Þjóðviljinn - 10.11.1962, Blaðsíða 12
Alþýðukórinn
heldur hljómleika
í næstu viku
Alþýðukórinn (Söngfé-
lag verkalýðsfélaganna í
Reykjavík) hefur vetr-
arstarfsemi sína í ár með
hljómleikum í kirkju Ó-
háða safnaðarins í næstu
viku. Á söngskrá er 21
lag, öll eftir íslenzka höf-
unda nema Agnus Dei úr
As-dúr messu Schuberts.
Fjórtán þesara laga hafa
ekki verið flutt áður.
Stjómandi kórsins Dr. Hall-
grímur Helgason, og formaður
hans Halldór Guðmundsson
sögðu blaðamönnum frá starf-
semi hans í gær.
Við munum syngja fji'-’ur
kvöld í næstu viku, sagði dr.
Hallgrímur, á þriðjudag, mið-
vikudag, föstudag og sunnudag.
Við verðum í kirkju Öháða safn-
aðarins eins og í fyrra, en þar
eru sérstaklega góð skilyrði til
söngs.
Eins og sést á efnisskránni
höfum við lagt sérstaka áherzlu
á íslenzk lög, og hafa fjórtán
þeirra ekki verið flutt áður, sem
er vissulega nokkuð óvenjulegt.
£>ar eru þrjú lög eftir Sigursvein
D. Kristinsson, sem um alllangt
skeið var stjómandi kórsins.
Einnig má nefna sex lög eftir
Ingunni Bjamadóttur sem ég
hef útsett. Hennar saga er mjög
merkileg: hún getur ekki leikið
á hljófæri og þekkir ekki nótur,
lög sín hefur hún sungið við vm-
is uppáhaldslög sín. Eitt þessara
laga. Sól stattu kyrr,' hafði hún
samið á þennan hátt um ferm-
ingu, en það var víst ekki skrif-
að upp fyrr en hún var um fer-
tugt. Á efnisskránni eru líka
fjögur lög eftir Helga Helgason,
sem var hrautryðjandi á sínum
tíma, stofnaði Lúðraþeytarafé-
lag Reykjavíkur sem var fyrsti
félagsskapur af því tagi.
Ég hef unnið með kómum í
tvö ár. Það var eiginlega Jóni
Leifs að kenna. I tilefni sextugs-
afmælis hans var flutt kantata
hans „Þjóðhvöt" og Alþýðukór-
inn hafði einn hugrekki til að
ráðast í þetta verkefni. Þá var
vel haldið á spöðunum: við höfð-
um sjö vikur til stefnu og héld-
um níutíu æfingar á þessum
tíma. Stundum héldum við
nokkrar æfingar á dag. Upp úr
þessu tókst síðan þetta samstarf.
Síðan ég kom að kómum höfum
við þrisvar haldið sjálfstæða
konserta, þetta er sem sagt sá
fjórði.
Þess var einnig getið, að Fálk-
inn ætlar að gefa út tvær plötur
með sörig Alþýðukórsins og
kemur sú fyrri út núna fyrir
jól.
Halldór Guðmundsson sagði
að kórinn hefði verið stofnaður
1950 og væri því elzti starfandi
blandaði kórinn í Reykjavík. Það
væri töluvert erfiðara að halda
lífi í blönduðum kór en karla-
kór hér á landi. Ekki vildi dr.
Hallgrímur segja að það væri
kvenfólkinu að kenna, það væri
yfirleitt fljótara að læra og
mætti betur.
1 kórnum eru nú 37 félagar,
þar af tveir Englendingar og
þýzk stúlka og mætti því kalla
slíkan félagsskap Alþjóðakór
engu síður en Alþýðukór. Upp-
selt er á fyrstu þrjú kvöldin til
styrktarfélaga en aðgöngumiðar
á hljómleikana á sunnudagskvÖld
munu fást á staðnum.
Nýr bátur hleypur af
stokkunum á Akureyri
AKUREYRI — Á laugardag-
inn bættist nýr bátur í flota
Akureyringa. Nefnist sá Faxi
og ber einkennisstafina EA
11. Engendur bátsins eru
Bjarnli Þorvaldsson og Stein-
grímur Aðalsteinsson sjó-
menn, og munu þeir hafa í
hyggju að gera bátinn út héð-
an. — Báturinn var smíðáður
af tveim smiðum á Akureyri,
Trausta Adamssyni og Gunn-
laugi Traustasyni. En yfir-
umsjón með smíðinni hafði
Tryggvi Gunnarsson skipa-
smíðameistari og hann gerði
einnig teikningu af bátnum.
