta er kenning sem gengur í berhögg við veruleikann. piokkar þeir sem að ríkisstjórninni standa hófu síðasta valdaskeið sitt á því að lækka allt kaupgjald í landinu með lagasetningu í árs- byrjun 1959 með þeirri átyllu að verið væri að ráðast gegn verðbólgunni. Þessi kauplækkun snerti. kjöv. alrpennipg.s mjög tilfinnanlega, en engu að síður létu launþegasamtökin þessa að- gerð y-fir sig ganga. Ríkisstjórnin hafði því engar nýlegar kauphækkanir að yfirvarpi þegar hún framkvæmdi stórfelldustu gengislækkun í sögu þjóðarinnar snemma árs 1960. Með þeirri geng- islækkun var hrundið af stað þróun, sem Jónas H. Haralz efnahagssérfræðingur ríkisstjórnar- innar nefnir óðaverðbólgu. Enn sýndu verk- lýðssamtökin ótrúlega stillingu og gripu ekki til sinna ráða fyrr en hverjum einasta launamanni var orðið ljóst hverjir báru ábyrgð á dýrtíðar- skriðunni. Kauphækkanir þær sem launþegar sömdu um 1961 voru afleiðing dýrtíðar en ekki orsök hennar, og jafnvel atvinnupólitíkusar ættu ekki að leyfa sér að halda fram hinu gagnstæða. Kauphækkanir þær sem fengust 1961 ógu aðeins upp hluta af þeim verðhækkunum sem dunið höfðu yfir og í þeim fólust því engar nýjar byrðar fyrir framleiðslukerfið í heild. Engu að síður framkvæmdi ríkisstjórnin aðra gengis- lækkun sem magnaði verðhækkanirnar til mik- illa muna á nýjan leik. Og enn hafa komið nýir kjarasamningar í kjölfar þessara aðgerða, en því fer mjög fjarri að kaupgjaldsákvæðin haldi í við verðlagið. Almennur kauptaxti Dagsbrúnar- manna er til að mynda aðeifis örlítið hærri að krónutölu en hann var í ársbyrjun 1959. þótt verðlag og þjónusta hafi hækkað um rúm 40% á því tímabili. Jjetta árabil hefur það verið óvenjulega skýrt hvar upptaka verðbólgunnar var að leita. En þróunin hefur verið á sömu lund alia tíð síðan styrjöldinni lauk; kauphækkanir hafa ævinlega komið sem afleiðing verðhækkana en ekki öf- ugt. Þetta má meðal annars marka af þeirri ein- földu staðreynd að kaupmáttur tímakaupsins er nú mun lægri en hann var 1947, raunverulegt kaup hefur þannig lækkað, þótt þjóðartekjurn- ar hafi aukizt mjög verulega. — m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.