Þjóðviljinn - 10.11.1962, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. nóvember 1962
ÞJÓÐVILJINN
SÍÐA 5
W
(t
ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS
Fullnýting íslenzkra hrá-
efna undirstaða þróunar
Otgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósfallstaílokk-
urinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi Ólafsson,
Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjarnason.
Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skótavörðustig 19.
Simi 17-500 (5 linur) Áskriftarverð kr 65.00 á mánuöi.
Einar Olgeirsson hefur lagt fram frumvarp til
laga um áætlunarráð ríkisins og hefur hann gert
á því nokkrar breytingar frá eldri frumvörp-
um, sem hann hefur flutt um þetta efni. Hér
verður á eftir gerð grein fyrir nokkrum meein-
atriðum fnimvanjsi«c
1 fyrstu grein frumvarpsins
eru ákvæði um, að Alþingi
kjósi að loknum hverjum
þingkosningum 5 manna á-
ætlunarráð. Ráð þétta skal
semja tvenns konar heildar-
áætlanir um þjóðarbúskap
landsmanna:
1. Heildaráætlanir um þróun
atvinnulífsins og fjárfestingu
fyrir 5—10 ára tímabil.
2. Áætlanir fyrir eitt ár i
senn.
Framfarir og
atvinnuöryggi
t
1 þriðju grein er nánar kveð-
ið á um markmið áætlunarbú-
jSkaparins og skulu áætlanir
miðaðar við eftirfarandi:
1. Að sjá um að framlciðslu-
geta þjóðarinnar sé nýtt til
fulls og tryggð sé næg og ör-
ugg atvinna.
2. Að nýta auðlindir lands-
ins í þágu þjóðarheiidarinnar
til þess að tryggja afkomu
þjóðar og einstaklinga og varð-
veita og efla sjálfstæði þjóð-
arinnar.
3. Að efla innlenda atvinnu-
vegi og skapa nýja til þess
af auka fjölbreytni í atvinnu-
lífinu, en þó fyrst og fremst
þær atvinnugreinar, scm skapi
sem beztar forsendur fyrir bætt-
um Iifskjörum þjóðarinnar.
Áherzla lögð á full-
vinnslu innl. hráefna
Þá koma ákvæði um gerð
áætlananna og ráðstafanir til
þess að þess að tryggja sem
bezt framkvæmd þeirra.
1 7. grein er vikið nánar að
brýnustu verkefnum næstu ára
o£ segir bar svo:
„Áætlunarráð skal við gerð
fyrstu 10 ára áætlunarinnar
hafa þá höfuðstefnu, er hér
segir:
Á fyrri hluta þessa tímabils
skal einbeita sér að því að
koma á sem mestri fullvinnslu
sjávarafurða og landbúnaðaraf-
urða og. armarra ,„hrá^£na og.
afurða ísíenzk’ra með það fyrir
augum, að þjóðin megi verða
iönaðarþjóð. er flytur fram-
leiðslu sína fullunna úr laricli.
Samtímis skal efla þá atvinnu-
vegi, er fyrir eru. og stuðla
að uppkomu nýrra atvinnu-
tækja, er ætla má .að hafi
heilbrigðan grundvöil.
Á fyrri hluta tímabilsins skal
undirbúa áætlanir um að fram-
kvæma á síðari hluta tima-
bilsins stórvirkjun fallvatna og
rannsaka til hlítar, hvers kon-
ar iðnaði í allstórum stíl yrði
bezt upp komið á því skeiði
til hagnýtingar raforkunnar
þannig að slík fyrirtæki séu
1 senn undir yfirráðum Islend-
inga, hagnýti vinnuafl og fjár- á biíreiðör
magn haganlegast í þágu þjóð-
ar og einstaklinga og hægt
sé um leið áð tryggja sem allra
mesta sölu á framleiðslu þeirra
úr landi til langs tíma, svo
að áhætta þjóðarinnar verði
sem minnst.