Faxi cr byggður úr eik og í
honum er 137 ha Volvo-
Penta-dieseivéi.
úaugardagur 10. nóvember 1962 — 27. árgangur — 246. tölublad
Valtýr Pétursson
opnar sýningu
I dag klukkan tvö opnar Val-
týr Pétursson listmálari sýningu
í Listamannaskálanum. Á sýn-
ingunni eru fiimmtíu og fjórar
myndir, iangflestar olíumálaverk.
Valtýr sýndi síðast fyrir tveim-
ur og háifu ári — þá mest mós-
aíkmyndir. Þær myndir sem nú
<ru upp festar í fátæklegum
húsakynnum íslenzkrar mynd-
listar eru allar uppskera þess
tíma sem síðan er Iiðinn.
Eg sá nokkrar myndir eftir
Valtý fyrir fjórum árum. Það
voru afskaplega strangar mynd-
ir. Síðan hefur margt breytzt.
t þessum nýju verkum ríkir
mikil litagleði, það er tölvert
6 ungir piltar játa
á sig mörg innbrot
Lögreglan hefur haft hendur í hári 6 pilta á
aldrinum 15—18 ára, sem játað hafa á sig mörg
innbrot, er framin hafa verið hér að undanförnu.
Síðustu ínnbrotin frömdu þeir
um fyrri helgi i Háskólabíó og á
tveim stöðum við Melavöllinn,
en þau innbrot urðu þeim ein-
Lá.við stórsiysi á
i í gærdag
SIGLUFIRÐI 9/11. — Um áíta-
leytið í kvöld kom olíuskipið
Þyrill til Siglufjarðar. Átti það
að losa hér olíu og taka í stað-
inn lýsi hjá Síldarverksmiðjum
ríkisins og flytja til Englands. 1
sambandi við komu skipsins
hafði SR sent lítinn krana á
hjólum, um 21/-, tonn að þyngd,
sem þær eiga, fram á svokallað-
an öldubrjót, en þar lagðist Þyr-
ill upp að, til þess að færa til
þungar gúmíslöngur, sem notað-
ar eru við að losa og lesta skip-
ið. Áður en kraninn var nokkuð
farinn að athafna sig gaf steypt
bryggjan eftir undan þunga
hans og lagðist hann því á hlið-
ina með þeim afleiðingum, að
hús hans klesstist saman og
stjórnandi kranans, Jón Kr.
Jónsson, klemmdist fastur undir
brakinu. AUlangan tíma tók að
losa Jón undan krananum, því
nota þurfti til þess kranabíl og
tjakk en aðstaða erfið vegna
þess, að kraninn var hálfgert á
lofti og hætta á að hann færð-
ist enn lengra niður við hnjask-
ið. Þó tókst loks að losa Jón og
eru læknar nú að rannsaka
meiðsli hans, sem munu vera, að
því er heyrzt hefur, furðu lítil.
Er mikil mildi, að ekki skylJi
alvarlegra slys af hljótast.
Dekkið á öldubrjótnum má
heita gjörónýtt og sjór hefur
grafið uppfyllinguna undan því,
en það er úr jámbentri stein-
steypu. Bæjaryfirvöldunum hér
á Siglufirði hefur oft verið bent
á að viðgerðar væri þörf á öldu-
brjótnum, þv£ áður hefur það
komið fyrir, að bílar með litlu
hlassi hafa farið niður um garð-
inn. Verkfræðingur, sem athug-
aði skemmdimar í honum fyrir
einu eða tveimur ámm, taldi
að viðgerð myndi kosta um 1
milljón króna, en þeim sem
mynda meirihluta í bæjarstjóm
hér á Siglufirði fannst meiri
þörf á að setja 1 milljón króna
í byggingu ráðhúss fremur en
lagfæra úr sér gengin og hættu-
leg hafnarmannvirki. — Ilannes.
mitt til falls. Sá Ieigubilstjóri til
ferða eins piltsins á sunnudags-
nóttina og var hann þá með út-
varpstæki undir hendinni. Þótti
bifreiðastjóranum þetta grun-
samlegt og tilkynnti það lög-
reglunni og leiddi það til hand-
töku 5 af piltunum, en cinn
þeirra sat þá þegar inni fyrir
aðrar sakir.
