Þjóðviljinn - 09.11.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.11.1962, Blaðsíða 9
JVjstudagur 9. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 9 Avarp Alþjóiasambands verkalýðsfélaga, WFTU, fil verkalý&s og verka- lý&sfélaga allra landa Verkamenn og verka- lýðsfélög! Alþjóðasambandið hyllir þá ykkar, í öllum löndum, sem hafa fordæmt styrjaldarað- gérðir og sjóránstilburði bandarísku imperialistanna og hafið látið í ljós samúð ykkar og samstöðu með bræðr- um ykkar á Kúbu. í samræmi við tilfinningar ykkar hefur Alþjóðasamband- ið mótmælt kröftuglega, við Sameinuðu þjóðirnar þeirri ákvörðun Bandaríkjastjómar, sem algerlega brýtur í bág við stofnskrá Sam. þjóðanna, að hafa fyrirskipað herkví um Kúbu og tekið sér þann rétt að rannsaka annarra þjóða skip á opnu hafi. Til þesS að reyna að eyði- leggja fyrir kúbönsku þjóð- Hef opnað lækningastofu Laugavegsapóleki Viðtalstími 11 —12 alla virka daga. Sfmi 19690. Ragnar Arinbjamar læknir. TIL SÖLU þriggja herbcrgja ibúðar- hæð við Þinghólsbraut. Sér kynding og þvottahús á sömu hæð. Laus til íbúðar strax. Hermann G. Jónsson hdl. lögfræðiskrifstofa Skjólbraut 1 Kópavogi. Simi 10031 — Heima 51245. inni ávinninga byltingarinnar, til þess að endurreisa al- ræði bandarísku auðhring- anna og til þess að lama andspyrnu þjóða Suður-Am- eríku gegn bandarísku auð- hringunum, hikuðu ráðamenn Bandaríkjanna ekki við að ógna heiminum 'méð atóm- styrjöld. 1 fullkomnu blygðunarleysi æpa ráðamenn Bandaríkjanna upp um hei'stöðyar og ógn- anir. En það eru þeir og eng- ir aðrir, sem sett hafa upp árásarstöðvar í 3.5 erlendum ríkjum, komið sér upp her- stöð á kúbönsku landi, sem kúbanska þjóðin réttilega krefst að verði fjarlægð. Það eru þeir, sem eftir bylting- una á Kúbu hafa staðið fyr-. ir skemmdarverkum og.. ögr- unum, stutt vopnaða innrás og sprengjuárásir úr lofti, allt í þeim tilgangi að eyði- leggja kúbanska lýðveldið og hindra þjóðina í því að fara þá braut er hún hefur sjálf valið. Með þessum aðgerð- um sannar bandaríski imp- erialisminn, enn einu sinni, að hann er versti óvinur frið- arins, þjóðlegs sjálfstæðis og félagslegra framfara. En vegna rólegrar fram- komu Kúbu, Sovétríkjanna og annarri sósíalistaríkja, vegna aðgerða1 Asíu-1 og Afríkuríkja og viðbragða verkalýðsins víðsvegar um heim, hefur enn tekizt að afstýra því versta: En hættan er enn geig- vænleg og verður eins lengi og Bandaríkin hætta ekki með öllu aðgerðum sínum. 1 þessu hættulega ástandi er varðveizla friðarins í höndum fólksins. Verkamenn og verklýðsfé- lög Suður-Ameríku! Málstaður Kúbu er einnig ykkar málstaður. Hinar kröftugu aðgerðir ykkar hafa dregið mjög úr atlögu Bandaríkjamanna gegn Kúbu. Með aðstoð ykkar við bræður ykkar á Kúbu eru þið jafnhliða að berjast fyrir ykkar eigin hagsmunum. A þessari örlagastundu hvetur Alþjóðasambandið ykkur til að herða baráttuna og hindra með því fyrirætl- anir árásarseggjanna gegn Kúbu. Verkamenn Bandaríkjanna! Alþjóðasambandið