Áætlunarráð skal setja sér
það sem mark að vinna að þvi,
að framleiðsla bjóðarinnar vaxi
að raunhæfu verðmæti um
■10°/( á ári að meðaltali á næstu
10 árum“.
Taki við störfum
milliþinganefnda
Áttunda til ellefta grein
frumvarpsins fjallar um endan-
lega samþykkt áætlana ráðsins,
framkvæmd þeirra, svo og
starfsmenn ráðsins að öðru
leyti. Gert er ráð fyrir að ráð-
ic taki við störfum milliþinga-
nefnda eins og t.d. atvinnu-
málanefndar ríkisins og rann-
sóknamefndar á milliliðagróða
og verði nefndimar þá lagðar
niður. Nánari ákvæði um störf
ráðsins verði sett með reglu-
gerð.
Tveggja kosta völ.
Alllöng og ýtarleg greinar-
gerð fylgir fmmvarpinu. 1 upp-
hafi að greinargerðinni segir
m a.:
„Eins og málum er stillt á
Islandi, virðumst vér aðeins
eiga tveggja kosta völ:
Annar kosturinn er sá að
koma á heildarstjóm á þjóð-
arbúskapnum, fyrst og fremst
á fjárfestingunni, en helzt á
öllum þjóðarbúskapnum, sam-
kvæmt fyrir fram gerðum á-
ætlunum til 5 og 10 ára, svo
og eins árs áætlunum. Þetta
er sá háttur, sem nú er að
ryðja sér til rúms í gervöll-
um heimi, fyrst og fremst í
þeim löndum, er komið hafa á
hjá sér sósíalisma, — og þar
er auðveldast og öruggast að
skapa skjótar efnahagslegar
framfarir með áætlunarbú-
skapwum. — en einnig þær
þjóðir, sem nú eru að öðlast
frelsi og hingað til hafa fyrst
og fremst verið hráefnafram-
leiðendur, hefja nú margar
hverjar áætlunarbúskap til þess
að koma upp hjá sér afkasta-
miklum iðnaði og tryggja efna-
hagslegt sjálfstæði sitt.
— Hinn kosturinn er að gef-
ast upp við að stjórna íslandi
sem sjálfstæðu ríki og inn-
lima land vort sem nokkurs
konar dreifbýlishrepp í Efna-
hagsbandlag Evrópu. Þá verð-
ur það fyrst og fremst komið
undir geðþótta og gróðrafíkn
auðhringanna í Vestur-Evrópu,
hvort hér verða reist fyrir-
tæki og hvers konar, — og
þá munu þeir setja skilyrðin.
Skal þessi kostur eigi ræddur
frekar. enda hefur Alþiftgl Ts'-
lendinga stofnað lýðveldi á ts-
landi til þess að halda sjálf-
stæðinu eftir 600 ára nýlendu-
kúgun. en ekki til að farga
því“.
Nánar verður vikið síðar að
emstökum köflum greinargerð-
arinnar.
Ný þingmál
Innílutningsgjald
Þingfundir í gær
Þórarinn Þórarinsson flytur
ásamt nokkrum öðrum Frams,-
þingmönnum frumvarp til laga
um að niður falli innflutnings-
gjald á bifreiðar, sem notaðar
eru í atvinnuskyni. Nái þessi
ákvæði til landbúnaðarbifreiða.
læknabifreiða, leigubifreiða. og
vörubifreiða.