Staðir þeir, sem piltamir höfðu
brotizt inn á, eru þessir: Kaffi-
stofan Austurstræti 4, Kaffi Höll,
Fataverksmiðjan Gefjun við
Snorraþraut, Gildaskálinn, Sund-
laug Vesturbæjar, Hressingar-
skálinn, mjólkurbúð á Hjarðar-
haga og Hagabúðin auk áður-
nefndra tveggja staða. Á flestum
stöðunum var um smáþjófnaði
að ræða, þó stálu þeir nær 6500
kr. í peningum á Kaffi Höll og
Síldveiðideilan
Framhald af 1. síðu.
verið gefin á því af hverju þessi
geysilegi verðmunur stafar. Ef
mögulegt væri að greiða hér
sambærilegt síldarverð og í Nor-
egi — og því skyldi það ekki
vera hægt? — væri hægt að
tryggja bæði sjómönnum og út-
vegsmönnum stórbætta afkomu,
í stað þess að sóa milljónatugum
í það að reyna að níða réttmæt
kjör af sjómannastéttinni.
fjómm karlmannafötum hjá
Gefjun og í Gildaskálanum
höfðu þeir brotizt inn nokkmm
sinnum og stolið matvælum. I
innbrotunum um síðustu helgi
unnu þeir miklar skemmdir á
báðum stöðum og nemur bóta-
krafan frá Háskólabíói t.d. 14
þús. krónum.
Aðeins einn þessara pilta hef-
ur komizt í kast við lögregluna
áður, þ.e. sá er í steininum sat.
Breytingar á
rekstri Lidá
I gærkvöld var æskulýðurinn
einráður í vcitingahús'inu Lidó í
fyrsta skipti eftir breytingar,
sem gerðar hafa verið á húsa-
kynnum og rekstri.
Húsakynnunum hefur m.a.
verið breytt þannig að komið
hefur verið fyrir matbar við
anddyri og vínstúkunni breytt í
mjólkurbar.
Rekstri veitingahússins mun
þannig hagað, að á föstudögum,
laugardögum og sunnudögum
verður húsið opið æskufólki á
aldrinum 16—21 árs, en önnur
kvöld leigt út fyrir einkasam-
kvæmi og félagasamkomur. Ekki
þarf að taka það fram að vín-
veitingar verða ekki á boðstólum
í Lidó þau kvöld sem æskufólk-
ið ræður þar ríkjum. Hin vin-
sæla hljómsveit Svavars Gests,
sem leikið hefur í Lidó undan-
farna mánuði, mun leika þar á-
fram fyrir dansi.
Glæðist fiskafli
Skagstrendinga
SKAGASTRÖND 8/11. —
Fiskafli hefur verið rýr í
Höfðakaupstað það sem af er
vertíðar og gæftir fremur
stirðar. Sjö bátar, 17—75 lest-
ir að stærð, hófu róðra kring-
um 7. október. Tveir þeirra,
Máni og Helga Björg, leggja
aflann upp hjá h.f. Hólnesi.
Afli þeirra var í október
omanlagt 104 tonn. Fimm
bátar leggja upp hjá Kaup-
félagi Skagastrandar og var
afli þeirra sem hér segir:
Húni 56.4 tonn, Stígandi 8.2,
Svanur 17.1, Hrönn 16.0, Vísir
24.7. Hefur þá afli 7 báta orð-
ið samtals 226.4 tonn í októ-
ber.
Þrátt fyrir lítinn afla hefur
verið mikil vinna hjá frysti-
húsi Kaupfélagsins, sem staf-
ar af því, að unnið er í dýr-
ar pakkningar, en fiskurinn
fer annað hvort í frystingu
eða skreið.
Einstakt góðviðri hefur ver-
ið síðustu daga og hefur snjó
mikið tekið upp. Veðrabreyt-
ing er ekki sýnileg. Afli hef-
ur glæzt og hafa aflahæstu
bátamir verið með þetta 7—8
lestir í róðri. — FG
Rysjótt veðurfar
BÚÐARDAL 6/11. — Nú um
tíma hefur veðurfar hér um
slóðir verið allrysjótt og snjó-
aði talsvert um allt héraðið.
Þó voru akvegir alltaf greið-
færir. En í gær og í dag hef-
ur brugðið til góðviðris, svo
að snjór er næstum horfinn
af láglendi.
Sauðfé er víða komið á hús
og vafasamt að því verði
sleppt aftur.