dregur ykkur ekki í sama dilk og landa ykkar, stríðsæsinga- mennina, eða þá af forystu- mönnum ykkar sem eru bandamenn þeirra. Eins og aðrir verkamenn, hvar sem er í heiminum, þráið þið frið og þið hafið miklu hlutverki að gegna í Varðveizlu hans. Vonandi sameinast æ fleiri ykkar bræðrum í öðrum löndum í þeim tilgangi að knýja Bandarikin til að hættá ofbeldi sinu gegn Kúbu. Verkamenn og verkalýðsfé- lög í öllum löndum! Alþjóðasambandið skorar á ykkur að halda vöku ykkar, að efla og styrkja baráttu ykkar fyrir algerri afléttingu her- kvíarinnar um Kúbu fyrir fullri viðurkehningu og tryggingu fyrir sjálfstæði kúbönsku þjóðarinnar, fyrir afnámi allra erlendra herstöðvf I öðrum löndum, fyrir friðsamlegum sam- skiptum milli þjóða, fyrir varðveizlu friðarins I heiminum. Með vaxandi sameiginlegri baráttu getum við verndað friðinn. Framkvæmdaráð Alþjóða- sambandsins, W.F.T.U. Prag 27. okt 1962 Frá árás lögreglu í Kaupmannahöfn á Dani sem fóru mótmælagöngu til bandatiska sendiráðsins til að lýsa vanþóknun sinni á hafnbanni Kennedys forseta á Kúbu. Maður úr göngunni liggur í götunni með höfuðsár eftir Iögreglukylfu og kona hlynnir að honum mcðan beðið er eftir sjúkrabil. Rækjum skyldurnar við sögu verkalýðssamtakanna 1 þessum mánuði hefst þing- ganga alþýðufólks, sem drlfur að víðsvegar af landinu og sezt á rökstóla I Reykjavlk. Mörg stefnumarkandi mál blða þings- ins, sem landsfólkið allt fylg- ist með af áhuga. En afgreiðsla mála á Alþýðusambandsþingi getur verið mjög afdrifarík fyr- ir lífsafkomu allrar alþýðu og fyrir gang þjóðmála. Á þessu þingi verða að sjálf- sogöu rsédd menningar- og fræðslumál við hlið annarra stórmála, og liggur mér á hug að minnast á nokkrar greinar þeirra mála og þær helzt sem snerta sögu verkalýðssamtaka á fslandi. ísold hin gullna NÝ BÓK EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON Út er komið fjórða bindið af sjálfs- ævisögu Kristmanns Guðmundssonar. „ÍSOLD HIN GULLNA“. Fáein eintök fást enn í bókaverzlun- um af fyrri bindum sjálfsævisögunnar: ÍSOLD HIN SVARTA DÆGRIN BLÁ LOGINN H.VÍTI. Bókfeílsútgáfan Það eru meira en sjö tugir ára síðan verkamannafélög voru fyrst stofnuð hér á landi. Á þeim áratugum hafa margir þeir atburðir gerzt, sem höfðu mikil og varanleg áhrif á líf og sögu fólksins, en hafa ekki verið bókfestir að neinu ráði. Að yísu hafa nokkur félög prentsett nokkrar glefsur úr sögu sinni og sagnfræðingar munu liggja með allmikla að- viðun söguefna. En í heild er sagan svo til ó- skróð og það sem verra er, liggur nú margt við dyr gleymskunnar. Þó er enn full- fært að afla fjölþættra gagna í skrlfuðu máli, bundnu sem ó- bundnu, söngvum og samtöl- um og myndum af mönhum og atburðum og skýrslum allskon- ar. Og nú eru tæknilegir mögu- leikar fyrir héndi, með hljóð- ritun og öðrum þekktum hand- hægum tækjum. En ef taka á höndum til stórverka um aðdrætti og úr- vinnslu, verða heildarsamtökin að bera starfið uppi. Að sjálfsögðu verður að meta, hversu