Pundur var 1 gær i efri deild
Alþingis voru 2 mál á dag-
skrá fundarins Var fyrst á
dagskrá rannsókp kjörbréfs
Valtýs Kristjánssonar. bónda '
Nesi en hann er 3 varamað-
ur Framsóknar t Norðurlands-
kjördæmi eystra. Kjörbréfið
var samþykkt samhljóða og
tekur Valtýr sæti Ingvars
Gíslasonar. sem hverfur af
þingi um sinn
Jón Skaftason (Frams.) kvaddi
sér hljóð utan dagskrár og
beindj þeirri
fyrirspurn ti’
sjávarútvegs.
málaráðherra
hvað ríkis-
stjórnin hyggð
ist gera ti
lausnar sílri.
veiðidei!unni Taldi hann ekki
líklegt að samkomu’.ag næðist
milli deiiuaðia Ríkisstjórninn’
bæri að verja huta af gengis-
gróðanum til þess að fá út
gerðarmenn til þess að fallast á
hugsanlega lausn, enda mætti
rekja órógnn á vinnumarkaðn-
um til gengisfellingarinnar í
Fræðslustoínun
fyrra, Það gæti heldur ekki tal- i i
izt ,.prinsipbrot“ þótt ríkis- ld.Unpega
stjórnin beitti sér fyrir slíkri
lausn eftir fyrri afskipti henn
ar af vinnudeilum
1 byggð landsins og eru fjórir
aðrir þingmenn Framsóknar
meðflutningsmenn að frum-
varpinu Frumarpið gerir
ráð fyrir að Alþingi kjósi
fimm manna „jafnvægisnefnd“.
og skal hún „þegar þörf þyk-
it til þess, gera áætlanir um
framkvæmdir í einstökum
byggðarlögum. enda séu þær
við það miðaðar, að með þeim
sé stuðlað að jafnvægi í byggð
landsins". — Þá eru í frum-
varpinu ákvæði um „jafnvæg-
issjóð“ til þess að standa und-
ir kostnaði við slíkar fram-
kvæmdir.
Gylfi Þ Gislason, mennta
málaráðherra varð fyrir svör-
um Hann kvað
ríkisstjórninni
°kki hafa verið
kunnugf um
bað að fyrir
bessum fundi
’ægi annað en
afereiðsla kjör.
bréfs. og þvi
væri qiávarútvegsmálaráðherra
ekki viðstaddur Er, hann
kvaðsi mundn u,<—
t ——
Eggert G. Þorsteinsson og
Friðjón Skarphéðinsson flytja Pro,r4.1,rlrr '
frumvarp til laga um fræðslu- ■Drsyiinga.r d
stofnun launþega. Frumvarpið tryaaÍnaarlÖCTUm
mælir svo fyrir að slíkri stofn-
un skuli komið á fót og skal
hlutverk hennar vera að veita
meðlimum verkalýðsfélaganna
raunhæfa fræðslu um hlutverk
verkalýðsfélaga.
ÁtengisvarnarsióðuT
Þórarinn Þórarinsson flytur
frumvarp til laga um áfeng-
isvamasjóð. Skal sjóðurinn
annast áfengisvamir og eink-
um veita fræðslu um skaðsemi
ifengis. Skal sjóðurinn fá 3°/(
if hagnaði Áfengis- og tóbaks-
ítir pessa vfiny.sip erzlunar ríkisins til starfspm-
herra.. mun forsetum ekki haf sinnar.
bótt sætt á að halda á-fram
frídi a Fór-^vi aðein« fram Ráðstaíanir til jair
atkvæðaareiðsla um að visa t J
til nefndar nokkrum málum. VægÍS 1 byggð landsiní
sem búið var að ræða. en því
næst voru önnur má’ tekin út Gísli Guðmundsson flytur
af dagskrá og fundi slitið. frumvarp til laga um jafnvægi
Ríkisstjórnin hefur lagt fram
frumvarp til laga um breyting
á lögum um innlenda endur-
tryggingu. stríðsslysatryggingu
skipshafna o.fl. — Ennfremur
frumvarp til laga um bráða-
birgðabreytingu á lögum um
a lmannatryggingar. Hið síðar-
nefnda frumvarp er samið af
nefnd, sem vinnur að endur-
skoðun laganna um almanna-
tryggingar.