I Búðardal er unnið að
byggingu Mjólkurstöðvar, og
er það hús nú fokhelt or' 'ð.
Þá er einnig unnið að bygg-
ingu dýralæknisbústaðar.
Félagsheimili er í smxðum
fyrir Laxárdalshrepp, og er
hluti þeirrar byggingar fok-
heldur. Ekki þykir fólki horfa
vel með félagslífið hér í vet-
ur, þar sem eina samkomuhús
sveitarinnar, Veitingahúsið
Bjarg, brann til grunna nú
fyrir skömmu.
Slátrun sauðfjár er lokið í
sýslunni, en þessa dagana er
verið að flytja allt fé af
tveimur bæjum í Haukadal
til slátrunar í Borgamesi
vegna mæðiveiki. Alls mun
hafa verið slátrað um 35 þús.
fjár í sláturstöðum innan hér-
aðs. Er það nokkru fleira en
verið hefur. Vænleiki dilka
mun vera svipaður og í fyrra.
Hrúta-ýningar voru hjá
nokkrúm sau.ðfjárx'æktarfé-
lögum í sýslunni í haust. Að-
aldómari var Leifur Kr. Jó-
hannesson héraðsráðunautur
í Stykkishólmi.
Sýndir voru 255 hrútar.
Hlutu 81 fyrstu verðlaun, 82
önnur verðlaun, 50 hlutu
þriðju verðlaun, en 42 hlutu
engin verðlaun. — BFF
Narfi kaupir
bátafisk vestra
TÁLKNAFIRÐI 9/11. — Fyrsti
báturinn, sem hóf hér haust-
róðra með línu, var Guð-
mundur á Sveinseyri; hann
byrjaði 25. okt. Síðan hafa
Sæúlfur og Sæfari bætzt við.
Aflinn hefur verið frá 3'A
upp í 9V, tonn í róðri. Nú um
helgina mun togai-inn Narfi
koma hingað og kaupa fisk af
bátunum til sölu á erlendum
markaði. — JE
um að vera, öldugangur, ágjöf.
Sundurtættur heimur, myndi ein-
hver segja sem væri miður vinsam-
legur. Samt sem áður hleypir
Valtýr frumpörtum myndarinn-
ar ekki upp með neina óþekkt
Hann er athugull bygginga-
meistari. Hann lokar á eftir sér.
Sumar myndanna heita eitt-
hvað. Ein heitir „Mjúkir litir**
önnur heitir „Ljós bygging".
Þriðja heitir „Átak“. Það er
mjög ákveðinn heildarsvipur
á myndunum, fingraför Valtýs
eru mjög greinileg.
Valtýr talaði um þessar breyt-
ingar sem áður var getið. Ég
er orðinn impressjónistískari en
áður, sagði hann. En það er
margt sameiginlegt með þess-
um myndum og þeim fyrri.
Ekki má gleyma því að maður
Valtýr Pétursson.
lærir ýmislegt í byggingu af því
að vinna eins stíft og strangt
og ég gerði áður.
Hins vegar vildi Valtýr ekkert
segja að ráði um náttúruskoðun
og abstraktmálverk. Kannske
hann hafi grunað spyrjandann
um samúð með natúralisma. Jú
hann hafði verið í Moskvu með
íslenzka sýningu, og þegar heim
kom gerði hann mynd sem
hann kallaði lögregluþjón i
Moskvu, svo sem til að hrella
menn. Það var svo einkenni-
legur rauður litur í búningi
þeirra. Islenzk náttúra? Það er
ákveðið náttúrandrúmsloft í
sumum þessar mynda. Auðvitað
málum við Islendingar með
öðrum litum en aðrar þjóðir.
Við erum meiri náttúruböm en
Parísarbúar.
Annars er ég alveg stefnu-
laus í myndlist um þessar mynd-
ir sagði Valtýr. Allar stefnur
eru góðar.
Sýning Valtýs Péturssonar
verður opin til 25. nóvember.
Á.B.
Þing Landssam-
bands vörubif-
reiðastjóra
5. þing Landssambands vöru-
bifreiðastjóra verður sett kl. 2
í dag, Rétt til að sitja þingið eiga
um 40 fulltrúar frá 36 vörubif-
reiðastjórafélögum,
Skélaferð
★ Farið verður í skíðaskála
ÆFR um helgina. Lagt af stað
frá Tjarnargötu 20 kl. 4 síðdegis
í dag. — ÆFR.
t