þýðingarmikið er fyrir íslenzka verkalýðshreyfingu og íslandssöguna, að skyggna þenn- an þátt þjóðlífsins augum sagn- fræðinga, og í þágu alþýðu- menntunar, það er að segja hvereu vítt á að ganga til verks. En víst er, að draga verður til fanga, allt frá fyrstu dögum samtakanna og aðdraganda þeirra. Verði þetta þjóðmenningar- starf unnið, á það tvennan tíl- gang, að skrifa söguna og að vinna úr gögnunum til fræði- legrar útfærelu. Fólk vill þekkja sögu feðra sinna og mæðra, vill vita starf þeirra og baráttu, hvaðan menn fengu kraftinn, þar sem brjótast varð gegn fordómum trúarlífs sem jarðbundinnar þjóðfélagsstöðu erfiðis manns- ins. Það þurfti hörku til að ganga burt frá húsi föður síns til þess að veita því réttlæti lið sem næstum var óþekkt og hljómaði sem nýyrði á tung- unni. Að skipa öllum mönnum á sama bekk mannsæmandi lífs- kjara. Og það var einmitt þá sem Bjartur I Sumarhúsum skilur son sinn ungan eftir meðal verkfallsmanm á mSlinni, og þó hann sjólfur snúi heim ear hann með stolið brauð I magan- um. Bóndinn komst ekki undan áhrifum „hinnar ungbomu tíð- ar”. Það var erfitt að draga sjálf- an sig útúr töturmennsku van- ans, stofna verkalýðsfélög, standa verkfallsvörð, fara i kröfugöngur undir rauðum bylt- ingafána og þora yfirleitt að vera þátttakandi í baráttunni fyrir bættum lífskjömm og menningarlegri aðstöðu í þjóð- félaginu. En einmitt þetta, að þora stælti og fjölhæfði menn til baráttulegrar sóknar. Að sjólfsögðu var sjálfstæð- isbaráttan Ijósveggur verkalýðs- hreyfingarinnar, enda hefur þannig þokað málum að nú er verkalýðshreyfingin merkisberi íslenzks sjálfstæðis, og sýnir ekkert betur þjóðmennfngarlega þýðingu samtakanna. Verkafólk hefur með starfi sínu I samtökunum og vegna þeirra hugsjóna sem samtökin em grundvölluð á, vakið til vemleikans ýmis þau mál sem lágu óklakin undir væng sam- tiðarinnar, brotið þeim skum, borið þau á höndum sér og skilað inn I lífsheild þjóðmenn- ingarmálanna og hefur atvinnu- málin borið þar hæst, eða efl- ing atvinnuveganna sem verka- fólk hefur gengið grettistökum undir. En launin eru enn mæld á svikna vog auðhyggjunnar. Eins og ég gat um í byrjun liggur saga \verkalýðshreyfing* arinnar ennþá að mestu I ó- plægðri jörð. En vegna þeirrar fræðslu sem hún gæti veitt þeim sem framvegis bera uppi verkalýðsbaráttuna. er nú brýn þörf að opna leið til almennrar sögusöfnunar. Sagan er að vísu alltaf að gerast og atburðir síðustu ára draga slzt úr því að verkalýðs- hreyfingin verður að vera vel •j verði og tileinka sér það dýr- rr.ætasta úr rauðum þræði sög- unnar, baráttusannfæringuna og þær hugsjónir sem stefna til fullkomins lífsöryggis. réttlæt- is og friðar í samskiptum manna og þjóða. En baráttusannfæringin og hugsjónin sem hún ber eru frelsisgjafir til verkalýðssam- takanna frá miklum ieiðtogum og þeim fjölda öreigafólks. sem aldrei iét merkið falla beim gjöfum megum vi« 'qta. Tryggvi Emilssoo.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.