Rannsókn á brúargerð
”ÍÍT Lagarfliót
>nas Pétursson flytur tillögu
þingsályktunar um fullnað-
rrannsókn á brúargerð yfir
^agarfljót við Lagarfoss. Til-
legan fjallar um að lokið verði
fullnaðar kostnaðaráætlun
haustið 1963,
Tilraunir með mannkynið
/^thygli almennings víða um heim beinist þessa
dagana að réttarhöldum í Belgíu. Þar er
kona ákærð fyrir að hafa stytt nýfæddu barni
sínu aldur, en það fæddist vanskapað af völdum
lyfsins thalidomid. Og enn ræðir fólk það gam-
alkunna siðfræðilega vandamál hvort heimilt
sé að stytta manneskju aldur ef ljóst er að til-
vera hennar getur aldrei orðið annað en örkuml
og þjáningar. En til þessara réttarhalda i Belg-
íu er stofnað á röngum forsendum. Móðirin sem
ákærð er fyrir að hafa stytt barni sínu aldur
er sjálf fórnardýr og hefur orðið að þola hin-
ar þungbærustu raunir. Þeir sem raunverulega
eru sekir og ættu að standa fyrir rétti eru eig-
endur auðhringa þeirra sem framleiða og aug-
lýsa eitt lyfið af öðru án þess að hafa hug-
mynd um áhrif þeirra og eru að gera mann-
kynið að tilraunadýrum sínum. Þessir lyfja-
hringar eru starfræktir sem gróðafyrirtæki. arð-
urinn er eini tilgangurinn með at.höfnum þeirra,
og þeir beita allri auglvsingatækni nútímans til
þess að koma framleiðslu sinni í verð án tillits
til þess að einmitt efnavísindin geta raskað hinii
hárfína jafnvægi náttúrunnar sjálfrar. Þessir
lyfjahringir hafa leitt sárar persónulegar raunir
yfir mikinn fjölda fólks sem einatt kiknar undir
áhyggjum sínum, en eigendur hringanna halda
áfram að safna því s.em þeim þykir mest um verf.
Qróði og átök um völd eru hættuleg leiðarljós
þegar vísindamenn eru að kanna ný þekk-
ingarsvið. Öllum ber saman um að kjarnorku-
sprengingar séu háskaleg tilraunastarfsemi með
framtíð mannkynsins, en engu að síður halda
sprengingar þessar áfram með þeim rökum að
ekki megi raska tilteknu valdajafnvægi. En eng-
inn vísindamaður treystir sér til þess að stað-
hæfa, að jafnvægi náttúrunnar hafi ekki þegar
verið raskað svo mjög að mannkyninu séu bún-
ar raunir af. Enginn veit með vissu hver áhrif
kjarnorkusprengingar í háloftunum kunna að
hafa á veðurfar og önnur náttúruöfl. Enginn
erfðafræðingur getur sagt fyrir hversu mörg
vansköpuð börn eiga eftir að fæðast með ó-
komnum kynslóðum vegna þessara tilrauna,
hversu margar mæður eiga eftir að horfast í
augu við sömu þungbæru raunirnar og móðirin
í Belgíu. Það er verið að framkvæma stórfelld-
ustu náttúruvísindatilraunir sögunnar, og það ó-
vissa í tilraununum er framtíð mannkynsins
sjálfs
þeir sundurvirku þjóðfélagshættir sem hafa
gróðann að markmiði og leiða valdastefnuna
yfir heiminn eru þess ómegnugir að opna mann-
kyninu ný þekkingarsvið þannig að hagsæld
hljótist af, ávinningurinn og háskinn vega æv-
inlega salt. Tækni nútímans er orðin svo stór-
felld og viðfangsefni náttúruvísindanna svo við-
kvæm að mannkynið þarf nú öllu öðru fremur
á að halda samvirkum þjóðfélagsháttum sem
-ryggja Það að vísindin hafi að leiðarljósi þekk-
iguna eins og umhyggjuna fyrir manninum.
— m.
í
i
k ‘